Morgunblaðið - 28.02.1989, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989
Bretland:
Semur Penguin-út-
gáfan við múslima?
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
LÍKUR eru taldar á því, að sögn sunnudag, að Penguin-útgáfufyr-
The Sunday Times síðastliðinn
Noregur:
Samið um 3,7%
kauphækkun
Osló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara
MorgnunbLaðsins.
SAMIÐ hefur verið um þriggja
krónu kauphækkun á tímakaupi í
samningaviðræðum norska al-
þýðusambandsins og vinnuveit-
enda, eða jafiivirði 23 króna
fslenzkra. Jafiigildir það 3,7%
kauphækkun.
Kauphækkunin er lægri en vænt-
anleg verðlagshækkun, sem gert er
ráð fyrir að verði 4%. Fulltrúar AI-
þýðusambandsins (LO) sögðu að
kaupmáttur tekna lágtekjumanna og
þeirra sem hefðu meðaltekjur yrði
óbreyttur en kaupmáttur hálauna-
manna myndi lækka.
Ríkisstjómin skarst í leikinn og
tryggði launþegum þriggja krónu
hækkunina með því að lofa atvinnulíf-
inu skattalækkunum.
Dé Longhi Momento
Combi er hvort
tveggja í senn
örbylgjuofn og grillofn
Loksins er kominn á markaðinn ofn,
sem er hvorf tveggja f senn,
örbylgjuofn og grillofn. Þetta er
nýjung sem lengi hefur verið beðið
eftir.
Ofninn sameinar kosti beggja aðferða,
örbylgjanna sem varðveita best
næringargildi matarins - og griiisteik-
ingarinnar, sem gefur hina eftirsóttu
stökku skorpu.
7 mismunandi
matreiðslumöguleykar:
1 Srbylgjur 30% att
2 örbylgjur 70% all
3 örbylgjur 100% afl
örbylgjur 30% afl
4 + grill 1100 w
örbylgjur 70% all
5 + grill 1100 w
örbylgjur 100% afl
B + grill 1100 w
7 grill eingöngu 1100 w
(DeLonghí^
Ué Lottghi Momento Combi er
enginn venjnlegur
örbylgjuofn, heldur gjörsani-
lega nýtl tceki sem býöur upp
d mismunandi aöferöir viö
nútíma matreiöslu.
/FOnix
HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420
irtækið hefji brátt viðræður við
breska múslima um bók Salmans
Rushdies, Söngva Satans.
Viking-Penguin, útgáfufyrirtæk-
ið, sem gaf út þessa umdeildu bók,
átti óformlegar viðræður við leiðtoga
múslima í Bretlandi í síðustu viku.
Fyrirtækið sendi moskuráðinu í
Bradford, þar sem bókin var brennd
14. janúar síðastliðinn, skeyti í
síðustu viku, þar sem fyrirtækið lagði
áherslu á, að það tæki tillit til trúar
og tilfínninga annarra og því væri
það áfall, að bókin hefði valdið mús-
limum sárindum.
Hugmyndin, að sögn blaðsins, er
sú, að fyrirtækið hætti við pappírs-
kiljuútgáfu bókarinnar á komandi
hausti gegn því að breskir múslimar
láti af baráttu sinni gegn bókinni.
Einnig virðist fyrirtækið reiðubúið
að ræða aðrar kröfur múslima, eins
og þá að I óseld eintök harðkiljuút-
gáfunnar verði sett viðvöran um, að
þetta sé skáldverk, sem ekki beri að
taka sem heimildarverk um sögu isl-
am. Penguin hefur gert það ljóst,
að slíkt samkomulag sé háð sam-
þykki höfundarins, sem enn fer huldu
höfði.
Penguin hefur vísað á bug þeim
þætti fréttar The Sunday Times, þar
sem segir, að það hyggist hætta við
kiljuútgáfíma. Ýmsir útgefendur era
mótfallnir öllum samningum. Þeir
telja, að með samninga í hendi hafí
múslimar sýnt, að þeir geti brotið
útgefendur á bak aftur, og þá verði
aðeins spumingin, hver verði næst-
ur. Aðrir telja óhjákvæmilegt annað
en reynt verði að ná einhvers konar
samkomulagi.
