Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI i\ff BtSSX# rtisi'* tfji iT^arvw SÚNNUDAGUR 12. MARZ 1989 Meira af ftirðuheim- um fíölmiðlanna Til Velvakanda. Ég er því heldur feginn að mér skyldi ekki sjást yfir að lesa litla og lítt áberandi klausu neðst á bls. 21 í blaði C í Morgunblaðinu nú á sunnudaginn, 26. febrúar 1989. Þessi klausa hefur yfirskriftma „Furðuheimar fjölmiðlanna (Nob- elskandidatdeild)" og er að mér virðist lauslega tengd hnyttinni grein eftir Gísla J. Ástþórsson, en þar fjallar hann á sinn sérstaka hátt um blaðamannaskóla (líka hugsanlega doktora í fóstrufræð- um) o.fl. Þess vegna eigna ég Gísla líka þessa nefndu klausu (hún minnir á hans húmor). Raunar er þessi klausa, að snjallri fyrirsögn undanskilinni, ekki annað en stutt tilvitnun í eitt- hvað sem gæti verið „lærð“ ritgerð um bókmenntir og birtist í Tíman- um. Spurning hvort „venjulegu" fólki hefur verið ætlað að lesa hana. En þessi klausa, að vísu ein sér og slitin úr samhengi, er ámátlegt dæmi um það hvernig ekki á að skrifa texta eða koma frá sér hugs- un — nema menn óski beinlínis eft- ir því að verða gerðir að athlægi. Ekki er ástæða til að fjölyrða um þessa nefndu klausu, en ég leyfi mér að leggja það til við Morgun- blaðið að það haldi fyrirsögninni til haga, noti hana áfram og hefji til L_ vegs. Undir þessari fyrirsögn (Furðuheimar fjölmiðlanna) væri að mínu mati tilvalið að birta ýmis „gullkom" úr prentuðu fjölmiðlun- um, að Morgunblaðinu meðtöldu. Af nógu er að taka. Aðeins þarf að gera það að svo sem 2% stafi hugmyndaríks blaðamanns með óbrenglaða kímnigáfu að tína sam- an gullkorn úr „furðuheimunum". Með því væri kominn fram á sjónar- sviðið velvakandi móðurmálsþáttur, athyglinnar virði og góð viðbót við annars þakkarverða viðleytni Morg- unblaðsins til að bæta málkennd og málfar lesenda sinna. Óttar Kjartansson Fyrirspurn til biskups Ágæti Velvakandi. Mig langar til þess að spyija bisk- up íslands, herra Pétur Sigurgeirs- son, að eftirfarandi: Hefur biskup- inn eða vígslubiskupar vígt Cecil Haraldsson til prests? í símsvara Fríkirkjunnar kallar Cecil sig settan prest Fríkikjusafn- aðarins. Hver hefur sett hann? Þarf ekki biskup til þess að setja presta? Hvenær var Cecil settur inn í emb- ætti Fríkirkjuprests? Eða getur kannski hver sem er sett prest í embætti?. ,| Rúnar Guðjónsson Karl Matthíasson ið á samskiptum ríkis og kirkju. Ennfremur skilur séra Sigurður mjög vel stöðu prestakalla í litlum sóknum og líka í þeim stærri." Þorgerður Gísladóttir „Mér finnst séra Ólafur Skúlason Þorgerður Gísladóttlr glæsilegur prestur og allt ágætt sem ég hef heyrt til hans,“ segir Þorgerður þegar hún er spurð hvaða prest hún myndi vilja sjá sem biskup. Hún bætir því við að sér finnist að landsmenn allir ættu að geta tekið þátt í biskupskosningum 0Í,; GREIÐSLU- ERFIÐLEIKAR HÚSBYGGJENDA OG ÍBÚÐARKAUPENDA Margir þeirra, sem byggt hafa íbúðarhúsnæði eða keypt á síðustu árum, þekkja hvað það er að lenda í greiðsluerfiðleikum; aö eiga ekki fyrir afborgunum lána og þurfa að taka lán til að greiða af