Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT ' tóÓIÍdtíífeLAÐÍÐ SUNNLfDÁ'GtJR 12! MARZ 1989 ERLENT INNLENT Fjórtán mönnum bjargað úr sjávarháska FJÓRTÁN mönnum var bjargað úr sjávarháska á þriðjudagskvöld- ið af tveimur bátum. Sjö mönnum var bjargað af Sæborgu SH 377 sem sökk norður af Rifí. Ólafur Bjamason SH bjargaði mönnun- um, en skipstjóra Sæborgar er enn saknað. Þá var sjö mönnum bjarg- að af Nönnu VE 294, sem sökk suður af Reynisdröngum. Mönn- unum var bjargað um borð í Þó- runni Sveinsdóttur VE, og er þetta í fjórða sinn, sem Sigurjón Óskarsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur bjargar mönnum úr sjávarháska. Siguijón er bróðir Leós Óskarssonar skipstjóra á Nönnu. Deilt um húsbréf Deilur hafa verið milli stjómar- flokkanna um svokallað húsbréfa- kerfí, sem félagsmálaráðherra vill að leysi núverandi húsnæðiskerfí af hólmi. Framsóknarflokkurinn, sem verið hefur andsnúinn hús- bréfum, samþykkti á fímmtudag málamiðlun um að húsbréfakerfið verði tekið upp til reynslu í tvö ár samhliða því sem fyrir er. Fé- lagsmálaráðherra hafnaði mála- miðlunartillögunni, og hótaði að leggja frumvarp um húsbréf fram í eigin nafni. Reyna átti um helg- ina qð ná samkomulagi í ríkis- stjóminni. Tveir fórust í snjóflóði Tveir menn fórust í snjóflóði sem féll á Óshlíðarveg, milli ísa- flarðar og Bolungarvíkur, á mið- vikudag. Höfðu mennimir gengið upp á skriðu, sem lokaði veginum, þegar snjóflóðið féll á þá. Samvinnuhreyfingin tapaði 2 milljörðum Halli á rekstri Sambandsins og kaupfélaganna var nálægt tveim- ur milljörðum á síðasta ári. For- stjóri Sambandsins segir að loka verði einingum og sameina aðrar, til að ná fram hagræðingu í rekstri. Halldór ræðir við EB Halldór Ás-j grímsson sjávar-| útvegsráðherra ræddi á þriðju- dag við Manuel Marín, sem fer með sjávarút- vegsmál innan EB. Tilgangur-j inn var að kanna leiðir til samn- inga milli íslands * og EB á sviði fískveiðimála. Var samþykkt á fundinum að taka upp viðræður að nýju um þessi mál. Nokkrar deilur voru í vikunni milli alþingismanna um hvort ræða ætti við EB um veiðiheimild- ir Villtust á fjöllum Fjórir ungir menn á vélsleðum villtust á Lýngdalsheiði, milli Þing- valla og Laugarvatns, á sunnu- dag. lyeitað var að mönnunum frá sunnudagskvöidi fram á mánu- dag, en þá komu þeir fram í Haukadal. Höfðu mennimir hafst við um nóttina í skála Landsvirkj- unar við Þórólfsfell, skammt frá Langjökli. ERLENT Öldungadeildin haftiar John Tower Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði á fimmtudagskvöld John Tower I embætti varnarmálaráð- herra. 53 þingmenn lögðust gegn skipan Towers en 47 greiddu hon- um atkvæði sitt. Öldungadeildin hefur aldrei áður neitað að stað- festa tilnefningu Bandaríkjafor- seta til embættis vamarmálaráð- herra. Áfengisneysla Towers og kvennamál auk tengsla við her- gagnaframleiðendur urðu honum að falli. Umbætur boðaðar í Póllandi Fulltrúar Samstöðu og pólskra stjómvalda hafa' gert með sér drög að samkomulagi um víðtæk- ar stjómkerfisbreytingar sem miða að auknu lýðræði í landinu. Forustusveit kommúnistaflokks- ins hefur ekki tekið afstöðu til samkomulagsins en einstök atriði þess verða kynnt í næsta mánuði. Fyrir liggur að komið verður á fót tveimur þingdeildum auk þess sem Jarúzelskí hershöfðingi verður að lfkindum forseti. Óeirðir í Tíbet Miklar óeirðir brutust út í Tíbet á sunnudag er alþýða manna þar mótmælti yfirráðum Kínveija á götum höfuðborgarinnar, Lhasa. Að sögn stjómvalda féllu 16 menn en tíbetskir læknar telja að allt að 60 manns hafi týnt lífi. Herlög vom sett í landinu á þriðjudag til að koma í veg fyrir frekari óeirð- ir en á föstudag vom 30 ár liðin frá því Kínveijar bmtu á bak aft- ur