Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 30
30
KONUR
Þær og
þambar-
amir
Fyrir nokkru rifjaði ég upp
gamla tímaritsgrein í þess-
um dálki, þar sem talað var um
konur með þessum kurteislega
'þjósti sem einkennir umhygg]-
usama karla.
Greinin var
þijátiu ára göm-
ul og margir
halda sjálfsagt
að viðhorfin sem
hún lýsti séu
horfin á þessum
kvennalistatím-
um. En það er
ekki alveg vist. Á bjórdaginn
kom út bók í Reykjavík sem
heitir „Bókin um bjórinn”. Þar
segir meðal annars: „Það eru
óskráð lög að konur eru frið-
helgar á krám, að minnsta kosti
í vinnutímanum. Kurteisleg
lirósyrði eru þó við hæfi.“ Þetta
kom mér spánskt fyrir sjónir.
Helst datt mér í hug að höfund-
urinn hefði innbyrt svo mikinn
bjór að veruleiki kráarlifsins
væri hulinn blárri móðu. En svo
getur auðvitað verið að maður-
inn hafi bara aldrei séð fullan
íslending. Þegar lítið er til sög-
unnar sést kvenna sjaldan getið
þegar fjallað er um bjór, utan
hvað þær gengu um beina og
fylltu á krúsir.
Á gömlum myndum þar sem
öl er kneifað getur að lita reffi-
lega karla, stundum kannski að
gamna sér við konur, þeir
drekka ölið úr krúsum og gengil-
beinan er hraustum bjór-
drykkjumönnum afar þénug.
Má stundum vart á milli sjá á
gömlum myndum hvort birtir
betur innsta eðli karlmenns-
kunnar: hraustlegt takið á haldi
krúsarinnar eða glettnislegt
frygðarglottið á smáfríðu andliti
þambarans. Og ekki' rekur þá
ötulu ölþambara af hinu sterk-
ara kyni, sem ég þekki, minni
til þess, að það hafi verið sérstök
siðaregla á krám að tala kurteis-
lega til kvenna. Því síður held
ég að drykkfelldir íslendingar
kannist við, að það fylgi bjór-
drykkju „að láta konur í friði“.
Hitt virðist mér sennilegra að
við mörlandar munum drekka
ótæpilega bjór á næstunni og
það er gömul reynsla að slíkt
þamb leiðir óhjákvæmilega til
sorglegs getuleysis, þóttt kyn-
hvötin örvist framanáf drykkju.
Eina fýsnin sem menn kenna
að gagni í bjórvímunni er löng-
unin í annan bjór. Og svo auð-
vitað þessi óhemjulega þörf á að
pissa, sem vissulega er frumþörf
sem að sumu leyti stefnir í sömu
átt.
Vel á minnst. í blaði sá ég
einmitt haft eftir tveimur ung-
um konum, sem voru á krá á
B-daginn og sterklega kenndu
þcssarar fýsnar. að svo virtist
sem íslenskir kráareigendur
hefðu lítt eða ekki hugað að
óhjákvæmilegum örlögum alls
vökvans: Þeir hefðu alls ekkert
hugsað um hvað yrði nú um all-
an bjórinn eftir að hann væri
kominn í þambarann og því ekk-
ert fjölgað klósettunum. Og mér
varð hugsað til þess hvilíkt þing
íslenskar konur eru: Alltaf jafn
hagsýnar. En auðvitað voru þær
bara í spreng og geta ekki sóma
síns vegna skroppið út undir
vegg eins og við karlar. Og ég
hugsaði með mér að það væri
affarasælast fyrir þá bjór-
drykkjumenn sem einhverra
hluta vegna nytu enn örvunar
kynkirtlanna, að láta þær konur
algjörlega í friði sem hafa beðið
klukkustundum saman, i
spreng, eftir að komast á saler-
nið. Og Ioksins skildi ég hinn
hagnýta tilgang siðareglunnar í
bokinni um bjórinn.
eftir Siguró G.
Tómasson
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989
Ragna Björg Sigrúnardóttir.
LEIKLIST
Valin besta leikkonan
og leikritið komst áfrani
Þær fréttir hafa borist að ung íslensk stúlka, Ragna Björg Sigrúnar-
dóttir, sem er við nám í leiklist í Kalifornia Institute of Arts, hafi
verið valin besta leikkonan á árlegri hátíð sem haldin er í Las
Vegas. Fer hún þar með til Washington DC til að sýna í Kennedy
Center í apríl næstkomandi á viðamikilli listahátíð sem sjónvarpað
verður víða um Bandaríkin. Er þetta mikil viðurkenning fyrir Rögnu
þar eð til undanúrslita í einstaklingskeppni kepptu 170 manns.
au voru átta hundruð leikritin
frá hinum ýmsu listaskólum
sem reynt höfðu að komast í
keppnina í Las Vegas. Tólf leikrit
komust að og varð leikritið
„Óskar“ frá skóla Rögnu eitt
þeirra. Það var jafnframt hið eina
af leikritunum átta hundruð sem
var frumsamið, en það er eftir
bekkjarbróður Rögnu. Þá hlaut
hún verðlaun fyrir bestan leik í
aðalhlutverki og var „Óskar“ valið
besta leikritið á hátíðinni í Las
Vegas. Það kemst því áfram
ásamt þremur öðrum leikverkum
sem flutt verða á hátíðinni dagana
24. og 25. apríl og er það eina
verkið sem gefið verður út.
