Morgunblaðið - 28.02.1989, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989
25
~7
•aunir.
Keppendur í úrslitakeppninni
þágðu boð ríkisspítala um að skoða
' hvemig eðlisfræðin er nýtt í þágu
' læknisfræðinnar. Sýndi Garðar
; Mýrdal, yfírmaður eðlisfræðideild-
ar keppendum nýjan línuhraðal til
; að geisla æxli, ennfremur nýleg
röntgentæki og rannsóknir á starf-
; semi skjaldkirtilsins með geisla-
! virku joði.
Framkvæmdanefnd land-
. skeppninnar, sem í eiga sæti: Hans
} Kr. Guðmundsson, Viðar Ágústs-
son og Einar Júlíusson, mun í
marz ákveða hveijir nemendanna,
! sem beztum árangri náðu í úrslit-
unum, verða þjálfaðir til að taka
þátt í Olympíuleikunum í eðlis-
fræði, sem fram fara í Varsjá í
f Póllandi í júlímánuði næstkom-
1 andi. Stefnt er að því að fullt lið,
5 keppendur og 2 fararstjórar, fari
f til leikanna, en menntamálaráðu-
neytið hefur milligöngu um þátt-
; töku íslands og greiðir ferðakostn-
; að. Pólska menntamálaráðuneytið
{ greiðir uppihald og ferðir á móts-
! stað..
Snanna í Mosfellsbæ að Urðarholti
’álsson fagna opnun nýja félags-
37. þing Norðurlandaráðs
Á fímmta tug íslendinga
sækir þingið í Stokkhólmi
Sjö þingmenn-þrír starfmenn. Sex ráðherrar-sextán embættismenn
ÞING Norðurlandaráðs hófst í Stokkhólmi í gær. Pjöldi íslendinga
sækir þingið að venju, á fímmta tug alls. Sjö þingmenn eru fulltrúar
á Norðurlandaráðsþinginu og með þeim eru þrír starfsmenn skrif-
stofu Norðurlandaráðs á íslandi. Einnig eru í Stokkhóimi sex ráð-
herrar, þeir Steingrimur Hermannsson, Jón Sigurðsson, Guðmundur
Bjamason, Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrimur J. Sigfusson og
Halldór Ásgrimsson. Með þeim voru, eftir þvi sem næst verður kom-
ist, 16 embættismenn þegar þingið hófst í gær.
starfsneftid Norræna félagsins og
ÆSÍ, Sveinn Einarsson, dagskrár-
stjóri vegna bókmenntaverðlauna
ráðsins, Þórður Einarsson, sendi-
herra, Gylfi Þ. Gíslason fyrir Nor-
ræna félagið og Ragnhildur Helga-
dóttir, alþingismaður, sem einn af
varaforsetum Evrópuráðsins.
Embættismennimir á Norðurland-
aráðsþinginu eru: Ingimar Einars-
son, ráðgjafi í heilbrigðis- og félags-
málum, Guðmundur Benediktsson,
ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyt-
inu, Páll Flygenring, ráðuneytis-
stjóri í iðnaðarráðuneytinu, Bjöm
Friðfínnsson, ráðuneytisstjóri í við-
skiptaráðuneytinu, Þorsteinn Geirs-
son ráðuneytisstjóri í dómsmála-
ráðuneytinu, Berglind Ásgeirsdótt-
ir, ráðuneytisstjóri í félagsmála-
ráðuneytinu, Ólafur S. Valdimars-
son, ráðuneytisstjóri í samgöngu-
ráðuneytinu, Birgir Amason, að-
stoðarmaður viðskiptaráðherra,
Haukur Ölafsson, sendiráðunautur,
Ámi Þ. Ámason, skrifstofustjóri í
iðnaðarráðuneytinu, Kristján
Skarphéðinsson, deildarstjóri í sjáv-
arútvegsráðuneytinu, Ámi Gunn-
arsson, skrifstofusijóri í mennta-
málaráðuneytinu, Bjami Einarsson,
Byggðastofnun, Bolli Bollason,
hagfræðingur í fjármálaráðuneyt-
inu, Indriði Pálsson, hagsýslustjóri
og Jón Sveinsson, aðstoðarmaður
Steingríms Hermannssonar.
