Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 36
JBrÆFÆ-JAfájr Efstir á blaði FLUGLEIÐIR MORGVNBLAÐW, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVlK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, POSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Læknir tekur blóðsýni á lögreglustöð LÖGREGLAN í Reykjavík hefur nú fengið lækni til að vera á lög- reglustöðinni um helgar, frá klukkan 23 að kvöldi til 7 að morgni, til að taka mönnum sem grunaðir eru um ölvunarakstur blóð. Áður þurfti að færa hvern ökumann á slysadeild og bíða eftir að læknum þar gæfist tími til að sinna erindinu. Lögreglumenn láta vel af nýja fyrirkomulaginu og segja að nú taki mun skemmri tíma að af- greiða mál þessi og því sé meiri tími til eftirlits. Aðfaranótt laugar- dags voru átta ökumenn kærðir ' fyrir ölvun við akstur í Reykjavík, þrír í Kópavogi og þrír í Hafnarfirði. Höfuðborg- in færist til í nýjasta Almanaki Háskóla íslands og Þjóðvinafélagsins færir Þorsteinn Sæmundsson 'wljarnfræðingur fyrir því rök að hnattstaða Reykjavíkur í alm- anakinu sé ekki fullkomlega rétt. ASkólavörðuholtinu, 35 metrum norðaustan við Leifsstyttuna, er steinstólpi sem danskir mælinga- menn reistu sumarið 1900 þegar þeir gerðu þar nákvæmar stjömu- fræðilegar hnattstöðumælingar. Þessi stólpi mun hafa verið eins konar homsteinn i allri kortagerð af íslandi næstu fimmtíu árin. Þorsteinn telur að miðað við nið- urstöðu mælinganna á Skólavörðu- holtinu árið 1900 sé viðmiðunar- punktur almanaksins um 250 metr- l^m sunnan við mælistöpulinn við gatnamót Barónsstígs og Eiríks- götu. Sjá bls. 16-17 C. ggf|« t ‘ ■ 'L ■*!«•*■ L 1 Morgunblaðið/RAX Bryggjuspja.ll V etrarvertí ðin: Þorlákshaftiar- bátar á toppnum Tveir þeirra komnir með um 700 tonn VERTÍÐARBÁTAR frá Þorlákshöfn hafa aflað vel að undan- fornu, mun betur en á síðustu vertíð. Tveir bátanna eru þegar komnir með um 700 tonn hvor og eru aflahæstir á vertíðinni það sem af er. Það eru Jóhann Gíslason og Friðrik Sigurðsson. Afli Þorlákshafnarbáta er nokkru meiri en á sama tíma í fyrra. Sævar Sigursteinsson, vigtar- maður í Þorlákshöfn, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að afli þess- ara tveggja báta væri líklega með því mesta á þessum tíma undan farin ár. Langt væri síðan svona vel hefði gengið. Þessir bátar hefðu sótt stíft, verið með 25 til 30 tonn í róðri, en farið nokkru hærra í ein- staka róðri eða 40 til 50 tonn. Það hefði því verið jafn og góður gang- ur í veiðinni. Ufsi hefði verið uppi- staða aflans framan af en nú væri mejra af þorski. í síðustu viku Iönduðu 28 neta- bátar í Þorlákshöfn og hefur yfir- leitt gengið þokkalega. Sæmilega hefur gengið á trolli og línu og snurvoðarbátar hafa gert það þokkalegt, bæði á langlúru og fiski- voð, en þeir landa mikið í gáma að sögn Sævars. Meira kókaín tekið en allt árið 1 fyrra ÞAÐ sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 150 grömm af kókaíni hér á landi, að sögn Arnars Jenssonar, lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild. Allt árið í fyrra voru 100 grömm af efhinu gerð upptæk. Framboð af efiiinu hefur stóraukist að undanförnu og segja fíkniefiianeytendur að stundum sé erfítt að fá nokkuð ann- að efiii en kókaín hérlendis. Krakk, sem er ódýrt og stórhættu- legt afbrigði af kókaíni, hefur aldrei fúndist hérlendis. Krakk hefur aldrei fundist á Norður- löndum og er ekki útbreitt í Evrópu, að því að Axel Herlov hjá dönsku fíkniefnalögregl- unni sagði í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði menn þó óttast að krakk fylgi í kjölfarið á stór- auknu framboði á kókaíni í Evrópu og að þróunin verði svipuð og í Bandaríkjunum. Þar kom krakk upp á yfirborðið árið 1985 og er nú orðið mesta fíkniefnavandamálið þar í landi. Þórarinn Tyrfingsson, læknir og formaður SÁA, segir að tveir menn sem þar hafi komið til meðferðar hafí sagst hafa reynt krakk hér á landi. Amar Jensson segir að fái lögreglan rökstuddan grun um að efnið sé til sölu hér á landi sé kom- in upp ný og alvarlegri staða í fíkni- efnaheiminum á Islandi, sem muni kalla á mjög hörð viðbrögð lögreglu. Sjá grein; „Krakk við þrösk- uldinn“ á bls. 10. Sparnaður og niðurskurður hjá sjúkrahúsunum: Fimmtungur sjúkrarúma í Reykjavík verður auður í júlí VEGNA fyrirmæla sfjórnvalda um sparnað og niðurskurð mun reynast óumflj’janlegt að loka fleiri deildum og láta fleiri rúm standa auð á sjúkrahúsum í Reykjavík á sumri komanda en undan- farin ár. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu að minnsta kosti 315 rúm samtals þurfa að standa auð á Landakots- spítala, Borgarspítala og Ríkisspítulum í júlímánuði vegna sumar- leyfa starfefólks, en lítið verður ráðið af afleysingafólki. Alls eru 1434 legupláss samanlagt á þessum stofhunum, og verður því rúmiega fimmtungur sjúkrarúma auður í júlí. Á Ríkisspítulunum fjölgar skipulögð- um lokunum sjúkrarúma um 30% frá fyrra ári, að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar for- stjóra. Davíð segir að lokanimar muni koma nokkuð jafnt niður á öllum deildum Landspítalans. Lok- animar em einkum í júní, júlí og ágúst, en þegar þær ná hámarki í verða 125 rúm af 794 auð. Þar ái verða 40 á lyflækningadeildum, 44 á handlækningadeildum, 19 á bamadeildum og 22 á þremur öldr- unarlækningadeildum, sem verður lokað einni. í senn um mánaðar- skeið. Þá verða 20 rúm auð á geð- deildum. Unglingageðdeildinni verður lokað yfír hásumarið, og ein deild á Kleppi verður lokuð allt árið. Ein lyflækningadeild með 20 rúm- um verður lokuð fram í maí. Davíð sagði að þegar þetta mörg- um sjúkrarúmum væri lokað, segði það sig sjálft að óhemjumikla skipu- lagningu þyrfti til að öngþveiti skapaðist ekki á spítalanum. Þá væri að sjálfsögðu ljóst að afkasta- geta spítalans væri mjög skert. „Starfsliðið reynir eftir mætti að halda þessu þannig að það valdi sem minnstum óþægindum, en það ligg- ur auðvitað ljóst fyrir að það er ekki einfalt," sagði Davíð. Á Borgarspítalanum er fyrir- hugað að alls verði 112-117 rúm auð yfir hásumarið, en 441 rúm er alls á spítalanum. Loka á 25-30 rúmum á lyflækningadeildum, 30 á handlækningadeildum, 27 á öldr- unardeildum og 30 á endurhæfíng- ardeild. Að sögn Jóhannesar Pálma- sonar, framkvæmdastjóra, eru þetta venjubundnar sumarlokanir og í þessum tölum ekki gert ráð fyrir lokunum vegna niðurskurðar. „Það getur hins vegar komið til meiri lokana eða fækkunar rúma vegna samdráttar," sagði Jóhannes. Hann sagði að rætt hefði verið um að ioka til dæmis einu útibúi spítal- ans; Á Landakoti verða um 50 rúm auð yfir sumarmánuðina, sem er það mesta sem verið hefur að sögn Loga Guðbrandssonar, fram- kvæmdastjóra spítalans. Þijár deildir verða lokaðar í fímm vikur hver. Á Landakoti eru 199 rúm. Ein handlækningadeild með 22 rúmum verður lokuð það sem eftir er ársins vegna spamaðar. „í samvinnunefnd sjúkrahúsa er reynt að samræma lokanimar þann- ig að það gerist ekki að allar deild- ir, sem sinna sömu sjúkdómunum, verði lokaðar í einu,“ sagði Logi. „Þótt svo fari að við lokum öllum okkar handlækningadeildum, verð- ur slík starfsemi áfram í gangi á hinum sjúkrahúsunum.“ Að sögn forráðamanna á sjúkra- húsunum verður ekki um það að ræða að senda þurfí mikið veikt fólk eða langlegusjúklinga heim vegna lokana. „Þetta verður ekkert verkfallsástand," sagði Logi Guð- brandsson. Hvítur sand- ur í ráðhúsið FLUTNINGASKIPIÐ Svanur kom til landsins á föstudag með 950 tonn af hvitum sandi sem nota á við byggingu ráð- hússins i Reykjavík. Sandurinn kemur frá Horsens í Dan- mörku. Guðjón Samúelsson verkfræð- ingur hjá ístaki, sem er verktaki við ráðhúsbygginguna, sagði að innflutti hvíti sandurinn væri einkanlega notaður vegna þess að steypan héldi betur ljós- um lit heldur en þegar íslenskur svartur sandur er notaður í steyp- una. „Hús veðrast með tímanum og þá vill steypan dökkna, við notum hvítan sand fyrst og fremst vegna þess að þá heldur steypan betur ljósa litnum," sagði Guðjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.