Ragna sem er að ljúka BA-námi
í maí var að vonum mjög ánægð
með þennan „mini-Oskar“ og
sagði að lokahátíðin í Washington
legðist mjög vel í sig. Hún væri
hinsvegar önnum kafin, æfingar
stæðu yfir í nemendaleikhúsinu á
leikritunum „I deiglunni“ eftir
Arthur Miller og „Marat-Sat“ eft-
ir Peter Weiss. Þar að auki eru-
sterkar líkur á að hún verði valin
til þess að leika á Shakespeare-
hátíð sem haldin er á hveiju sumri
víða um Bandaríkin, en þessa
dagana er verið að velja þátttak-
endur.
Þess má geta að Ragna hefur
íjármagnað sitt nám að verulegu
leyti með listmálun. Hún málar
einkum olíu og vatnslitamyndir
og sumarið 1987 hélt hún þriðju
einkasýningu sína, í Ásmundar-
sal, þar sem hún sýndi nær ein-
göngu myndir málaðar eftir kvik-
myndum. Málar hún einnig eftir
pöntunum á vetrum þar vestra.
Ragna sagði það óvíst hvenær
hún sækti iand sitt heim, enda
hefur hún þegar fengið nokkur
atvinnutilboð í Bandaríkjunum.
Er vissulega ástæða til þess að
fylgjast með þessari ungu lista-
konu.
LEIKMYNDAHÖNNUN
„Vil hafa öldugang
í lífínu“
„Ferðin á heimsenda" er annað
barnaleikrita sem verið er að sýna
um þessar mundir í Reykjavík.
Það hlaut góða dóma og þá einnig
fyrir frábæra leikmyndahönnun.
Það var Hlín Gunnarsdóttir, dóttir
Unnar Eiríksdóttur, rithöfundar,
og Gunnars H. Guðmundssonar,
arkitekts, sem sá um búninga og
leikmynd _ en hún nam fagið í
Tórínó á Ítalíu.
Eftir tíu ára búsetu þar kom hún
til íslands í október síðastliðn-
um. Er þetta annað verkefni hennar
hérlendis en fyrir nokkrum árum
sá hún um leikmyndahönnun á
„Jólaævintýri" Dickens á Akureyri.
Éftir að námi lauk árið 1983 starf-
aði hún með frönsk-ítölsku barna-
leikhúsi og lætur hún vel af langri
Ítalíudvöl. En hvenær fór hún að
hafa áhuga á að vinna við leikhús?
„Það er ekki gott að segja. Ég
fór oft í ieikhús með foreldrum
mínum sem barn. Það hefur haft
sín áhrif að fara bak við tjöldin
með móður minni heitinni, til þess
að hlýða á samlestur leikrits sem
hún hafði þýtt. Frá henni fékk ég
ákveðna ljóðrænu. Faðir minn hins-
vegar vakti áhuga minn á formi og
víddum og ég hef alltaf haft gaman
af því að teikna.“
Hvað er svona spennandi við leik-
húsvinnu?
„Leikhús er þegar vel tekst til
sá vettvangur þar sem vinna saman
ólík skapandi öfl. Leikhúsvinna er
skorpuvinna, dag og nótt má segja.
Meðan unnið er að verkefnum þá
kemst ekkert annað að í kollinum.
Maður er varla viðræðuhæfur. Það
tekur svolítinn tíina að snúa sér
aftur að því sem er hversdags. En
ég vil hafa þennan öldugang í
lífinu.“
. — Hvernig var að vinna að „Ferð-
in á heimsenda“?
„Þetta var sérstök samvinna. Ég
gæti vel trúað að þetta væri óska-
verkefni hvers leikmyndahönnuðar.
Það varð til í leiksmiðju og ég bar
mínar hugmyndir undir bæði höf-
Hlín
Gunnars
dóttir,
leikmynda-
hönnuður.
Morgunblaðið/Július
und og leikstjóra. Leikarar höfðu
einskonar „bláþráð“ til að vinna
með frá byijun og þróuðu persón-
urnar í spuna fyrri hluta æfinga-
tímabilsins, en síðan hófst vinna
með texta á seinni æfíngatímabil-
inu, eftir nokkurt hlé. Þetta var
flókin sýning og ég hafði einfalda
sviðsmynd sem grunn, braut upp
gólfflötinn þannig að hann nýttist
leikurunum. Þetta var einstaklega
skemmtilegt og spennandi verkefni.
—Framtíðaráform?
„Ég er núna að kenna búninga-
hönnun í Myndlista- og handíða-
skóla íslands. Þar er þetta nýtt
námskeið, tilraun í textíldeildinni.
Ég verð laus í apríl, og þá leggst
mér eitthvað til.“
Þrír ættliðir við nám í Háskóla íslands. Frá vinstri Halldór Rafnar,
Ásthildur Rafnar og Halldór Friðrik Þorsteinsson.
HÁSKÓLANÁM
Þrír ættliðir
á námsbekk
Eflaust er það einsdæmi í sögu Háskóla íslands að þrír ættliðir
stundi nám við skólann á sama tíma. Þessi skólasystkini eru Halldór
Rafnar sem stundar nám í sagnfræði, Ásthildur Sigríður Rafnar,
dóttir hans sem er I heimspekinámi, og Halldór Friðrik Þorsteins-
son, sonur hennar. Hann leggur stund á viðskiptafræði og heimspeki.
Halidór Rafnar er í fullu starfi
framkvæmdastjóra Blindrafé-
lagsins og notar tímann frá 5-7 á
morgnana fyrir iesefnið. Hann
missti sjón fyrir nokkrum árum og
fær námsefnið því á snældum. Ást-
hildur er þriggja bama móðir og
segir hún að misjafnlega gangi að
sameina námið fjölskyldulífinu.
Hún og Halldór sonur hennar sátu
tíma fyrir jól og lætur hann vel af
góðum glósum móður sinnar.