Morgunblaðið - 28.02.1989, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989
Er verjandi að nota ráð-
gjafarþjónustu við ráðn-
ingu nýrra starfskrafta?
eftir TheodórA.
Bja.rna.son
Rannsóknarverkefni unnið af
hópi hagfræðinga, sem stunda
sérnám við Viðskiptaháskólann í
Kaupmannahöfn, fjallar um þetta
efni. í niðurstöðum verkefnisins,
sem unnið hefur verið að í rúmlega
eitt ár, eru fyrirtækin sjálf hvött
til að annast ráðningar í stað þess
að nota ráðgjafarfyrirtæki.
Á síðustu 20 árum hafa fyrirtæk-
in í Danmörku í síauknum mæli
notfært sér ráðgjafa, þegar þau
hafa ráðið starfsfólk í nýjar stöður.
Þetta er áberandi, þegar litið er á
atvinnu/stöðuauglýsingar dagblað-
anna.
Það hefur í raun og veru mynd-
ast ný atvinnustétt i tengslum við
verkefni sem fyrirtækin önnuðust
sjálf áður fyrr. Nú birtast greinar
og viðtöl við stjómendur, þar sem
skýrt kemur fram, að í sambandi
við ráðningar á nýju starfsfólki sé
auðveldast, áhættuminnst og ár-
angurríkast að snúa sér til ráðning-
arstofanna og láta þær annast þessi
verkefni.
Ifyrirtækin freistast til að velja
þægilegustu leiðina og skammtíma-
lausnina án þess að hugsa út í þær
afleiðingar, sem af þessu kunna að
hljótast fyrir fyrirtækin sjálf þegar
til lengri tíma er litið. Fyrirtækin
velja að kaupa sig frá verkefnunum
og að þeirra mati vandamálunum!
„Við getum þetta ekki,“ segja
stjómendumir, „við höfum ekki
tíma til að gera þetta. Við fáum
að sjálfsögðu ráðgjafa til að sjá um
ráðningarverkefnin — það eru þeir
sem hafa nauðsynlega þekkingu og
þá tækni sem þarf til þess að leysa
þessi verkefni.“
Ummæii þessi em orðin sígild
og þar með er lagður grunnur að
goðsögninni um ráðgjafana.
Það lítur út fyrir að það hafi
skapast goðsögn um að bæði ráð-
gjafar og ráðgjafarþjónustufyrir-
tæki séu betri í að ráða nýtt starfs-
fólk en fyrirtækin sjálfí
Hvernig geta fyrirtækin
undirbúið ráðningu nýrra
starfsmanna?
Það sem raunverulega ætti að
gerast er það, að aflað sé ýtarlegra
gmndvallampplýsinga um starfið
og starfsvettvanginn. Þessar upp-
lýsingar um starfið og starfsvett-
vanginn. Þessar upplýsingar em
fyrst og fremst nauðsynlegar fyrir
fýrirtækið, svo að það geti yfirleitt
metið hvers konar umsækjendur
þeir hafa þörf fyrir og óska eftir.
Einnig hvaða skilyrði fyrirtækinu
beri að setja um hæfni umsækjenda.
Þessi undirbúningsvinna er verk-
efni, sem verður að leysa og er jafn-
framt óumflýjanleg til þess að
tryggja það að sá starfskraftur sem
verður ráðinn endanlega til fyrir-
tækisins eigi möguleika á að þrífast
í starfí sínu og þar með nýtast fyrir-
tækinu sem best.
Það getur hreinlega skipt sköp-
um, hver aflar fyrrgreindra upplýs-
inga um fyrirtækið og fyrir fyrir-
tækið. Það er augljóst að það hljóta
að vera mismunandi hagsmunir hjá
annars vegar utanaðkomandi ráð-
gjafa, sem ráðinn er til skamms
tíma, og hins vegar starfsmanni
fyrirtækisins sem gæti ef til vill
nýtt þessar upplýsingar til hagsbóta
fyrir fyrirtækið í framtíðinni.
Hvers vegna eru þessar
upplýsingar nauðsynlegar
fyrirtækjunum?
Ifyrirtækjunum er stöðugt ögrað
af tækniþróuninni. Til þess að lifa
af þessa þróun er það mikilvægt,
að fyrirtækin geti endurskipulagt
til samræmis við kröfur tímans, sem
sífellt eru að breytast. Þessir nauð-
synlegu endurskipulagshæfíleikar
byggjast fyrst og fremst á því,
hversu vel fyrirtækið „þekkir sig
sjálft". Við „sjálfsviðurkenningu"
getur fyrirtækið betur áttað sig á,
hvar styrkur þess liggur og hvar
helstu veikleika þess er að finna.
