Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 31
 JCR MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 BRÚÐHJÓN VIKUNNAR Ast við fyrstu sýn Eintal brúðarinnar Brúðhjón vikunnar eru þau Sigurður Jónsson og Kolbrún Sandra Hreinsdóttir. Þau voru gefin saman í Akraneskirkju þann 7. mars síðastliðinn af séra Bimi Jónssyni. Sigurður er atvinnumaður í knattspymu, og undanfarin þijú og hálft ár hefur hann spilað með Sheffield Wednesday á Eng- landi. Hann var á æfíngu þegar slegið var á þráðinn til þeirra, og liggur það beinast við að spyrja Kolbrúnu hvort fótboltinn sé ekki það sem allt snýst um á heimilinu? „Það er mikið umstang í kring- um fótboltann, það eru æfíngar daglega hjá honum. Ég fylgist með úrslitum í fyrstu deildinni og fer á alla leiki með Sheffield sem em hér. Þá lifi ég mig svo rosa- lega inn í leikinn og er alveg á taugum. Annars er langt frá því að ég sé forfallin. Áður en við kynntumst vissi ég ekkert um fótbolta, vissi ekki einu sinni með hvaða liði hann spilaði „ segir Kolbrún. Þau hafa þekkst í tvö ár, kynnt- ust í heimahúsi hjá sameiginleg- Brúðhjónin Sigurður Jónsson og Kolbrún Sandra Hreinsdóttir. um vinum á Akranesi. „Þetta var eiginlega ást við fyrstu sýn þó að ég vissi lítið um hann. Ég hef heimsótt hann öðruhvoru og hann hefur verið heima á íslandi yfir sumartíma. Það er svolítið erfítt að vera aðskilin og símareikning- urinn var hár. Ég kom svo út um jólin og mér líkar vel við Englend- inga, þeir eru kurteisir og al- mennilegir." — Hvað hefur þú fyrir stafni meðan að Siggi spilar? „Ég er í námi, maður verður . að hafa ofan af fyrir sér einhvem- veginn. Ég sæki námskeið í aug- lýsingateiknun og almennri teikn- ingu. Annars getum við eytt mikl- um frítíma saman, hann æfir hluta úr degi og á frí daginn eft- ir leik.“ Kolbrún sleppur ekki við þá sígildu spumingu hvort eigin- maðurinn hjálpi konu sinni við heimilistörfin? Já, hann er til fyrir- myndar, það er varla að maður fái að gera húsverkin sjálfur." En er ákveðið hvaða tilboði Sig- urður tekur þegar að samningur- inn við Sheffield rennur út? „Mörg félög hafa sýnt áhuga en það er allt óákveðið ennþá. Hann langar alveg eins til Þýskalands eða Frakklands. Arsenal hefur einnig spurst fyrir um hann og fengið neitun. Mer fínnst allt í lagi að breyta til, en ég vildi gjaman vera áfram í Englandi." Þegar að keppnistímabili lýkur ætla þau að fara í brúðkaupsferð, líklega til Feneyja. Draumurinn, segir hún, sé að sigla til Bahama- eyja og aldrei að vita nema að þau létu verða af því. TÓNLIST Kvikmyndatónlist sem sérgrein Ludvig K. Forberg hefiir nýlokið námi í kvikmyndatónlist frá Ber- kley College of Music í Boston, Massachusetts í Bandaríkjunum. Kvikmyndatónlist er nám sem ekki er hægt að stunda hérlendis og er hann eini Islendingurinn sem vitað er til að verið hafi í slíku námi „nema ef vera skyldi Ólafur Gaukur,“ segir Ludvig í stúttu spjalli. Honum er tónlistin í blóð borin, en hann er sonur Guðrúnar Á. Símonar ópemsöngkonu, sem lést á síðasta ári og Garðars For- berg. Hann hefur, eins og hann segir, alist upp við tónlistina og éitt hans helsta áhugamál er hljóm- fræði. Lærði hann á víbrafón hjá Reyni Sigurðssyni áður en hann hóf nám erlendis. „Starfsaðferðir þær sem við lær- um em þær sömu og notaðar em í Hollywood. Við semjum tónlist, við stuttar kvikmyndir og megintil- gangurinn er sá að ná fram þeim hughrifum og andrúmslofti sem er í myndinni hveiju sinni og lýsa hugsunum persóna. Ameríkanar eru manna færastir í að láta tónlist- ina spila með, vera hluti af kvik- myndinni án þess að draga athygli áhorfandans sérstaklega til sín. Enda er það staðreynd að fæstir muna hvernig tónlistin var í kvik- myndinni sem þeir vom að horf a á. Góð kvikmyndatónlist er sú tón- list sem fólk tekur varla eftir nema þegar það horfir á myndina í annað skipti, án tónlistarinnar og finnst þá eitthvað vanta. Kvikmyndatón- list skapar andrúmsloft og spennu í samræmi við söguþráð, sem áhorf- Ludvig K. Forberg, tónlistar- maður. andi skynjar ómeðvitað. Það er margt hægt að ræða í þessu sam- bandi en töluverð áhersla er lögð á sálfræði í faginu. — Hveijir em þínir uppáhalds- tónlistarmenn? „Til að byrja með kvikmynda- skáldin John Williams, Jerry Goldsmith og Ennio Morricone. Aðra í uppáhaldi get ég nefnt til dæmis Wagner, Russel Ferrante, Mike Manieri og Eyþór Gunnarssdh. Það er mikil gróska í kvikmynd- um á íslandi og ég hef áhuga á að starfa í þessari grein hér heima. Annars kom ég til að styrkja ræt- urnar og fínna sjálfan mig.“ HERRAJAKKAFÖT FRÁ KR.9.900,- • DÖMUDRAGTIR FRÁ KR. 7.800,- • HERRASKYRTUR FRÁ KR.1.950,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.