Morgunblaðið - 03.03.1989, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 03.03.1989, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 27 Elínborg Guðmunds- dóttir - Minning Fædd 2. september 1903 Dáin 22. desember 1988 Elínborg fæddist í Glæsibæ í Skagafirði 2. september 1903. For- eldrar hennar bjuggu þar þá en seinna slitu þau samvistum og fylgdi Elínborg móður sinni og ólst upp hjá henni. Um hana sagði Elín- borg, „Hún var guðrækin og góð móðir sem sjálf var uppalin við guðrækni og góða siðu, hún bar það fyrir bijósti að kristindómurinn kæmist inn f mig mjög unga svo að hún fór til prestsins, sem þá var síra Hálfdán Guðjónsson, og biður hann að lofa mér að vera við þegar hann væri að spyija bömin. Það var auðfengið." Þá mun Elínborg hafa verið 10 eða 11 ára. Hún vex svo upp í hinum fagra Skagafirði í skjóli ástríkrar móður og tileinkar sér þá trú sem móðir hennar vildi gróðursetja í hjarta hennar. Samt fer það svo er hún kemst á ungl- ingsár, að kallið verður skírara. Henni verður ljóst að hún verður sjálf að velja hvort hún vilji alfarið leggja líf sitt í hönd þess frelsara, sem hún hefur trúað á sem bam. Á þessum tíma er hún samvistum við Svanlaugu Jónsdóttur á Kimba- stöðum en móðir Elínborgar var þá í húsmennsku með hana hjá foreldr- um Svanlaugar. Svanlaug hafði verið í Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri og kynnst kristilegu starfi á Sjónarhæð þar sem Arthur Gook, enskur trúboði, starfaði. Haustið 1921 fara þær báðar saman Svanlaug og Elínborg til Akureyrar. Elínborg hafði fengið slæma beinkröm sem kýtti hana mikið í baki. Leitaði hún læknis á Akureyri sem lét taka gifsmót af bakinu á henni og eftir því vora smíðaðar umbúðir úr þykku leðri, er hún notaði um margra ára skeið. Hún bar þessa fötlun alla ævi og var alltaf heilsuveil. Mátti undur heita hveiju hún fékk þó afkastað. Þennan vetur dvaldi Elínborg á Akureyri. Hún sótti samkomumar á Sjónarhæð ásamt Svanlaugu. „Mér fannst Drottinn alltaf vera að tala til mín á samkomunum," sagði Elínborg. Eitt kvöld tók hún ákvörðun eftir hvatningu frá Svan- laugu. Þessu lýsti Elínborg svo, „þegar ég kom heim kraup ég í fýrsta sinn fyrir Drottni og bað hann að frelsa mig. Friður Guðs streymdi inn í hjarta mitt, ég breytt- ist hið innra. Eftir þetta fór ég að lesa Guðs orð og biðja og fann það það greiddist úr öllum erfiðleikum. Mig hefur aldrei iðrað þessa. Ég get sagt það að síðan ég tók á móti Drottni hefur allt gengið mér í vel.“ Þetta sagði Elínborg við mig 1981 og vora þá liðin meira en 59 ár frá ákvörðun hennar. Um vorið fer Elínborg aftur heim í Skagafjörð og fer þá að læra á símstöðinni á Sauðárkróki þar sem hún vann um skeið. Seinna flutti hún alfarin til Akureyrar ásamt móður sinni. Þar vann hún á sauma- stofu hjá Stefáni Jónssyni klæð- skera. Hann flutti seinna sauma- stofuna út í Skjaldarvík og stofnaði elliheimili. Elínborg flutti þangað líka 1944 og vann áfram á sauma- stofunni og einnig á símstöðinni þar eftir að hún var staðsett í Skjald- arvík. Eftir átta ár var saumastofan lögð niður og fór Elínborg þá að vinna við hjúkran en seinna á saumastofu elliheimilisins uns starfsdagurinn var að kvöldi kom- inn og hún þurfti sjálf umönnunar við; í Skjaldarvík kynntist Elínborg eftirlifandi manni sínum Steini G. Holm. Þau giftu sig 21. desember 1975 og höfðu því lifað í hjóna- bandi í 13 ár og einn sólarhring er Elínborg dó. Hún hafði verið heilsu- veil um ævina og seinustu árin var hún orðin mjög hjálparþurfí. Naut hún þess þá að maður hennar betri til heilsu og var henni