Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 14
14
1992 - Hin hliðin
SMÁM saman er að renna upp fyrir mönnum sú staðreynd, að sameiginlegur markaður Evrópu-
bandalagsins mun verða að veruleika 1992. Þótt enn sé mikið verk fyrir höndum við að samræma
löggjöf og reglur þjóðanna í EB, er ljóst, að þróunin í átt til sameiginlegs markaðar verður vart
stöðvuð. íslendingar hafa ekki farið varhluta af umræðunni um „1992“, en ártalið sjálft hefur
fengið ákveðna merkingu, rétt eins og „1984“ Georgs Orwells. Ákvörðun Evrópubandalagsins hef-
ur ýtt við íslenskum stjórnvöldum og forráðamönnum atvinnulífsins, en varla verður sagt, að mik-
ið hafi farið fyrir beinum aðgerðum. Bandamenn okkar í öðrum EFTA-rikjum eru langt á undan
okkur í sinum undirbúningi. En orð eru til alls fyrst eins og þar stendur.
Hvað gerir danski verktakinn sem
bauð í verkið? Þetta er verktaki, sem
hefur stutt frjálsa samkeppni, en
verður nú að loka fyrirtækinu og
segja starfsfólki upp. Hvað segja
verkalýðsforingjarnir þegar þeir sjá
portúgalska verkamenn taka frá þeim
vinnuna I stórum stíl? Og hvað segja
stjórnmálamennirnir þegar
atvinnuleysi eykst og þar með ásókn
í ríkissjóð til að standa straum af
auknum atvinnuleysisbótum?
Hugmyndin um sameigin
legan markað í Evrópu er
byggð á Rómarsáttmálan-
um 1957. I rúm þrjátíu ár hefur
saga EB verið skrykkjótt og
margir hafa aldrei haft trú á Evr-
ópuhugsjóninni. Allt í einu standa
menn frammi fyrir bláköldum
veruleikanum. Margir horfa ein-
göngu á bætta samkeppnisstöðu
EB-þjóðanna eftir breytinguna.
En það eru fleiri hliðar á málinu.
Sumum þeirra velti ég upp í þess-
ari grein.
Frjálsræðið bætir
lífskjörin
Sérfræðingar Evrópubanda-
lagsins hafa lagt fram tölur um
lífskjarabót í kjölfar hindrunar-
lausra viðskipta milli landa banda-
lagsins. Prjálsræði í viðskiptum,
meiri sérhæfing og aukin sam-
keppni er talin skila sér í bættum
lífskjörum.
Vestur-Evrópuþjóðir utan
bandalagsins vinna að því að
breyta efnahagskerfi sínu til sam-
ræmis við þróunina innan banda-
lagsins til að standa betur að vígi,
þegar kallið kemur. Fróðlegt er
að fylgjast með frændum vorum
annars staðar á Norðurlöndum í
þessu tilliti. Sameining fyrirtækja,
kaup á fyrirtækjum og hlutabréf-
um í fyrirtækjum í bandalagsríkj-
unum og innflutningur áhættufjár
frá EB-löndunum hafa átt sér stað
í meiri mæli en áður. Allir kepp-
ast við að tryggja sína hagsmuni
sem best, þegar rásmerkið verður
gefið.
Að mínu viti er ekkert sjálf-
sagðara en að við aðlögum okkur
viðskiptaháttum Evrópubanda-
lagsins. Aðild að bandalaginu er
ekki á dagskrá, enda gengur eng-
in ný þjóð í bandalagið fyrr en
eftir 1992. Aukið fijálsræði og
opnari viðskiptahættir, virkara
markaðskerfi og meiri samkeppni
gerir samt sama gagn hér á landi
og annars staðar. Fijálsræðis-
stefnan skilar sér í bættum
lífskjörum.
