Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 „ _ MorKunblaðið/Stefán Úlfarsson ALLIR I BIO — Biðin fyrir framan kvikmyndahúsið er hafin og á innfelldu myndinni eru menn loksins komnir inn í hlýjuna. Þaðmá alltaf legaja milli mynda Ýmiss konar vaftn Mér er sagt að ég sé að miklum hluta úr vatni. Og ekki sæti ég hér við tölvuna mína með ka£Gð til að halda mér gangandi ef ég hefði ekki sett vatn á kafRvélina og látið það streyma í gegn- um þann brúna mulning sem Islendingum er seldur sem „úrval- skaffi“. Kaffi þykir mér af einhveijum sökum alltaf miklu betra í útlöndum en hérna heima. Ekki aðeins espresso eða capuccino, sem að vísu er fáanlegt á stöku stað í Reykjavík, heldur líka venjulegt uppáhellt kaffi. sigá KINA — keisaraveldi í Qögur þúsund ár, kommúnískt í íjörutíu ár. Hvað er svo að segja af kínverskri menningu í dag? Frá Stefóni ---- Fyrir skömmu var haldin í Peking fimmta þjóðarráðstefna kínverska listastofnana. Á annað þúsund frammámenn á sviði bók- mennta, myndlistar og tónlistar komu saman og ræddu um menning- una, hvaða breytingum hún hefði tekið síðan ráðstefnan var síðast haldin árið 1979 eftir að menningar- byltingunni hafði endanlega verið lýst sem mistökum og umbætur voru hafnar; og einnig var skyggnst inn í framtíðina. Allir voru sammála um að Mao hefði haft rangt fyrir sér þegar hann sagði að listin ætti að þjóna stjórn- málunum. Hinsvegar voru menn hik- andi þegar þeir reyndu að skilgreina hlutverk listarinnar nánar. Á blaða- mannafundi, daginn áður en ráð- stefnan hófst, héldu listamenn fram íiauðsyn þess að sem mest frelsi ríkti til sjálfstæðrar listsköpunar. En eftir setningu ráðstefnunnar, þegar full- trúi stjórnvalda hafði flutt ávarp sitt og hvatt til virkrar þátttöku í umbót- unum í þjóðfélaginu — „lofið hið hetjulega, komið upp um það ljóta“ — varð sú skoðun ofan á að lista- menn ættu að axla „samfélagslega ábyrgð í hinum stórkostlegu efna- hagslegu, stórnmálalegu og menn- ingarlegu breytingu sem nú ætti sér stað í Kína“. Síðar fór að bera á gagnrýni á ungdóminn — að hann hefði engan áhuga á gömlum og góðum kínversk- um siðum, heldur hlypi blindur í fla- sið á vestrænni menningu. Einn ráð- Stefnugestur lagði til að ríkið léti taka saman safn leiðbeininga um menningarlega hegðun svo veijast mætti þessari óheillaþróun. Höfund- ur hinnar vel rómuðu skáldsögu, „Qiao forstjóri tekur við stjórn fyrir- tækis“, benti hins vegar aftur á að þrátt fyrir réttmæta kröfu um ábyrgð þá mætti ekki rugla henni við það sem Mao sagði um hlutverk listarinn- ar. Ég hef ekki verið svo latur við að stunda menningarlífið í Peking — ég hef t.d. oft farið í bíó. A laugardagskvöldum, áður en sýningar hefjast, er mikið líf fyrir framan hlið kvikmyndahúsanna: Fólk mætir snemma til að tryggja sér miða. Síðan setjast margir inn á næstu ölstofu til að ylja sér eða til að fá sér hressingu. Aðrir þramma á milli markaðspallanna og freistast jafnvel til að kaupa heitar eggjakök- ur eða grillaða fleskbita á teini. Enn aðrir — þeir sem koma seinastir — líta skimandi í kringum sig eftir skuggalegum náungum sem selja miða á svörtum. Inn í þessa