Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 iguijón Óskawson: 'æddur: 3. mai SáTttðíSÆ Kvœntur Signrla^*1 íSSSTÆrtí; fylfa.^em hefur nýlojuð ,yhekk Stýrimannaskol- 'ns í Vestmannaeyjum og Þóru Hrönn, sem er 15 ára nemi. Einstaklega feng- sæll og farsæll Siguijón Óskarsson skipstjóri og útvegsbóndi í Vestmannaeyjum er ekki aðeins í hópi mestu aflamanna sem ísland hefúr alið, held- ur er hann einstakur lánsmaður á öðrum sviðum og í síðustu viku var hann enn einu sinni á réttum stað á réttum tíma til þess að aðstoða skipbrotsmenn í nauðum. 27 mönnum hefur hann bjargað og einu skipi sem hann dró af strandstað með því að sigla skipi sínu inn í hvítfyssandi brimgarð og ná í dráttartaug á meðan varð- skip gat ekki athafiiað sig. Sigurjón hefúr orðið aflakóngur Vest- mannaeyja oftar en nokkur annar skipstjóri og það sama á við um landið allt. Þeim sem þekkja hann ber saman um að hann sé gull af manni og þótt alltaf megi eitthvað að öllum fínna er erfitt að fínna því stað á Siguijóni. Hann býr yfir hörku föður síns, mýkt móður sinnar og seiglu þeirra beggja en sporin hans í fasi og fram- komu liggja nær mildi móður hans. ótt Sigurjón Óskarsson sé ekki nema 43 ára gamall er hann ein mesta aflakló sem fram hefur komið og frá því að hann varð skipstjóri hefur hann 10 sinn- um orðið aflakóngur Vestmanna- eyja og \ flest skiptin einnig afla- kóngur íslands. Fyrstu sjóferðina sína fór hann sem laumufarþegi með föður sínum, falinn í síldar- tunnu. Hann stundaði síðar sjó með Óskari Matt föður sínum, mikilli aflakló og eitilhörðum veiði- manni sem gustaði af fyrir magn- aðan persónuleika og tilþrif. Hjá honum lærði Siguijón öll grund- vallaratriði veiðimennsku og sjó- mennsku eins og bræður hans. Sigurjón hefur alið allan sinn aldur í Vestmannaeyjum. Að loknu skyldunámi í gagnfræðaskóia lauk hann vélskólanámi og síðan námi frá Stýrimannaskólanum í Vest- mannaeyjum. í bók Hjartar Gísla- sonar blaðamanns frá í haust Afla- kóngar og athafnamenn segir m.a. um Siguijón: „Siguijón er hæglát- ur, að minnsta kosti við fyrstu kynni, og hógvær. Hann gerir ekki mikið úr aflasæld sinni, en segir þó að reglusemi og dugnaður auk góðrar áhafnar skipti miklu máli. Siguijón kemst það sem hann æti- ar sér.“ Niðurlagið í þessari tilvitn- un segir einmitt mikið um Sigur- jón, því hann hefur sýnt það svo ekki verður um villst að hann býr yfir miklum hæfíleikum til þess að ná miklum árangri í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Marg- ir strákanna í skipshöfn hans hafa verið með honum frá því að hann byijaði sinn skipstjómarferil og honum hefur haldist vel á mann- skap, enda ekki að furða því mað- urinn er einstakt ljúfmenni þótt það sé ef til vill ekki hin hefð- SVIPMYND Ámi Johnsen bundna ímynd mikils veiðimanns. En það má líka segja með sanni að líkur sækir líkan heim þegar talað er um skipshöfn Siguijóns á Þórunni Sveinsdóttur. Vinir Siguijóns gefa honum þá umsögn að hann sé vinur í raun og að til hans sé alltaf hægt að leita ef á bjátar. Siguijón er reglu- maður á vín og tóbak og hans aðalsmerki er að hafa reglu á hlut- unum. Þótt hvessi í kring um hann í mannlífi, lofti eða til hafsins, þá er hann alltaf í sama góða skap- inu. Honum hleypur oft kapp í kinn, en ætíð á léttu nótunum þó á móti blási. Þegar hann byijar úthald á sjó, þá er hann á sjó. Ef eitthvað er hægt að finna að hon- um þá er það sá þáttur í fari hans að vera hrekkjalómur, en í Vest- mannaeyjum þykir það kostur en ekki löstur, því gamansemi og góðlátlegur prakkaraskapur er beinlínis ræktaður í mannlífinu þar og til þess ætlast að hann haldi velli. Þegar sá gállinn er á Sigur- jóni vill hann fá andsvör, en