Hin ýtarlega upplýsingasöfnun,
sem er nauðsynleg í sambandi við
ráðningar, opnar þannig möguleika
fyrir fyrirtækið, að fá betri upplýs-
ingar um sjálft sig. Þannig fær
fyrirtækið upplagðan möguleika til
að bæta og styrkja ímynd sína. Hér
er því ekki einungis um upplýsinga-
öflun að ræða, heldur einnig mögu-
leika sem býðst við að setja upplýs-
ingamar saman á mismunandi vegu
og nýta þær einnig til annarra verk-
efna. Á þann hátt geta upplýsingar
sem aflað er í tengslum við nýráðn-
ingar, einnig verið nytsamar undir
öðrum kringumstæðum. Einmitt
þess vegna er það mjög mikilvægt,
að upplýsingamar varðveitist í fyr-
irtækjunum sjálfum.
Það er því augljós skaði fyrir
fyrirtækin, ef utanaðkomandi ráð-
gjafí tekur þessar upplýsingar út
úr fyrirtækinu að verkefninu loknu,
þannig að dýrkeyptar upplýsingar
verða ef til vill aldrei til hagsbóta
fyrir fyrirtækið. Hins vegar til
styrktar ráðgjafanum og starfsemi
hans.
Theodór A. Bjarnason
„Það er því augljós
skaði fyrir fyrirtækin,
ef utanaðkomandi ráð-
gjafi tekur þessar upp-
lýsingar út úr fyrirtæk-
inu að verkefninu
loknu, þannig að dýr-
keyptar upplýsingar
verða ef til vill aldrei
til hagsbóta fyrir fyrir-
tækið. Hins vegar til
styrktar ráðgjafanum
og starfsemi hans.“
Hvernig gengur svo í
fyrirtækjunum?
Svarið gæti verið að allt gangi
vel. Fyrirtækið gengur og skilar
jafnvel arði þrátt fyrir að það í
mörgum tilfellum hafí notfært sér
umtalaða ráðgjafarþjónustu, jafn-
vel þakkað henni velgengni sína.
En er hægt að líta svona einfalt á
málið? Hver getur verið öruggur
um, að reksturinn gæti ekki verið
ennþá arðbærari!
Það er ekki óhugsandi að heildar-
rekstur fyrirtækisins þyngdist eitt-
hvað ef það byijaði skyndilega að
sjá sjálft um nýráðningar. Það er
eins og með önnur verkefni, þetta
þarf að lærast og hlýtur því að
reyna á kraftana.
Það má segja að allt sé erfitt
þangað til þekkingin er fengin.
Það er ekki þar með sagt að
nýráðningar verði nokkurn tíma
létt verk eða auðvelt. Það er mikil-
vægt að læra af mistökunum. Þess
vegna verður auðveldara að takast
á við nýráðningar eftir því sem
reynsla og upplýsingar aflast. Þeg-
ar til lengri tíma er litið verða mis-
tökin sem gerð voru í fortíðinni
hugsanlega til hagsbóta fyrir fyrir-
tækið, því að nú er það reynslunni
ríkara og hæpið að sömu mistökir^
verði endurtekin.
Það að auki, eins og áður hefur
verið bent á, getur fyrirtækið not-
fært sér ástandið í sambandi við
nýráðningar til þess að „kynnast
sjálfu sér“ þar sem á annað borð
er verið að framkvæma „sjálfsat-
hugun". Kjaminn er, áð það er ein-
mitt þessi þróun sem er sérstaklega
mikilvæg fyrir fyrirtækið, því það
fær hér tækifæri til að fá þekkingu
sem því er nauðsynleg til þess að
skipuleggja framtíð sína. Það má
því segja að þessi fengna þekking
sé raunverulega „ókeypis" í þeim
skilningi, að það varð undir öllum
kringumstæðum að afla hennar, af
utanaðkomandi ráðgjafa eða starfs-^,
manni fyrirtækisins.
Niðurstaðan hlýtur því að verða
sú; að annars vegar aukin sjálfs-
þekking fyrirtækjanna sé mikilvæg-
ur þáttur til að bæta ástandið í
atvinnulífinu, og hins vegar hefð-
bundnum hugsanargangi sínum til
þess að koma auga á nýjar leiðir
til hagsbóta fyrir heildarrekstur og
afkomu fyrirtækisins.