Auk þess eru í Stokkhólmi fjórir
fulltrúar frá ungliðahreyfingum
stjómmálaflokkanna, tveir frá sam-
Laganeftid Norðurlandaráðs:
Áðild Eystrasalts-
ríkjanna ótímabær
LAGANEFND Norðurlandaráðs hefíir komizt að þeirri niðurstöðu
að Norðurlandaráð eigi ekki að láta til sin taka tillögu danska þing-
mannsins Kristens Poulsgaards, um að Eystrasaltslöndunum þremur
verði boðið að ganga í Norðurlandaráð. Neftidin telur tillöguna ótima-
bæra.
Deilt á hvalveiðar og selveiðar:
Norðmenn munu
enga kópa veiða í ár
— segir Gro Harlem Brundtland
Stokkhólmi. Frá Ólafi Þ. Stephenscn, blaðamanni Morgunblaðsins.
SELVEIÐAR og hvalveiðar komu til umræðu á þingi Norðurlanda-
ráðs í Stokkhólmi i gær. Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra
Noregs, sagði í ræðu sinni að Norðmenn tækju mjög alvarlega gagn-
rýnisraddir, sem heyrzt hefðu undanfarið um að aðferðir þeirra við
selveiðar væru ómannúðlegar. Hún skýrði frá því að Norðmenn hefðu
nú sett á laggimar neftid norskra, danskra og sænskra sérfræðinga
til þess að athuga hvort reglur hefðu verið brotnar í selveiðum Norð-
manna. Þá hefði norska sjávarútvegsráðuneytið bannað allt kópa-
dráp i Noregi á þessu ári.
í tillögu Poulsgaards, sem er
þingmaður danska Framfaraflokks-
ins og fulltrúi í Norðurlandaráði,
var lagt til að forsætisnefnd Norð-
urlandaráðs kannaði möguleikana á
þvi að þeim samþykktum, sem starf
ráðsins byggist á, verði breytt
ásamt löggjöf einstakra aðildar-
landa um norrænt samstarf. Þannig
yrði Eystrasaltslöndunum gert
kleift að ganga í ráðið, og kröfum
þeirra um fullt sjálfstæði veittur
stuðningur.
„í fyrsta lagi liggur ekki fyrir
nein umsókn frá þessum ríkjum um
aðild að Norðurlandaráði og í öðru
lagi eru þau hluti af rikjasambandi
sem heitir Sovétríkin," sagði Eiður
Guðnason, þingmaður og formaður
laganefndar Norðurlandaráðs, á
blaðamannafundi á fimmtudaginn.
„Það eru vissulega mjög áhuga-
verðir hlutir að gerast í þessum
löndum og þróunin stefnir mjög I
frelsisátt eftir þvi sem við heyrum
hér vestra, en það var niðurstaðan
í nefndinni að Norðurlönd efldu
menningarsamskipti sín og við-
skiptatengsl við þessi ríki, þó svo
að þessi tillaga væri ekki tímabær."
Eiður sagðist þeirrar skoðunar
að tillagan hefði beinlínis skemmt
fyrir því að betri tengsl og sam-
starf næðist við Eystrasaltsríkin,
þar sem hún væri ekki sett fram á
skynsamlegan hátt og ekki á réttum
tfma.
Brundtland
sagði að Norð-
menn ynnu að því
að öðlast sem
bezta vitneskju um
líffræðilegar að-
stæður í hafinu.
„Norska stjórnin
leggur til grund-
vallar það sjónar- Gro Harlem
mið, að það eigi Brundtland
að nýta allar lif-
andi auðlindir í hafínu, en innan
skynsamlegra líffræðilegra marka.
Fyrir Norðmenn er það afar mikil-
vægt að vemda og varðveita lifandi
auðlindir þannig að bæði við og
komandi kynslóðir getum nýtt
þær,“ sagði hún.
Þessi orð forsætisráðherrans
féllu í misgóðan jarðveg. Margarete
Auken, þingmaður Sósíalíska þjóð-
arflokksins í Danmörku, sagði að
með þessu gæfi ráðherrann í skyn
að halda mætti hvalveiðum áfram.
Hins vegar hefði Alþjóðahvalveiði-
ráðið sagt að Norðmenn mættu
ekki veiða hvali og að ráðið hefði
aldrei viðurkennt að nauðsynlegt
væri fyrir hvalarannsóknir að veiða
hvali í vísindaskyni.
Auken gagnrýndi bæði íslend-
inga og Norðmenn fyrir að skil-
greina hvalveiðar sínar sem vísinda-
mennsku. „Forsætisráðherrann veit
að slíkt er gabb og hefur aldrei
verið talið annað en gabb í Alþjóða-
hvalveiðiráðinu," sagði þingkonan.
