Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989 Sviss: Uggandi um að Egyptar reisi eit- urefiia- verksmiðju Ztirich. Reuter. TALSMENN svissneska byggingafyrirtækisins Krebs sögðu í gær að þeir hefðu ákveðið að rifta samningum við egypska aðila um bygg- ingu efnaverksmiðju í Egyptalandi, sem svissneska ríkisstjórnin óttast að hægt verði að framleiða efiiavopn í. Talsmaður Krebs, sem er verktakafyrirtæki með höfuð- stöðvar í Ziirich, sagði að fyrir- tækið hefði sent tæki til efna- verksmiðju í Abu Zaabal, norð- ur af Kaíró, sem Egyptar segja að verði notuð til að framleiða lyf. „Svissneska utanríkisráðu- neytið fór þess á leit við okkur að við hættum við þetta verk- efni, og við urðum við þeirri ósk,“ sagði framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Hans Rudolf Weber. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins sagði í Bem í gær að um nokkra hríð hefðu þeir haft grunsemdir um að unnt yrði að framleiða efnavopn í verk- smiðjunni, en það væri þó með öllu ósannað. „Þaið er hins veg- ar hvorki í þágu Sviss né sviss- neskra fyrirtækja að stuðla vilj- andi eða óviljandi að útbreiðslu efnavopna," sagði hann. Nagorno-Karabakh: Verkfóll brjótast út á ný ARMENAR í Nagomo-Karabakh héraði í Sovétlýðveldinu Az- erbajdzhan hafa á ný hafið verk- fdU tíl stuðnings kröfum sinum um að héraðið verði aðskilið ÍBrá Azerbajdzhan. VerkföUin, sem hófiist á mánudag í höfuðborginni Stepanakert, era fyrstu mótmælin sem vitað er um frá því að stjóra héraðsins var færð undir sérstaka Kremlarnefnd í janúar síðastliðn- um. Vinna hefur lagst niður við öll fyrirtæki í Stepanakert að matvæla- verslunum undanskildum, að sögn embættismanns Kommúnistaflokks N agomo-Karabakhs. Hann sagði að ástæður verkfalls- ins mætti rekja til ótta Armena um að héraðið, sem er að langmestu leyti byggt Armenum, verði ekki aðskilið frá Azerbajdzhan með stjómarskrár- breytingum á þessu ári. Hann sagði jafnframt að íbúum Nagomo-Kara- bakh þætti seinagangur á fram- kvæmdum áætlunar um sérstakar aðgerðir í menningar- og efhahags- málum héraðsins, sem Kremlarstjóm lagði fram. Reuter Á meðan hart er barist í Afganistan fjölgar þeim sífeUt sem sækja um vegabréfsáritanir í þessu stríðshrjáða landi, einkum til Indlands og Austur-Evrópu. Hér sést götuljósmyndari taka myndir á fornfá- lega myndavél fyrir utan indverska sendiráðið í Kabúl. Viðskiptavin- imir bíða þolinmóðir efltir myndum á vegabréfin. Asbest-hræðslu áróður kostaði milljarða króna TÆPUR milljarður danskra króna, sem dönsk yfirvöld hafa eytt í að íjarlægja asbest-plötur úr lofltldæðningu opinberra bygginga í Danmörku, fór í súginn, að sögn dansks læknis og prófessors við háskólann í Óðinsvéum. Þetta kemur fram í frétt danska blaðsins Jyllaads-Posten sem hefur jafiiframt eftir lækninum að stjóra- málamenn hefðu átt að bíða efltir haldbetri upplýsingum áður en þeir samþykktu Qárveitinguna. Prófessorinn, dr. Philippe Grandje- an, segist hafa gert könnun sem sýni að þótt allir Danir dveldu ævi- langt í herbergi með loftplötum úr asbesti myndu í mesta lagi 10 (af 5 milljónum) deyja úr krabbameini sem asbestið ætti sök á. Hann bend- ir á að þær 900 milljónir d.kr. (sjö milljarðar ísl. kr.) sem varið hefur verið til endurbótanna hefðu komið sér vel t.d. í baráttunni gegn tó- baksreykingum og umferðaróhöpp- Víðir Kristjánsson hjá Vinnueft- irlitinu tjáði Morgunblaðinu að inn- flutningur á asbesti og asbestvörum hefði að mestu verið bannaður síðan 1983. Hins vegar hefði stofnunin yfirleitt ekki ráðlagt mönnum að rífa niður asbesteinangrun en til greina kæmi að merkja plötumar í visum tilvikum, einkum þegar þær væru bak við aðra klæðningu, svo að viðgerðamenn geti varast að anda að sér asbestryki. Afganistanher gerir loftárásir á skæruliða: Þúsundir manna sasrðir hafa flúið tíl Pakistans íslamabad. Reuter. Stjóraarherínn í Afganistan hefur gert harðar lofltárásir á stöðv- ar skæruliða umhverfis borgina Jalalabad, sem skæruliðarnir hafa setið um að undanfömu. Árásirnar hafá valdið miklu mannfalli og þúsundir manna hafa flúið til Pakistans, að sögn skæruliða. Þeir sögðu einnig að framrás skæruliða héldi áfram og þeir væru nú skammt frá flugvellinum í Jalalabad. Afgönsk stjórnvöld skýrðu einnig frá hörðum bardögum. Skæruliðar hófu fyrr í vikunni árásir á Jalalabad, sem er þriðja stærsta borg landsins, en áformað er að höfuðstöðvar