traffík blandast svo straumur þeirra sem eru á leið heim úr vinnu og koma við í verslunum og á mörkuðunum til að kaupa í kvöldmatinn. Flutninga- bílar, strætisvagnar og asnakerrur silast eftir götunum; en til hliðar renna hjólin — pabbinn hjólar, mamma situr á bögglaberanum og krakkinn á stönginni og dillar sér í takt við rokktónlist sem berst frá rakarastofum og öðrum stöðum sem ! keppa um athygli unga fólksins. ís- lendingi, sem tekur þátt í öllu þessu lífi, fínnst gjarnan sem hann sé dott- inn inn í einhveija ævintýramynd. Klukkan sjö hefjast sýningamar. Oft eru sýndar þrjár myndir, hver á eftir annarri, svo best er að koma sér vel fyrir og ekki sakar að taka með sér teppi og púða. Aðeins er hægt að standa upp þegar sýningar- vélamar bila (eins og gerist nokkmm sinnum á hverri sýningu). Þá rýkur fólk upp úr sætunum og fagnar ákaft og gerir grín að sýningarstjór- anum. Myndirnar sem boðið er upp á eru af ýmsu tagi. Þær erlendu eru oft gamlar svart/hvítar, allt frá fjórða eða fimmta áratugnum. Þannig hef ég bæði séð úrvals sovéskar kvik- myndir byggðar á verkum skáld- jöfranna rússnesku og einnig nokkur meistarastykki frá gömlu Hollywood. Auðvitað flæðir innan um rusl eins og t.d. algerlega misheppnaðar aust- ur-evrópskar hasarmyndir. Kínversku myndirnar eru nýlegar en því miður oftast lélegar. Það er eins og sú óvissa sem rfkt hefur í menn- ingarmálum síðustu áratugi hafí leitt kvikmyndagerðarmennina út í algera vitleysu — eins og þeir hafí gefist upp á því að fylgja eftir hinum flökt- andi pólitísku og siðferðilegu vel- sæmismörkum. Annað hvort eru verk j þeirra svo uppskúfuð að enginn skil- ! ur um hvað þau fjalla, eða þá að þau j eru aðeins endurtekningar á gömlu i saklausu gríni sem enginn hlær að ! lengur. Það er því ágætt ef kínversk j mynd er í miðjunni — þá getur mað- ur lagt sig eftir fyrstu myndina og horft hress á þá síðustu. Milli klukkan tólf og eitt lýkur sýningum. Þá fyllast götumar aftur í nokkrar mínútur; en svo verður allt hljótt. Það er ótrúleg lífsbót að ganga inn á kaffisölur í borgum Þýskalands, þar sem maður fær einn bolla af kaffi fyrir einhveija smáaura, stendur við hátt borð stundarkorn og skolar niður þess- um svaladrykk og gengur endur- nærður út í mannþröngina. Þetta er svo bragðgott! Og laumist mað- ur með einn og einn pakka af kaffí með sér heim frá útlandinu sparar j maður það og notar það aðeins á ! hátíðum og tyllidögum. Svona lag- j að fæst ekki héma heima. Ég skil j ekki af hveiju. Nema það sé vegna þess að ég held að viðhorf íslend- inga til kaffís sé að þetta sé heit- ur, brúnleitur drykkur, punktur! í gamalli uppskrift að kaffí las ég að sjóða skyldi tvo lítra af vatni, setja eina matskeið af muldu kaffí og dálítinn hluta af exportplötu í könnupokann. Hella svo soðnu vatninu yfír þetta. Trúlega hefur enginn getað fundið af þessu glundri kaffibragð. Og þama var bætt við; „Það drýgir kaffíð að sjóða korginn í kaffivatninu.“(!) Ég veit þó dæmi þess að fólki hafí ekki líkað þunnt nærbuxna- skólp, meðal annars má nefna kon- una sem sagði eitthvað á þessa- leið:„Ja, það var nú heldur ónýtt kaffið hjá henni frú Guðrúnu. Þetta var, held ég, aðallega vatn.