Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 5
C 5 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 fólk. Á síðasta ári gerðum við á milli fimmtíu og sextíu kannanir, flestar litlar.“ Stærstur hluti kannana Skáís eru fjölmiðlakannanir og stjórnmála- kannanir. Markaðskannanir eru einugis lítill hluti starfseminnar. Lögð er áhersla á að vinna kannan- irnar fljótt. Bragi segir mögulegt að niðurstöður könnunar, sem beðið er um á fimmtudegi eða jafnvel föstudegi, sé skilað á mánudegi. Úrtak Skáís er oftast 700-800 manns. Svarprósentan er um 85% ef símaskráin er notuð og svipuð þegar úrtakið er úr þjóðskrá. Þá notar Skáís um 15% varamannaúr- tak, sem er valið á sama hátt og venjulegt úrtak. Bragi segir að með árunum hafi yfirsýn sín yfir þjóðfélagið aukist. Því lengur sem hann vinni við gerð kannana, því auðveldara eigi hann með að spá í niðurstöður kannan- anna. „Ég bíð alltaf spenntur eftir niðurstöðunum, þó vissir hlutir séu hættir að koma mér á óvart, saman- ber vinsældir Steingríms Her- mannssonar. Mér fínnst allar skoð- anakannanir spennandi, sérstak- lega pólitískar. Þingmenn og pólitíkusar eru ekki síður spenntir og eru alltaf að hlera niðurstöðurn- ar.“ — En er mark takandi á skoð- anakönnunum? „Mjög mikið, en því má ekki gleyma að þær eru ekki spá, þær eru vitnisburður um skoðanir fólks á því augnabliki sem spurt var. Menn verða líka að skilja það, að þegar fólk segist vera óákveðið, þá hefur það ekki gert upp hug sinn. En auðvitað er fylgni milli skoðana þeirra sem hafa tekið ákvörðun og þeirra sem eiga það eftir.“ Þegar Bragi er spurður hvort hægt sé að kanna allt, svarar hann spurningunni játandi og er greini- lega skemmt. „Já, það er hægt að 1 bera sig eftir því, en það er óvíst hversu áreiðanlegar sumar slíkar kannana yrðu,“ segir hann hlæj- andi. Og ekki er honum minna skemmt þegar hann er spurður hvort hann hafi lént í úrtaki hjá sjálfum sér. „Ekki ennþá, en ég var einu sinni í úrtaki hjá Félagsvís- indastofnun. Ég tók að sjálfsögðu þátt í því og myndi einnig gera það, ef við sjálfir ættum í hlut.“ ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON GALLUP Skoðanakannanir eru ný leið til að auka lýðræði HVASSEYGUR RÁNFUGL á trjádrumbi frá Svalbarða og annar á bókaskápnum; það er harla óvenjulegt stássið á skrifstofu Ólafs Arnar Haraldssonar, sem á og rekur Gallup á íslandi. Ólafiir er mikill áhugamaður um skotveiði, þó hann hafi ekki skotið fuglana sjálfur. Segist eiga enn fleiri uppstoppaða fugla heima. Útivist og ferðalög eiga hug hans utan vinnutíma, svo og fjölskyldan; eiginkonan Sigrún Richter og synirnir þrír. Ölafiir er landfræðingur, menntaður í Bretlandi. allup á íslandi var stofnsett árið 1987 og er alíslenskt fyrirtæki. Það er aðili að Gallup International og hefur einkaleyfi fyrir Gallup hér- lendis. Samtökin eru 40 ára og sjálf- ur er Ólafur enginn nýgræðingur í faginu. Hann var áður fram- kvæmdastjóri hjá Hagvangi í sex ár. Auk þess að gera skoðana- og markaðskannanir býður Ólafur ráð- gjöf í markaðsmálum. „Rekstur Gallup er mjög svipaður og hjá öðrum fyrirtækjum í sama fagi. Við erum með spumingavagna, sem við keyrum í gegn mánaðarlega. Úr þeim fáum við fastar upplýsingar sem hægt er að gerast áskrifandi að. Það er ákaflega mikilvægt til að fá samanburð á milli mánaða. Svo er einnig hægt að sérpanta spurningar í vagninn, sem enginn annar aðili fær aðgang að. Áskrift á mánuði kostar um 20.000 en sér- pantaðar spurningar 30.000 sú fyrsta og 20.000 næstu að við- bættum 12% söluskatti. Kostirnir við áskrift er verðið og fjöldi fólks sem spurður er, 8.000-9.000 manns á ári, en ókosturinn er að áskrifand- inn situr ekki einn að upplýsingun- minni hættu á skekkjufrávikum. Einstaklingurinn hafi of mikil áhrif í of litlum úrtökum. „Áreiðanleiki úrtakanna eykst hratt upp í 1500 en mun minna eftir það. Munurinn á áreiðanleika 1000 manna og 1500 manna úrtaka er til dæmis mun meiri en á 1500 og 2000 manna.