eldri lánum. Ihelstu ástæður Ástæöur greiðsluerfiðleikanna hafa verið marg- víslegar. Sumir gátu ekki séö vandann fyrir. Áætlanir þeirra brugðust vegna aðstæðna sem þeir réðu ekki við. Allt of margir hefðu hins vegar getað séð erfiðleika sína fyrir. BYRJAÐ Á ÖFUGUM ENDA * Stór hópur hefur lent í greiðsluerfiðleikum vegna byggingar eða kaupa sem ákveðin voru áður en þeir fengu svar viö umsókn sinni um lán frá Húsnæðis- stofnun. Þetta heitir að byrja á vitlausum enda. Það er frumskilyrði, að þeir sem þurfa lán hjá stofnuninni, taki ekki ákvarðanir um byggingu eða kaup fyrr en þeir hafa fengið senda tilkynningu um afgreiðslutímaláns („lánsloforð"). LIFAÐ UM EFNI FRAM WtttKMMKKl Margir hafa einnig lent í greiðsluerfiðleikum vegna þess að þeir byggðu eöa keyptu allt of stórt eða dýrt húsnæði. Sumir virðast halda að málin bjargist af sjálfu sér. Sú er sjaldnast raunin, því miður. Það er liðin tíð að það borgi sig að skulda. Láttu það ekki henda þig, að eyða mörgum árum ævi þinnar í erfiðleika og áhyggjur af íbúðarkaupum eða byggingu sem þú ræður engan veginn við. FÓLK HEFUR MISST ALEIGU SÍNA VEGNA ÞESS AÐ ÓSKHYGGJAN EIN FÉKK AÐ RÁÐA. ÞAÐ ER EKKI EFTIRSÓKNARVERT. RÁÐGIAFASTÖÐ HÚSNÆÐISSTOFNOUPOAR Þakkir fyrir fata- sendingar Til Velvakanda. Mörg þakkarbréf komu frá fá- tækum í útlöndum fyrir föt sem send voru til þeirra frá Karmelk- laustrinu í Hafnarfirði. Presturinn Tim Peacock frá Zimbabwe, Afríku skrifaði: „Viltu þakka öllum sem gáfu fötin, sem hérna er mikil þörf fyrir. Það er ekkert vandamál þótt karlmannabuxur séu of stórar. Þeir gera úr þeim þijár stuttar.“ í bréfí frá Póllandi stóð: „Þetta kom okkur á óvart. Allar passar svo vel. Það kom 6. desember, á Niku- lásarmessu. (Nikulásardagur er gjafadagur hjá okkur, eins og jólin á íslandi.)" Barn teiknaði mynd af fötum frá Islandi til að þakka fyrir. Séra Frans, Karmelklaustrinu. Skemmti- leg saga Til Velvakanda Mikið var gaman af sögunni Mömmustrák sem Guðni Kolbeins- son las í Útvarpinu. Ég keypti bók- ina á eftir og las hana upphátt. Sverrir Teitsson, 7 ára. Til skaða þeir mín njóta Til Velvakanda. Einar Benediktsson skáld var enginn bindindismaður en þó for- dæmdi hann bjórdrykkjuna. Eftir- farandi gátu gerði Einar: í gleði og sorg hefí ég gildi tvenn til gagns menn mig elta, til skaða mín njóta, til reiða ég er hafður, um hálsa ég renn, til höfða ég stekk, en er bundinn til fóta. í útvarpi frá Alþingi fyrir nokkr- um dögum kom fram að þingmenn og ráðherrar voru í uppnámi út af komu bjórsins og töldu að ríkis- stjórnin hefði svikið það loforð að halda uppi fræðslustarfsemi um hættuna af bjórdrykkju. Öll drykkjumannahæli yfirfull og Vog- ur meðhöndlar milli eitt og tvö þús- und manns á ári, og marga oftar en einu sinni. Á hinn veginn vonast stjórnin til að fá milljarða króna í ríkiskassann, samkvæmt íjárlög- um, af sölu bjórsins. Svo þetta er „sitt á móti hverju" eins og kallinn sagði. Siguijón Signrbjörnsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálktjnum. , . , .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.