Spumingin er því, hvort þetta
muni borga sig fyrir hin einstöku
fyrirtæki — hvort það sé ómaksing^
vert fyrir fyrirtækin að sjá um nýr^'
áðningar upp á eigin spýtur? Svarið
verður ótvírætt já, „annað er ekki
veijandi fyrir fyrirtæki rekin af al-
vöru“.
Höfundur stundar tramhaldsnám
við Viðskiptaháskólann íKaup-
mmmahöfn.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Hilmar Foss
lögg. skjalaþ. og dómt.
Hafnarstræti 11,
símar 14824 og 621464.
félagslíf
-Aj_X—4__JláA-xA--1_
I.O.O.F. 8 = 170318V2 = 9.I.
I.O.O.F. 8 = 170338V2 = G.H.
□ 598902287 - 1 Atk. Frl.
D EDDA 59892827 = 2
I.O.O.F. R.b.1 = 1382288-
XX9.0.FI.
□ Sindri 59892287 = 6
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11796 og 19533.
Dagsferðir sunnudaginn 6.
mars
1) Kl. 10.30. Utla kafflstofan-
Marardalur-Þingvallavegur.
Gengið á skíðum f um 5 klst.
Góð æfing fyrir páskaferðirnar.
Verð kr. 600,-
2) Kl. 13.00. Öxarárfosa f
klakaböndum.
Ekið að Almannagjá og gengið
eftir henni að öxarárfossi. Nú
er rétti tfminn til þess að skoða
öxarárfoss í vetrarbúnlngi.
Missið ekki af þessari ferð. Verð
kr. 800,-
3) Kl. 13.00. Skfðaganga á
Mosfellshelði.
Lótt gönguferð við allra hæfi.
Verð kr. 600,-
Brottför fró Umferöarmiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiöar við
bíl. Frltt fyrir börn f fylgd fullorð-
inna.
Ferðafólag Islands.
ADKFUK
Hátiðarfundur á Amtmannsstíg
2b. Fundurinn hefst með borð-
haldi kl. 19.00. Fjölbreytt dag-
skrá. Allar konur velkomnar.
Þriöjudaginn 7. mars verður að-
alfundur KFUK og sumarstarfs-
ins sem hefst kl. 20.00 í húsi
félaganna. Venjuleg aðalfundar-
störf. Fiölmennið.
Krossinn
Auöbrekku 2.200 Kópavogur
Samkoma f kvöld kl. 20.30. Ró-
bert Hunt predikar og Ronnie
Eades spilar á saxafón.
Allir velkomnir.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR 11798og 19533.
Aðalfundur Ferðafélags
íslands
Aðalfundur Ferðafélags íslands
verður haldinn fimmtudaginn 2.
mars í Sóknarsalnum, Skipholti
50a. Fundurinn hefst stundvís-
lega kl. 20.30. Venjuleg aðal-
fundarstörf.
Mætið á aðalfundinn. Sýnið fé-
lagi ykkar áhuga.
Ath.: Félagar sýni skírteini frá
árinu 1988 við innganginn.
Stjórn Ferðafélags íslands.
raðauglýsingar
M + •
*
'
ilji
liiii
"vV
Morgunverðarfundur
1. mars heldur Týr, félag ungra sjálfstæðismanna i Kópavogi, morg-
unveröarfund.
Efni fundarins verður:
1. Nýfengið frelsi landsmanna.
2. Haukur Guðmundsson heldur stutta tölu.
3. Almennar umræður.
Fundurinn hefst kl. 7.00 og lýkur kl. 9.00. Fundinum veröur frestað
frá kl. 9.00 til kl. 12.00 en þó verður haldið ófram yfir hódegisverði
á Fógetanum.
Konlaksdeildin.
Til heilbrigðis- og
trygginganefndar
Sjálfstæðisflokksins
Fundur verður haldinn föstudaginn 3. mars nk. kl. 17.00 i Valhöll.
Farið verður yfir fyrstu drög að landsfundarályktun.
Stjómin.
Til efnahagsnefndar
Sjálfstæðisflokksins
Fundur verður haldinn fimmtudaginn 2. mars nk. kl. 17.00 i Valhöll.
Farið verður yfir fyrstu drög að landsfundarólyktun.
Stjórnin.
Til samgöngunefndar
Sjálfstæðisflokksins
Fundur verður haldinn fimmtudaginn 2. mars nk. kl. 12.00 í Valhöll.
Fariö verður yfir fyrstu drög að landsfundarólyktun.
Stjórnin.
óskast keypt
J
PC-tölva óskast
Óska eftir að kaupa PC 640 K, helst með
hörðum diski. Gott væri ef Word Perfect
forrit fylgdi með.
Upplýsingar í dag eftir klukkan 18.00 í síma
37727.