Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MAIMMLIFSSTRAUHflAR SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 C 11 LÆKNISFRÆÐI/Dýr? leikfang eba dýrmcett lækningatcekif banka til að lána útlendum aðilum í erlendri mynt, og heimild fyrir fyrirtæki til að geyma gjaldeyris- tekjur tímabundið á erlendum reikningi. Loks er lagt til að við- skipti með erlend verðbréf verði heimiluð og að erlendum aðilum verði heimiluð kaup á hlutabréfum í innlendum fyrirtækjum. Telur norræna ráðherranefndin að ríða beri net upplýsinga milli hlutabréfa- markaða Norðurlandanna og tengja þá þannig saman. Enda þótt hér sé um umfangs- miklar breytingar að ræða tekur ráðherranefndin fram, að þær séu lágmark þess sem gera eigi. Aform- ar nefndin að taka út stöðu mála áður en næsta ár er á enda og hugsanlega bæta við þessa upptaln- ingu. Efnahagsáætlun Norðurlanda 1989—1992 gerir jafnframt ráð fyrir auknu fijálsræði á sviði fjár- málaþjónustu. í áætluninni kemur fram að ráðherranefndin telur að markmiðið í því efni eigi að vera að fjármálafyrirtæki frá löndum OECD hafi rétt til að starfa á Norð- urlöndum. Álítur ráðherranefndin að löggjöf á Norðurlöndum eigi að taka mið af reglum Evrópubanda- lagsins á þessu sviði. Undirbúningur Norðurlandanna að auknu fijálsræði á sviði fjár- magnshreyfinga og fjármálaþjón- ustu er mislangt á veg kominn. Danir hafa þegar fellt brott öll höft á gjaldeyrisviðskipti og heimilað erlendum fjármálastofnunum að starfa í Danmörku. Að undanförnu hefur mikil hreyfing verið á þessum málum í Svíþjóð, og í janúar á þessu ári tilkynntu sænsk yfirvöld að afn- umdar yrðu hömlur á beinum fjár- festingum erlendra aðila í Svíþjóð jafnframt því sem framvegis stæði ekkert í vegi fyrir viðskiptum með hlutabréf. Ennfremur mega sænsk fyrirtæki nú kaupa fasteignir á er- lendri grundu. Gera má því skóna að Norðmenn og Finnar hugsi sér brátt til hreyfings í kjölfar aðgerða Svía. Enda þótt ýmis skref hafi verið stigin í átt til aukins fijálsræðis í gjaldeyrismálum hér á jandi á und- anförnum árum sker ísland sig æ meira frá öðrum Evrópuþjóðum á þessu sviði. ísland er eina landið innan OECD sem gerir enn almenn- an fyrirvara við samþykkt samtak- anna um frelsi í fjármagnsviðskipt- um. Tyrkir felldu niður slíkan fyrir- vara af sinni hálfu fyrir þremur árum. Það er því löngu orðið tíma- bært fyrir íslendinga að ijúfa ein- angrunina í þessum efnum. verið í samræmi við byggingasam- þykktir. Þá kom fram undir rekstri málsins að verslunareigandi í næsta húsi við veitingastaðinn hafði vakið athygli umsjónar- manns hússins á þeirri hættu sem af klakastykkinu kynni að stafa áður en slysið varð. Þess ber og að geta að eigandi hússins var erlendis þegar þessir atburðir gerðust. Héraðsdómarinn fór varlega í sakirnar og vildi sennilega passa upp á að fordæmisgildi dómsins yrði ekki of mikið og sagði: „Líta verður svo á, eins og öllum kring- umstæðum var háttað í þetta skipti, að sú vanræksla að fjar- lægja ekki klakann af húsinu felli á stefnda (húseigandann) bóta- skyldu á því tjóni, sem stefnandi varð fyrir.“ Niðurstaða héraðs- dóms var staðfest í Hæstirétti með þessum orðum. „Stafaði af því (klakastykkinu) mikil hætta fyrir vegfarendur. Maður sá sem um- sjón hafði með húsinu í fjarveru áfrýjanda (eigandans), var látinn vita. .. um hættuna, sem stafaði af klakahruni af húsinu. Hann hafði þó ekki gert viðhlítandi ráð- stafanir til að bijóta klakastykki þetta niður eða koma með öðrum hætti í veg fyrir þann háska, sem af því stafaði, er það féll niður . . . Dómur þessi ætti að vera hús- eigendum til áminningar um að gæta að grýlukertunum sem hanga niður af þakbrúnum hú- sanna. Reikningurinn vegna þeirra gæti auðveldlega orðið all miklu hærri en raun varð á í þessu máli. Magaspeglun Maginn var eitt þeirra líffæra sem snemma komust á dagskrá rönt- genfræðinnar eftir að skuggaefni blönduðu sér í málið. Þa opnuðust nýjar leiðir til sjúkdómsgreininga og eftirlits; þær eru enn i fullu gildi og aukin vitneskja safnast í sarpinn. eftir Þórarin Guðnoson En forvitni mannsins eru engin takmörk sett og hann lét sér ekki nægja að horfa á röntgen- myndir af maganum en bjó sér til sjónpípu, langa og mjóa en