Morgunblaðið - 03.03.1989, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 03.03.1989, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 rti ---------—.'■.'■■ (■;■*—r—M :» —tT-»—I ffclk í fréttum HAFNARFJÖRÐUR Pálmar Signrðsson íþrótta- maður ársins Pálmar Sigurðsson. Ljósmynd/Sveinbjöm Fyrir skömmu fór fram kjör íþróttamanns Hafnarfjarðar 1988. Pálmar Sigurðsson, körfu- knattleiksmaður í Haukum, hreppti titilinn að þessu sinni. Hann hefur átta sinnum orðið íslandsmeistari með yngri flokkum Hauka í körfuknattleik og tvisvar sinnum bikarmeistari í meistara- flokki karla í körfuknattleik. Marg- oft hefur hann verið stigahæstur einstaklinga á íslandsmótum og haft bestu vítahittni auk þess að vera ókrýndur þriggja stiga kóngur í körfuknattleiknum hér síðustu árin. í úrvalsdeildinni íslensku hefur hann oftar en einu sinni hlotið titil- inn besti leikmaður úrvalsdeildar. Nú síðast var hann kosinn besti þjálfari ársins í úrvalsdeild, eftjr að hafa leitt lið sitttil sigurs á ís- landsmóti úrvalsdeildar á síðasta ári. Á mótum erlendis hefur hann margoft verið valinn besti maður í bakvarðarstöðu. Fine Young Cannibals draugahræddir HÁRGREIÐSLA Hljómsveitin Fine Young Cannibals er komin á fulla ferð í tónlistinni á ný. Eins og kunnugter spiluðu þeir ekkert á meðan Roland Gift var upptekinn við kvikmyndaupptöku en nú eiga þeir lagið „She drives me crazy" á vinsældalistum. Það hefur heyrst að hljómsveitin hafí skipt um skrifstofu er þeir fréttu að sú sem þeir notuðu væri útúrfull af draugum. Skrifstofan er í eldgamalli virðulegri byggingu ogfylgir sög- unni að þar sé heilt gengi látinna loddara sem hræði úr mönnum líftóruna. Þeim hafði verið hent ungi. Er sagt að síðan gangi þeir úr vistarverum sínum út á gadd- sömu loddarar aftur og hefni sín inn árið 1697 af ónefndum kon- á hveijum þeim sem fyrir verður. Fellagörðum - Breiðholti III (í dansskóla HEIÐARS) Ný námskeið hefjast í næstu viku Almenn námskeið KARON-skólinn leiðbeinum: Rétt likamsstaða, rétt göngulag, fallegan fóta- burð, andlits- og handsnyrtingu, hár- greiðslu, fata- og lita- val, mataræði, hina ýmsu borðsiði og alla almenna framkomu o.fl. Módelnámskeið 1. Sviðsframkoma, göngulag, hreyfingar, líkamsbeiting, snyrting o.fl. 2. Framhaldsnámskeið fyrir módel - Ijósmyndari - sviðshreyfingar - undirbúningur fyrir störf erlendis. Innritun alla daga frá kl. 16-20 Sími 38126 Hanna Frímannsdóttir. Fall er fararheill Aíslandsmeistaramóti í hár- skurði og hárgreiðslu á Hótel íslandi nú fyrir skömmu sigraði Dóróthea Magnúsdóttir, Papillu, í öllum flokkum hárgreiðslu; við- hafnargreiðslu, daggreiðslu, klipp- ingu og blæstri og hlaut hún flest stig samanlagt. Er þar um fjórfald- an sigur að ræða og hefur það ekki gerst áður svo vitað sé. „Vissulega voru þetta ánægjuleg úrslit," segir Dóróthea. „Það má segja að fall sé fararheill, því um morguninn þegar ég lagði af stað í keppnina datt ég niður allar tröpp- uraar heima. Ég hélt að ég hefði handleggsbrotnað, en sem betur fer var það ekki. Ég bjó vel að þeirri þjálfun sem ég hlaut fyrir heims- meistarakeppnina í haust,“ bætir hún við. fjörutíu þjóðir tóku þar þátt og lenti hún ásamt íslenska liðinu í 5. sæti í samanlagðri stiga- tölu og í öðru sæti í klippingu og blæstri. Dóróthea og eiginmaður hennar, Torfi Geirmundsson, eru á förum til New York þar sem þau munu sjá um framkvæmd alþjóðlegrar sýningar og sýna þar hárgreiðslu með aðstoð 14 erlendra módela. Þá fara þau á aðra stórsýningu, í Chicago-borg, skömmu síðar. Þær Dóróthea Magnúsdóttir, Helga Bjarnadóttir og Anna Guðrún Jónsdóttir sem hlutu þrjú efstu sætin á íslandsmeistaramótinu munu taka þátt í Norðurlanda- keppninni sem haldin verður í Svíþjóð á komandi hausti. Dóróthea Magnúsdóttir, íslandsmeistari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.