Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 24
MORGU?)ÍBlADip ATVIIMNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 ATVINNUA UGL YSINGAR 24 Rafvirki óskast Rafvirki óskast á rafmagnsvörulager. Þarf að hafa þekkingu á rafmagnsvörum. Starfsreynsla æskileg. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „R - 6362“ fyrir 20. mars. Fiskmatsmaður Fiskmatsmann með réttindi vantar á frysti- togara. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merk- ar: „A - 9735“ fyrir 22. mars. Starfsfólk óskast við snyrtingu og pökkun. Upplýsingar í símum 53366 og 53367. Hvaleyrihf., Vesturgötu 11-13, Hafnarfirði. Hlutastarf/sala Lítil heildverslun vill ráða húsmóðir til starfa við sölustörf 3-4 tíma á dag. Þarf að vera rösk og drífandi. Umsóknir merktar: „Sölustarf - 8467“ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudags- kvöld. 4 Verksmiðjustörf óskum eftir vönu starfsfólki í banddeild spunaverksmiðju á fastar næturvaktir. Nánari upplýsingar veitir starfsmannahald, sími 666300 Áiafosshf. Verkstjórastarf Óskum eftir að ráða verkstjóra til starfa í verksmiðju okkar. Upplýsingar einungis gefnar á staðnum. S Glerborg hf., Dalshrauni 5, Hafnarfirði. Fóstrur Fóstra óskast til starfa við barnaheimili Siglu- fjarðar nú þegar. Upplýsingar í símum 96-71700 og 96-71359. Féiagsmáiastjóri. Verkstjóri Stórt hótel í borginni vill ráða verkstjóra til starfa. Starfið felst m.a. í skipulagningu á vinnu starfsfólks í eldhúsi. Um er að 80% starf og vinnutími eftir há- degi og fram eftir. Leitað er að röggsömum og ákveðnum starfskrafti, ekki undir 30 ára aldri. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu okkar, frestur er til 17. mars nk. QiðntTónsson RÁÐCJÖF & RÁÐN l N CARþjÓN LlSTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Áskriftarsöfnun Duglegt fólk af öllu landinu óskast til starfa. Um er að ræða áskriftarsöfnun fyrir Hús og híbýli og Vikuna. Tilvalið fyrir félagasamtök. Vant fólk gengur fyrir. Upplýsingar veitir Helga í síma 83122 mánu- daginn 13. mars og þriðjudaginn 14. mars kl. 9-17. CAM ÚTGÁFAIM HAALEITISBRAUT 1 • 105 REYKJAVlK • SlMI 83122 X • Driffjöður óskar eftir starfi. Er31 árs, hugmyndaauðug- ur og viljugur 3ja manna maki, með reynslu á mörgum sviðum. Ég hef gott vald á 4 og V2 tungumáli og áhuga á starfi tengdu ferða- málum, auglýsingagerð eða almannatengsl- um. (P.R.) Hef að auki talanda og meirapróf. Er í startholunum og síminn er 611729 (Einar). Byggingatækni- fræðingur og smiður með menntun frá Svíþjóð óskar eftir góðu, krefjandi starfi. 4 ára starfs- reynsla frá arkitektastofu. Vanur CAD teikni- vinnslu og verkstjórn. Margt kemur til greina. Umsóknir óskast sendar á auglýsingadeild Mbl. fyrir 19. mars merktar: „32 ára“. Tónlistarskóli V-Húnavatnssýslu auglýsir eftir skólastjóra, sem jafnframt er píanókennari. Upplýsingar í síma 95-1366 eftir kl. 19 á kvöldin. Skólanefnd. Auglýsingateiknari Traust og góð auglýsingastofa óskar eftir hressum auglýsingateiknara sem hefur reynslu í teiknun (myndskreytingum). Bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu og sjálf- ræði í starfi. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 19. mars merkt: „Hæfileikar - 9733“. Hárskerasveinn óskar eftir vinnu. Nánari upplýsingar í síma 96-24718 eftir kl. 18.00. Dagheimili Stuðningur óskast í 60% starf. Æskilegt er að viðkomandi hafi fóstru-, þroskaþjálfa- eða aðra uppeldismenntun. Upplýsingar í síma 32066 næstu daga. Atvinnurekendur Ég er 36 ára, reglusöm og stundvís. Hef góða ensku- og dönskukunnáttu og er vön tölvum. Óska eftir veilaunuðu starfi hálfan eða allan daginn. Upplýsingar í síma 622250. Atvinna óskast 34 ára kona, nýkomin heim úr háskólanámi, óskareftirvinnu. Starfsreynsla: Kennsla, mark- aðsmál, ferðamál, upplýsingamiðlun o.fl. Mjög góð tungumálakunnátta. Sími 91-21341. Byggingaverk- fræðingur með mikla reynslu við hönnun, eftirlit og rekstur óskar eftir atvinnu eða verkefnum til langs eða skamms tíma. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „V - 89“. Lögfræðingar Fasteignasala, mjög vel staðsett miðsvæðis, í góðu húsnæði óskar eftir lögmanni til sam- starfs. Til boða stendur mjög góð vinnuað- staða, sem jafnvel gæti hentað tveimur lög- mönnum. Tilboð merkt: „Beggja hagur - 12660“ óskast sent auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. mars nk. Heilsugæslustöðin á Akureyri Meinatæknar Heilsugæslustöðin á Akureyri óskar eftir að ráða meinatækni (hálft starf kemur til greina) frá 1. apríl nk. eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar gefur yfirmeinatæknir Elínóra Rafnsdóttir sími 96-22311. Heilsugæslustöðin á Akureyri. Bifvélavirkjar/ vélvirkjar Viljum ráða bifvélavirkja eða vélvirkja til við- gerða á Scania-bifreiðum. Upplýsingar á verkstæði eða skrifstofu, Skógarhlíð 10, eða í síma 20720. ísarn hf. Sölumaður á fasteignasölu Vanur sölumaður óskast á gróna fasteigna- sölu. Mjög góð vinnuaðstaða. Tilboð, nafn og símanúmer leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Sölumaður - 12617“. Starfskraftur á saumastofu Saumastofan Sólin óskar eftir vönum starfs- krafti til starfa á sníðadeild. Þarf að geta byrjað fljótt. Upplýsingar gefur Guðrún Erna Guðmunds- dóttir í síma 45800. „Au pair“ Svissnesk, þýskumælandi fjölskylda, hjón með tvö börn, búsett í nágrenni ZUrich, óskar eftir „au pair“ í eitt ár frá 1. júní '89. Upplýsingar í síma 42442. Meðeigendur - fiskeldi Fiskeldisstöð, strandstöð, lax, bleikja, stað- sett á einum besta stað á Reykjanesi, óskar eftir áhugasömum meðeigendum. Framleiðsla í fyrsta áfanga 380-400 tonn. Slátrun hefst á komandi sumri. Nöfn og símanúmer þeirra sem áhuga hafa berist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Eðalfiskur - 12618“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.