Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 SKOMMKMNIHIt BRAGI JOSEPSSON SKÁÍS Allar skoðanakannanir spennandi SÓLBRUNN OG sællegur tekur Bragi Jósefsson í Skáís á móti blaðamanni, nýkominn heim úr rúmlega þriggja mánaða ferð til Austurlanda þar sem hann hefúr kynnt sér skólamál. Bragi er dósent í uppeldisfræðum við Kennaraháskóla íslands auk þess sem hann á og rekur Skáís; Skoðanakannanir á íslandi. „Skáís er lítið fyrirtæki og á að vera það áfram,“ segir hann um leið og hann býður sæti á lítilli skrifstofunni. „Og varaðu þig á þröskuldinum, hann er stórvarasamur. Þeir eru ófáir, sem hafa hreinlega oltið inn.“ i ragi er giftur Grétu Kaldalóns kenn- ara og eiga þau þrjá drengi, sjö, ' ellefu og þrettán ára. Skólamál eru aðaláhugamál hans, en hann hefur einnig gaman af því að koma á nýja staði, hefur enda farið víða. Þetta tvennt sameinaði hann í síðustu ferðinni og er nú að skrifa bók um skólamál í alþýðulýðveldinu Kína. Bragi stofnaði Skáís fyrir um átta árum og gerði þá stjómmála- kannanir fyrir Helgarpóstinn. Hann segir fyrirtækið hafa haft lítið um- leikis fyrstu árin en síðustu tvö ár hafi umsvif þess aukist gífurlega. í rauninni megi segja að Skáís hafí orðið fyrirtæki í hitteðfyrra. Ásamt Braga vinna tölfræðingur og tölvu- fræðingur i hlutastarfi en fastur starfsmaður er einn. Alls eru um áttatíu spyrlar á skrá, en að jafnaði vinna tíu til fímmtán spyrlar við hverja könnun. Á annað hundrað spyrlar hafa kom- ið við sögu fyrirtækisins. Þeir eru flestir á aldrinum 17-30 ára, nem- endur í mennta- og framhaldsskól- um auk háskólans. „Þetta er | íhlaupavinna, sem hentar náms- I mönnum vel. Það er þó nokkuð um að hópar námsmanna úr háskólan- um hafi unnið hér til að safna í ferðasjóði. Það er fátt af eldra fólki og við tökum helst ekki yngri spyrla en sautján ára.“ Bragi segist leggja áherslu á að halda góðum spyrlum, sumir hafi unnið allt upp í fímm ár hjá fyrir- tækinu. Þetta sé hörkuvinna, sem krefjist þess að spyrlamir séu vel gefnir og eigi auðvelt með að ein- beita sér. Bestu spyrlamir uppfylli þessar kröfur og hafí auk þess gam- an af starfinu. „Það er stór hópur fólks, sem hefur unnið hjá okkur. Við höfum þurft að henda gögnum frá stöku spyrli þegar um meiri háttar skekkjur hefur verið að ræða en það kemur sem betur fer mjög sjaldan fyrir. Við getum hlustað á spyrlana og á þann hátt fylgst með vinnubrögðunum. En þó spyrlar hafí skoðanir á málunum, þá hefur það engin áhrif á niðurstöðurnar." Spurningamar semur Bragi sjálf- ur, í samvinnu við viðskiptavininn. „Ef beðið er um hæpnar spurning- ar, reynum við að fá þeim breytt. Því aðalatriðið er að leiða sannleik- ann í ljós, og það tekst yfirleitt. En auðvitað er endalaust hægt að „Skáís er lítið fyrirtæki og á að vera það áfram,“ segir Bragi Jósepsson. Hann tók ekki mál að láta mynda sig með öðrum en fyrirtækisbílnum. deila um orðalag og það hefur kom- ið fyrir að við emm ekki fullkom- lega ánægðir með það, þegar menn hafa látið gera kannanir til eigin nota. Þær sem ætlaðar em til birt- ingar, verða að vera unnar eftir ákveðnum gmndvallarreglum. Við höfum leitað samstarfs við keppi- nauta okkar um gerð slíkra reglna en ekki tekist. í bók sinni, Og þá flaug Hrafn- inn, beinir Ingvi Hrafn Jónsson spjótum sínum að okkur hjá Skáís. Við könnuðum hversu mikið var horft á kosningasjónvarpið í fyrra, bæði fyrir Sjónvarpið og Stöð 2 og Ingvi segir að eitthvað hljóti að vera athugavert við niðurstöðumar, þar sem báðir aðilar hafi verið ánægðir. En ástæðan var sú, að stöðvamar, hvor um sig, kynntu einungis hluta af niðurstöðunum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Menn hafa að sjálfsögðu leyfi til að túlka niðurstöður þeirra. Það er vonlaust fyrir okkur að rífast yfír því hvemig menn túlka kannanir. Kollegar okkar hjá Félagsvísinda- stofnun hafa líka gert athugasemd- ir við kannanir okkar, en sannleik- urinn er sá, að okkar niðurstöður og þeirra em mjög svipaðar, oft skeikar sáralitlu. í svona litlu landi er útilokað annað en að niðurstöður séu ámóta." Skáís hefur aldrei viljað gera stjórnmálakannar.ir eftir þjóð- skrá.