Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 G 7. eftir Friðriku Benónýsdóttur TJÖRNUR í leikarastétt tengjast sennilega Hollywood í hugum flestra og íslenskir leikarar hafa hingað til ekki verið mældir með sömu stikum og „alvöru“ stjörnur í útlöndum. Með tilkomu íslenskra sjónvarpsmynda og kvikmynda kann þetta þó að vera að breytast. Tveir ungir menn, þeir Valdimar Örn Flygenring og Helgi Björnsson, hafa verið áberandi í leiklistinni undanfarin misseri og eru í hópi þeirra ungu leikara sem geta kallast íslenskar sljörnur. Valdimar Örn Flygenring vakti feikna athygli strax í Nemendaleikhúsinu og þá einkum í hlutverki töffarans Teddys í Hvenær kemurðu aftur rauðhærði riddari? Síðan má segja að Valdimar hafí verið erkitöffari íslenskrar leiklistar. Hann lék Reyni í Degi vonar, Ponna í Síldin er komin, Laertes í Hamlet og nú síðast Örlyg bónda í Sveitasinfóníu hjá LR, Kidda í kvikmyndinni Foxtrot og Djáknann í samnefndri sjónvarpsmynd. Helgi Björnsson er ámóta þekktur sem poppsöngvari og leikari söng fyrst með hljómsveitinni Grafík og eftir það með Síðan skein sól. í leikhúsinu höfúm við oftast séð hann í hlutverki ungra manna sem eru í andstöðu við umhverfið, góðra drengja sem ekki eru metnir að verðleikum. Meðal hlutverka hans eru Amgrímur í kvikmyndinni Atómstöðin, Danni í Djöflaeyjunni, Strákurinn í Hremmingu og Robert í Maraþondansinum hjá LR, Jakob í Jakob og meistarínn og Hólmgeir í Láttu ekki deigan síga Guðmundur hjá Stúdentaleikhúsinu og fljótlega munum við sjá hann aftur á hvíta tjaldinu því hann verður í einu aðalhlutverkinu í kvikmyndinni Meffi. I fögrum villidýragarði í fyrsta sinn sem ég sá Helga Björnsson stóð hann í glimmergalla á sviði Alþýðuhússins á ísafirði og söng með miklum tilþrífúm. Unglingur að leika poppstjörnu í söngleiknum Sabínu, sem Litli leikklúbburinn á ísafirði setti upp. Mér hefúr oft flogið þessi sýning í hug, eftir að Helgi varð þekktur bæði sem poppsöngvari og leikari og þrátt fyrir það skilyrði Helga að við ættum ekki að tala um fortiðina,„hvaðan ertu og hverra manna og allt það“, get ég ekki á mér setið að spyija hann hvort hlutverkið í Sabínu hafi verið fyrirboði þess sem koma skyldi. Kannski kveikt á draumum um frægð og frama í leikhúsinu og poppheiminum? Neeei, það held ég ekki. Ég var svo ungur þá,“ segir Helgi og brosir útí annað. „Jú, sennilega kveikti það áhugann á leiklistinni, söng- urinn kom til miklu fyrr.“ Hvenær? „Þegar ég var smápúki, argandi og gargandi uppi á háalofti í for- eldrahúsum.“ Helgi sýpur á kaffinu og starir út um gluggann á Borg- inni. Mér er hætt að lítast á blik- una, æðar maðurinn að svara öllum mínum spurningum með einni setn- ingu? „Þú ert leikari, söngvari og textahöfundur" segi ég, „málarðu kannski líka?“ Hann hiær. „Já, hús. Þau eru það eina sem ég hef málað, ég fæ næga útrás í því.“ Mér hefur oft fundist undarlegt ósamræmi í textunum þínum og sviðsframkomunni. Þeir svona við- kvæmnislegir ogjafnvel rómantískir og þú í kyntáknsham „á la Jagger“ á sviðinu . . . „Ég er karlmaður, ég breyti því ekki. Og mér finnst karlmaður hafa fullt leyfi til að vera tilfinningavera án þess að það dragi úr karl- mennsku hans. Annars er ég ekki meðvitað að reyna að taka mig út sem kyntákn á sviðinu. Aðaiatriðið í sviðsframkomunni er„ecstasía“, maður fer í einhvem ham. Rokktón- leikar eru eins og helgiathöfn frum- þjóðar, ganga út á það að magna upp seið. Nútímamaðurinn upplifir rokktónleika á svipaðan hátt og trú- aður maður ferð í musterið. Þeir eru andleg hreinsun." Og söngvarinn þá æðstiprestur? „Söngvarinn ræður „sitúasjón- inni“ hveiju sinni, þetta er alltaf spuni. Á leiksviðinu ertu milliliður fyrir skoðanir einhvers annars, en rokksöngvarinn hefur engan nema sjálfan sig að treysta á. Það mynd- ast raunar miklu nánara samband við áhorfendur á tónleikum, leik- húsið skortir slíkt samband. En um leið ertu berskjaldaðri, gagnrýni á sviðsframkomu þína er gagnrýni á