Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ATVirl^iðA^kNflií'lffl^ÁGVR lt MARZ 1989 29 Morgunblaðið/Ámi Sæberg. Séð yfir vinnslusalinn. Á innfelldu myndinni eru Magnús Halldórsson fram- kvæmdastjóri t.v. og Trausti Sigurlaugsson stjómarformaður Sjálfsbjargar með sýnis- hom af framleiðslunni. Sjálfsbjörg framleiðir einnota plastumbúðir „Þegar ákveðið var að stofhsetja verndaðan vinnustað á vegum Sjálfsbjargar var reynt að finna eitthvað sem ekki fyndist hérlendis fyrir þannig að við færum ekki í samkeppni við inn- lenda framleiðslu. Við keyptum því eftir nokkra leit vélar til þess að búa til einnota frauðplast- og plastumbúðir og vinnu- stofan var síðan opnuð í byijun desember með viðhöfh,“ sagði Magnús Halldórsson framkvæmdastjóri vinnustofu Sjálfsbjarg- ar í samtali við Morgunblaðið. M agnús taldi að farið hefði verið af stað á erfiðum tíma í þjóðfélaginu, samdráttur og að- hald væri ríkjandi og umsvif vinnustofunnar eftir því. Átta manns vinna við framleiðsluna, en það er von Sjálfsbjargarmanna að stöðugildin verði milli 20 og 30 eftir nokkur ár. Vinnustofan einskorðar sig ekki við framleiðslu einnota umbúðanna, hún tekur að sér ýmis utanaðkomandi verk- efni svo sem pökkun, samsetning- ar og ýmsan frágang. Hætta á að fataiðnað- ur leggist af á íslandi „ÍSLENSKUM fyrirtækjum í fataiðnaði fækkar ört vegna slæmrar sam- keppnisstöðu á innlendum og erlendum mörkuðum. Rætur þessa ástand má fyrst og fremst rekja til þeirrar stefhu, sem viðhöfð hefur verið, við gengisskráningu íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðl- um. Nú er svo komið, að hætt er við að iðngrein þessi leggist nánast alveg af og þar með störf þeirra 500 manna, sem við hana starfa. Þess má geta, að í greininni störfuðu um 1.400 manns þegar best lét,“ segir m.a. í ályktun fundar um framtíð fataiðnaðar á Islandi, sem haldinn var 27. janúar sl. Einnig kemur fram, að við eðlilega gengisþróun geti þessi fyrirtæki starfað og aukið þróun þeirrar gæða- ímyndar, sem íslenskur fatnaður og íslensk hönnun hafi aflað sér á erlend- um mörkuðum. Til að sú þekking og sá árangur, sem aflað hafi verið und- anfarin ár verði ekki kastað fyrir róða, og til að markvisst verði hægt að stefna að eflingu þessa iðnaðar vilji fundurinn beina þeim tilmælum til þeirra sem málið varða, að þeirri gengisstefnu sem verið hafi verði leið- rétt útflutningsreininni í hag. „Verði þetta gert mun skapast arðvænlegur rekstrargrundvöllur fyrir þau fyrir- tæki er starfa í þessari grein og um leið atvinna fyrir þá fjölgmörgu, er við hana starfa ásamt útflutnings- tekjum fyrir þjóðarbúið." Langar þig til að vera skiptinemi í Ástralíu eða á Nýja Sjálandi skólaárið 1990? Ef þú ert fædd/ur 1972 til 1973 getur þú sótt um. Farið er út í janúar og komið heim í desember. Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl og aðeins örfá pláss laus. Vegna forfalla er eitt pláss laust til Banda- ríkjanna. Farið er út í ágúst 1989 til 1990. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu ASSE. Nóatúni 17, 105 Reykjavík, ísland, sími 621455. Nýr meðeigandi ogfram- kvæmclastjóri Ábendis EINAR Páll Svavarsson er nýr meðeigandi ráðningaþjónustunnar Ábendis sf. Mun hann jafhframt taka við starfi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Einar Páll er 33ja ára. Hann lauk prófi í stjómmála- og félags- fræði frá Háskóla íslands árið 1982. Að því loknu var hann eitt ár við framhaldsnám í Toronto í Kanada. Hann starfaði í þijú ár sem bæjarrit- ari á Sauðárkróki og tvö ár sem skrif- stofustjóri og síðar framkvæmda- stjóri hjá Þykkjavæjarkartöflum hf. Eftir það starfaði hann hálft ár í Seattle í Bandaríkjunum. I frétt frá Ábendi segir, að fyrir- tækið hafi nú um tveggja ára skeið unnið að og fullmótað aðferðir til tryggja val á réttum og hæfum ein- staklingum fyrir hvert starf. Séu það aðferðir sem taki mið af persónuleika og áhugasviðum einstaklinga og byggja á áratuga rannsóknum banda- rískra vísindamanna á sviði sálar- og félagsfræði. Með þessum aðferðum hafi ráðninga- og sálfræðiþjónusta Ábendis unnið mikilvægt brautryðj- endastarf hér á landi varðandi fagleg vinnubrögð við starfsmannahald. Verd.. oggaeði tara saman hjáokkur nerrn' ^hnsiö/ Laugavegi 47 Sími 29122. - HAHÐ ÞIÐ AHUGA A ★ Enskunámi og fjölskyldudvöl á Jamaica í 6 vikur í júlí og ágúst? Fyrir 20-30 ára. ★ Vinnu- og fræðsluferð til Zimbabwe. Fyrir 18 ára og eldri, 14. júlí-17. ágúst? Ef þið hafið áhuga hafið þá sam- band við skrifstofu AFS á íslandi. Skrifstofan er opin frá kl. 14-17 virka daga. Umsóknartími er til 10. apríl. Skúlagötu 61, Reykjavík, sími 91-25450. ÁFS A ÍSMNDi Alþjóöleg fræðsla og samskipti FLUGLEIÐIR Aðalfundur Flugleiða m Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn þriðjudaginn 21. mars 1989 f Kristalsal Hótels Loftleiða og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og breyting á 4. gr. sam- þykkta þvítil samræmis. 3. Breytingar á samþykktum félagsins: a) Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnar til að hækka hlutafé með áskrift nýrra hluta. b) Tiliaga um breytingu á 10. gr. um að frestur til boðunar aðalfundar verði minnst 2 vikur. c) Tillaga um breytingu á 6. mgr. 9. gr. um að fellt verði út ákvæði um takmörkun á meðferð atkvæða í félaginu. d) Tillaga um breytingu á 4. gr. 3. mgr. 3. málsgreinin orðist svo: „Til frek- ari hækkunar hlutafjár þarf samþykki hluthafafundar. Ákvæði 2. mgr. 17. gr. samþykkta gilda um tillögur um hækkun hlutafjár." e) Tillaga um að aðalfundur sé lögmætur, ef hann sækja hluthafar eða um- boðsmenn þeirra, sem hafa yfir að ráða meira en helmingi hlutafjárins (11.gr.). Tillögur um að samþykktum Flugleiða um aukinn meirihluta við atkvæða- greiðslur, um breytingar á samþykktum, verði breytt til samræmis við ákvæði hlutafélagalaga sbr. 76. gr. hlutafélagslaga (4. gr. og 17. gr. samþykkta). f) Tillaga um að 2. mgr. g. liðar 5. gr. falli niður. Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu fé- lagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrif- stofu félagsins, hlutabréfadeild á 2. hæð, frá og með 14. mars nk. frá kl. 09.00 til 17.00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12.00 á fundardegi. Stjórn Flugleiða hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.