sérlega góð- ur, natinn og hjálplegur við hana til síðustu stundar, ásamt þeirri húkrun er heimilið veitti. Elínborg hafði fyrir átta áram kallað prestinn sem þá þjónaði elli- heimilinu, á sinn fund og rætt við hann um útför sína og tiltekið texta úr heilagri ritningu er hún óskaði að hljóma skyldu til viðstaddra við það tækifæri. Þannig var hún við- búin að mæta kallinu. Hun hefði heldur ekki getað ráðstafað neinu síðustu árin. Þá var þrek hennar þorrið og framkvæði til samræðna ekki lengur fyrir hendi. Elínborg var veitul eins og fleiri Skagfirðingar. Hún vildi ekki sitja ein að því, sem hafði orðið henni til svo mikillar blessunar í lífinu. Hún vildi sá hinu góða sæði og styrkja trú annarra. I þeim tilgangi hélt hún uppi húslestram á elliheim- ilinu um margra ára skeið. Það byijaði þannig að hún ofreyndi sig við að lyfta sjúklingi og veiktist. Þá hefír hana lengt eftir bata því að hún hét Drottni því, að ef hann gæfi sér heilsuna aftur, skyldi hún stuðla að því að bókin „Drottinn kallar“ yrði gefin út aftur. Drottinn varð við bæn hennar og Elínborg stóð við sitt og kostaði útgáfuna. Fór hún svo víða um og seldi bók- ina. „Þegar bókin var komin út vildi ég lesa hana fyrir fólkið hér, mér fannst hún svo góð,“ sagði Elín- borg. Þannig byijuðu húslestramir. Hver er svo útkoman úr lífí henn- ar? Fyrir mér er hún sú, að sá sem á þessa kjölfestu trúarinnar sé ríkur þótt hann safni ekki jarðneskum auði og þótt hann beri þennan fjár- sjóð í leirkeri veiklaðs líkama. Það er heill hverrar þjóðar að sem flest- ir einstaklingar eigi þessa kjölfestu því að henni slepptri held ég, að lífsfley margra verði æði valt í öldu- róti nýrra strauma og stefna sem hellast yfir löndin og heimta að vera meðtekin sem sannleikur í staðinn fyrir kristindóminn. Jó- hannes úr Kötlum var einn þeirra sem gleymdi þó ekki auðveldlega þeirri kjölfestu er hann hlaut er móðir hans las með honum bænim- ar í bemsku. í ljóðinu „Útlending- ur“ segir hann: En aldarfarið breytist, - jafnvel degi Drott- ins hallar, eins i Dölunum og annarsstaðar hrærist tímans bákn. Og þó er eitthvað sviplegt, þegar sannleikur- inn kallar og signing bamsins týnist í andvökunnar hyldýpi við nýrra tíma tákn. Og víst eru þess dæmi, þegar húmið hnýgur yfir ' - og hugurinn flýgur víða og mér er ekki rótt, að gamall þanki vaknar, sem í leyndum hugans lifir. Ó, ljómandi væri gaman, ef einhver vekti yfir mér og allt um kring ínóttí... Elínborg eignaðist þá fullvissu þegar hún var enn í æsku, að Drott- inn vekti yfir henni alla daga og nætur, hennar jarðneska lífs og ekki aðeins það. Kristna trúin bend- ir lengra fram á veginn. Páll post- uli segir í Róm 8:38-39, „Ég er fullviss, að hvorki dauði né líf, né englar né tignir, hvorki hið yfir- standandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni voram." Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast Elínborgu sem var hreinskiptin og traust vinkona og gat sagt er hún leit yfir farinn veg: „Síðan ég tók á móti Kristi hefur allt gengið mér í vel.