um- fram allt er hann skemmtilegur og heiðarlegur. Hann fer ekki um með hávaða en vinir hans hafa oft á orði að hann komist þótt hægt fari. Ef honum fínnst sér misboðið getur hann reiðst, en hann heldur yfirvegun sinni. Ef hann hins veg- ar þarf að sinna einhveiju sem honum fínnst ekki skipta miklu máli þá segir hann gjaman að þetta sé ekki svo „naujið". Hann þykir mjög laginn með veiðarfæri, sama hvaða veiðarfæri er, og til marks um það er fyrsta úthaldið hans á síld. Þá fór hann á Þórunni með gamla nótadruslu eftir að hafa farið með reyndum síldarskip- stjóra til þess að læra af honum. í gömlu nótadrusluna tók hann síðan síldarkvótann á 10 dögum, en að því loknu var nótinni hent eins og til hafði staðið. Sem dæmi um gamansemina um borð má nefna að strákarnir skíra trossum- ar gjaman eftir konum sínum og oft væna þeir Siguijón um að halda betur við trossunni sinni, Sigur- laugu, en öðrum trossum. Það kemur hins vegar ekki á óvart því þau Sigurlaug og Siguijón hafa alltaf hlúð vel hvort að öðru. Það er haft á orði að guð og gæfan fylgi Siguijóni Óskarssyni, því heilladísirnar hafa svo oft komið óvænt við sögu. Björgunarþáttur hans er sérstæður, 27 menn og einn bátur. Hann bjargaði 11 manna áhöfn af togaranum Bylgj- unni frá Reykjavík, sem sökk út af Alviðruhömrum, hann bjargaði áhöfn humarbátsins Jóhönnu Magnúsdóttur sem kviknaði í á Meðallandsbugt, hann bjargaði í síðustu viku bróður sínum og sex skipveijum hans þegar Nanna Ve. fórst út af Reynisdröngum og und- irritaður fylgdist með því þegar hann bjargaði Eyjabátnum Katrínu af strandstað á Skeiðarársandi. Við Morgunblaðsmenn sveimuðum í flugvél yfir strandstað á meðan Siguijón sigldi Þómnni Sveins inn í brimgarðinn og athafnaði sig þar í vitlausu veðri á meðan varðskip gat ekkert aðhafst fyrir utan. Sig- uijón greip til sinna ráða eins og svo oft áður og það var ævintýra- legt að sjá þegar hann dró bát föðurbróður síns til hafs á ný milli boðafalla og grynninga. í lúkars- spjalli með nokkrum Eyjaskipstjór- um í Vestmannaeyjahöfn í fyrra- dag fór ekkert á milli mála að menn telja Siguijón búa yfír sér- stæðri fískináttúm og útsjónar- semi, en það var einnig haft á orði, að ef það væri ástæða til þess að hengja Fálkaorðuna á ein- hvern mann þá væri það Siguijón Óskarsson bæði af virðingu við hann og starf hans og ekki síður í virðingarskyni við Fálkaorðuna. Atvinnutryggingarsjóður: 40% umsókna hef- ur verið synjað STJÓRN Atvinnutryggingarsjóðs hefúr afgreitt umsóknir frá 108 fyrirtækjum, en sjóðnum hafa nú borist umsóknir frá tæplega 200 fyrirtækjum. Af þeim umsóknum sem hafa verið afgreiddar hafa 66 fengið jákvæða afgreiðslu en 42 umsóknum hefúr verið synjað. Sam- tals er búið að lána fyrirtækjunum 108 tæplega 2,1 milljarð úr Atvinnu- tryggingarsjóði, en þar af eru peningar 775 milljónir, og 1314 milljón- ir eru í formi skuldabréfa. Að sögn Gunnars Hilmarssonar formanns stjórnar Atvinnu- Þ-yggingarsjóðs er nú beðið eftir ársreikningum frá flestum þeim fyr- irtækjum sem ekki hafa enn verið afgreidd, en að hans sögn eru þeir nú óðum að berast. Gunnar sagðist telja að búið verði að afgreiða um tvo þriðju hluta af þeim fyrirtækjum sem sótt hafa um fyrirgreiðslu hjá Atvinnutryggingarsjóði, en endan- legri afgreiðslu yrði væntanlega ekki lokið fyrr en í byijun næsta árs. „Við vitum ekki hvað verður um stóru fyrirtækin sem Hlutabréfasjóði er ætlað að fjalla um, en verði mál- efni þeirra leyst með auknu hlutafé, þá hlýtur Atvinnutryggingarsjóður að koma þar inn í sem skuldbreyt- ingaraðili. Ef að því kemur er líklegt að af þeim fyrirtækjum sem þegar hafa fengið neitun hjá okkur verði mál um 15 fyrirtækja tekin fyrir á ný.