Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 JÖRÐIN SÝND í ÖÐRU LJÓSI r A BREYTTU HEIMSKORTI THE WORLD :n ilu i’jritf tkrítvn Nitionii Gfcographlt Socifcty cKntrti OMfngee*.'mtmx'-.«»••• -.-(ímkv.'J. NATIONAl GEOGRAPHIC MAGaZINL HORFTÁ HEIMINN Páll Lúðvík Einarsson fók saman HNATTLÍKÖN HENTA EKKI alltaf til að skoða lönd og heimsálfur. Við þurfum kort. Nú veit hver maður sem það hugleiðir að ekki er hægt að fletja bogadregið yfírborð á sléttan flöt án þess að eitthvað fari úr lagi; togni úr eða pressist saman. Þetta verður sérstaklega augljóst þegar öll jarðarkringlan er sýnd á einu korti, t.d. á vegg í kennslustofú. Landfræðingar hafa í gegnum aldimar komið fram með margvíslegar útfærslur af heimskortum. Bandaríska landfræðifélagið National Geographic Society hefúr nú breytt heimskorti sínu; ákveðið að sýna jörðina í útfærslu bandaríska prófessorsins Arthurs H. Robinsons. úlulaga f hnattlíkan M gefur „sann- asta“ mynd af jrm jörðinni eins og hún lítur út. En eins og fyrr ^HHtasagði, hnöttur er ekki hentugur í dagsins önn; við þurfum kort. En hvemig á að sýna eða „varpa“ (ens. project) kúlu á sléttan flöt. Það er hreinlega ekki hægt að gera það án þess að eitt- hvað fari úr skorðum s.s. lögun, stefna, eða fjarlægðir. Það verður því að gera upp á milli þessara at- riða eftir því til hvers á að nota kortið. Tilgangurinn helgar kortið Það má af ofanrituðu vera ljóst að kortagerð er vandasöm fræði- grein, kunnátta, þekking og list. Og í gegnum aldirnar hafa margvís- legar kortavarpanir af hnettinum komið fram. Árið 1569 birti flæmski land- fræðingurinn Gerard Kremer, að viðurnefni Mercator, „Mercator- vörpunina“. Þar er tekið mið af þörfum sjófarenda, stefna áttavita verður bein lína. Ekki er tekið tillit til hnattlögunar jarðarinnar. Mercator-vörpunin hentaði sjó- farendum ágætlega. En þessi vörp- un hentar síður staðfræðikortum. Lögun landa verður fjærri réttu lagi, þau verða þeim mun stærri sem fjær dregur miðbaug, t.d. sýn- ist Grænland til muna stærra en Brasilía þótt flatarmál fyrrnefnda landsins sé aðeins einn áttundi hluti af flatarmáli þess síðarnefnda. Kortagerðarmenn hafa því löng- um reynt að búa til kortavarpanir sem hentuðu öðmm markmiðum betur, gæfu t.d. sannari mynd af flatarmáli. T.a.m. útfærði þýski stærðfræðingurinn Karl B. Moll- weide vinsæla kortvörpun árið 1805. En gallinn við slíka kortagerð er að ýmislegt færist úr lagi til jaðr- anna. Lönd em ýmist samþjöppuð eða teygð. Árið 1904 fékk Alphons Van der Grinten frá Chicago einkaleyfi fyrir vörpun sem við hann er kennd og hefur orðið vinsæl. Síðan 1922 hef- ur National Geographic yfirleitt sýnt jörðina eftir Van der Grinten- vörpuninni. Mörg þeirra korta af jörðinni sem íslendingar kannast við, t.d. í kennslustofum, eru af þessari gerð. Heimskort Van der Grintens þykir á margan hátt vera góð málamiðlun en þó fer ekki hjá því að sum lönd, sérstaklega Kanada og Sovétríkin, sýnist stærri í hlutfalli við önnur svæði jarðar- kringlunnar heldur en rétt er. Vörpun Robinsons Árið 1963 kom Arthur H. Robin- son fram með þá vörpun sem við hann er kennd. Robinson valdi sem viðmiðunarlínur breiddarbauganna 38. norðurbreiddar og 38. suður- breiddar. Og aðeins þar em löndin með „réttu lagi“ og stærð. Gylfi Már Guðbergsson, landfræðingur og prófessor í landfræði við jarð- og landfræðiskor Háskóla íslands, sagði meginkosti þessarar vörpunar Robinsons vera þá að flatarskekkjur og hornaskekkjur séu minni á heimskortinu en á velflestum þeim vörpunum sem mest hafa verið not- aðar og frávik frá réttum mæli- kvarða sé minna en 20% á u.þ.b. 3/4 hlutum af landi jarðar. Gylfi sagði erfitt að spá fyrir um hve kort Robinsons hlyti mikla út- breiðslu þvf líklega væm til um 250 slfkar kortvarpanir. „Það er ánægjulegt að sjá að vörpun og heimskort Arthurs H. Robinsons er tekið upp af National

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.