bráðabirgða- stjómar þeirra verði í borginni. „Mujahideen-skæmliðar hófu á miðvikudag harðar árásir úr öllum áttum áttum á Jalalabad," sagði heimildarmaður úr röðum skæru- liða. „Þeir náðu varðstöðinni í Saracha Pul, sem er aðeins tveimur km frá Jalalabad, og baráttan um flugvöllinn heldur áfram," bætti hann við. Afganskur embættismað- ur sagði að flugvellinum hefði ekki verið lokað þrátt fyrir harðar árás- ir. Hann hélt því jafnframt fram að stjómarherinn hefði yfirhöndina í stríðinu. Fimmtíu skæruliðar höfðu í gær særst síðan á fímmtudagskvöld í loftárásum stjómarhersins en ekki var vitað hversu margir hefðu fall- ið. Margir hinna særðu vom fluttir á sjúkrahús í Peshawar í Pakistan. Bráðabirgðastjóm afgönsku skæmliðanna hélt sinn fyrsta fund í gær nokkmm kílómetmm fyrir innan afgönsku landamærin. „Okk- ar fyrsti fundur var haldinn hér en sá næsti verður á öðmm stað í Afganistan,“ sagði leiðtogi bráða- birgðastjómarinnar, Sibghatullah Mojadidi, við fréttamenn. „Við ætl- um að halda áfram til Kabúl-borg- ar,“ bætti hann við. Mannréttindanefhd SÞ: Tillögn um sér- staka eftirlitsnefnd á Kúbu haftiað Mikið magn eiturlyfla gert upptækt London. JReuter. STARFSMENN bresku tollgæslunnar kváðust í gær hafa gert upp- tæk 45 kg af heróíni að verðmæti 6 milljónir punda, um 520 milljón- ir ísl. króna. Þetta er I þriðja sinn á einum sólarhring sem tollgæsl- an kemur í veg fyrir stórháttað eiturlyfjasmygl í Englandi. Lögreglan handtók flmmtán manns þegar uppvíst varð um smygl á kókaíni og kannabisefnum á fímmtudag að verðmæti 70 milljón- ir punda, um 6.240 milljónir ísl. króna. Lögreglan segist vongóð um að umfangsmikill suður-amerískur eit- urlyfjahringur hafí verið upprættur þegar starfsmenn tollgæslunnar í Portsmouth fundu 135 kg af kók- aíni og tvö tonn af kannabisefnum á fimmtudag. Eiturlyfín voru falin innan um balsavið í gám sem send- ur hafði verið frá Ekvador og kom til Bretlands frá frönsku hafnar- borginni Le Havre. Baunabað Breti að nafni Ian Hunt ákvað að safna fjármunum til góðgerðar- starfsemi í fyrradag. Til að vekja athygli á sér greip hann til þess uppátækis að liggja í 10 klukkustundir ofan í baðkeri fullu af bökuð- um baunum. Baðkerinu kom hann fyrir inni á ölstofu í London. Vonaðist hann til þess að safna eitt þúsund sterlingspundum eða jafnvirði 90 þúsund ísl. kr. Bretland: Genf. Reuter. Mannréttindanefiid Samein- uðu þjóðanna samþykkti á fímmtudag að halda áfram að fylgjast með mannréttindabrot- um á Kúbu en hins vegar var tillögu Bandaríkjamanna um að senda sérstaka efltirlitsnefiid tO Kúbu hafiiað. Bandaríkjamenn höfðu einnig lagt til að mannréttindanefndin fjallaði sérstaklega um mannrétt- indabrot á Kúbu á næsta ári. Þessu var einnig hafnað en þess í stað var samþykkt ályktun, sem Suður- og Mið-Ameríkuríki lögðu fram og Kúbveijar studdu, þess efnis að kúbversk stjómvöld skýrðu aðalrit- ara Sameinuðu þjóðanna reglulega frá mannréttindaþróuninni á Kúbu. Ennfremur er kúbverskum stjóm- völdum þakkað fyrir samstarfið við nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem send var til Kúbu í september. í skýrslu sem nefndin skilaði voru Kúbveijar ekki sakaðir um mann- réttindabrot. Ályktunin var sam- þykkt með 32 atkvæðum gegn einu og tíu sátu hjá. Kúbverska fréttastofan Prensa Latina fagnaði ákvörðun mannrétt- indanefndarinnar og sagði að Bandaríkjamenn hefðu beðið mik- inn ósigur í atkvæðagreiðslunni. Bretland: Starfeþjálf- un fyrir at- vinnulausa Newcastle. Reuter. MARGARET Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, kynnti í gær áætlun um starfsþjálfun fyrir atvinnu- lausa og vonast hún til þess að þjálfunin nuuii í senn efla breskan iðnað og draga úr atvinnuíeysi. Fyrirhugað er að veita þremur milljörðum punda (270 milljörðum ísl. kr.) í verkefiiið. Áformað er að koma á fót 100 nefndum víðs vegar um landið er fái það hlutverk að skipuleggja námskeið, sem frammámanna í iðnaði sæju um í samráði við verkalýðsleiðtoga og sveitarstjómarmenn. At- vinnulaust ungt fólk fær þar starfsþjálfun og eldra fólk, sem misst hefur vinnuna, fær end- urmenntun. Norman Fowler, vinnumála- ráðherra Bretlands, sem var ásamt ásamt forsætisráðher- ranum á ferð um Norður- England til að kynna áætlun- ina, sagði að nefndimar myndu starfa sem sjálfstæð smáfyrir- tæki. Hann sagði að sú fyrsta hæfí störf eftir eitt ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.