“ Við íslendingar höfum lengi gumað af því að eiga hreinasta og ferskasta og besta vatn í heimi. Samt hefur einhvem veginn aldrei gengið almennilega að koma þess- um lífsdrykk á markað erlendis, þar sem vatn er víða ódrekkandi nema það sem keypt er á flöskum í búð. Mér skilst að þeir sem mest hafa barist fyrir því að gera vatn- ið að útflutningsvöru hafí ekki gert annað en að reka sig á veggi og tappa í kerfinu. Yfírvöld em nú farin að trúa því að vatn af ákveðinni gerð geti aflað þjóðarbúinu fjár svo um munar. Þetta er það vatn sem með humlum, sykri og geri er búið að breyta í öl. Þetta veikasta stig áfengis hefur af einhveijum óút- skýranlegum sökum verið bann- vara hér á landi áratugum saman. Hér hefur verið talið mun hollara að belgja sig út af spíra en að drekka dauft öl. Að vísu hefur verið heimilt að bergja á einhveiju vatnsglundri, oft með sápubragði, sem kallað hefur verið pilsner og ekki mun hægt að framleiða án þess að búa fyrst til venjulegt öl og hella svo miklu vatni út í. En bjórtalið síðustu vikurnar er undarlegt. Talað er um bjórinn sem „nýtt áfengi“ þó að allir viti að flestir sem hafa viljað neyta hans hafa gert það þótt hann fengist ekki í Ríkinu. Löglegur og ólögleg- ur innflutningur hefur verið gríðar- lega mikill og auk þess hafa Islend- ingar bruggað bjór í stórum stíl heima. Hráefnið hefur verið selt á fijálsum markaði í tilbúnum skömmtum og á pakkana prentað- ar nákvæmar upplýsingar um það sem alls ekki má gera, og allir gera, vitanlega. Bjór er engin nýj- ung og hann verður ekki sú viðbót við áfengisneyslu landsmanna sem álitið er. Margir ætla að græða á bjórn- um. Fregnir að sunnan herma að í miðborg Reykjavíkur sé hægt að teygja sig á milli ölstofanna. Eftir því sem mér er fortalið fara Akur- eyringar sér hægt í þessum sökum. Ekki mun hafa verið sóst eftir nýjum leyfum til áfengissölu, enda telja veitingamenn hér lítinn hag af væntanlegri bjórsölu. En hvernig er það annars? Ætli allar þessar bjórfréttir sem dynja á okkur þessar vikurnar séu ekki í raun og veru ólöglegar, dulbúnar auglýsingar? Á Annaburg að standa eða falla? ÚTLENDAR konur sem giftast Svisslendingum fyrir næstu ára- mót eru svo lánsamar að verða svissneskir ríkisborgarar sjálf- krafa. Eftir það mun jafíirétti kynjanna ríkja og þær verða að sækja um ríkisborgararétt eins og útlendir karlar sem kvænast svissneskum konum hafa alltaf þurft að gera ef þeir vilja fá rauða vegabréfið með hvíta krossinum. Eg er í hópi hinna lán- sömu. Passinn skiptir reyndar litlu máli (sá blái er ágætur) en um daginn bárust mér fyrstu svissnesku kjörgögnin. Þá fannst mér gaman. Það er hroðalegt að hafa ekki kosningarétt i landi þar sem kosið er þrisvar til Qórum sinnum á ári um allt milli himins og jarðar. Kosningamar að þessu sinni eru reyndar heldur óspenn- andi. Það er engin þjóðaratkvæða- greiðsla heldur bara kosið um málefni kantónunnar og borgar- innar. Þrír kjörseðlar eru með nöfnum frambjóðenda sem ég hef aldrei heyrt nefnda í embætti (skólaeftirlit, héraðslögmenn og eitthvert umdæmisráðj sem ég hef aldrei