Morgunblaðið - 11.03.1989, Síða 46
7346
MORGUNBLAÐIÐ JÞROTTJR LAUGARÍDAGnR 11. MARZ 1989;
HANDKNATTLEIKUR
Evrópubarátta Vals og FH
ÍSLANDSMEISTARAR Vals og
FH-ingar veröa heldur betur í
sviðsljósinu á sunnudaginn - þeir
leika þá í átta liða úrslitum f Evr-
ópukeppninni. Valsmenn mæta
Magdeburg frá A-Þýskalandi í
Evrópukeppni meistaraliða og
FH-ingar glfma við Krasnodar frá
Sovétríkjunum ílHF-keppninni.
Það er að duga eða drepast fyrir
Valsmenn og FH-inga.
Það þarf ekki að fara mörgum orð-
um um að varast skal bjartsýni í
leikjunum tveimur, en óneitanlega hef-
ur orðið vart við þó nokkra bjartsýni
í herbúðum Vals og FH.
„Magdeburg var
næst besti kosturinn,“
sagði einn leikmanna
Vals og í fréttatilkynn-
ingu FH-inga mátti sjá ummæli þjálf-
ara austurríska liðsins PSK frá Vín,
en það lék síðast gegn Krasnodar „Að
sögn þjálfarans á FH góða möguleika
gegn sovéska liðinu. Hann sá leik FH
SigmundurÓ.
Steinarsson
skrifar *
og Baia Mare á myndbandi og telur
að hraður sóknarleikur FH-liðsins gefi
þeim góða möguleika gegn Krasnod-
ar.“
Að sjálfsögðu eiga leikmenn að
stefna hátt, en það má aldrei falla nið-
ur í þá gryfju að vanmeta andstæðing-
inn. Bæði Magdeburg og Krasnodar
eru geysilega öflug lið og bæði iiðin
hafa tvo landsliðsmarkverði í herbúð-
um sínu. Wieland Schmidt, sem oft
hefur reynst íslendingum erfíður, og
Gunar Schimrok leika í marki Magde-
burg og þeir Andrej Lavrow og Igor
Tschumak veija mark Krasnodar.
í báðum liðunum eru stórir og stæði-
legir leikmenn. Fjórir leikmenn
Krasnodar eru yfir tveir metrar á hæð.
Það verður gaman að sjá Valsmenn
og FH-inga glíma við þessu sterku
félagslið í 8-liða úrslitum Evrópu-
keppninnar. Möguleikinn á að komast
áfram er alltaf fyrir hendi, en til að
það takmark náist verða leikmenn
Vals og FH að gefa allt í leikina sem
þeir eiga - mæta grimmir og ákveðn-
ir til leiks.
Morgunblaðiö/Bjami
Héðinn Oiisson og Geir Sveinsson verða I eidlinunni með félögum
sínum í Evrópukeppninni á morgun.
GETRAUNIR
1 X 2
Tvöfaldur
pottur
Snilli getraunaspekinga lét á sér
standa um síðustu helgi —
•^enrrinn var með 12 rétta. Aðeins
§órar raðir komu fram með 11 rétt-
um og gaf hver 89.839 krónur í
vinning, en um 840.000 krónur
flytjast í pottinn í dag, sem verður
því tvöfaldur.
Sjónvarpsleikurinn er nr. 6 á
getraunaseðlinum — Middlesbro og
Liverpool.
Stafán úr leik
Sveinn Jónsson, formaður KR,
vann Stefán Gunnlaugsson, for-
mann knattspymudeildar KA, 6:4
í getraunaleik Morgunblaðsins.
Sveinn heldur því áfram, en Stefán
er úr leik. Bryndís Schram tekur
við af honum.
Leikir 11. mars
1 1. Arsenal - Nott. Forest 1
1 2. Charlton - Southampton 2
w 1 3. Derby - Tottenham 2
lllfc ' -zmatírH® 1 4. Everton - Sheffield Wed. X
X 5. Luton - Millwall 2
Ife" &' ' íþfáL,, íjitá u / a - 2 6. Middlesbro - Liverpool X
1 7. Newcastle - Q.P.R. 2
-'n wmk 1 8. Norwich - Wimbledon X
r X 9. West Ham - Coventry 2
1 10. Chelsea - Watford 1
x 11. Leeds - Ipswich 12. Oxford W.B.A. 2
SVEINIM 2 2
Sveinn Jónsson var aðeins með sex rétta síðast,
en lét það ekki á sig fá. „Núna er ég pottþéttur
með 12 rétta og vonast til að fá góðan vinning! Reynd-
ar líst mér ekkert á leikina á seðlinum nema hvað
öruggt er að Chelsea sigrar Watford og mínir menn
í Newcastle fá þrjú stig gegn QPR. Liverpool á að
vera nokkuð öruggt með sigur og sama má segja um
Arsenal."
BRYIMDIS
Bryndís Schram hefur gert margt um dagana. „Ég
hef heyrt pabba og bræður mína tala um þessi
ensku lið, en ég fylgist ekki með ensku knattspym-
unni. Samt veit ég að Arsenal er topplið, held með
Tottenham gegn Derby og QPR sigrar Newcastle
vegna þess að liðið hefur komið til Islands. Ég spái
þeim liðum góðu gengi, sem ég kannast við, og bíð
spennt eftir úrslitunum!“
GERVIHNATTASJÚNVARP
GERVIHIUnAljTWRP
FYRIR EINBYLISHUS
Við leggjum áherslu á
myndgæði og góðan
hljóm.