Ekkert sannar betur yfirburði
fijálsra viðskiptahátta og mark-
aðsbúskapar yfir miðstýringu en
þær viðhorfsbreytingar, sem hafa
átt sér stað í kommúnistaríkjun-
um. Glasnost Gorbatsjovs og efna-
hagslega endurskipulagningin í
Kína eru viðurkenningar á gildi
vestrænna leikaðferða í efnahags-
málum. 0g þegar minnst er á
Kína kemur enn eitt ártalið upp
í hugann, þ.e. „1997“, en það ár
tekur Kína við yfirráðum yfir
Hong Kong án þess að hróflað
verði við efnahagskerfinu þar,
sem er það ftjálsasta í heimi.
Dans á rósum?
Umræður um sameiginlega
EB-markaðinn 1992 hafa sífellt
orðið fyrirferðarmeiri hér á landi
og nú virðast allir — sem á annað
borð fylgjast með — vita um hvað
málið snýst.
Minna hefur hins vegar verið
flallað um hina hliðina á 1992.
Verður sameiginlegi markaðurinii
dans á rósum fyrir alla? Hveijar
verða brejitingamar í raun? Hveij-
ar eru hættumar? Eru menn til-
búnir til að taka afleiðingunum?
Fyrir mánuði kom út í Dan-
mörku bók eftir EB-sérfræðinginn
Hans Martens þar sem hann varar
danska stjómmálamenn við að
stinga höfðinu í sandinn að hætti
strútsins í því skyni að komast
hjá því að taka á þeim vandamál-
um sem eru samfara innri mark-
aði í Evrópu. Hann bendir á
nokkrar staðreyndir í þessu sam-
bandi til umhugsunar:
1. Ibúar Danmerkur eru aðeins
1,6% af íbúafjölda í Evrópubanda-
laginu og hlutfall framleiðsluverð-
mætis Dana er lítið eitt hærra af
heildarframleiðslu EB-landanna.
2. Danska er töluð af langfæstum
íbúum á markaðssvæðinu. 3. Er-
lendar skuldir á íbúa em hæstar
í Danmörku. 4. Skattar eru hæst-
ir í Danmörku af EB-ríkjum. 5.
Lífskjör í Danmörku eru einna
best á svæðinu, þrátt fyrir erlendu
skuldimar. 6. Danskir neytendur
borga meira fyrir vörur og þjón-
ustu en aðrir neytendur í banda-
laginu, þótt ekki sé tekið tillit til
skatta enda er óhagræði að litlum
markaði. 7. Vemdarreglur ýmiss
konar fyrir danskt atvinnulíf eru
fleiri en í flestum
öðrum EB-löndum
og stjómmálamenn
- eru íhaldssamir og
hafa hikað við að
breyta slíkum regl-
um. 8. Andstaða við
aðild að Evrópu-
bandalaginu er hlut-
fallslega meiri í
Danmörku en í öðr-
um EB-löndum.
Skattasamræm-
ing
Bókarhöfundur-
inn bendir á, að
Danir verði að
lækka virðisauka-
skattinn vemlega,
ef þeir ætli að fara
að tillögum fram-
kvæmdaráðs Evrópubandalags-
ins. Tekjutap danska ríkisins af
þeim sökum getur numið 40 mill-
jörðum danskra króna, en það
svarar til 5% af þjóðarframleiðsl-
unni. I þessu tilliti em Danir nán-
ast einir á báti. írska ríkið mun
að vísu tapa sem nemur 2% af
þjóðarframleiðslunni þar í landi
og það franska um V2 prósenti.
Rfkisstjómimar á Ítalíu, í Belgu
og Hollandi munu fá nokkum
veginn jafnmikla skatta eftir
breytinguna. Ríkissjóðir Þýska-
lands, Grikklands, Bretlands,
Spánar, Portúgals, og Lúxem-
borgar munu hins vegar græða
ef þeir fylgja eftir tillögum ráðsins
um samræmdan virðisaukaskatt.
Lúxemborg, þar sem opinber út-
gjöld em hverfandi lítil og skattar
lágir, mun fá í ríkissjóð upphæð,
sem svarar til 7—8% af þjóðar-
framleiðslu til viðbótar því sem
þeir fá nú.