“ í dæmigerðri könnun fara nokkrir dagar í að semja, allt eftir efni og umfangi. Um það bil vika fer í að hringja og við það vinna um 25-30 spyrlar. Síðan fer það allt eftir hversu nákvæmar upplýsingar menn vilja hve langan tíma úr- vinnslan tekur, frá fimm dögum upp í ár. „Við viljum gera stórar, vand- aðar og veigamiklar kannanir. Þannjg hafa þjónustukannanirnar fræðilegt gildi en það skiptir okkur miklu. Einn þáttur í okkar samning- um er sá að við megum nýta okkur niðurstöðurnar í fræðilega þættin- um í starfseminni. Fáir leggja kapp á að einoka upplýsingar. En margar þjónustukannanirnar eru mjög ein- faldar og hafa þá sjaldnast nokkra áhugaverða punkta.“ En tekur almenningur svo mark á könnunum? „Já, ég held að fólk geri það og flestar kannanir eru í lagi. Það er hægt að plata fólk með könnunum en þá rís oft einhver upp og mótmælir enda er mjög alvarlegt að birta rangar eða villandi upplýs- ingar úr könnunum. Fúskarar hætta mannorði sínu og viðskipta- örygggi og slíkt veitir aðhald. En það er ekkert sem tryggir að ein- staka mistök eigi sér ekki stað og slíkt hefur komið fyrir. Það er mikill vöxtur í gerð kann- ana. Nú vinna fimm manns í fullu starfi hjá okkur auk spyrlanna. Ég prófa gjarna spurningalistana sjálf- ur; hringi í nokkur fyrstu skiptin til að athuga viðbrögð og orðalag." Fá þeir sem gera kannanir skýr- ari mynd af þjóðinni? „Sú mynd sem spyrlarnir fá af svörum í könnunum er mjög villandi. Þeir fá enga heild- armynd af niðurstöðum og því er ekkert að byggja á því sem þeir segja. Það er viss trygging fyrir viðmælendurna. Ég tel ekki traust að taka púlsinn á þennan hátt. En kannanir hafa vissulega haft áhrif á skoðanir mínar. Þekking mín hef- ur aukist, afstaða mín til ýmissa mála hefur breyst og sjóndeildar- hringurinn víkkað. Eg hef mikla ánægju af minni vinnu. Hún er um eitt og hálft starf en kannanir okk- ar benda til þess að það sé meðal- vinnutími íslendings,“ segir Stefán og kímir. Hann hefur um nokkurt skeið aflað sér upplýsinga um lífsskoðan- ir íslendinga. Þegar hann er spurð- ur hvernig honum virðist meðal ís- lendingurinn kemur nokkurt hik á hann. Segir hann vera með flókna lífsskoðun og hugur hans beinist til margra átta. Sjálfur segist Stef- án ekki meðal íslendingur. „Ja, ég er Keflvíkingur og Dalamaður í bland, kannski er það forskriftin að meðal íslendingnum. Skoðanir mínar eru sumar langt til vinstri og aðrar langt til hægri. Bæði nú- tímalegar og hefbundnar." Stefán segist hafa einum tvisvar sinnum lent í úrtaki hjá öðrum en aldrei hjá sjálfum sér. „Ef ég lenti í úr- taki myndi ég ekki svara, ég er allt of viðriðinn viðfangsefnið." Morgunblaðið/Bjarni „Konur eru að jafnaði betri sj)yrlar,það er alþjóðleg reynsla." Ólafur Órn Haraldsson hjá Gallup á íslandi í hópi spyrlanna, sem eru í meirihluta konur. manns á aldrinum 15-70 ára eru spurðir í hverju úrtaki, sem er tek- ið úr þjóðskrá með leyfi tölvunefnd- ar. „Áldurinn fimmtán til átján ára er ákaflega mikilvægur, þegar at- huga á daglega neyslu og við leggj- um áherslu á að hafa hann með.“ Sjálfur segist Ólafur aldrei hafa lent í úrtaki hjá Gallup. „Ég veit ekki hvað ég myndi gera, hef hrein- lega aldrei hugleitt það.“ Spurningarnar semur félags- fræðingur og Gallup hefur áhrif á hvernig spurningarnar eru orðað- -ar.„Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að spyija um. Það er ekki hægt að spyija um sem fólk hefur hvorki vitneskju um né áhuga á að vita. Heldur ekki mjög nærgöngulla spurninga. Enda hafa fæstir áhuga á slíku. En það er hægt að kanna viðhorf fólks. Skoðanakannanir og birting þeirra er ný leið til að kynn- ast skoðunum almennings og auka lýðræði. Stjómmálamenn, stofnanir og fyrirtæki geta betur þjónað al- menningi ef þau geta kannað hug hans. Ég tel kannanir gefa mjög rétta mynd af viðhorfum almennings í landinu enda eru fáir eins fúsir til að svara og íslendingar. Ég reiði mig á niðurstöður kannana, þær eru áreiðanlegri núna enda búum við sem þær gerum yfir miklu meiri reynslu en áður. Þess verður þó að gæta að kannanir segja ekki alla söguna þó þær gefi sterkar visbend- ingar. Því verður að fara gætilega í að draga of víðtækar ályktanir af þeim.“ Ölafur segir eftirminnilegustu könnunina sem hann hefur staðið að vera könnun á gildismati Íslend-N inga sem var gerð 1984. „Hún stendur að mörgu leyti upp úr öllum könnunum sem gerðar hafa verið hérlendis að efni og gerð. Niður- stöður hennar voru bornar saman við sambærilegar kannanir erlendis og það jók gildi hennar verulega.“ Ólafur jánkar því að í starfi sínu hafi hann púlsinn á íslensku þjóð- félagi. I könnunum sé spurt um svo margt sem viðkomi daglegu lífi al- mennings. Sér virðist sem hinn al- menni Islendingur sé bjartsýnn, vel upplýstur, stoltur fyrir sína hönd og þjóðarinnar og hafi ákveðnar skoðanir á þjóðmálum. Fyrstu hringingar í hverri könn- un, svokallar prufuhringingar, hringir Ólafur sjálfur og er langoft- ast við á meðan spyrlarnir hringja út. Það segir Ólafur nauðsynlegt ef vafaatriði komi upp. „Þetta er fyrst og fremst spurning um góð samskipti. Almenningi má ekki mislíka við okkur, því án velvilja hans er ómögulegt að gera kannan- ir.“ Vagnamir eru stærsti hluti starf- seminnar, en svo era sérstakar kannanir einnig dágóður hluti. Það tekur fjóra til fimm daga að keyra spurningavagn og niðurstöðum er hægt að skila tveimur til þremur dögum síðar. Fastir starfsmenn Gallup eru tveir og spyrlarnir á bil- inu fimmtán til tuttugu. Stærstur hluti þeirra eru konur og flestar þeirra starfa sem kennarar. „Konur eru að jafnaði betri spyrlar, það er alþjóðleg reynsla. Þeim gengur bet- ur í viðtölum, þær tala skýrar og fólk á síður von á hrekkjum frá þeim. Spurningarnar geta oft á tíðum verið viðkvæmar, sbr. eyðni- könnun, þar sem við spurðum fólk um viðhorf þess til smitaðra, vitn- eskju um smitleiðir og hvort þáð hefði breytt kynlífsvenjum sínum. í slíkum tilfellum skiptir miklu máli að spyrillinn veki traust. Við gætum fyllsta trúnaðar, spyrillinn má ekki þekkja þann sem hann spyr og um leið og könnun lýkur eru öll gögn eyðilögð. Það má ekki vera mögulegt að rekja svörin til þeirra sem eru spurðir. Einnig skiptir máli að þeim sem svarar, sé ekki haldið of lengi í síma, tutt- ugu mínútur eru hámark. Yfirleitt ^er spurt í átta til fimmtán mínútur.“ Spurningavagnarnir innihalda mest fimmtíu spurningar. 1000 „Spyrlarnir fá enga heildarmynd af niðurstöðum og því er ekkert á því að byggja sem þeir segja um þær.“ Stefán Ólafsson, lengst til vinstri, í hópi samverkamanna sinna hjá Félagsvísindastofnun Háskólans vitað sé ekki hægt að kanna alla hluti. Ekki sé hægt að leggja spum- ingar fyrir fólk, sem ofbjóði sið- ferðiskennd þess. Þá sé heldur ekki fr....... Morgunblaðið/Bjarni hægt að spyija um atriði sem fólk hafi engar forsendur til að vita nokkuð um. „Það er til dæmis lítið vit í að spyija fólk hvort það sé hlynnt eða andvígt kaupleigusamn- ingum, þar sem fæstir vita um hvað málið raunverulega snýst. Hins veg- ar er hægt að kanna vitneskju og áhuga fólks fyrir og eftir kynning- arherferð. í hveiju úrtaki eru 1500 manns. Ástæðu þess segir Stefán vera

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.