Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 38
38 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 ÆSKUMYNDIN . . . ERAF EINARIMÁ GUÐMUNDSSYNIRITHÖFUNDI- Fótbolti, rokkogfram- úrstefnulegur klæðnaöur Hann var liðtækur knattspyrnumaður sem dreng- ur og hélt myndlistarsýningu í útstillingarglugga tískuverslunarinnar Faco tólf ára gamall. A ungl- ingsárunum átti rokkið hug hans allan og telja æskuvinimir að hann hafi jafnvel ætlað sér feril sem rokksöngvari. Einar Már Guðmundsson fædd- ist í Reykjavík 18. september 1954, annar í röðinni af ijórum bömum Önnu Pálmadóttur, full- trúa og Guðmundar Guðmunds- sonar, leigubílstjóra. Anna segir Einar hafa verið ósköp gott og Ijúft bam, mikinn vin vina sinna og dálítinn prakk- ara. Hann var forvitinn og fróð- leiksfús og mikið fyrir að spjalla ’ við fullorðna fólkið. Sjálfstæður og athafnasamur og fór sínar eig- in leiðir. í sunnudagsbíltúmm fjöl- skyldunnar þegar Einar var sex ára kom í ljós að hann þekkti alla markverðustu staði borgarinnar og þegar gengið var á hann um hveiju það sætti kom í ljós að hann og félagi hans fóm með strætó og skoðuðu bæinn hvenær sem þeir eignuðust pening. Anna segist ekki hafa orðið vör yið það að Einar skrifaði sögur sero.bam, en hins vegar hafi hann bætt sér upp það sem honum þótti ábótavant í tilvemnni með því að skapa í huga sér eigin heim þar sem hlutirnir vora meira að hans skapi og hann hafði stjóm á þeim. Friðrik Þór Friðriksson, kvik- myndagerðarmaður, kynntist Ein- ari í níu ára bekk í Vogaskóla. Hann segir lífið hafa gengið út á fótbolta, fótbolta og aftur fótbolta á þessum ámm og hafi Einar ver- ið mjög Iiðtækur knattspymumað- Einar Már 5ára. Matrósaföt eins og hefðin bauð, framúrstefnan ekki komin til. ur. Þegar nær leið unglingsárum tók rokkið að skipa stærri sess og átti þá hver sína uppáhaldshljóm- sveit sem hann varði með oddi og egg. Einar var ákafur aðdáandi hljómsveitarinnar Traffic og átti til að stökkva upp á borð í skóla- stofunni og taka eitt Traffíc-lag í frímínútum. Þótti hann ná því með afbrigðum vel og til marks um það segir Friðrik að skólastjórinn hafi eitt sinn átt leið framhjá stofunni meðan á söng Einars stóð og kall- að með þjósti „slökkvið á útvarp- inu.“ Um skeið var Einar meðlimur í bílskúrsbandinu Matchbox, lék á Mackintosh-dollur sem plast var strengt yfir og söng. Klæðaburður skipti miklu máli í rokkbransanum og 13 ára gamlir fóm þeir Einar og Öm D. Jónsson, félagsfræðing- ur, í tauverslun og keyptu kínverskt gardínuefni, skærgrænt og rautt með drekamynstri, sem þeir létu sauma sér úr jakka í stíl við þá sem Bítlarnir klæddust á umslagi Sergeant Pepper plötunn- ar. Þeir félagar mættu svo kot- rosknir í jökkunum á ball á Fríkirkjuveginum milli 3 og 6 á sunnudegi og vöktu óskipta at- hygli. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON_ Bæði má þar brugga og sjóða brennivín og rétti góða Menn hafa. lengi dáðst að Viðeyj- arstofu. í lofkvæði stendur m.a: „Ramm- lega byggt af rekkum slyngum, reiknast furðuverki nær.“ og ennfremur: „Bæði má þar brugga og sjóða brennivín og rétti góða.