velt fyrir mér. Eg get strik- að yfír þá sem ég er á móti og skrifað mína menn inn. Ég læt þá standa óbreytta í þetta sinn. Auk þessa emm við (!) borg- arbúar spurðir álits á fjórum til- lögum, tveimur frá borgarstjóm og tveimur frá óbreyttum borgur- um. Hugðarefni borgarbúa em borin undir kjósendur ef þeir hafa fengið ákveðinn fjölda undir- skrifta með tillögum sínum. Borgarstjóm spyr: Á að gera útivistarsvæði við ána Limmat þar sem járnbrautarlestir munu hætta að fara um á næstunni? (Já); Á að endurskipuleggja starf borgar- ráðs og fækka þar um tvo, úr 9 í 7? (Já.) íbúamir leggja til: Hættum að nota kjamorku. (Nei, einhliða- ákvörðun Zúrich-búa myndi ekki leysa kjamorkuvandann.) Móttil- laga borgarstjórnar: Ásetjum okk- ur orkuspamað. (Nei, borgarbúar geta gert það án þess að borgar- stjóm sé að skipta sér af); íbúam- ir leggja til: Björgum Annaburg. (Nei.) - Önnuhöll þessi er gamalt hús uppi á Uetliberg, fyalli borgar- innar. Þangað liggja góðir göngustígar og einnig er hægt að komast þangað með lest en bílaumferð er bönnuð. Það er vin- sælt útivistarsvæði. Þar em tveir veitingastaðir og borgarbúar vilja að Önnuhöll bætist aftur í hóp þeirra. Hún var reist 1876. Borg- in keypti hana 1963 til að tryggja að hótel- og veitingaþjónustu yrði haldið áfram á þessurti indæla stað. En húsinu var illa haldið við og loks lokað. Meirihluti borgar- stjórnar vill jafna það við jörðu. Áhugafólk um Önnuhöll hefur barist fyrir björgun byggingarinn- ar undanfarin tíu ár. Það vonar að kjósendur sýni nú svart á hvítu að þeir vilja að borgin borgi brú- sann fyrir að endurnýja húsið og það verði opnað aftur. En eiga skattgreiðendur að bjarga bygg- ingu sem einkaframtakið lítur ekki við? Ætti nafnið eitt að nægja mér? Það er einnig kosið um tvær tillögur íbúa kantónunnar: Af- nemum miðaskattinn og leggjum til að bannað verði að aka um í Sviss tólf sunnudaga á ári. Seinni tillagan er út í hött. Það á ekki að BANNA fólki að fara í sunnu- dag3bíltúr. Það hlýtur að vera hægt að draga úr óþarfa umferð og mengun án þess að setja ströng boð og bönn. Miðaskatturinn er öllu flóknari. Kantónustjómin leggur til á móti að miðaskatta- lögunum verði breytt, hún vill ekki verða af aurunum sem fást af bíómiðum og öðm skemmtana- haldi. Ætli ég kjósi ekki að láta breyta lögunum, það hlýtur eitt- hvað að vera bogið við þau. Kjörgögnunum fylgja ítarlegar, hlutlausar skýringar á tillögunum. Eftir að hafa farið gaumgæfilega yfír þær og fyllt út atkvæðas- eðlana samviskusamlega — ég má skila þeim á hverfisskrifstof- una í vikunni fyrir kosningar og á brautarstöðinni um helgina ef ég kemst ekki á kjörstað sem er bara opinn milli 10 og 12 á sunnu- dagsmorgun — er ég dauðfegin að þessu er aflokið. Eg skil betur af hveiju þátttaka í svissneskum kosningum er yfirleitt dræm, oft ekki nema 40 til 50%. Svissurum fínnst óþarfí að taka afstöðu með eða á móti útivistargarði og kjör- gögnin lenda í mslafötunni. Þeir taka kosningaréttinn sem sjálf- sagðan hlut og sleppa þess vegna stundum að nýta sér hann. Skyldi það eiga eftir að henda mig?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.