Náist samkomulag í viðræðunum,
nær það einungis til breskra mús-
lima. Hótun Khomeinis, erkiklerks í
íran, stæði óbreytt.
Reuter
Múslimar víða um lönd hafa efiít til mótmæla gegn „Söngvum Satans“, meðal annars í New York þar
sem 8.000 manns söfhuðust saman á laugardag fyrir framan skrifstofur Viking Press-útgáfimnar, sem
gefiir bókina út.
„Söngvar Satans“:
Átök í Ósló og útgáfti-
stjóra hótað dauða
Þögn sænsku akademíunnar um Rushdie-
málið vekur eftirtekt og óánægju
Ösló, Stokkhólmi. Frá Rune Timberlid og
MÚSLIMAR í Noregi hafa
ákveðið að Ieita til dómstólanna
til að fá bókina „Söngva Satans“
bannaða þar í Iandi. Vísa þeir til
hálfgleymds ákvæðis í norskum
lögum um að ekki megi gefa út
bækur, sem eru guðlast. Hefiir
ekki reynt á þessa lagagrein
siðan á árinu 1933. í Svíþjóð
hefur það vakið milda athygli
Erik Liden, fréttariturum Morgimblaðsins.
og óánægju, að sænska akadem-
ían hefiir þagað þunnu hljóði til
þessa um aðförina að bókar-
höfundinum Salman Rushdie.
í Noregi búa um 20.000 múslim-
ar og þegar það spurðist út, að
Asehehoug-forlagið ætlaði að gefa
út bókina „Söngva Satans“ biðu
þeir ekki boðanna með að efna til
mótmæla. Sumir létu ekki þar við
sitja heldur hótuðu að drepa for-
stjórann, William Nygaard. I Kaup-
mannahöfn efndu 1.500 múslimar
til friðsamlegra mótmæla en það
varð annað uppi á teningnum þegar
3-4.000 trúbræður þeirra gengu um
götur í miðborg Óslóar. Réðust þeir
á Norðmenn, sem báru spjöld til
stuðnings málfrelsinu, og kom þá
til mikilla slagsmála.
Þá hefur það einnig komið miklu
róti á hugi manna, að norski Pakist-
aninn Syed Bokhari hefur lýst yfír,
að hann dræpi Salman Rushdie
umsvifalaust fengi hann til þess
tækifæri. Bokhari hefur verið bæj-
arfulltrúi fyrir Verkamannaflokk-
inn í Skedsmo-kjördæmi en hefur
nú verið rekinn.
Samtök múslima í Noregi ætla
að reyna að fá „Söngva Satans"
bannaða með vísan til þess, að bók-
in sé guðlast. Sumir kunnir kirkj-
unnar menn hafa raunar tekið und-
ir það, til dæmis biskupinn af Staf-
angri, sem segir, að tillitssemi við
múslima vegi þyngra en málfrelsið
í Noregi. Innan stjórnmálaflokk-
anna og annarra samtaka virðast
þó flestir vera á einu máli um, að
bókina eigi að gefa út.
í Svíþjóð hefur það vakið mikla
óánægju, að vísindaakademían, sem
árlega úthlutar bókmenntaverð-
launum Nóbels, hefur ekki ennþá
sagt eitt einasta orð um aðförina
að Rushdie. Hafa talsmenn hennar
átt í miklum erfiðleikum með að
skýra það og nefna helst, að nefnd-
armenn séu ekki á eitt sáttir.
Reuter
Um 1.300 námamenn voru í verkfalli I Kosovo í Júgóslavíu í vik-
utima. Myndin var tekin niðri í námunni á sunnudag. Kröfðust verk-
fallsmenn afsagnar þriggja helztu leiðtoga kommúnistaflokks
Kosovo.
Verkfoll halda áfram í Kosovo:
Neyðarlög til að
hindra ringulreið
Belgrað, Pristfau. Reuter.