þinn karakter." En er rokksöngvarinn ekki ákveð- in rulla líka? „Jú, að vissu leyti. En þú hefur tök á að móta hana eftir þínu höfði, breyta hlutverkinu. Það er að vísu erfitt og gerist ekki í neinum stór- stökkum, en það er gaman að reyna. Hluti af því er að slá saman rokki og tilfinningaþrungnum textum, það er ekkert lögmál að rokktextar eigi að fjalla um vín og víf. Mann- eskja sem vill læra að lifa í sátt við sjálfa sig og umhverfið verður að skynja bæði það smáa og stóra í sjálfri sér. Viðurkenna að þú ert pínulítill en iíka „einn af þessum fáu“. Við erum öll sérstök á okkar hátt og maður sér það í augunum á því fóiki sem náð hefur að skynja sína stærð hvað það býr yfir mikilli sálarró.“ Ert þú „einn af þessum fáu“? „Ég er að reyna. Reyna að sjá í gegnum þetta geðveika samkeppn- isþjóðfélag okkar þar sem allt er keppni um að komast áfram. Ég veit að þetta er gamall frasi en hann á alltaf betur og betur við.“ En er ekki sú samkeppni einna harðvítugust innan leikhúsheimsins? „Leikhúsheimurinn er villidýra- garður, en um leið ákaflega fagur. Hann verður óvægnari en flestir aðrir „heimar“ vegna þess að þú hefur svo lítið til að veija þig með, þú ert alltaf að sýna sjálfan þig nakir.n og þá er svo auðvelt að höggva á veika bletti. Hvemig mað- ur kemst áfram innan leikhúsanna? Ja, ég held að besta leiðin sé að vinna vel og trúa á það sem þú ert að gera og ætlar að gera. Auðvitað er þetta líka heppni. Flestir fá eitt- hvert tækifæri en heppnin ræður hvemig það tækifæri er. Jú, jú, það er oft nauðsynlegt að þekkja rétta menn á réttum stöðum og maður þarf oft að gefa mikið eftir af „prinsippum" sínum, bæði í sam- skiptum við fólk og leikverk." Hefur „frægðin" breytt þér? „Já, ég er ekki eins afslappaður og ég var: Maður verður var við forvitin augu hvert sem maður fer og það verður til þess að maður setur upp einhveija grímu, á alltaf von á einhveiju áreiti. Þetta er kom- ið upp í vana, gríman farin að gróa föst.“ Gengstu upp í „stjömuímynd- inni“? „Nei, það geri ég ekki. Ég geri aiit sem ég get til þess að vinna á móti því og þar hjálpar mikið að vera í leikhúsinu. Þú verður að hafa tóm til að finna það viðkvæma í sjálfum þér. Poppheimurinn er harð- ur, ósjálfrátt fer maður að reyna að öðlast ímynd rokkarans og töf- farastælar sem því fylgja eru oft vöm gegn áreitum umhverfisins." Þú talaðir um vín og víf í rokk- textum áðan, það hefur lengi verið ríkjandi skoðun að „hið ljúfa líf“ væri meira stundað af poppurum og leikurum en venjulegum meðal- jónum . . . „Ég hef ekki orðið var við það, held að sá lifnaður sé aðallega í hugum annars fólks . . . “ En freistingarnar, elta stelpumar þig ekki á röndum, hringja heim til þín, skrifa þér . . . ? „Það kemur fyrir, en það vita allir að ég á konu og böm svo senni- HEL6IBJÖRNSSON lega hef ég sloppið betur við það en margir aðrir. Hins vegar hringir oft í mig alls konar fólk til að þakka fyrir sig. Eftir tónleika, eftir útkomu plötu, eftir sýningar. Og það er fólk á öllum aldri, allt frá krökkum uppí eldra fólk. Mér þykir mjög vænt um þessar upphringingar, það em oft stærstu launin að finna að maður getur hrifið fólk með sér, snert fólk. Og það em æðislega göfug laun.“ Hér þagnar Helgi og byijar aftur að stara út um gluggann. En áður en mér gefst ráðrúm til að punda á hann fleiri spumingum segir hann: „Stjama er ekki til á íslandi, í það minnsta ekki á sama mælikvarða og úti í heimi. Hér þýðir það að vera þekktur bara að þú hverfur ekki í fjöldann, það þekkja þig allir og það er fylgst með því sem þú gerir. Ég þarf ekki að breyta mínum lífsvenjum neitt þótt ég sé þekktur, ég geri allt sem allir aðrir gera; fer í sund, fer í strætó, fer út í búð að kaupa í matinn. Og smám saman hættir maður að taka eftir þeirri athygli sem maður vekur, það verð- ur hluti af tilverunni." Verður fólk þá ekki háð þessari athygli? „Að vissu leyti. Athyglin sem þú vekur er mælikvarði á þínar vin- sældir, hvort það sem þú ert að gera hefur skilað sér til fólksins. Ef allir hætta að taka eftir þér er hætt við að það sem þú hefur verið að gera hafi ekki verið nógu gott, ekki hrifið áhorfendur eða heyrend- ur.