Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 Hraðlest til himna - og helvítis VIRKA EFNIÐ í krakki er hið sama og í kókaínduftinu sem tekið er í nefið. Kókaín eykur virkni dópamíns og fleiri efha, sem flytja boð um velliðan á milli taug'a- fruma. Samkvæmt helstu kenningunni um virkni kók- aíns gerist þetta þannig að kókaínið stíflar einskonar „ryksugur" sem endur- heimta dópamínið frá yfir- borði taugafrumanna. Dóp- amínið heldur því áfram að senda sterk sæluboð þar til það brotnar niður. Til lengri tíma veldur þetta því að dópamín frumanna minnkar og taugakerfið f hættir að geta sent boð umj vellíðan. Þetta er orsökin ‘ fyrir þunglyndinu sem ásækir kókaínfikla eílir að þeir hafa náð hátindi sæl- unnar og valdatilfinningar- innar sem fylgir vímunni. Neysla kókaíns eða krakks til Iengri tíma getur svo rýrt dópamín taugafrum- anna að þær brenna út og það verður nær ómögulegt að kalla fram nokkra vellíð- unartilfinningu. Hvíta kókaínduftið er svo- kallað kókaínklóríð, sem leysist upp í vatni og á þvi greiða leið inn í líkamann í gegn um slímhimnur í nef- inu. Krakk er hins vegar svokallaður kókainbasi og ekki er hægt að taka það í nefið. Það er búið til úr kókaínklóríði með því að hita það með bökunarsóda og vatni og molarnir sem út úr því fást eru yfirleitt reyktir. Þannig nær efnið til heilans á nokkrum sek- úndum, en víman endist yfirleitt ekki nema í nokkr- ar mínútur. Duftið sem tek- ið er í nefið er hins vegar allt að tíu mínútur að hafa áhrif og hámark vímunnar næst eftir tuttugu mínútur. Krakk er öfgakenndara og hættulegra en kókaín á svipaðan hátt og kókaín- duftið er sterkara fíkniefni en kókalaufin sem íbúar Suður-Ameríku tyggja. Víman er sterkari og styttri og eftirköstin verri. Kók- aínfíkn margra verður ekki óviðráðanleg fyrr en eftir nokkurra ára neyslu, en krakkið hefur stytt þann tíma niður í nokkrar vikur eða skemur. Stöðug krakk- neysla brýtur niður per- sónuleikann á nokkrum vik- um og veldur ofsóknar- brjálæði, sem gerir fólk tor- tryggið og árásarhneigt. Það, ásamt hinni óviðráðan- legu fíkn og hinum miklu peningum sem eru í spilinu, hefur reynst vera eldfimur kokkteill í Bandaríkjunum. Hefuraldrei fundist á íslandi og IMordurlöndum Tveir sjúklingará Vogi segjast hafa reykt krakk hérlendis Lögreglan með tilbúna áætlun gegn krakki ísland tengdara bandaríska fíkniefnaheim- inum en mörg Evrópulönd Kemurkrakkið íkjölfar kókaínbylgju hérlendis? VK) ÞROSKUUNNN eftir Huga Ólofsson^ ÞAÐ ER ÓDÝRT, geysilega vanabindandi og oft banvænt. Það er kallað krakk og hefur á nokkrum árum orðið að alvarlegasta fíkniefhavandamáli Bandaríkjanna, vegna hinnar miklu aukningar á ofbeldi og glæpum sem það hefiir I fbr með sér. Það hefur aldrei fímdist á íslandi eða Norðurlöndum, en einstaka fíkniefíianeytendur segjast hafa heyrt um efhið hér á landi, eða jafiivel reynt það hér. Menn óttast að krakkið muni fylgja í kjölfarið á þeirri kókaínbylgju sem nú gengur yfír Evrópu. Arnar Jensson, lögreglufulltrúi í fíkniefíiadeild, segir að eflaust muni krakk koma hingað fyrr eða síðar, en hitt sé annað mál hvort það nái fótfestu. Ef sannað yrði að krakk væri á boðstólum hér á landi væri komin upp ný og alvarlegri staða í íslenska fíkniefhaheiminum og viðbrögð lögreglu yrðu mjög hörð. Það eru nokkur ár síðan krakk skaut upp kollin- um í Bandaríkjunum, en það er afbrigði af eldra og þekktara fíkniefni, kókaíni. Segja má að krakk sé af- sprengi markaðslögmála í kókaí- niðnaðinum. Framboð á kókaíni hefur vaxið gífurlega á síðustu árum og hinn hefðbundni markaður mið- og yfirstéttar í Bandaríkjunum — þar sem neytendur eru taldir vera um 6 milljónir talsins — er löngu mettur. Markaðsverðið hefur hrunið og kíló af kókaíni kostar nú jafnvirði 500.000 íslenskra króna í bandarískum stórborgum, en kost- aði um 3 milljónir fyrir nokkrum árum. Nýrra markaða var þörf. Kókaín á bíómiðaverði