Morgunblaðið - 12.03.1989, Síða 14

Morgunblaðið - 12.03.1989, Síða 14
e8er sham .sr HUDAOUVíWJg qiqajsviuohom MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR Í2. MARZ 1989 Electrolux Seljum útlitsgallaða kæli- og frystiskapa með verulegum afslætti! Vörumarkaðurinn KRINGLUNNI SÍMI 685440 Barna- og unglingavika 12.-18. mars 1989 Tónabær kl. 20.00. Tómstundir — pallborð unglinga. Gerðuberg ki. 20.00. Jafnrétti til nóms. Vitinn — Hafnarfirði kl. 20.00. Dagvistarheimili — Menntastofnun! Sóknarsalur kl. 20.00. Tómstundir barna og unglinga. Gerðuberg kl. 20.00. Samvera fjölskyldunnar. Bandalag starfsmanna ríkis og baeja, Alþýðusamband íslands, Kennarasamband íslands, Félag bókagerðarmanna. Bandafag hóskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, Starfsmannafélaa ríkisstofnana, Fósturfélag íslands, Sókn, Hio íslenska kennarafélag, loja Nýr Goðasteinn Bókmenntir Erlendur Jónsson GOÐASTEINN. _ Héraðsrit Raneræinera. 1. árv. Útg. Rangár- vallasýsla. 1988. Ritið Goðasteinn kom út í ára- tugi undir stjóm Jóns R. Hjálmars- sonar og Þórðar Tómassonar. Nú hefur nýtt rit undir sama nafni hafið göngu sína, og þó tengt hinu fyrra. Jón og Þórður eru eftir sem áður í ritnefnd en ábyrgðarmaður er Friðjón Guðröðarson sem áður stýrði ársritinu Skaftfellingi. Eins og fyrri Goðasteinn er þessi nýi helgaður þjóðlegum fróðleik. En jafnframt er hann samtímaannáll þar sem raktir era helstu atburðir sem gerst hafa það árið í sýslunni og að því leyti er hann sniðinn eft- ir Skaftfellingi. Eitt hið síðasta sem Friðjón Guð- röðarson skrifaði í Skaftfelling var vörn fyrir sýslunefndirnar sem þá var ákveðið að leggja niður. Hér ritar hann eins konar eftirmæli þessa rösklega hundrað ára gamla stjómtækis héraðanna. »Það er,« segir hann, »bjargföst sannfæring mín að þessi kollsteypa í héraðsmál- um var með öllu óþörf, og hún er unnin í andstöðu við allan þorra fólks í dreifbýli á íslandi.« Margur hefur næma tilfinning fyrir upprana sínum og þá er sýslan V í kingasýningin List og hönnun Bragt Ásgeirsson Það hefur víst ekki farið framhjá mörgum, að eins konar víkinga- veisla er á fullu í sýningarsölum Norræna hússins svo og í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýningin er í heild sinni einn af meiriháttar menningarviðburðum í langan tíma, þótt ekki sé hún mik- il að vöxtum miðað við ævintýralega sýningu („Vikingeme i England"), sem sá er hér ritar, skoðaði sumar- ið 1981 í viðauka þjóðminjasafnsins danska í Brande, í nágrenni Kaup- mannahafnar. En vitaskuld hefur verið erfið- leikum bundið að fá jafn viðamikla sýningu og slíka hingað, þar sem skortir sérhannað húsnæði. Þó held ég, að Kjarvalsstaðir hefðu verið mun heppilegri kostur fyrir þessa afmörkuðu sýningu frá uppgreftrin- um í Jórvfk, en að skipta henni á þennan hátt í tvo hluta. Sýningin er þó eiginlega ekki stærri en svo, að í náinni framtíð ætti að stefna að þvi að koma upp slíkri deild við Þjóðminjasafnið, þótt ekki væri nema fyrir ræktarsemi við forfeður okkar og ekki þurfa allir hlutir að vera ekta fomminjar, því að vandaðar eftirlíkingar, teikn- ingar og ljósmyndir segja hér heil- mikla sögu og er hér í sjálfu sér ærið verkefni fyrir okkar dugmiklu myndlistarmenn