“ Þú sagðir að gríman væri farin að gróa föst, ertu hættur að gefa þér tóm til að vera þú sjálfur? „Jú, ég gef mér alltof sjaldan tíma til að vera til. Ég hef verið í íþrótt- um síðan ég var strákur og er alltaf að reyna að komast í fasta tíma I einhvers konar líkamsrækt, en það fokkast alltaf upp, fyrr en varir er maður kominn á kaf í vinnu aftur og gefur sér engan tíma til annars. Það kemst aldrei nein rútína á lífið, aldrei hægt að taka frá tíma fyrir sjálfan sig eða fjölskylduna. Það kemur alltaf eitthvað uppá: spilun, æfingar, sýningar og alls kyns redd- ingar á öllum tímum sólarhringsins. Það þarf oft að stela sér stundum og ég er meira að segja farinn að minna sjálfan mig á þegar ég er ákveðinn í að gera ekkert nema vera heima, þá fer ég úr gallanum og í náttföt." Finnst þér þú hafa verið settur í einhveija afmarkaða skúffu í leik- húsinu, fáir alltaf sams konar hlut- verk? „Ekki alveg. Oftast hef ég þó leikið góða drengi sem hafa samúð- ina sín megin, eru gegnheilir en eiga bágt, eru undir að einhveiju leyti.“ Og hvort stendur þér nær, litli góði drengurinn eða „Jagger-týp- an“? Helgi hlær: „Þeir eru báðir í mér. Álíka sterkir held ég. Það hafa allir margar hliðar og ég álít það forréttindi að hafa aðstöðu til að leyfa fleiri en einni hlið að njóta sín. Ég er samt ekkert að velta mér uppúr því hvað þetta sé gott og gaman allt saman og hvað ég sé æðislega fær, þú mátt ekki skilja það þannig. Ég er aldrei sáttur við það sem ég er að gera. Rétt búinn að ná í skottið á því hvernig á að snúa sér að því að verða leikari. Ná valdi á þessu tæki sem er maður sjálfur. í því er ég rétt svo búinn að læra undirstöðuatriðin. Þetta er spurning um að miðla öðrum fyrst og fremst. Þó er ég ekkert að draga úr því „kikki“ sem fylgir því að vera þekktur. Ég sé ekkert róm- antískt við það að týnast i fjöldann. Allir hafa þörf fyrir að aðrir veiti þeim og því sem þeir eru að gera Morgunblaðið/Sverrir athygli. Það er óþarfí að blekkja sjálfan sig á því sviði.“ Mér hefur stundum fundist að fólk líti ekki á það að vera leikari eða söngvari sem atvinnu, er það misskilningur hjá mér? „Nei, ég er alltaf að hitta fólk sem spyr hvað ég sé nú að fást við þessa dagana. Og ég segist vera að leika, vera á æfingum í leik- húsinu, hljómsveitaræfingum, að spila á kvöldin, í stúdíói. Já, ég veit það, segir fólk, en hvað vinnurðu? Það hafa margir svo skrýtnar hug- myndir um starf leikarans, halda að það eina sem til þurfí sé að kunna textann og geta komið honum frá sér og það sé bæði létt verk og löður- mannlegt. Öll sú vinna sem liggur að baki leiksýningu fer fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfandanum. Það pirrar mann oft, en af hveiju ætti fólk að skilja hvað við erum að gera? Það eru svo mörg störf sem eru vanmetin. Ekki veit ég neitt um störf alþingismanna eða bifvéla- virkja svo hví ættu þeir þá að skilja mitt starf?“ Nú veit ég að það er ekkert útlit fyrir að lát verði á vinnunni hjá þér næsta árið að minnsta kosti, en ef þú sæir fram á frí hvað vildirðu þá helst gera? „Fara í ferðalag til Karabíska hafsins. Gleyma þessum heimi, loka mig af og vera bara til fyrir mig. Fá ráðnim til að vinda ofan af mér °g hyggja að kjarnanum. Þetta byggist allt á því að missa ekki sjón- ar á sjálfum sér. Við erum öll litlar einmana sálir og ef maður týnir því þarf að fara að leita. Hvar? Ja, ef til vill í eigin æsku eða í bömunum sinum.“ Þegar talið berst að börnum minnumst við þess bæði að klukkan er orðin margt og tími til kominn að halda heim. Kveðjumst og höld- um út í myrkrið og hríðina sem byrgir sýn til þeirra stjarna sem Helgi segir vera þær einu sem ís- lendingar geti átt. iáliíII» - ^ % |;'f i 1 ^ %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.