Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989
V estmannaeyjar:
Loðnufryst-
inghafináný
Vestmannaeyjum.
LOÐNUFRYSTING hófet á ný í
Vestmannaeyjum i gær. Ekki
hafði þá verið fryst loðna í hálfan
mánuð en aftur á móti var unnið
við hrognafrystingu um síðustu
helgi.
Loðnan sem byijað var að frysta
í Eyjum í gær var þokkaleg til
frystingar. Hún var stór, mun staerri
en sú sem fiyst var fyrir hálfum
mánuði þegar frysting stóð yfir, en
hrognafylling í henni var í hámarki.
Einar Bjamason, verkstjóri í Hrað-
frystistöö Vestmannaeyja, sagði að
þetta væri undarlegt ástand. Menn
myndu ekki til að það hefði gerst
áður að loðnuftysting hæfíst aftur
eftir svona langt hlé, eins og nú
hefur verið. Þar að auki væri búið
að vinna í hrognum í nokkra daga
þegar frystingarhæf loðna bærist á
ný-
Mikið vantar enn til að frysta upp
i það magn sem búið var að gera
sölusamninga um og sagði Einar að
það lægi ljóst fyrir að ekki næðist
að frysta upp í samningana. Hann
sagði að þessi loðna sem verið væri
að frysta nú ætti það stutt eftir í
hrygningu að allt eins gæti verið að
farið yrði að kreista hrogn úr næstu
förmum sern bærust. Grímur
j *
111
, v*_, :
Morgunblaðið/Júiíus
Biðin langa
Þótt veður séu válynd og illa búnir einkabílstjórar siiji fastir í hrönnum í sköflum kemst strætó
undantekningarlítið leiðar sinnar. Stundum lengist þó biðin og þá er um að gera að hafa þolin-
mæði. Þessi ungi maður bíður þolinmóður í skafrenningnum, þótt fannbarinn sé orðinn, og vökul
augu fylgjast með vagninum milli húfu og treflls.
Útflutningur á ferskum karfaflökum:
Flökin léttfryst til að
ná fram lækkun tolla
- síðan seld kaupendum sem fersk
ÚTFLUTNINGUR á karfaflök-
um með flugi og sala þeirra í
Þýzkalandi hefur farið vaxandi
að undanförnu. Flutningsgeta i
viku hverri með íslenzku flugfé-
lögunum er nálægt 20 tonnum
og er hún mikið til nýtt. Umboðs-
menn fyrir útflutning á ferskum
fiski með skipum og gámum
segja karfaflökin, sem koma með
fluginu, vera á lágu verði og
spilla fyrír sölu fisksins úr skip-
um og gámum. Samúel Hreinsson
í Cuxhaven segir, að einhver
brögð séu að því, að flökin séu
flutt inn léttfryst og falli þannig
úr 18% tolli niður í tollaleysi.
Meðal annars vegna þess, þoli
útflytjendur þeirra lágt verð.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins gengur flutningur flak-
anna þannig fyrir sig, að þeim er
pakkað í frauðkassa og þeim síðan
rennt í gegnum frystitæki og flökin
léttftyst. Frostið helst í þeim þar
til komið er út og í gegnum toll,
en síðan þiðna þau á leið til kaup-
enda. Fari flök af þessu tagi hins
vegar með skípum mun sú leið vera
ti! að þau eru sett fersk í gáma hér
heima eftir að þau hafa verið unnin
og þeim pakkað í viðkomandi
vinnslustöðvum. Kæling í gámnum
er síðan sett á til dæmis einnar eða
tveggja gráðu frost og því eru flök-
in Iéttfryst, þegar þau koma til toll-
afgreiðslu ytra. Eftir tollskoðun er
svo kæling í gámunum minnkuð og
flökin koma „fersk“ til umboðs-
manna eða kaupenda.
Útflutningur með þessum hætti
i einhveijum mæli mun hafa gengið
í nokkur misseri og hafa útflytjend-
ur kannað rnálið frá flestum hliðum
og segja ekkert ólöglegt við þessa
aðferð. íslenzkum yfirvöldum hafi
verið kunnugt um þetta lengi og
lagt blessun sína yfir aðferðina.
