Morgunblaðið - 12.03.1989, Page 17

Morgunblaðið - 12.03.1989, Page 17
MlORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUK /12: IMARZ(1989 OC 347 REYKJAVÍK Á RKIKI Höfuðstaðurinn færist til í nýjasta Almanaki Háskóla ís- lands og Þjóðvinafélagsins fær- ir Þorsteinn Sæmundsson stjamfræðingur fyrir því rök að hnattstaða Reykjavíkur í almanakinu sé ekki fullkom- lega rétt. I Almanakinu hefur hnattstaða Reykjavíkur verið talin 64 gráður 08’,4 norðlægrar breiddar og 21 gráða 55’,8 vest- lægrar lengdar. Á Skólavörðu- holtinu, 35 metrum norðaustan við Leifsstyttuna, er steinstólpi sem danskir mælingamenn reistu sumarið 1900 þegar þeir gerðu þar nákvæmar stjömu- fræðilegar hnattstöðumæling- ar. Þessi stólpi mun hafa verið eins konar homsteinn í allri kortagerð af Islandi næstu fimmtíu árin. Niðurstaða mælinganna á Skólavörðuholtinu árið 1900 var sú að hnattstaða mælistað- arins væri 64 gráður 08’31“,88 Nog21gráða55’51“,15V. Reiknað í tíundu hlutum úr bogamínútu gefa þessar tölur hnattstöðuna 64 gráður 08’,5 N og 21 gráðu 55’,9 V sem em ekki nákvæmlega sömu tölur og miðað hefúr verið við. Þótt þessi munur sé lítill svarar hann til þess að viðmiðunar- punktur almanaksins sé um 250 metrum sunnan við mælistöpul- inn við gatnamót Barónsstíg og Eiríksgötu. En í grein Þorsteins Sæmunds- sonar í almanakinu er getið um fieira. Sumarið 1955 gerði danska landmælingastofiiunin sljörnufræðilegar hnattstöðu- mælingar á sex stöðum á ís- landi. Með hliðsjón af landmæl- ingum milli staða má draga þá ályktun að vestlæg lengd stöp- ulsins á Skólavörðuholtinu hafi verið ofmetin um á að giska 13 bogasekúndur. Sé þetta rétt ályktað er staðsetning stöpuls- ins og þar með Reykjavíkur 180 metmm austar en áður hefiir verið talið. Viðmiðunarpunktur almanaksins er þá um 280 metra suðsuðvestan við stöpul- inn, nálægt mótum Sjafiiargötu og Mímisvegar. Til þess að geta með réttu sagt að stöpullinn á Skólavörðuholtinu sé viðmiðun- in ætti hnattstaða Reykjavíkur að vera 64 gráður 08’,5 N og 21 gráða55’,6 V. Þorsteinn Sæmundsson sagði Morgunblaðsmanni að Reyk- víkingar hefðu æma ástæðu til að heiðra og vemda þennan fasta punkt í tilvem borgarinn- ar. Hann vill að stólpinn verði friðaður og á hann settar merk- ingar þar sem vegfarendum verði gerð grein fyrir tilurð og þýðingu stólpans. Þorsteinn hefiir haft samband við Ragn- heiði H. Þórarinsdóttur borgar- minjavörð og hefur málið hlotið góðar undirtektir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorsteinn Sæmundsson vill friða 64 gráður 08’,5 N og 21 gráðu 55’,6 V. Geographic. Þegar hann kynnti þessa vörpun fyrst 1963 var ég nemandi hans og hann sýndi stúd- entum sínum hana. Robinson er einn þekktasti og virtasti land- fræðiprófessor Bandaríkjanna og á þessari öld og frábær kennari í kortagerð." Landfræði til öndvegis í fyrra varð Landfræðifélagið, National Geographic, hundrað ára og hélt m.a. upp á afmælið með því að gefa út nýtt heimskort. — En jafnframt lýsti félagið þeim ásetningi sínum að: „Veija veruleg- um fjármunum til að endurreisa landfræði í bandarískum kennslu- stofum. í því átaki hafa kort og hnattlíkön