“ Þóra Pálsdóttir Minning: Sigríður Jakobs- dóttirfrá Galtafelli Fædd 7. júni 1893 Dáin 25. janúar 1989 Foreldrar Sigríðar mágkonu minnar voru hjónin Jakob Jónsson- bóndi og söðlasmiður í Galtafelli og Guðrún Stefánsdóttir frá Ásólfsstöð- um í Þjórsárdal. Böm þeirra hjóna voru fímm. Jenný húsfreyja í Vest- mannaeyjum, Stefán múrarameistari í Reykjavík, Helga, lést um tvítugt, séra Jón prestur á Bíldudal og svo Sigríður, sem var önnur í röðinni. Þetta fólk er nú allt látið. Sigríður giftist ekki en eignaðist einn son, Jakob Albertsson. Faðir hans var Valentínus Albert Jónsson, síðar bóndi í Réttarholti í Gnúpveija- hreppi. Áður en Valentínus hóf bú- skap var hann um áraraðir vinnu- maður í Ásum í Gnúpveijahreppi. Hann þótti góður fjármaður og þekkti hveija skepnu með nafni. Valentínus Álbert var léttur í spori, glaðlyndur og mesta ljúfmenni. Hann var meðalmaður á hæð, andlitsfríð- ur, með blágrá augu og skolleitt hár. Jakob, sonur þeirra Sigríðar og Valentínusar Alberts, er rafvirki og bifvélavirki. Jakob er besti drengur. Hann er mikill skfðamaður og hefur um langt árabil stundað útilíf í öllum tómstundum. Kona Jakobs er Elín Guðmundsdóttir skipstjóra Guðjóns- sonar. Hún er hinn ágætasta kona. Böm þeirra em: Guðmundur blikk- smiður, Albert rennismiður, Sigríður lyfjatæknir og Stefán Jökull nemi. Sigrfður Jakobsdóttir ólst upp í Galtafelli hjá foreldrum sfnum. Hún var snemma dugleg til allra verka og vann heima bæði inni- og útiverk að sjálfsögðu kauplaust eins og siður var víðast hvar fyrir aldamótin 1900 og langt fram eftir þessari öld, eink- um þó ef um böm eða fósturböm bóndans var að ræða. Sigríður átti ekki kindur, hest eða annan fénað. En faðir hennar gaf henni orgel og einnig eignaðist hún saumavél. Sigríður fór til Reykjavík- ur haustið 1918 til að læra karl- mannafatasaum hjá Guðmundi Vikar klæðskera og var henni komið fyrir í fæði og húsnæði hjá Þorsteini fiski- matsmanni, sem bjó við Þingholts- stræti. Námið átti í upphafi að standa í sex mánuði, en bæði var það að hún var vön að sauma, var dugleg og myndarleg, og svo barst spænska veikin til Reykjavíkur, þar af leið- andi yar hún aðeins þijá mánuði að ráðum Guðmundar Vikars. Síðar var hún tekin í að færa veiku fólki, sem lá á sóttarsæng, nyólk. Nokkra fyrir jól var inflúensan að mestu um garð gengin í Reykjavík. Sigríður ætlaði að fara heim um jólin eða réttara sagt rétt fyrir jól, en það var ekki til siðs að konur færu einar yfir fjallið f skammdeginu. Hún fékk sendibréf frá föður sínum, þar sem hann tjáði henni að Gestur, bóndi á Hæli, sem væntan- legur var til Reykjavíkur og ætlaði að leyfa henni ásamt annarri konu að vera samferða austur, og Ámundi Guðmundsson bóndi á Sandlæk hafi lofað að reiða hana yfir Laxá, sem þá var óbrúuð. Nokkrum dögum seinna var hún tilbúin að fara heim. En þá fréttir hún að þeir Gestur og Ámundi væru báðir dánir úr inflúensunni eða af- leiðingum hennar. Hún var hryggari en orð fá lýst, enda þekkti hún þessa menn vel og konur þeirra, Margréti og Höllu Lovísu, svo og böm þeirra um 10 að tölu. Henni féllust nú alveg hendur og hætti við austurferðina, en réðstþess í stað áfram hjá Guðmundi Vikar, og nú fyrir dálítið kaup. Heim að Galtafelli fór hún ekki fyrr en um vorið. Sigríður vann eftir saumanámið mikið við saumaskap, bæði fyrir heimilið í Galtafelli og eitthvað fyrir nágrannana. Einnig þvoði hún alla þvotta á heimilinu og skúraði gólfin, einkum eftir að móðir hennar tók að reskjast. Móðir Sigríðar var frá unglingsárum nokkuð kreppt á hönd- um og dofin í fingrum eftir gijótburð í hlöðu á börum á móti karlmanni. Eftir það átti hún vont með erfiðs- vinnu og nál gat hún ekki þrætt. Sigríður réði sig að Ásum í Gnúp- veijahreppi til Kristínar móðureystur sinnar og manns hennar, Ágústs Sveinssonar bónda þar, ásamt Aðal- heiði Bjömsdóttur fósturdóttur Guð- rúnar og Jakobs, sem þá var tólf ára gömul. jÞetta mun hafa verið haustið 1927. í Ásum var Sigríður um tvö ár. Síðan var hún ráðskona í Borgar- firði í eitt ár. Hún fluttist síðan til Reykjavíkur og bjó þar hjá foreldrum sínum á