NEYÐARLÖG voru sett í héraðinu Kosovo í Júgóslaviu i gær eftir
margar árangurslausar tilraunir til að binda enda á allsherjarverk-
fall manna af albðnskum stofiii. Að sögn raiy'ug--fréttastofiinnar var
viðbótarherafli sendur í gær til borgarinnar Mitrovica þar sem 1.300
námamenn hafa verið i verkfalli i viku.
Breiðþota United sem gat rifiiaði á:
Sprengjutilræði
nú talið útilokað
Rannsakað hvort læsing lestarhlera hafi bilað
Honolulu. Reuter.
FULLTRÚAR bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hafia útilokað
að sprengja hafi valdið þvi að gat kom á breiðþotu bandaríska
flugfélagsins United Airlines á fóstudag með þeim afleiðingum
að níu farþegar soguðust út úr þotunni og biðu bana. Atvikið
átti sér stað skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Honolulu á
Hawaii.
Námamennimir neituðu enn í
gær að hætta aðgerðum sínum, en
þeir hafast við eitt þúsund metra
undir yfírborði járðar. Þeir hafa
haldið til í námunni frá því á mánu-
dag í sfðustu viku. Sögðust þeir
ekki myndu aflýsa verkfalli fyrr en
komið hefði verið til móts við kröf-
ur þeirra og þeir hefðu fengið skjal-
fest að svo yrði.
Námamenn krefjast afsagnar
Rahmans Morina, formanns komm-
únistaflokksins í Kosovo, og ann-
arra helztu leiðtoga flokksins, sem
þeir segja að séu verkfæri í höndum
yfirvalda í Serbíu. Ennfremur vilja
þeir mótmæla fýrirhuguðum breyt-
ingum á stjómarskrá Serbíu sem
þeir segja að skerði sjálfsforræði
Kosovo, sem er serbneskt sjálf-
stjómarhérað. Langflestir íbúa hér-
aðsins era af albönsku bergi brotn-
ir, eða 1,7 milljónir, en þar búa einn-
ig 200 þúsund Serbar.
Verkfall námamanna varð til
þess að efnt var til víðtækra samúð-
arverkfalla f héraðinu. Var hervörð-
ur aukinn í héraðinu og neyðarlög
sett til þess að koma í veg fyrir
frekari ringulreið, eins og Tanjug-
fréttastofan sagði. í gær streymdi
enn meiri liðsafli til héraðsins og
flugu orrustuþotur júgóslavneska
hersins lágflug yfir helztu borg
þess, Pristina.
Fulltrúar bandaríska loftferða-
eftirlitsins sögðu í gær að athygli
þeirra beindist að festingum og
læsingum á hlera vörulestar.
Líklegast hefur verið talið að hler-
inn hafí slegizt upp og brotnað af
með þeim afleiðingum að um 40
fermetra gat rifnaði á framanverð-
an búk þotunnar.
Komið hefur í ljós að þeir hlutar
hleralæsingarinnar, sem voru í lest-
arkarminum, vora rispaðir og slitn-
ERLENT
ir. Verður reynt að leiða í ljós hvort
þar sé að fmna skýringuna á því
hvers vegna hlerinn slóst upp. Sá
möguleiki að hlerinn hafi slegizt
upp vegna mannlegra mistaka hef-
ur ekki verið útilokaður.
Talið hefur verið að veikleika
væri að finna í læsingum á lestum
ýmissa farþegaflugvéla, m.a. á Bo-
eing 747-breiðþotum. í fyrrasumar
fyrirskipaði bandaríska flugmála-
stjómin flugfélögum að skipta um
læsingar á lestarlúgum eldri Boeing
747-flugvéla og veitti þeim frest til
31. desember næstkomandi til að
ljúka því. Flugvélin, sem gatið kom
á, er ein af elztu 747- þotunum,
smíðuð árið 1970.
United-flugfélagið á 31 breiðþotu
af 747-gerðinni og ákvað félagið
um helgina að flugvirkjar myndu
skoða lestarhlera á þeim strax eftir
lendingu og rétt fyrir næsta flug-
tak.