Samkvæmt bókun 6 er tollur á
ísuðum heilum físki inn í Evrópu-
bandalagið 2% og enginn tollur á
frystum fiski. Hins vegar var-ekki
gert ráð fyrir útflutningi á ferskum
flökum, þegar samið var við EB
upp úr 1970 og því engin undan-
þága frá tolli á þeim. Af ferskum
flökum skal því greiða 18% inn-
flutningstoll. Utflytjendur segja að
ekki sé gerður greinarmunur á því
við tollflokkun hjá EB hvort um er
að ræða hraðfrystingu eða létt-
frystingu. Hraðfiysting miðast við
að 18 gráðu frosti sé náð á um
tveimur klukkustundum. Það skipti
tollayfírvöld siðan ekki máli með
hvaða hætti fískurinn sé seldur,
frystur eða ferskur.
Morgunblaðið spurðist fyrir um
þetta hjá viðskiptadeild utanríkis-
ráðuneytisins. Stefán Gunnlaugs-
son, forstöðumaður deildarinnar,
sagðist hafa heyrt orðróm þessa
efnis. Deildin væri að kanna málið
og gæti hann ekki tjáð sig frekar
um það á þessu stigi. Morgunblað-
inu er kunnugt um að LIÚ hefur
leitað upplýsinga um sama efni hjá
deildinni, en hefur ekki fengið svar.
Bylgjan og
Stjarnan
sameinast
Útvarpsstöðvamar Bylgjan og
Stjaman munu sameinast á næst-
unni. Sameiningin hefiir hlotið
samþykki stjóraa beggja stöðv-
anna og samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er gert ráð fyrir
að báðar stöðvamar verði áfram
reknar en með eitthvað breyttu
sniði. Eftir er að bera mál þetta
undir hluthafafundi.
Ekki hefur fengist staðfest hvem-
ig hlutafjáreign í hinu nýja fé-
lagi muni skiptast milli eigenda
gömlu stöðvanna og mun það fyrst
verða tilkynnt á hluthafafundi.
Morgunblaðið hefur þó heimildir fyr-
ir því að hlutur eigenda íslenska
útvarpsfélagsins, Bylgjunnar, verði
stærri.
Jákvæðir í
Frakklandi
SÖLUSTOFNUN lagmetis vinnur
nú að þvi að fá kaupendur sina
til að kaupa meira magn af lag-
metisvömm og nýja vöraflokka í
framhaldi af hrani markaðarins í
V-Þýskalandi. Theódór S. Hall-
dórsson framkvæmdastjóri SL
hefiir að undanförnu verið í
Frakklandi að ræða við tvo af
stærstu kaupendum vöra frá SL
þar í landi. í þeim viðræðum hefur
komið í ljós að kaupendurnir hafa
tekið jákvætt i að kaupa meira
magn og fleiri tegundir.
Eiríkur Valsson skrifstofustjóri
SL segir að það sé tímafrek
vinna að afla nýrra markaða fyrir
lagmeti en tími sé nokkuð sem sé á
þrotum hjá SL. Flestar verksmiðjum-
ar hérlendis eru nú annaðhvort stopp
eða á hálfum hraða vegna hransins
í V-Þýskalandi. Það áuki þó bjart-
sýni forráðamanna SL að kaupend-
umir í Frakklandi hafí sýnt jákvæð
viðbrögð við umleitunum SL.
Uppi hafa verið hugmyndir um að
vinna markað í Japan fyrir lagmetis-
vörar. Eiríkur segir að það sé mjög
tímafrekt verkefni, til dæmis þurfi
að hanna allar umbúðir upp á nýtt.
Hann segir því ólíklegt að nokkuð
verði ágengt á þeim markaði á þessu
ári.
í augsýn er bylting í öryggi
sæfara jafíit sem vegförenda
í AUGSÝN er bylting í öryggi á sjó og landi vegna geysilega
örrar tækniþróunar á þessu sviði. Verkfræðistofiiun Háskólans
er að þróa sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir íslensk fiskiskip þar
sem Loran-C-kerfið er notað til að staðsetja skipin. Hægt verður
að sjá á tölvuskjá í eftirlitsstöð kerfisins hvar skipin eru stödd,
hraða þeirra og stefiiu. Þá er DNG-rafeindaiðnaður hf. að þróa
sérstakt tónvalstæki i fiskiskip til að alltaf verði hægt að ná sam-
bandi við skipin. í tækinu er bæði sendir og móttakari og hægt
er að tengja það við lórantæki til að Tilkynningaskyldan geti séð
hvar skipið er statt. Búist er við hægt verði að ljúka tilraunum
með tæki Verkfræðistofnunar og DNG á þessu ári.