uppreisn tíbetskra aðskilnaðar- sinna. Afvopnunarviðræður hafnar í Vín Viðræður 23 ríkja NATO og Varsjár- bandalagsins um niðurskurð á sviði hefðbundins vígbúnaðar í Evr- ópu hófust í Vínarborg á _____________ fimmtudag. Á þriðjudag áttu ut- anríkisráðherrar risaveldanna, Edúard Shevardnadze og Ja- mes Baker fund þar í borg og vom frekari viðræður ákveðnar í Moskvu í maí. Tékkneskir andófsmenn dæmdir Tveir þekktir tékkneskir andófs- menn vom dæmdir í fangelsi á fimmtudag, sakaðir um áróður gegn ríkinu. Annar þeirra, skáldið og tónlistarmaðurinn Ivan Jiro- us, var dæmdur f 16 mánaða fangelsi en áður höfðu stjómvöld kveðið upp dóma yfir þremur and- ófsmönnum. Ljóst þykir að tékk- neskir kommúnistar hyggist beita aukinni hörku til að kveða niður andófsöfl í landinu. Bandaríkin: Alþjóðastofiianír að- stoði skuldugar þjóðir Washington. Reuter. NICHOLAS Brady, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefiir lagt fram áætlun um að létta greiðslubyrði og skera niður skuldir þróun- arríkja, sem samtals nema 1,3 biljónum Bandaríkjadala, um 67,6 biljónum ísl. króna, í samvinnu við tvær helstu lánastofnanir heims, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann. Nái tillagan fram að ganga er hér um steftiubreytingu að ræða af hálfu Bandaríkja- manna sem fram til þessa hafa verið á móti þvi að skera niður skuld- ir þróunarríkja og krafist þess að skuldunautar standi skil á af- borgunum með lántökum hjá einkabönkum eða með úrbótum í efiia- hagslífi heima fyrir. Marga þætti f áætlun Bradys verður að vinna í samvinnu við bandalagsþjóðir Bandaríkjanna og hinar alþjóðlegu peningastofnanir, sögðu embættismenn í bandaríska fjámálaráðuneytinu. Marlin Fitz- water, talsmaður George Bush Grúsía Skriðuföll Moskvu. Reuter. AURSKRIÐUR féllu á yfir hundr- að heimili og eyðilögðu ræktunar- land í Sovétlýðveldinu Grúsíu á föstudag. 1 frétt sovéska sjón- varpsins var hvorki getið um mannfall né hvenær atburðirnir áttu sér stað. Asjónvarpsmyndum mátti sjá fbúa í Zestafoni-héraði í Grúsíu híma fyrir utan heimili sín sem voru á kafi í eðju. „160 fjölskyldur hafa misst heim- ili sín. Fómarlömbunum hefur verið komið fyrir á gistiheimilum og eru undir læknishöndum," sagði í frétt sjónvarpsins. Bandaríkjaforseti, sagði að forsetinn hefði ekki tekið lokaákvörðun um áætlun Bradys ennþá. Alþjóðabankinn og Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn bjóða upp á mun betri lánakjör en almennir viðskiptabank- ar og þátttaka þeirra í greiðsluáætl- unum skuldugra þróunarríkja mun leiða til þess að hagstæðari lán fást hjá einkabönkum. Leiðtogar Brasilíu og Mexíkó, skuldugustu þjóða rómönsku Ameríku, fögnuðu þessari hugmynd. „Breyttar áherslur um niðurfærslu skulda og önnur afborgunarkjör eru sérlega ánægjuleg þróun,“ sagði í tilkynningu frá mexíkanska fjár- málaráðuneytinu. Pedro Aspe, fjár- málaráðherra Mexíkó, raeðir við Brady á mánudag um áætlunina, sagði í yfirlýsingunni. Reuter AUt að 23 manns fórust íKanada Allt að 23 manns fórust á föstudag þegar þota með 69 manns innanborðs, þar af einu barni, hrapaði skammt frá bænum Dryd- en í norðurhluta Ontorio í Kanada stuttu efltir flugtak. F.inn maður lést á spítala og 22 eru taldir af. Á myndinni kannar björg- unarsveit brak þotunnar, sem hrapaði í snævi þöktu skóglendi. Fimmti fimdur leiðtoga EFTA-ríkja á 30 árum UM þessar mundir eru rétt þrjátíu ár liðin frá því fulltrúar sjö Evrópuríkja komu saman til fundar í Ósló og lögðu grunninn að Fríverslunarbandalagi Evrópu, EFTA. Samningurinn um banda- lagið var síðan undirritaður í Stokkhólmi 4. janúar 1960. EFTA snýst fyrst og fremst um tollamál og samninga til að draga úr viðskiptahindrunum á milli aðildarríkjanna. Frá