stífa, og mmmmtmmmm var ekki á allra færi að kyngja slíku. Gagnið af þessu verkfæri varð því minna en ýmsir höfðu gert sér vonir um í fyrstu. g nú víkur sögunni til Japans. Þar upp- hófst mikið athafna- og framfara- skeið um miðja öldina að lokinni heimsstyijöld og ósigri. Eitt af mörg- um furðuverkum iðnaðarins þar í landi var myndavél svo pínulítil að hún komst fyrir í endanum á mjórri slöngu sem auðvelt var að renna nið- ur í maga. Þegar myndasmiðurinn var búinn að smella af hvað eftir annað dró hann vélina upp úr sjúkl- ingnum og sendi filmuna í framköll- un. Þetta var nú gott og blessað, en helsti ókosturinn var sá að torvelt reyndist að beina vélinni að ákveðn- um svæðum. Og japönsku völundarn- ir létu ekki hér við sitja. Nokkrum árum seinna smíðuðu þeir verkfæri sem flesta magalækna hefur trúlega verið búið að dreyma um í vöku og svefni. Það var magakíkir eða maga- sjá, ekki stíf og bein pípa heldur grannur dröngull úr þjálu efni sem sveigja mátti og beygja á ýmsa veg- um. Nú var hægt að skoða magann allan og skeifugörnina reyndar líka, taka myndir af því sem fyrir augu bar og sérstaka athygli vakti, og ekki leið á löngu þar til við bættust ýmiskonar tæki sem hægt var að smeygja niður gegnum kíkinn, og Magasjáin í líkani af vélinda, maga og skeifugörn. skiptir þar mestu töng til þess gerð að klípa bita úr slímhúðinni, ef þörf er talin á vefjarannsókn. Magakvillar eru algengir og sumir þeirra þess eðlis að ástæða er til að komast að því fyrr en seinna hváð einkennum valdi. Þau eru oft fremur óljós, að minnsta kosti í upphafi, og gjarnan nefnd meltingartruflanir: Oþægindi fyrir bringspölum, sultar- verkir, bijóstsviði eða nábítur og fleira svipað mætti nefna. Sjúkling- urinn nær sér væntanlega í vinsæl og auðfengin magameðul en komi þau ekki að tilætluðum notum þýðir ekki að þijóskast. Læknir er spurður ráða og má vera að hann mæli með lyfjatöku enn um sinn, vilji jafnvel reyna önnur lyf og þá með þeim fyrir- vara að sjúklingurinn fari í rannsókn ef heilsan fæst ekki til að skána á næstu tveim eða þrem vikum. Og læknirinn er líklegur til að ráðleggja speglun; það sýnir best hvað hún hefur unnið á í samkeppninni við magamyndatökur á undanförnum árum. Þó væri ósanngjarnt að tala hér aðeins um samkeppni; þessar tvær mjög svo öruggu rannsóknir bæta iðulega hvor aðra upp. Því að ekkert undir sólinni er alfullkomið. - En af hveiju er speglunin í sókn? Sennilega ekki síst vegna þess hve margvíslegir möguleikar hafa siglt í kjölfar magasjárinnar til greiningar og meðferðar. Allar röntgenskoðanir hafa líka geislun í för með sér og þótt hún sé að vitrustu manna yfir- sýn smávægileg og skaðlaus í flest- um tilfellum er nútímafólk á verði. Þeir sem oft þurfa að fara í mynda- töku fá eins og nærri má geta við- bótargeislaskammt hveiju sinni, og safnast þegar saman kemur. Ungviði og einkum fóstur í móðurkviði ber að veija fyrir geislun eins og unnt er, og ófrískar konur eru því ekki sendar í slíkar rannsóknir. En lítil hætta er á að röntgenstofnanir skorti verkefni í náinni framtíð þótt óm- skoðanir hafi að mestu tekið við gallsteinaleit og japanski kíkirinn gerist æ umsvifameiri í rannsóknum á meltingarfærum. Geislamir hans Röntgens eru sí og æ að finna ný lönd og vinna nýja sigra, stuðla að nýrri tækni og víkka sjóndeildar- hringinn. íslenskir læknar mega eiga það að þeir eru yfirleitt fljótir til að færa sér athyglisverðar nýjungar í nyt og skömmu eftir að fréttir bárust af tækjaþróun Japana höfðu nokkrir sérfræðingar hér á landi orðið sér úti um magasjá og nauðsynlega æf- ingu í notkun hennar. Það var ein- hvemtíma á þeim fmmbýlingsáram magaspeglunar sem erlendur læknir og ýmsum stéttarbræðram hér að góðu kunnur flutti erindi í læknafé- laginu. Hann miðlaði af reynslu sinni í viðureign við sjúkdóma í maga og skeifugöm, og að loknum fyrirlestri gafst fundarmönnum kostur á að varpa fram spumingum eða leggja annað til mála. Hljóð kom úr horni og spurt var: „Hvert er álit yðar á magaspeglun og hvers má vænta af þessari nýju japönsku magasjá?“ Svarið lét ekki á sér standa: „Hún er rándýrt leikfang.“ Erfitt að spá eins og fyrri daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.