Krakk hefur verið kallað „kókaín fátæka mannsins“, en það er hægt að framleiða á einfaldan hátt úr kókaínklóríði og matarsóda og fást um 10.000 molar af krakki úr kíló- inu af kókaíni. Krakk hefur komið efninu til alveg nýs neytendahóps, sem tekur efninu fegins hendi til* að flýja ömurlega tilveru gettósins eða til að öðlast skjótfenginn gróða. Skammturinn af krakki kostar und- ir þúsund krónum íslenskum og í sumum stórborgum er verðið á hon- um komið niður í 3 dollara, eða rúmar 150 íslenskar krónur. Það er verð ódýrs bíómiða í Banda- ríkjunum. Afleiðingarnar þar eru hrikaleg- ar, margfalt verri en heróínöldunn- ar á sjöunda áratugnum. Menn hafa á orði að heróín geri fólk að fullorðnum óvitum, en krakk geri menn að villidýrum. Fréttaskýrend- ur líkja uppgangi glæpaklíka sem stjórna krakksölunni við vöxt mafí- unnar á bannárunum, en eru sam- mála um að ofbeldið sem fylgir þeim sé margfalt verra. Dæmi: Árið 1987 voru 387 manns myrtir í innbyrðis átökum klíka í Los Ange- les einni og ástæðan fyrir ofbeldinu er fyrst og síðast barátta um krakk- gróða. Þetta samsvarar um 7 „krakk-morðum“ á ári á stór- Reykjavíkursvæðinu. í New York tala menn um styijaldarástand. Þar voru stofnaðar sérsveitir í mars í fyrra til að beijast við krakksala og á tæpu ári hafa þær handtekið rúmlega 6.000 manns. Krakk í Reylgavík? Það er langur vegur til Reykjavíkur frá fátækrahverfum bandarískra stórborga á borð við Los Angeles og New York, en hér- lendis eru menn engu að síður á varðbergi gagnvart þessu stór- hættulega efni. Amar Jensson seg- ir að lögreglan hafi aldrei fundið krakk á Islandi og að ekki sé stað- fest að það hafí borist hingað til lands. Ekki væri hægt að útiloka að um einstaka tilfelli krakkneyslu hefði verið að ræða, en eftirlitskerf- ið væri það öflugt að fullyrða mætti að það væri ekki til sölu hér. Lög- reglan hefði heyrt einu sinni eða tvisvar að einhveijir væm með krakk, en komið hefði í ljós að það átti ekki við rök að styðjast. Það sama gilti um heróín; það hefði aðeins tvisvar fundist hér á landi í Iitlum mæli og lögreglan hefði rann- sakað sögusagnir um heróínsölu, sem hefðu reynst vera rangar. Stundum væri um það að ræða að sölumenn seldu efni undir röngum nöfnum, stundum vissu fíkniefna- neytendur einfaldlega ekki hvað þeir hefðu undir höndum og stund- um gortuðu eiturfíklar af neyslu sterkra efna, svo sem heróíns og krakks. Arnar segir að væri krakk boðið til sölu hér á landi færi það ekki fram hjá fíkniefnalögreglunni. ís- land væri lítið land og upplýsingar fljótar að berast. Fíkniefnalögregl- an væri hreinlega með samninga við ákveðna menn að láta vita þeg- ar ný og hörð efni berast. Sumir seljendur og neytendur fíkniefna hér á landi væm í raun á móti krakki, því að þeir vissu að slíkt myndi kalla á stóraukin og harka- legri viðbrögð af hálfu lögreglu. í bandarískum bæjum á stærð við Reykjavík hefði innreið krakksins valdið öldu eiturfíknar og ofbeldis, þannig að það væm gildar ástæður fyrir því að hafa varann á. Sögusagnir um krakkneyslu Þórarinn Tyrfmgsson, læknir og formaður SÁA, segir að tveir menn sem þar hafi komið til meðferðar hafí sagst hafa reynt krakk hér á landi. Mikil uppsveifla væri í notkun örvandi efna — kókaíns og am- fetamins — en þessi efni em bæði í formi hvíts dufts og notuð á sam- bærilegan hátt. Kókaínneysla væri orðin mikil og almenn hjá óreglu- hópum og ef boðið væri upp á krakk hérlendis væri markaðurinn vissu- lega fýrir hendi. Ef eiturlyfjainn- flutningur færi vaxandi frá Banda- ríkjunum væri varla langt í krakkið. Er lögreglan með einhvern sér- stakan viðbúnað gegn krakki? Já, svarar Amar Jensson. Það er tilbú- in áætlun um hvað gera skuli ef krakk eða álíka hættuleg efni, svo sem heróín, finnist hér og Arnar segist vilja undirstrika að lögreglan muni bregðast mjög hart við öllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.