Sjafnargötu 4 á meðan þau lifðu, og var Jakob sonur hennar einnig þar í heimili. Þar sem Sigríður vann úti eftir að hún fluttist til Reykjavíkur gætti móðir hennar drengsins fyrir hana á daginn. Sigríður vann um þijátíu ára skeið í Veltusundi 4 við karlmanna- fatasaum, fyret hjá Þórhalli Frið- fínnssyni klæðskera og síðar hjá Axel Olafssyni klæðskera. Á kvöldin saumaði hún oft fyrir vini og vandamenn. Þrátt fyrir þessa miklu vinnu var Sigríður ekki hraust, þegar hún var unglingur og síðar á ævinni átti hún lengi við húðsjúkdóm í höndum að stríða. Hún bjó síðustu árin í þjónustuheimilinu Lönguhlíð 3. Jakob sonur hennar og tengda- dóttirin voru henni alla tíð mjög góð. Sigríður var vel meðalkona á hæð og rösk í hreyfingum. Hár hennar var skolleitt og augun blágrá. Sigríð- ur var séretaklega vönduð, reglusöm og tiygglynd. Hún var sannur vinur vina sinna og mjög viðræðugóð. Guðrún Guðjónsdóttir Minning: Sveinn E. Sveins- son fv. matsvenm Pabbi minn er dáinn og ég sem hélt að hann yrði kannski 100 ára. Hann var alltaf svo hress og kátur þegar ég kom í heimsókn til hans, þó vissi ég að hann var oft lasburða í vetur og lá óvenjulega mikið fyr- ir. Pabbi minn hét fullu nafni Sveinn Eiríksson Sveinsson, fæddur í Reykjavík 19. júlí 1899 og vora foreldrar hans Sveinn Eiríksson og Guðbjörg Símonardóttir. Hann var yngstur af 9 systkinum sem öll era dáin nema ein systir, Margrét, sem komin er yfir nírætt. Fyrsta minn- ing sem ég á um pabba var þegar hann fór með okkur systumar í göngutúr á sunnudagsmorgni á sólríkum vordegi, við í nýju bláu kápunum með glitrandj hnöppum sem spegluðust svo fallega í bára- járninu umhverfis íþróttavöllinn á Melunum, en við bjuggum þá á Grímsstöðum á Grímsstaðaholti og við gengum niður í miðbæ. Þetta var algengt á sunnudagsmorgnum eða við sátum inni í stofu og sung- um saman. Pabbi lék sér bft við okkur krakkana á Holtinu, það var farið í kýluboltaleik og fallin spýtan og margskonar leiki sem ekki þekkjast lengur. Krakkamir á Holt- inu héldu uppá Svenna á Grímsstöð- um og engin pörapiltur vogaði sér að hrekkja stelpumar hans Svenna. Móðir mín var Hólmfríður Eyj- ólfsdóttir frá Þurá í Ölfusi. Hún lést af slysföram 8. des. 1942 og þá tvístraðist fjölskyldan. Pabbi var mikið á sjó á stríðsáranum. Við eram fjögur systkinin, ég er elst, Elísabet, f. 8. sept. 1926, gift Hallgrími Guðmundssyni, við búum í Garðabæ., Guðlaug f. 30. jan. 1929, gift Agli Guðmundssyni, þau búa í Olafsvík. Hulda, f. 30. jan. 1932, gift Hilmi Hinrikssyni, þau búa í Hveragerði. Guðbjöm, f. 11. apríl 1936, kvæntur sænskri konu, Ingrid, þau búa í Gautaborg. Nú er afkomendahópurinn orðinn stór og dreifður víða um landið og í Ameríku og Svíþjóð. Pabbi var mjög lengi unglegur og mér fannst hann aldrei virkilega gamall. Á yngri áram þótti hann glæsilegur maður og var mikill söng- og gleðimaður. Það er ekki nema 2 ár síðan ég var að staulast í hálkunni að heim- sækja hann, þá kom hann hlaup- andi á blankskóm og var að koma úr vínbúðinni við Laugarás með gulllíkjör og sherry til að bjóða þeim sem kíktu inn til hans og allt- af átti hann fullt af konfekti til að bjóða. Pabbi minn fór á Hrafnistu við Laugarás fyrir nokkrum árum og þar hitti hann yndislega konu, Helgu Jónsdóttur, þau bjuggu sam- an þessi síðustu ár og voru góður félagsskapur hvort fyrir annað. Ég er mjög þakklát Helgu fyrir hvað hún var pabba mínum mikils virði. Ég er líka þakklát öllu starfsfólkinu á Hrafnistu fyrir góða umönnun og Guð geymi pabba minn. Elísabet Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.