Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLABIÐ MINNINGAR sunnudagur 12. MARZ 1989 Grethe Nielsen Fædd 28. nóvember 1915 Dáin 7. febrúar 1989 Nú legg ég augun aftur, 6, guð þinn náðar kraftur, mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. Okkur systur langar að minnast og kveðja elsku ömmu okkar Grethe Nielsen, sem lést 7. febrúar eftir langa og erfiða sjúkralegu, og hefur verið jarðsett í kyrrþey. Um ömmu eru aðeins hlýjar og góðar minning- ar, um samverustundirnar er hún bjó hjá okkur. Amma var bæði falleg kona og skemmtileg, alltaf gaf hún sér tíma til að leika við okkur syst- urnar og okkar bestu stundir áttum við með ömmu á morgnana en þá var hún vön að segja okkur sögur, en þær bjó hún til jafnóðum, var hún hugmyndarík og hafði frá mörgu .skemmtilegu að segja, frá liðinni tíð. Alla tíð var mjög kært með ömmu og börnum hennar. Voru amma og mamma sérstaklega samrýndar, og þótti ömmu bæði gott og skemmti- legt að vera hjá okkur. Amma og pabbi, Egill Kristjánsson, en hann lést fyrir nokkrum árum, voru góðir vinir og ávallt minntist hún hans með þakklæti fyrir hversu hjálplegur og góður hann var henni allatíð. Ekki óraði okkur fyrir þá að elsku amma ætti eftir að eiga svo löng og erfið veikindaár framundan. Amma fæddist í Kaupmannahöfn 28. nóvember 1915, var hún einka- barn foreldra sinna, Olgu Korvig Nielsen og Emils Nielsen. Ung að árum fluttist hún til íslands með foreldrum sínum og bjuggu þau í húsi Eimskipafélags íslands í Hafn- arstræti, en faðir hennar var einn af stofnendum Eimskipafélagsins og framkvæmdastjóri þess um árabil. Amma kemur einnig við sögu Eim- skipafélagsins, er hún sem bam og unglingur skírði tvö af skipum fé- lagsins, es. Brúarfoss 1. desember 1926 þá ellefu ára gömul, og síðan es. Dettifoss 24. júlí 1930. Alla tíð saknaði amma foreldra sinna eftir að þau fluttu aftur til * Jón A.B. Þorstems- son - Minning Fæddur 31. október 1909 Dáinn 6. febrúar 1989 15. febrúar sl. var tengdafaðir minn til moldar borinn. Mig langar til að minnast hans með fátækleg- um orðum. Jón Ámi Benedikt var fæddur 31. október 1909 á Djúpalæk í N-Múlasýslu. Foreldrar hans vom hjónin Olveig Benediktsdóttir og Þorsteinn Einarsson. Jón átti 5 systkini. Sorgin knúði dyra er Jón var á á sjöunda árinu, þá féll faðir hans frá og Ölveig stóð ein uppi með barnahópinn sinn. Á þeim ámm vom erfiðir tímar. Systkinin tvístmðust um sveitina, en alltaf vom þau bundin sterkum systkina- böndum og mikill samgangur var þeirra á milli. ■Jón ólst upp á Miðfirði og er hann stálpaðist hjá séra Ingvari Nikulássyni á Skeggjastöðum. Sem ungur maður réð Jón sig í vinnu hjá Lorens Thors bústjóra á Korp- úlfsstöðum, vann Jón við ýmsar lagfæringar og smíðar. Ung kona, Jóhanna Eysteins- dóttir frá Stóm-Hildisey í Austur- Landeyjum tók á móti Jóni og vísaði honum til herbergis. Jóhanna vann við þjónustu og hóf hún störf á Korpúlfsstöðum á undan Jóni. Felldu þau hugi saman. Jón og Jó- hanna fluttu til Vestmannaeyja og bjuggu um tíma hjá systur Jó- hönnu, þá var mikil húsnæðisekla. Þaðan fluttu þau á Ránargötu 6 í Rvík. Böm þeirra em: Eysteinn Leó, fæddur 19. júlí 