Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989
19
Neytendasamtökin;
Einokun á sölu kjúklinga
og kartaflna mótmælt
MORGUNBLAÐINU hefur bo-
rist eftirfarandi fréttatilkynn-
ing frá Neytendasamtökunum;
Neytendasamtökin benda á að
gífurlegar verðhækkanir hafa
orðið á kjúklingum og kartöflum
eftir að framleiðendur bundust
samtökum um að hækka verð á
þessum vörum. Hér eru á ferðinni
nýjar samkeppnishömlur, sem
stefnt er gegn neytendum.
Við setningu búvörulaga vör-
uðu Neytendasamtökin við þeim
ákvæðum í lagafrumvarpinu sem
nú leiða til vaxandi einokunar-
starfsemi. Neytendasamtökin
skora á landbúnaðarráðherra að
beita sér fyrir aðgerðum sem
koma í veg fyrir samkeppnis-
hamlandi og neytendafjandsam-
lega starfsemi framleiðenda
kjúklinga og kartaflna.
Verði ekki gripið til aðgerða
að hálfu stjómvalda munu Neyt-
endasamtökin brjóta einokun
framleiðenda á bak aftur með
öðrum hætti.
Fiðluleikur
á Háskóla-
tónleikum
Á ÁTTUNDU Háskólatónleikum
vormisseris, miðvikudaginn 1.
mars, munu þau Kathleen Beard-
en og Þórliallur Birgisson fíðlu-
leikarar flytja Duo fyrir tvær
fiðlur eftir Darius Milhaud og
sónötu fyrir tvær fiðlur op. 56
eftir Sergei Prokofiev. Tónleik-
amir eru haldnir í Norræna hús-
inu kl. 12.30 til 13.00 og eru öU-
um opnir.
Þau Kathleen Bearden og Þór-
hallur Birgisson stunduðu fram-
haldsnám í fiðluleik við Manhattan
School of Music, undir handleiðslu
Kathleen Bearden og Þórhallur
Birgisson.
Carroll Glenn. Þau luku námi þar
1983 og hafa síðan starfað hér á
landi, m.a. sem fíðluleikarar og
kennarar. Kathleen og Þórhallur
leika á fiðlur smíðaðar af Hans
Jóhannssyni.
Gódandaginn!
Þorvaldur Veigar Guðmundsson, Árni Björnsson, Helgi Kristbjörnsson og Ástráður B. Hreiðarsson,
læknar á Landsspítalanum.
Læknaráð Landspítala og Rannsóknastofa Háskólans;
Skorað á stjómvöld að endur-
skoða sparnaðaráætlanir
LÆKNARÁÐ Landspítalans og Rannsóknastofa Háskólans hafa lýst
alvarlegum áhyggjum sínum á þeim áhrifiim sem sparnaðarstefna
ríkisstjórnarinnar kann að hafa á heilbrigðisþjónustu í landinu. Á
fundi fyrir skömmu var ákveðið að skora á stjórnvöld að endur-
skoða umræddar áætlanir hvað varðar framlög til heilbrigðismála,
„svo þjónusta við sjúka verði ekki skert og íslendingar verði ekki
eftirbátar annarra Evrópuþjóða í þessu efni,“ eins og stendur í álykt-
um fimdarins, en eins og fram hefur komið, hafa stjórnvöld gert
sjúkrahúsum landsins að skera niður launaliði sínu um 4 prósent á
þessu ári. Alls mun vera um niðurskurð upp á 200 milljónir að ræða.
„Þetta er einfaldlega ekki hægt.
Við verðum að segja þjóðinni að
þetta þýðir minni og verri þjónusta
fyrir hana og við efumst um að hún
lýði það eða telji sig hafa gefíð
stjómmálamönnum umboð til slíks.
Svo er annað, ef aðrar stofnanir
skera niður, þá verður Landspítal-
inn að taka við því sem flóir yfír
hjá öðmm, þetta er jú spítali sem
á að standa undir nafni, en það
verður ekki hægt ef þessum áætlun-
um verður haldið til streitu," sagði
Ámi Bjömsson læknir á fundi með
fréttamönnum.