úrslitaþýðingu.” — Og fyrir valinu varð kortvörpun Arth- urs H. Robinsons. Félagsmönnum þykir lausn Robinsons vera besta málamiðlunin milli lögunar og flat- armáls, t.d. eru Sovétríkin og Kanada ekki jafn fyrirferðarmikil og áður var. Þess má geta að ís- land virðist nokkuð teygt frá austri til vesturs á hinu nýja korti félags- ins. Bandaríska vikuritið Time gerði þessi tíðindi að umtalsefni 7. nóv- ember á síðasta ári. Tímaritinu þótti fræðsluátak landfræðifélagsins í hæsta máta tímabært; nýleg Gall- up-könnun sýndi að þrír af hveijum tíu Bandaríkjamönnum þekktu ekki norður frá suðri á korti. — En vikuritinu þykir ekki síður til um þá fregn að Sovétríkin séu „minni“ eftir en áður. Að vísu að- eins á korti. En á hinn bóginn er skynjun manna og tilfinning fyrir fjarlægum löndum æði oft háð landakortunum. Time telur að við- urkenning National Geographic Society geti haft verulegt fordæm- isgildi í gerð ýmissa heimskorta. Ekki er ótrúlegt að mörgxim Banda- ríkjamönnum þyki nú „andstæðing- urinn í austri“ ekki lengur jafn stór og ógnvænlegur. Lítum niður á aðra Sú hugmynd að jörðin sé hnött- ótt er gömul og komin frá Fom- Grikkjum. En á miðöldum þóttust menn samt vita að hún væri flöt eins og pönnukaka. Það kom líka ágætlega heim og saman við „reynsluheim" manna og kvenna. Sannkristnir menn vissu ennfremur að miðja veraldarinnar var í Jórsöl- um, þ.e.a.s. Jerúsalem. En svo sættu menn sig að lokum við þá tilhugsun að jörðin væri kúla sem hægt væri að sigla umhverfis. Með auknum siglingum á fimmt- ándu og sextándu öld og landafund- um hljóp fjörkippur í kortagerð. Evrópubúar voru að uppgötva heim- inn. Þeir fundu til „yfir“-burða sinna. Ein afleiðing þessa í korta- gerð varð sú að Evrópa var og er á flestum heimskortum ofarlega fyrir miðju; við Norðurálfubúar get- um því litið niður á önnur lönd og þjóðir. Sumum kann að finnast þetta sjónarhorn ýta undir ranghugmynd- ir um yfirburði norðurhvelsins og einnig gefi miðlæg staða Evrópu ranga hugmynd um mikilvægi þessa svæðis. Samt sem áður er næsta ólíklegt að þetta breytist. Rökin eru ekki einungis söguleg, heldur einnig hagnýt og fagur- fræðileg. Lengdarbaugar jarðarinnar voru merktir út frá Greenwich ekki fjarri London en af augljósum raunvís- indalegum ástæðum varð viðmiðun- arlína breiddarbauganna, miðbaug- urinn, að liggja miðja vegu milli norður- og suðurpóls. Eins og kunn- ugt er skerast miðbaugurinn, 0- breiddarbaugur og 0-lengdarbaug- urinn í Gíneuflóanum sunnan við Afríkuríkið Ghana og þar er al- gengt að hafa miðju heimskorta. Ef sýna á hnattlaga jörð á slétt- um fleti verður ekki hjá því komist að gera „uppskurð". A flestum heimskortum í dag er þetta gert eftir 180. lengdarbaug (alþjóðleg daglína) sem liggur nokkuð vestan við Beringssund. Þótt „smáhluti" Sovétríkjanna sé sniðinn frá, er komist hjá því að brytja heilu meg- inlöndin í sundur. National Geographic Society hef- ur umtalsverð áhrif á heimsmynd manna. Þó er líklegt að margir ís- lendingar taki nýjasta staðalkorti félagsins með fyrirvara; sjávarklett- urinn Rockall er þartalinn breskur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.