1936; Birgir, fæddur 1. ágúst 1938; Elínborg Nanna, fædd 9. ágúst 1944. Jón og Jóhanna keyptu risíbúð í Mávahlíð 19, Rvík, og fluttu þangað með börnin, sem vom farin að stálp- ast. Og minnast þau glaðværðar og góðrar bemsku í foreldrahúsum. Marga fallega muni smíðaði Jón, það lék allt í hans höndum er varð- aði smíðar. Jón var verkstjóri í trésmíðadeild SVR og gegndi hann því starfi í 39 ár. Hann lét af störf- um 70 ára. Mér er minnisstætt er ég hitti tengdaforeldra mína í fyrsta sinn, þá var ég hálf kvíðinn. En sá kvíði var alveg ástæðulaus. Þau tóku mér ávallt vel og alltaf var vel tek- ið á móti okkur er við komum í heimsókn með börnin í Mávahlíðina. Eftir að Jón hætti störfum fór að bera á sjúkdómi hans. Hann fór í rannsókn á Landakotspítala, þar sem uppgötvaðist að hann var hald- inn Parkinsons-sjúkdómi á háu stigi, sem síðan ágerðist með ámn- um. Sótt var um íbúð fyrir þau, fyrir aldraða, sem þau fengu úthlut- að haustið 1987 í Hjallaseli 47 og fluttu þau úr risinu sínu í Mávahlíð- inni. Það var mikil breyting fyrir þau, sérstaklega fyrir Jón. En þau undu sér vel í Hjallaselinu er frá leið. Tvö systkina Jóns em á lffi. Elísabet er býr á Þórhöfn og Árni er býr á Bakkafirði. Jón veiktist að kvöldi dags 4. febrúar sl. og var fluttur meðvit- undarlaus á Borgarspítalann, þar sem hann lést að kvöldi dags 6. febrúar sl. Með þessum orðum vil ég kveðja tengdaföður minn og þakka honum samfylgdina. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andresdóttir.) Guðmunda Hjálmarsdóttir Blömmtofa Friöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnlg um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. C 33 Kaupmannahafnar, og heimsótti hún þau oft. Eftir að faðir hennar lést skiptust þær mæðgur á að heim- sækja hvor aðra þó löng væri leiðin, en þær máttu vart hvor af annarri sjá lengi í einu, og stór dagur í lífi ömmu var er móðir hennar fluttist til íslands árið 1970, til að eyða síðustu æviámnum með dóttur sinni. Amma giftist Eiríki Bergssyni og eignuðust þau tvö böm, Þór Nielsen hljómlistarmann kvæntur Bjarneyju Guðmundsdóttur, og móður mína, Kötlu Nielsen, og emm við barna- börnin alls sex. Amma og afi slitu síðar samvistum. Síðastliðin fimm ár dvaldi amma á öldmnarlækningadeild Landspítal- ans í Hátúni lOb. Alltaf þótti henni vænt um að fá okkur í heimsókn, I skemmtilegast þótti henni er við | komum með litlu hálfsystur okkar, Líf Önnu, sem er 9 mánaða gömul, Þá kallaði amma gjarnan á starfs- fólk deildarinnar til að sýna því Líf og spurði stolt hvort hún væri ekki lík ömmu sinni. Við viljum þakka læknum og starfsfólki í Hátúni lOb sem hjúkr- aði og annaðist ömmu alla tíð með hlýjum hug. Viljum við kveðja ömmu með þessari kvöldbæn sem hún kenndi okkur, og var sjálf vön að fara með. Blessuð sé minning elsku ömmu okkar. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu, gjörðu svo vel að geyma mig Guð í faðmi þínum. Gréta, Olga og Líf Anna Hcrrahúsió, Laugavegi 4?.«Þar sem veró og gæói fara saman LAUGAVEGI 47 S. 28122 Stakir jakkar frá kr. 9.700.- • Stakar buxur frá kr. 3.500.- Herraföt frá kr. 18.900,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.