Eiður Guðnason þakkaði Brundt-
land hins vegar fyrir að árétta það
að nýta bæri allar auðlindir hafs-
ins. „Það er grundvöllurinn undir
tilveru okkar vestnorrænna þjóða,“
sagði Eiður. „Þegar það er sagt að
íslendingar og Norðmenn virði ekki
alþjóðasamþykktir í þessu efni verð
ég að mótmæla. Það er hreinlega
ekki satt."
Moldviðrið vegna selveiða Norð-
manna hefur ekki lægt enn þótt
Norðmenn hafi brugðizt við gagn-
rýni á veiðiaðferðir sínar. Sænsk
náttúruvemdarsamtök mótmæltu
ómannúðlegu seladrápi á götum úti
í Stokkhólmi í gær.
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra i sæti sinu í fundarsal
Norðurlandaráðs
Aðild íslands að Evrópumörkuðum:
Fríverzlun með sjávar-
afiirðir ræður úrslitum
— segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
Stokkhólmi. Frá ólafí Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins.
STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, sagði í ræðu sinni
á 37. þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi að fúllkomið frelsi í sölu
sjávarafúrða réði úrsiitum um það hvort íslendingar vildu eiga aðild
að sameinuðum evrópskum markaði. Án þess ættu íslendingar ekk-
ert erindi I markaðssamband þjóða Vestur-Evrópu og gætu eins snú-
ið sér annað. Steingrímur sagði að mikilvægt væri að EFTA-löndin
kæmu sjálf á því viðskiptafrelsi, sem þau vildu njóta á Evrópumark-
aðnum, og gagnrýndi Finna sérstaklega fyrir að halda uppi hömlum
á fiskverzlun.
Steingrímur sagði að íslendingar
vildu fyrst og fremst takmarka
samstarf sitt við EB við fijálsan
markað fyrir framleiðslu beggja
aðila, samstarf á sviði vísinda og
öryggismála og smám saman á sviði
Ijármála og þjónustu. „Til þess að
auðvelda slíkt samstarf viljum við
laga hið íslenzka stjómsýslukerfí
að þeim breytingum, sem em að
verða í Vestur-Evrópu. í því skyni
leggjum við höfuðáherzlu á náið
samstarf Norðurlandanna og
EFTA-ríkjanna. Við munum hins
vegar ekki afsala okkur yfirráðum
yfir náttúruauðlindum landsins eða
búsetu, eða fóma því manneskju-
lega velferðarkerfi, sem við höfum
skapað," sagði forsætisráðherra.
Steingrímur sagði að undarlegrar
tregðu hefði gætt hjá Finnum að
taka upp fríverzlun með sjávaraf-
urðir. „Tiltölulega litlir hagsmunir
virðast ráða afstöðu einstakra
þjóða. Ég vil nota þetta tækifæri
og skora á vini okkar Finna að fall-
ast á fullt verzlunarfrelsi með sjáv-
arafurðir. Það mun stórlega liðka
fyrir samstöðu Norðurlandanna og
EFTA-landanna,“ sagði hann.
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra tók í sama streng í ræðu
sinni. Hann sagði að þvi miður
hefðu grannar lslendinga á Norð-
urlöndum verið stærsti þröskuldur-
inn í vegi fríverzlunar með físk.
Harri Holkeri, forsætisráðherra
Finna, sagði að svo oft hefði þetta
mál verið tekið upp, að allir ættu
að vita orðið um hvað það snerist.
Finnar gerðu tvo fyrirvara á fullu
verzlunarfrelsi með fisk; það væri
að segja hvað lax og Eystra-
saltssíld varðaði. „Sjávarafurðir", í
víðum skilningi, kæmu ekki til með
að verða neinum hömlum háðar á
finnskum markaði. Holkeri sagði
að ekki væri um stórkostlegar flár-
hæðir að tefla hvað þetta varðaði
í viðskiptum Finna og íslendinga.
Málið snerist um menningarleg
verðmæti, þar sem veiði þessara
fiskitegunda væri í höndum
sænskumælandi minnihlutans í
F'innlandi. Til þess að unnt mætti
reynast að varðveita menningararf
þessa fólks yrði fínnska stjómin að
fá tíma til að leysa úr vandamálinu
á viðunandi hátt.