“ í dag er þama veitingastaður. Árið 1968 eignaðist íslenska ríkið Viðeyjarstofu og aðliggjandi land. Það var Bjami Benediktsson sem beitti sér fyrir kaupunum og var það áform hans og Kristjáns Eld- járns, þáverandi þjóðminjavarðar, að endurreisa stofu og kirkju og yrði því lokið á afmælisári íslands- byggðar, 1974. Framkvæmdir gengu þó hægar en skyldi vegna ijárskorts og þegar afmælisárið leið án þess að viðgerð- inni væri lokið lagðist vinnan að mestu leyti niður. Reykjavík varð tvö hundruð ára, 18. ágúst 1986, íslenska ríkið gaf í rausnar- skap sínum afmælis- barninu Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju. Reykvíkingar tóku vel við gjöfinni og 18. ágúst á síðasta ári vom þessir þjóð- ardýrgripir aftur teknir í notkun. Nú er Viðeyjarstofa veitingstað- ur og þar em einnig móttökur og ráðstefnur. Eflaust eiga margir les- endur Morgnnblaðsins eftir að leggja leið sína til Viðeyjar og í Viðeyjarstofu. Það er mál manna að vel hafi tekist til með endurreisn hússins, það er fróðlegt að skoða myndir sem Ólafur K. Magnússon tók þar árið 1968. STARFIÐ SMÁRl ÚLFARSSON SKERPARI Smári Úlfarsson skerpari Borgarsigað endurvinna „Það er eðlilegast að kalla þetta endurvinnslu“ segir Smári Úl- farsson skerpari um starf sitt. Hann rekur verkstæði sem sér- hæfir sig í skerpingu ýmissa hluta fyrir málmiðnað, svo sem sagarblaða af öllum stærðum og gerðum. > Eg er með fjórar vélar, þijár sérhæfðar fyrir stór og lítil sagarblöð og fleira, og eina alhliða slípivél“ segir Smári. „Það em mest blikksmiðjur og jámsmiðjur sem leita til mín, enda hef ég unnið mikið í því að kynna mína starfsemi á slíkum stöðum." f Smári segir það hafa kostað mikla vinnu að fá fólk til að láta skerpa hlutina og endurvinna í stað þeás að fleygja þeim, en þeir sem byiji að notfæra sér þjónustu hans haldi því áfram og það sé alltaf að aukast að reynt sé að gera hlutina upp. „Endurvinnsla virðist ekki hafa verið í tísku fram að þessu“ segir Smári, „en ég held að menn séu famir að velta meira fyrir sér að nýta hlutina til fulls í stað þess að stökkva til og kaupa nýtt, enda er endurvinnslan gjaldeyrisspar- andi.“ ÞETTA SÖGÐU ÞAV ÞÁ... Haraldur Steinþórs- son fyirum framkvæmda- stjóri BSRB. Haraldur Steinþórsson talaði læst Sagði hann að áður fyrr hefðu andstæðingar KFÍ (Kommúnistaflokkur íslands) kom- ið á skemmtanir hans til þess að eyðileggja þær, en nú kæmu félag- ar flokksins og ÆF (Æskulýðs- fylkingin, samband ungra sósía- lista) og yllu engu minni skandala en andstæðingamir hefðu gert áð- ur. Fundaigeið fyrir félagsfúnd í Æskulýðsfylkingunni í Reykjavík, 12. nóvember 1942. BÓKIN Á NÁTTBORDINU Eg er að lesa bókina um Bríeti Bjamhéðinsdóttur, Strá í hreið- rið. Þetta er afskaplega merkileg bók sem varpar ljósi á stöðu kvenna fyrr á árum og það er fengur að hverri bók sem fræðir okkur á því sviði.“ Herdís Egilsdóttir kennari A Eg var að enda við að lesa Stúlk- una á bláa hjólinu, allar þijár bækurnar í einum rykk og er nú hálf eftir mig. Þetta em þó góðar bækur. Ég hef mjög breiðan smekk á bókum, ríf í mig alls konar lesn- ingu en verð að lesa nokkrar síður á hveijum sólarhring." PLATAN ÁFÓNINUM Ingimar Sigurðsson lögfræðingur Eg var að fá í gær plötu með messu eftir Micael Haydn, bróður snillingsins Jóseps Haydn. Micael var organisti í Salzburg á sinni tíð og samdi nokkurtónverk." Friðrik Friðriksson markaðsstjóri A Eg var síðast að hlusta á Kristj- án Jóhannsson syngja aríur á nýju plötunni. Ég er mjög hrifinn af honum. Ég hef dálítið óvanaleg- an tónlistarsmekk, hlusta á klassík, djass, trúbadúra og „ryðgað" rokk.“ MYNDIN ITÆKINU Eg horfi nú mest á hestamyndir af myndböndum. Nýlega setti ég í tækið myndband sem tekið var í göngum og réttum norður á heið- um fyrir tveimur árum. Þar á und- an horfði ég á Evrópumót hesta í Austurríki." Þorsteinn Gauti Sig- urðsson píanóleikari Síðast horfði ég á upptöku af leiknum Ísland-Pólland og skemmti mér stórkostlega. Þar á undan var það gamli vestrinn The Good, the Bad and the Ugly með Clint Eastwood.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.