Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ STONUDAGUR,12.,MAIjZ.m9
.11
grun um að svo sé. Þá hefur fíkni-
efnalögreglan samband við starfs-
félaga sína erlendis, bæði í Bvrópu
og Ameríku, í baráttu sinni gegn
eiturlyfjum og fylgist náið með út-
breiðslu og flutningaleiðum krakks,
eins og ajjnarra efna.
Sjaldgæft í Evrópu
Nú eru um tvö ár síðan krakks
varð fyrst vart í Evrópu, en enn
er efnið ekki algengt þar. Axel
Herlov hjá upplýsingadeild dönsku
fíkniefnalögreglunnar sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að krakk hefði
aldrei fundist í Danmörku eða hin-
um Norðurlöndunum. Aðeins væri
vitað um örfá tilfelli í Vestur-
Þýskalandi. Sömu sögu væri að
segja víðast hvar í Evrópu, en einna
mest hefði orðið vart við krakk í
Hollandi. Stærsta vandamálið nú
væri kókaín. Þar til fyrir rúmu ári
var framboð á kókaíni ekki mjög
mikið, en nú flæddi það yfir álfuna.
Áhrifanna af þessari nýju eitur-
bylgju væri ekki farið að gæta á
Norðurlöndum að ráði, en þau væru
mest í sunnanverðri Evrópu; á
Spáni, Ítalíu og í Frakklandi. Menn
óttuðust að krakk kynni að fylgja
í kjölfarið eins og í Bandaríkjunum.
Vissulega væru þjóðfélagsaðstæður
í Bandaríkjunum og Evrópu ólíkar
og sumar tegundir eiturlyfja — svo
sem PCP, eða englaryk — hefðu
verið einangraðar við Bandaríkin.
Krakkið væri svo tengt kókaíni að
mikil hætta væri á að það héldi
innreið sína í Evrópu fyrir alvöru
fyrr eða síðar.
Kókaínbylgjan í Evrópu er afleið-
ing af mettuðum Bandaríkjamark-
aði. Fátt virðist geta stöðvað hana
því kókaíniðnaðurinn er best skipu-
lögðu eiturlyfjaviðskipti fyrr og
síðar. Um 80% alls kókaíns fer um
hendur hins svonefnda Medellin-
hrings í Kólumbíu, sem er ríki í
ríkinu þar í landi og er álitinn velta
álíka miklu og General Motors.
Kókaínbylgja á íslandi
Kókaín er eitt stærsta vandamál
íslensku fíkniefnalögreglunnar nú
og reyndar virðist vera óhætt að
tala um bylgju í því sambandi. Að
sögn Arnars Jenssonar hafa síðast-
liðin tíu ár yfirleitt verið tekin und-
ir 30 grömm af efninu, en í fyrra
KRAKK
DREPUR
„Hugsaðu þig tvisvar um - krakk
drepur“ stendur á þessu
veggjakrotsmálverki í New York.
Hundruð þúsunda Bandaríkjamanna
reykja efnið, sem getur þvi sem
næst eyðilagt taugakerfið á nokkrum
vikum eða mánuðum.
voru tekin 100 grömm allt árið og
það sem af er þessu ári hafa verið
tekin 150 grömm af kókaíni. Árið
1987 var metár í þessu sambandi,
þegar lögreglan lagði hald á hálft
kíló af kókaini, en eitt einstakt mál
átti stærstan þátt í þvi og ekki var
allt efnið ætlað til neyslu hérlendis.
Engin leið er að segja til um hve
margir neytendur kókaíns eru hér
á landi, að sögn Arnars, og skortir
þar tilfinnanlega áreiðanlegar
kannanir. Það væri hins vegar til
marks um aukið framboð efnisins
að nú væri kókaín komið út í svö-
nefnda óregluhópa, þar sem þess
hefði lítið gætt áður, og fíkniefna-
neytendur segðu að það kæmu
tímabil þar sem erfitt væri að fá
nokkuð annað en kókaín, svo sem
hass og amfetamín.