DnCrU móttökudiskar þola
DvvCrl íslenska veðráttu!
■nmjpww móttakarar gera þér
mSSSÍSs kleift að taka á móti 20
erlendum sjónvarpsstöðvum frá
4 gervihnöttum með því einu að
styðja á hnapp.
Kapaltækni hf.
-eina fyrirtækið á íslandi
sem sérhæfir sig í loftnets-
og kapalkerfum.
[Tratecl loftnetskerfi gera mörgum notendum
'—Holland_I mögulegt að sameinast um sama diskinn
Verið velkomin í nýja verslun okkar að Ármúla 4,
þar sjáið þið og heyrið hvað okkar búnaður býður
upp á.
SÝNING I DAG MILLI KL. 9-16.
y Kapaltækni hf.
ÁRMÚLA 4, 108 REYKJAVlK. S(MI 680816.
LYFJAMÁL
Tíuþús-
und doll-
araríboði
Hugh Burgess frá Edmonton í
Kanada hefur heitið „dular-
fulla manninum" 10.000 kanadísk-
um dollurum ( um 430.000 ísl. kr.),
ef hann gefur sig fram og mætir
til yfírheyrslu hjá rannsóknamefnd-
inni, sem kanadíska ríkisstjómin
setti á laggimar eftir lyfjahneykslið
í Seoul. Burgess er sannfærður um
að Charlie Francis, þjálfari Bens
Johnsons, hafí farið með rétt mál,
er hann sagði eiðsvarinn að „dular-
fullur rnaður" hefði hugsanlega náð
að lauma stanozolol stera í drykk
hlauparans í herberginu, þar sem
lyfjaprófið fór fram.
íþróttir
helgarinnar
Handknattlelkur:
FH og Valur leika fyrri leiki
sína í 8-liða úrslitum Evrópu-
keppninnar í handknattleik á
morgun. FH-ingar mœta sovéska
liðinu Krasnodar í Evrópukeppni
félagsliða kl. 17 í Hafnarfirði.
Valsmenn leika gegn a-þýska lið-
inu Magdeburg kl. 20 í Laugar-
dalshöllinni.
Einn leikur er í 1. deild karla á
morgun. Stjaman og KA leika í
Digranesi kl. 14. Á mánudaginn
leika KR og Grótta í Laugardals-
höll kl. 20.
Tveir leikir eru í bikarkeppninni
í dag. HK og ÍBV leika í Digra-
nesi kl. 14 og kl. 15 Ieika í Vest-
mannaeyjum B-lið ÍBV og ÍH.
f 1. deild kvenna eru þrír leikir.
Víkingur og Þór leika í Laugar-
dalshöllinni í dag kl. 14 og ÍBV
og Fram mætast I Eyjum kl. 13.30.
Á morgun leika Stjaman og FH
í Digranesi kl. 15.15.
Körfuknattleikun
Á morgun kl. 20 leika ÍBK og
Valur í úrslitakepgninni í körfu-
bolta í Keflavík. Á mánudaginn
leika svo KR og Njarðvík í Haga-
skólanum kl. 20.
Flmleikar:
íslandsmót FSÍ hefst f Laugar-
dalshöll á morgun kl. 14 og verður
keppt í skylduæfingum. Mótið
heldur svo áfram næstu helgi.
Blak:
Þróttur Nes. og Víkingur leika
í dag í kvennaflokki kl. 16 á Nes-
kaupstað. Á morgun mætast svo
Þróttur og ÍS t karlaflokki Haga-
skólanum kl. 14.00 og kl. 15.15
ÍS og Breiðablik ( kvennaflokki.
Loks leika KA og HK í karlaflokki
á Akureyri kl. 20.
Fijálsar íþróttlr
Meistaramót öldunga innanhúss
verður í dag, kl. 9.30, í Laugar-
dalshöllinni og heldur áfram kl.
13.30 í Baldurshaga. Á morgun
hefst svo keppni kl. 14.30 í Bald-
urshaga. Meistaramót 14 ára og
yngri fer fram um helgina. Það
hefst kl. 10 í dag í íþróttahúsinu
í Hafnarflrði og heldur áfram kl.
15.30 1 Baldurshaga. Á morgun
heldur svo keppni áfram kl. 9.30
í Baldurshaga. Búið er að fresta
Sejfosshlaupinu, sem átti að fara
fram á morgun.
Badmlnton:
Opið meistaramót Reykjavíkur
verður haldið um helgina í TBR-
húsinu. Keppni hefst kl. 15.30 í
dag og heldur áfram kl. 10 á
morgun.
Skföi:
Á Dalvík verður keppt í stór-
svigi fullorðinna og á Siglufirði í
svigi og stórsvigi unglinga. Á
Ólafsfirði verður keppt í norræn-
um greinum, 15 km göngu fullorð-
inna, 7,5 km göngu unglinga og
stökki.