Þorgeir Pálsson, verkfræðing-
ur hjá Verkfræðistofnun Há-
skólans, sagði að ekkert væri því
til fyrirstöðu að tengja bflasíma
við sjálfvirka tilkynningakerfíð
sem stofnunin væri að þróa. Hægt
væri að hafa bflana á annarri tíðni
en skipin og ekki þyrfti að setja
upp ýkja margar stöðvar til að
kerfið gæti náð til bfla inni á há-
lendinu. Hann sagði að þetta kerfí
væri gagnaflutningskerfí sem til
dæmis yrði hægt að nota til að
senda upplýsingar um afla við-
komandi skips til fískmarkaða og
útgerða. G agnafj arskiptastöð v-
amar í skipunum kæmu trúlega
til með að kosta svipað og far-
símar og hægt yrði að tengja þær
við lórantæki í skipunum.
Davíð Gísla-
son, hönnuður
hjá DNG-raf-
eindaiðnaði hf. í
Eyjafírði, sagði
að hægt yrði að
senda út neyðar-
kall með tónvalstækinu og þá
gætu önnur skip, sem hefðu slík
tæki, séð hvaða skip senti út neyð-
arkallið og hvar það væri statt.
Hálfdán Henrýsson, deildar-
stjóri hjá Slysavamafélagi ís-
lands, sagði að tækniþróun varð-
andi öryggi á landi væri einnig
geysilega ör. Hérlendis væru til
sölu díóður sem hægt væri að
hafa til dæmis í skóm. Með miðun-
artæki, sem hægt væri að setja
neðan í þyrlu, væri mögulegt að
5 ■■ - ' . ..............
staðsetja mann á kafí I snjóflóði
ef hann væri með slíkar díóður á
sér. Sumir erlendir skóframleið-
endur settu slíkar díóður í skó og
uppi væru hugmyndir um að sjó-
menn gengju með slíkan búnað á
sér. Hann sagði að parið af díóð-
um kostaði 400 krónur en miðun-
artækin kostuðu hins vegar um
hálfa milljón króna.
„Einnig er mögulegt að kaupa
lítil tæki hérlendis sem senda frá
sér hátíðnihljóð-
BAKSVIÐ
Þonteinn Bríem
merki og hægt
er að nota til að
staðsetja önnur
slík tæki. Hægt
er að hafa þetta
tæki á sér í
ferðalögum og það kostar 8 til
10 þúsund krónur," sagði Hálfdán
Henrýsson.
Gústav Amar, yfírverkfræðing-
ur hjá Pósti og síma, sagði að
árið 1991 yrði komið á allsheijar-
neyðarkerfí fyrir skip og ein
björgunarstöð í þessu kerfi yrði
hérlendis. Hluti af kerfinu yrðu
neyðarbaujur á skipum sem losn-
uðu af þeim ef þau sykkju og
gæfu þá gervitunglum í svoköll-
uðu COSPAS-SARSAT-kerfí upp-
lýsingar um staðsetningu þeirra.
Einnig væri hægt að kóða inn á
baujumar hvaða skipum þær til-
heyrðu. Búið væri að setja upp
jarðstöðvar í þessu kerfí í til dæm-
is Norður-Noregi og Frakklandi
og slíkar baujur væru komnar í
nokkur frönsk, dönsk og bresk
skip.
Gústav sagði að samtök síma-
stjóma í Vestur-Evrópu væra að
vinna að því að semja tæknileg
ákvæði um neyðarbaujumar og
reiknað væri með að hægt yrði
að ljúka þeirri vinnu í lok þessa
árs. íslenskir aðilar þrýstu hins
vegar á að fá leyfi til að flytja inn
neyðarbaujur í skip og hugsanlegt
væri að á þessu ári yrðu sett
tæknileg ákvæði um neyðarbauj-
umar til bráðabirgða til að hægt
yrði að setja þær í íslensk skip.
„COSPAS-SARSAT-kerfíð var
fyrst og fremst sett upp til að
fylgjast með skipum og flugvélum
og setja þyrfti mjög nákvæmar
reglur um notkun þessa kerfís á
landi til að koma í veg fyrir mis-
notkun. Það gengi til dæmis ekki
að menn sendu út neyðarköll ef
bflar þeirra yrðu bensínlausir á
hálendinu," sagði Gústav Amar.