Lækkun virðisaukaskattsins í
Danmörku verður stjómvöldum
þar mikill höfuðverkur eins og við
getum ímyndað okkur af fréttum
af erfíðleikum Dana í ríkisfjármál-
um.
Standast Danir prófíð?
Hans Martens stillir upp fróð-
legu dæmi sem hann telur vera
prófstein á viðhorf Dana eftir að
breytingin hefur átt sér stað 1992.
Hann ímyndar sér að opinber
framkvæmd sé boðin út í Kaup-
mannahöfn. Verktaki í Portúgal
er með lægsta tilboðið og fær
verkið. Einn góðan veðurdag
mætir hann með þúsund portú-
galska verkamenn og byijar á
verkinu. Verktakinn telur að sjálf-
sögðu að portúgölsku verkamenn-
imir eigi að vinna samkvæmt
portúgölskum
kjarasamningum,
enda var það for-
senda hagstæðasta
tilboðsins. Hvað
gerir danski verk-
takinn sem bauð í
verkið? Þetta er
verktaki, sem hefur
stutt frjálsa sam-
keppni, en verður nú
að loka fyrirtækinu
og segja starfsfólki
upp. Hvað segja
verkalýðsforingj-
amir þegar þeir sjá
portúgalska verka-
menn taka frá þeim
vinnuna í stórum
stíl? Og hvað segja
stjómmálamennim-
ir þegar atvinnuleysi
eykst og þar með ásókn í ríkissjóð
til að standa straum af auknum
atvinnuleysisbótum?
Þetta em spurningar sem
vakna, þegar hinni hliðinni er velt
upp.
„Blekkingin mikia“
Fyrir skömmu birtist í News-
week stutt grein um bók, sem
nýlega kom út og fjallar um sam-
eiginlega markaðinn.
Höfundurinn, franski kaup-
sýslumaðurinn Alain Minc nefnir
bókina „Blekkinguna rniklu" (La
grande illusion). Eins og nafnið
gefur til kynna telur höfundurinn
ekki allt gull sem glóir í þessum
efnum.
Hann telur að draumurinn um
sameiginlega markaðinn geti end-
að með martröð frumskógarlög-
málsins, þar sem réttur hins stóra
og sterka ræður öllu. Hann gagn-
rýnir kenningu sameiningar-
mannanna. Hún byggi á þeirri
falsvon, að verði Evrópa efna-
hagsleg heild leiði það til félags-
legrar heildar, sem aftur geti af
sér stjómmálalega heild nánast
árekstra- og sársaukalaust. Þar
sem sameiginlegi markaðurinn
snúist eingöngu um viðskipti verði
EB aðeins víðfeðmt og fjölmennt
tollfijálst svæði, eins konar risaút-
gáfa af Hong Kong.
Bókarhöfundurinn bendir á
ýmsa launþegahópa, sem nú hafí
sérréttindi og forréttindi í skjóli
öryggisreglna eða menntunar.
Verði troðið á hagsmunum slíkra
hópa í hveiju landi geti það leitt
til upplausnar 0g útlendingahat-
urs og jafnvel endurvakið þjóðern-
issinnaðar öfgastefnur. Minc tel-
ur, að menn treysti um of á, að
sameiginlegi markaðurinn geri
kraftaverk og það valdi andvara-
leysi stjómvalda. Nær hefði verið
að auka menningarsamskiptin til
að byija með, ef stefna eigi að
sameiningu Evrópu án skelfilegra
afleiðinga.
Þótt sjónarmið Mincs séu
minnihlutaviðhorf, og þess vegna
dæmi umi viðbrögð, sem lítt hafa
verið kynnt hér á landi, verða þau
án efa meira áberandi í umræð-
unni á næstunni. Það eru nefni-
lega fleiri en ein hlið á „1992“
eins og öðmm málum.
HVGSAD
UPPHÁTT
Sophusson,
varaformadur
Sjálfstœdisflokksins.