„Mér fínnst fráleitt og raunai siðlaust, að vinna stjómmálakann- anir eftir þjóðskrá. Þegar við vinn- um eftir símaskrá, höfum við ein- ungis númerið, ekkert nafn. Við spyijum um aldur og kyn, annað ekki. Við emm með símanúmerin inni á tölvu, veljum af handahófi og leiðréttum svo fyrir aldri, kyni og búsetu. Það þýðir að t.d. ef of margar konur em í úrtakinu er reiknaður út staðall, sem jafnar út hlutfallið. Þjóðskrána notum við í sértilfell- um, þegar þær upplýsingar sem beðið er um, varða ekki viðkvæm mál. Við höfum einnig gert nokkrar póstkannanir en aldrei heimsótt fólks, vekja frekar traust og fólk tekur þeim betur. Þetta á sérstak- lega við um heimsóknir, skiptir ekki alveg eins miklu máli þegar spurt er í síma. Við emm ekki hrifnir af of ungum spyrlum, þeir verða að hafa ákveðinn þroska til að bera. Við athugum vinnubrögð okkar spyrla í hvert sinn. Ef þeir gera mikið af villum em þeir ekki látnir halda áfram. Það skiptir líka máli að spyrlamir skilji spumingamar sem þeir leggja fyrir fólk. Geri þeir það ekki geta niðurstöður könnun- arinnar orðið villandi. Mig grunar að það hafi stundum farist fyrir hjá hinum fyrirtækjunum að athuga sína spyrla. Fólk tekur spyrlunum okkar yfírleitt vel, sumpart vegna þess að saga kannana á íslandi er ekki ýkja löng og þvi nokkurt nýja- bmm á þeim enn. Svarprósentan er 75%-80%.“ Aðspurður segir Stefán að auð- STEFÁN QLAFSSON FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN HÁSKOLANS Yiljum gera stórar, vandaðar og veigamiklar kannanir FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN HÁSKÓLANS hefúr nokkra sérstöðu meðal þeirra fyrirtækja er gera kannanir. Hún er sjálfstæð stofhun innan Háskólans og aflar sér tekna með þjónusturannsóknum. Þær eru stærsti hluti starfseminnar en ætlunin er að gagnavinnsla og fræðilegar rannsóknir verði stærri þáttur en verið hefúr. Stofhunin hefúr gert þjónustukannanir í þrjú ár en unnið að rannsóknum mun lengur. Stefán Ólafsson dósent ræður ríkjum hjá Félagsvísindastofnun, auk þess sem hann kennir háskólanemum þjóðfélagsfræði. Stefán býr ásamt konu sinni Eddu Andrésdóttur og syni þeirra nærri Mosfellsbæ, þar sem þau stunda trjárækt sér til ánægju. Auk þess grípur forstöðumaðurinn í Ijósmyndun, hlustar á tónlist og gluggar í bókmenntir. n aftur að starfssviði Stefáns, skoð- anakönnunum. „Ja, bíddu nú við, það er ekki rétt að tala alltaf um skoðanakannanir. Það em einungis kannanir þar sem spurt er um við- horf manna sem flokkast undir skoðanakannanir. Þær em oft byggðar á veikari gmnni en t.d. 'kannanir á aðstæðum. Viðhorf til dægurmála em breytileg en að- stæður em mun stöðugri. Okkar kannanir em frekar á aðstæðum en viðhorfum, við höfum mest allra gert slíkar kannanir. Við vinnum aðallega fyrir hið opinbera, ráðu- neyti og stofnanir. Einkafyrirtæki sækja þó einnig nokkuð til okkar. Það er ákveðin verkaskipting á markaðnum, við gemm flóknari, fræðilegri og stærri kannanir en hin fyrirtækin. Skoðanavagnar em t.d. bara tvisvar á ári.“ Stefán segir mikla vinnu liggja í spumingalistunum og stofnunin ákskilur sér allan rétt til að eiga síðasta orðið varðandi orðalag spuminga. „Viðskiptavinurinn get- ur ekki beðið okkur um að spyija hvemig sem er, aðferðafræðilegum kröfum verður að fullnægja. Og þá skiptir ekki minna máli hver spyr. Við emm rneð hóp af þjálfuðum spyrlum, sem em í bland stúdentar og fólk utan úr bæ. Mér telst svo til, að við höfum verið með hátt í 100 spyrla á síðasta ári. Þeir em í meirihluta konur á aldrinum 20-50 ára. Okkar reynsla, eins og víðast hvar erlendis, er sú að þær séu bestu spyrlamir. Þær ná betur til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.