“ Gunnar sagðist gera ráð fyrir að í heild verði um 5 milljörðum ráðstaf- að til fyrirtækja úr Atvinnutrygging- arsjóði. Rúmlega fjórir milljarðar verði í formi skuldbreytinga, þar af væru um 1200 milljónir í peningum, en síðan væru um að ræða 800 millj- ónir í hagræðingarlánum. Af þessum 5 milljörðum væru því peningar um 2 miíljarðar, en helmingurinn af þeirri upphæð væri erlent lán og helmingur framlag ríkisins. Skuld- breytingar milli fyrirtækja væru um 3 milljarðar. Brimið felldi spennustaur Eyrarbakka. RAFMAGN fór af Eyrar- bakka og Stokkseyri um sex- leytið á fimmtudagsmorgun. Orsökin var sú að brimið við ströndina hafði hálffellt einn háspennustaurinn vestan Ölf- usárósa og slitið rafstrenginn. Þegar saman fer mikið brim, stórstreymi og lágur loft- þrýstingur, eins og var hér að- faranótt fimmtudags, gengur brimið hærra en annars. Mestur hluti tangans austan rafmagnsmastranna hefur skol- ast burtu, enda hefur sjór flætt yfir allan lægsta hluta Hafnar- skeiðsins. Á háflóðinu braut á miðju mastranna. Ekki hefur annað tjón orðið í þessu brimi hér um slóðir, en fullyrða má að tjón hefði orðið verulegt, ef ekki hefði verið búið að byggja upp sjóvamagarðana framan við þorpið. Óskar Sambandsstjórnarfundur SAL: Málshöfðun gegn rík- inu vegna nýju láns- kjaravísitölunnar í ÁLYKTUN sem samþykkt var á sambandsstjórnarfúndi SAL þar sem fjallað var um nýju lánskjaravísitöluna segir m.a.: „í ljós þess að stjórnvöld hafa hafiiað öllum samkomulagsleiðum telur sambands- stjórnin nauðsynlegt að lífeyrissjóður láti á málið reyna fyrir dóm- stólum og er framkvæmdastjórn SAL falið á grundvelli fyrri sam- þykkta og álitsgerðar lögfræðinga samtaka sjóðanna að fylgja mál- inu eftir. SAL, Samband almennra lífeyris- sjóða, telur að þrátt fyrir ítrek- aðar samningsumleitanir af hálfu fulltrúa lífeyrissjóðanna hafi stjórn- völd ekki sýnt neinn samkomulags- vilja. Harmar sambandsstjórnar- fundurinn þann ósveigjanleika sem fram hefur komið af hálfu stjórn- valda en hann hefur leitt til þess að ekki hefur fundist viðunandi lausn á málinu. Álitsgerð sú sem vitnað er til hér í upphafi var unnin af lögfræðing- unum Jóni Steinari Gunnlaugssyni og Ragnari Aðalsteinssyni. Sam- kvæmt henni er hvorki heimilt að taka upp beina viðmiðun við launa- breytingar í grundvelli lánskjaraví- sitölu né er hægt að breyta efni verðtryggingar í gildandi lánssamn- ingum. Uppgræðsla Mýrdalssands: Fjárveitingar ráða mestu um hraðann „MÝRDALSSANDUR er langtimaverkefiii hjá okkur enda hafa for- gang þau miklu verkefiii sem við eigum fyrir höndum annars staðar við að stöðva sandfok og gróðureyðingu. Við reynum að sinna þessu verkefni eftir bestu getu en fjárveitingar munu þó ráða mestu um hraðann,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri um Mýrdalssand. Ákveðið hefúr verið að gera vesturhluta hans að landgræðslusvæði og stefiit að láta það ná yfir allan sandinn. Sveinn sagði að ekki hefði verið gerð heildaráætlun um upp- græðslu sandsins og því erfitt að áætla kostnað. En verkefnið væri mikið og merkur áfangi hjá Land- græðslunni. Næsta vor verður byijað á því að sá meðfram þjóðveginum og verður unnið að því í samvinnu við Vegagerð ríkisins. Síðan verður gert að jarðvegssárum í Hjörleifs- höfða og Hafursey. Annað hefur ekki verið ákveðið, að sögn Sveins. Sáð verður fyrir grasi og lúpínu á sandinum. Túnvingull, beringspuntur og melgresi eru þær grastegundir sem notaðar verða. Sveinn sagði að með friðun svæðisins fyrir sauðfé næðist ákveðinn áfangi, þó ekki hefði verið margt fé þar, og í framhaldi af því myndi náttúran sjálf hjálpa til við uppgræðsluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.