Gerð hafði verið áætlun um nið-
urskurð meðan skipunin hljóðaði
upp á 1,5 prósent og samkvæmt
henni reyndist nauðsynlegt að loka
6 prósentum rúma Landspítalans
yfír árið, en 7,5 prósentum á deild-
um á geðhjúkrunarsviði. Á Lands-
pítalanum voru það um 60 rúm sem
yrði að loka allt árið. Sagði Ámi
að stjóm spítalans leitaði nú leiða
til að mæta kröfunni um 2,5 pró-
sent niðurskurð til viðbótar. Auknar
lokanir deilda, stórfelldur samdrátt-
ur í ráningum afleysingafólks,
stórminnkuð yfirvinna og fleira
voru það sem hann taldi augljósa
liði í viðleitninni, en sjálfsagt yrði
fleira að koma til.
Ámi Bjömsson taldi þetta hið
versta mál fyrir heilbrigðisstofnanir
og benti á í því sambandi að á sama
tíma og aukinn og stórfelldur niður-
skurður virtist óumflýjanlegur, þá
biðu til dæmis um 2000 manns eft-
ir því að komast í aðgerðir á Hand-
lækningsdeild spítalans.
aó missa afhinum eína og sanna Stórátsölumarkaói
Opnunartími:
Föstudaga..kl. 13-19
Laugardaga.kl. 10-16
Aðradaga.kl. 13-18
Fjöldi
fyrirtækja
Jakkar
2.900, -
Jakkaföt
4.500,-
Kjólar
1.900, -
Gallabuxur
900,-
Fínni buxur
1.800,-
Pils
900,-
Frakkar
1.000,-
Bamasængurverasett
190,-
Eldhúsqardínuefni
frá 180,-
Dúnúlpur
2.950,-
Bamakjólar
500,-
Snjóqallasett
1.900,-
Vettlingar
150,-
Treflar
200,-
Úlpur
1.000,-
Varalitir
160,-
Kinnalitir
05,-
Sængurverasett
m/laki
1.290, -
Sængur
2.290, -
Reiðstígvél
1.790,-
Fínar ullarpeysur
1.690,-
Dragtir
3.900,-
Loðfóðraðir
kuldaskór dömu
1.500,-
Herrakuldaskór
1.500,-
Vinnuskyrtur
490,-
Hitateppi
1.980,
Stórir burknar
450,-
Túlípanabúnt
290,-
STEINAR HLJÓMPLÖTUR - KASSETTUR KARNABÆR BOGART-GARBÓ-TÍSKUFATNAÐUR
HUMMEL SPORTVÖRURALLS KONAR SAMBANDID FATNAÐUR ÁALLA FJÖLSKYLDUNA
RADÍÓBÆR HLJÓMTÆKI O.M.FL. Þ.H. ELFUR FATNAÐUR HERRAHÚSIÐ/ADAM HERRAFATNAÐUR
MÍLANO SKÓFATNAÐUR BLÓM BLÓM OG GJAFAVÖRUR NAFNLAUSA BÚDIN EFNIALLS KONAR
THEÓDÓRA KVENTÍSKUFATNAÐUR MÆRA SNYRTIVÖRUR - SKARTGRIPIR PARTY TÍZKUVÖRUR
SKÓGLUGGINN SKÓR O.M.FL. FYRIRTÆKI
Jakkaföt úr góðum efnum
8.900,-
Hljómtæki
frá 14.550,-
Ferðasjónvarp
m/útvarpi
10.880,-
Símar
frá 1.990,-
Eriendar og íslenskar
plötur og kassettur
fra 99,-
Geisladiskar
fra 599,-
i''nrPF'
STORUTSOLU
MARKAÐUR
FAXAFENI 14
(2. HÆÐ), SÍMI 689160