Smæð Islands og einangrun gæti
orðið til þess að erfiðara væri fyrir
krakk að ná fótfestu hér á landi
en til dæmis á hinum Norðurlöndun-
um. Hins vegar er íslenski fíkni-
efnamarkaðurinn tengdari Ameríku
en mörg Evrópulönd og því gætu
verið meiri möguleikar á að þetta
„bandaríska" eiturlyf berist hingað.
Þessi bandarísku tengsl virðast
hafa farið vaxandi upp á síðkastið
og í flestum tilfellum er það kókaín
sem reynt er að smygla. Sú spum-
ing vaknar hvort krakk gæti borist
frá Varnarliðinu á Keflavíkurflug-
velli. Hvorki lögreglan í Keflavík
né á Keflavíkurflugvelli hafa þó
nokkurn tíma heyrt um að mál
tengt krakki hafi komið upp þar.
En ef krakk bærist hingað til
lands myndi það hugsanlega breiða
hörð eiturlyf út til nýrra hópa eins
og í Bandaríkjunum? Arnar Jensson
segir að hér sitji fíkniefnasalar ekki
undir skólaveggjum og bjóði vöru
sína til sölu, eins og þar tíðkast.
Fíkniefnaheimurinn hér sé fremur
lokaður og óskipulagður, þó að hluti
hans sé skipulagður. í slíkum tilfell-
um selji innflytjandinn nokkrum
heildsölum, sem aftur selji smásöl-
um. Oft fái smásalamir vikufrest
eða svo til að borga heildsalanum,
sem setji þrýsting á þá að koma
efninu í verð sem fyrst. Slíkt þýði
þó ekki að þeir þurfi nauðsynlega
að finna nýja neytendur.
Smásaga úr Harlem
Greinarhöfundur hefur einu sinni
komist í návígi við krakk þegar
hann dvaldi mánaðartíma í heim-
sókn á 136. götu á Manhattan-eyju
í New York. Þetta var í sex hæða
blokk í þeim hluta Harlem-hverfis,
þar sem einkum búa spænskumæl-
andi innflytjendur frá Dóminík-
anska lýðveldinu. Lásinn á útidyra-
hurðinni var í ólagi svo fólk komst
óhindrað inn og á sjöttu og efstu
hæðinni, þar sem ég bjó, höfðu
krakksalar komið sér fyrir á stiga-
pallinum. Fyrst héldu þeir væntan-
lega að ég væri kaupandi og buðu
mér krakk, en eftir að ég afþakk-
aði buðu þeir mér aldrei neitt nema
góðan daginn. Eftir nokkra daga
fannst mér þetta næstum því fynd-
ið, því þetta vom einstaklega bros-
mildir og kurteisir krakksalar, enda
umhugað að styggja ekki íbúana
svo að þeir færu að hringja á lög-
regluna. Einn morguninn þegar ég
var á leið út úr húsinu var maður
að kaupa krakk í anddyrinu. Hann
var með það sem þarlendir kalla
„crack-attack“; heiftarleg frá-
hvarfseinkenni eftir krakkneyslu.
Maðurinn skalf eins og hrísla, var
með krampakippi í hálsinum og tók
djúp andköf með háum ekkahljóð-
um. Þrátt fyrir slqálftann var hann
að reyna að einbeita sér við að telja
fram seðla úr þykku búnti. Eg
stalst til að líta á seðlana til að
reyna að gera mér grein fyrir upp-
hæðinni, en krakksalinn gaf mér
illt auga og ég hraðaði mér út. Ég
var með hjartslátt og var mjög feg-
inn næsta dag þegar loksins var
settur nýr lás á útidyrahurðina og
krakkviðskiptin fluttu sig um set.
Vonandi tekst íslendingum að
læsa krakkið úti svo það komist
ekki inn fyrir þröskuldinn.
EITURLYFJASTRÍÐ
í NEW YORK
Félagar í sérsveit New York-lögreglunnar ráðast til atlögu við krakksala.
Sérstakar sveitir til að beijast við krakkfaraldurinn í borginni voru settar
á fót í mars í fyrra eftir að lögreglumaður sem gætti heimilis vitnis í
eiturlyfjamáli var myrtur. Það eru rétt rúm fjögur ár síðan krakk kom upp
á yfirborðið, en það er þegar orðið að alvarlegasta eiturlyfjavandamáli
Bandaríkjanna.