Morgunblaðið - 12.03.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 12.03.1989, Síða 18
í»|18jjC MOHÖUNBLAQIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 Níkólína Jóhanns- dóttir í Sólheimagerði Áttatíu ára er í dag frú Nikólína Jóhannsdóttir í Sólheimagerði í Akrahreppi í Skagafirði. Nikólína fæddist í Borgargerði í Norðurárdal í Skagafirði 12. marz 1909. Foreldr- ar Nikólínu voru Jóhann Sigurðsson óðalsbóndi á Úlfsstöðum í Blönduhlíð og kona hans, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Foreldrar Jóhanns voru Sigurður bóndi á Yztu-Grund í Blönduhlíð, Jónssonar bónda á Steinhóli í Flókadal, Jónssonar og kona hans, Sigurlaug Sveinsdóttir bónda á Minni-Ökrum Guðmunds- sonar. Foreldrar Ingibjargar voru Gunnlaugur Pétur bóndi á Mið- Grund í Blönduhiíð, Tómassonar bónda á Læk í Viðvíkursveit, Bjamasonar og kona hans, Nikólína Magnúsdóttir bónda á Enni í Viðvíkursveit, Gunnlaugssonar. Nikólína er alin upp á óðali for- eldra sinna, Úlfsstöðum í Blönduhlíð. Jóhann faðir hennar bjó þar stórbúi, á landnámsjörð Hjálm- úlfs. Úlfsstaðir standa undir hlíðum hárra fjalla austan Héraðsvatna í Skagafirði. Fjöllin austan Skaga- flarðar tilheyra fjallaklasanum á Tröllaskaga. Víst eru þau tröllhá og undir einhveijum hæztu fjöllum íslands (1.000—1.300 m.y.s.) standa bæimir í Blönduhlíð. Milli fjallanna í Skagafírði er breitt hérað og ákaflega fagurt. Hin kraftmiklu Héraðsvöm em sterkur þáttur í umhverfínu og á bæjunum í Blönduhlíð heyrist oft niður vatn- anna sem undirspil í náttúmnni. Úlfsstaðaheimilið var mannmargt með §ölda vinnuhjúa á þeirra tíma vísu og þar elst Nikólína upp hjá foreldmm sínum ásamt þremur systkinum; Sigrúnu, Sigurði og Gunnlaugi. Sigrún var gift Sigurði Jónassyni skógarverði í Varmahlíð en er nú ekkja, búsett í Reykjavík. Sigurður tók við ættaróðalinu á Úlfsstöðum eftir að faðir hans lét af búskap, ásamt konu sinni, Hólm- fn'ði Sigurðardóttur, og bjuggu þau þar af miklum myndarbrag, en þau em nú búsett á Sauðárkróki. Gunn- laugur var húsgagnasmiður, búsett- ur á Akureyri en lézt fyrir allmörg- um ámm, kona hans var Rósa Gísla- dóttir. Nikólína sótti Húsmæðra- skólann á Blönduósi veturinn 1927-8. Nikólína giftist Gísla Gottskálks- syni 2. maí 1931. Gísli var sonur Gottskálks Egilssonar bónda á ’i Hlýleg og falleg fermingargjöf sem kemur að notum íslensk Álafossvœrðarvoð er vel til fundin gjöf handa fermingarbaminu. Vœrðarvoðimar frá Álafossi eru til í ótal litbrigðum og mörgum mynstrum. Þœr eru alls staðar til prýði og hreint ótrúlega mjúkar og hlýjar. SÖLUSTAÐIR: Álafossbúðin, Vesturgötu 2. Islenskur heimilisiðnaður, Hafnarstræti 3. Rammagerðin hf., Hafnarstræti 19 og Kringlunni. Ullarhúsið, Adalstræti 4. Bakka í Vallhólmi Gottskálkssonar og Salóme Halldórsdóttur bónda á Syðstu-Gmnd í Blönduhlíð, Einars- sonar, bróður Indriða, skálds og hagfræðings. Móðurafí þeirra bræðra var Gísli Konráðsson sagna- meistari, en föðuramma, móðir Ein- ars, var Sigríður Halldórsdóttir Vídalíns, systir Reynistaðarbræðra. Nikólína og Gísli heija búskap í Blönduhlíð 1935. Sólheimagerði er næstnæsti bær við Úlfsstaði svo ekki flutti Nikólína langt. Mikill og góður samgangur var alltaf á milli heimilanna í Sólheimagerði og Úlfs- stöðum. Gísla og Nikólínu búnaðist vel í Sólheimagerði og ræktuðu upp jörðina og byggðu nýtt íbúðarhús úr steini sem flutt var í 1935, og er húsið í góðu standi enn. Með búskapnum stundaði Gísli kennslu og var kennari og skólastjóri í Akra- hreppi í 32 ár. Fram til 1949 var bömum kennt í Sólheimagerði en þá var farið að kenna eingöngu að Ókmm. Enn í dag er eitt herbergið í íbúðarhúsinu kallað Skólastofan. Gísli stundaði líka vegavinnu í Skagafírði og var þar vegaverk- stjóri í 28 ár. Nikólína og Gísli eignuðust 5 böm. Elztur er Jóhann Ingvi bóndi í Sólheimagerði. Næstelzt er Sigrún læknaritari, gift Guðmundi Hansen fyrrverandi skólastjóra, búsett í Kópavogi. Síðan kemur Halldór bif- vélavirki og verkstjóri hjá Flugleið- um, giftur Fanneyju Sigurðardóttur sjúkraliða, búsettur í Reykjavík. Þá kemur Ingibjörg Salóme nemandi í Háskóla Islands, gift Óla Gunnars- s}mi deildarstjóra hjá Pósti og síma, búsett í Kópavogi. Yngstur er Kon- ráð Gíslason kennari, giftur Önnu Halldórsdóttur, búsettur á Sauðár- króki. Afkomendumir em nú um 30. Gísli lézt 1960 aðeins tæplega sextugur og Nikólína varð ekkja rétt um fímmtugt. Það var mikið áfall fyrir hana að missa Gísla. Jó- hann, elzti sonurinn, tók þá við 1/ARAHLUTIRI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.