og hönnuði. Það skortir nefnilega töluvert á að sum- ar skýringarmyndimar haldi í við munina, sem til sýnis eru, um list- rænt handbragð — til þess era þær full stífar og stirðbusalegar, þótt vafalítið teljist þær gildar með rit- uðu máli. Hér skortir mjög á list- ræna útfærslu og skynræna lifun, sem voru aðall víkinganna. Og að ekki stærri sýning skuli teljast slíkur viðburður, bregður einmitt skýru ljósi á vanmátt okkar og van- rækslu um rækt við ýmsar hliðar þjóðarsögunnar, en kannski er það einmitt kostur framkvæmdarinnar og mikilvægi. En hér er auðvitað lítið hægt að gera, ef fjármagn er ekki fyrir hendi, sem jafnan er af skomum skammti um slíkar framkvæmdir en kannski væri hægt í tilefni sýn- ingarinnar að stofna eins konar víkingasjóð — hefja fjársöfnun til styrktar sérstakrar deildar innan Þjóðminjasafnsins. Ekki væri ónýtt að stofna hér til fyrstu deildar, sem yfirhöfuð hefur verið sett upp í heiminum, sem sérstaklega tæki fyrir listræna þáttinn hjá víkingun- um. Á ég hér við gerð vopna þeirra og verja, skipasmíðar, hönnun húsakynna, klæðnaðar og skarts, með áherslu á hugmyndafræði Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! ptí>ri0iiwl>Iahl^ tímanna. Mér er nefnilega ekki kunnugt um, að þetta hafi verið gert né kannað ofan í kjölinn þótt vafalítið séu til myndskreyttar bæk- ur um þennan þátt sérstaklega. Þó er meira en líklegt að ýmsir séu á haus í slíkum rannsóknum og þá einkum eftir hina miklu fundi í Jórvík og í Danmörku á síðustu árum. Einnig stendur það okkur nær að rannsaka enn frekar ferðir víkinganna og þá einkum á vestur- veginn og gera grein fyrir niður- stöðum í Þjóðminjasafninu, svo út- lendir megi skoða og láta sannfær- ast. Athygli manna hefur sívaxandi mæli beinst að tímabili víkinganna og ævintýralegan þátt þeirra í sög- unni. Áhuginn er og slíkur og bið- raðir era fyrir utan sýningar á sögu þeirra hvarvetna (nema Islandi!) og skyldi það vera nema tímaspurs- mál, hvenær Metrópolitan-safnið í New York setur upp sýningu á þess- um þætti sögunnar, sem vafalítið vekti heimsathygli og hlyti aðsókn eftir því? Þeir eru nefnilega naskir þar vestra að draga fram hið list- ræna í menningarlífi fomaldarinnar og setja upp glæsilegar sýningar er leggja áherslu á þá þætti. Við hér á íslandi verður víst að bíða eftir, að biðraðir myndist fýrir framan slíka stórviðburði, þangað til að slíkt hafi skeð, og uppljómun- arstimpillinn þarmeð fenginn — því miður. Ég vek hér sérstaka athygli á hinu listræna handverki, sem má ótvírætt telja undirstöðu velgengni víkinganna — þeir voru og mótunar- listamenn út í fíngurgóma svo sem skip þeirra, vopn og verjur, stein- högg, skart og peningar, svo og hönnun almennra brúkshluta er til vitnis um. Sigra sína unnu þeir með skipulagningu í hemaði og bar- dagafimi, bomir áfram af óvenju- legri ævintýraþrá ásamt viljanum til að vera frjálsbomir, sterkir menn og engum háðir. Grimmdin var vafalítið engu meiri en tíðkaðist í hemaði á þeim tímum og snöggtum minni en í dag. Mikilvægast er, að þeir vora ein- stakir afburðamenn á flestum svið- um um sína daga og þannig skal þeirra minnst og þannig skulu þeir metnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.