stofiiun banda- lagsins hafa þijú stofhríkjanna, Bretland, Danmörk og Portúgal gengið í Evrópubandalagið (EB) en tvö bæst í hópinn, ísland og Finnland. Frá upphafí hafa leiðtogar EFTA-ríkjanna einungis komið fjórum sinnum saman til að ræða samstarfíð innan banda- lagsins en fímmti fundurinn hefst í Osló á þriðjudag. Fyrsti leið- togafundurinn var haldinn í Vínarborg árið 1965 og var þar fjallað um framhald samstarfsins þegar helstu markmiðum þess þ.e. afnámi helstu viðskiptahindrana væri náð. Ári síðar komu leið- togarnic saman í London. Ellefu ár liðu þar til leiðtogamir komu næst saman í Vínarborg í tilefni þess að markmiðum EFTA um niðurfellingu tolla af iðnaðarvör- um hafði verið náð. Fjórði fundur- inn fór síðan fram í Visby í Svíþjóð árið 1984 í kjölfar Lúxemborgar- fundar utanríkis/viðskiptaráð- herra EFTA og EB. Á öllum þessum fundum var fjallað meira og minna um sam- skipti Evrópuþjóða og þá sérstak- lega samskipti EFTA-ríIqanna við Evrópubandalagið. Það fór hins vegar lítið fyrir stefnumótandi ákvörðunum um framtíð EFTA eða dagskipunum til starfsmanna bandalagsins. Eðli EFTA sam- kvæmt er þess ekki að vænta að þjóðarleiðtogar eða háttsettir embættismenn hafi umtalsverð afskipti af bandalaginu. Það eru fyrst og fremst embættismenn sem fyalla um þær þúsundir smáatriða er varða tollasam- skipti og fram- gang fríverslunar. Þrátt fyrir þá staðreynd að leið- togafundurinn sem hefst á þriðju- dag hafi verið ákveðinn með árs fyrirvara bendir undirbúningur hans af hálfu stjómmálamanna vart til annars en þeir séu teknir að trúa því að fundurinn sé hald- inn til að bregðast við Stass- borgarræðu Delors. Mikil yfirlýs- ingagleði hefur einkennt undir- búning fundar- ins. Settar hafa verið fram hug- myndir um tolla- eftir Kristófer M. Kristinsson bandalag EB og EFTA, sameig- inlegar stofnanir BAKSVID Vestur-Evrópa er og hefur ver- ið ein efnahagsleg heild a.m.k. í þeim skilningi að þar getur enginn án annars verið. Aðildarríki EB hafa áklveðið að girða sig af með hinum svokallað innri markaði árið 1992. Það fer ekki á milli mála að innri markaðurinn er tals- mönnum EB tilefni til að knýja EFTA-ríkin til að taka stjóm- málalega afstöðu gagnvart EB. Innan EB er kvartað undan því að EFTA syngi ekki einum rómi heldur sex-raddað. Jaques Delors, forseti framkvæmdastjórnar EB, gaf boltann upp í ræðu á Evrópu- þinginu í janúar er hann sagði að EFTA yrði að koma skikk á vinnu- brögð sín og ákveða hvers konar sambúð bandalagið vildi við EB. Delors láðist hins vegar að tiltaka leikreglumar, hver sé dómari og hvort leikið sé með fleiri boltum. Ef haldið er við þessa líkingu þá er Ijóst að EB á völlinn, þeir selja inn, flauta til leiks og flauta leik- inn að sama skapi af þegar þeir eru búnir að fá nóg. og sammna sem miðar að því að EFTA-ríkin þurfi ekki í framtí- ðinni að sækja um aðild að EB til að njóta ávaxta þeirrar vinnu sem þar er unnin. Það virðist hins vegar nokkuð sama hvaða sam- starfshugmyndir em viðraðar inn- an EFTA þeim er flestum fálega tekið af embættismönnum í Bmssel og í höfðuborgum aðild- arríkja bandalaganna tveggja. Vitaskuld geta forsætisráðherr- arnir ákveðið ákveðið að breyta uppbyggingu EFTA, setja á fót stofnanir sem taka mið af stofn- unum EB, tekið upp atkvæða- greiðslur í innbyrðis samskiptum og í málefnum sem snerta sam- starfið við EB. EFTA yrði þá eins konar vasaútgáfa af EB. Allt þetta og miklu meira er hægt að gera en endanlega hlýtur það að vera samstarfsvilji Evrópubanda- lagsins sem ræður úrslitum og ýmislegt bendir til þess að margir þar innanborðs telji ræðu Delors hafa verið ótímabæra. Evrópu- bandalagið er ekki á biðilsbuxun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.