Morgunblaðið - 12.03.1989, Side 15

Morgunblaðið - 12.03.1989, Side 15
Friðjón Guðröðarson sú landfræðilega félagseining sem oft er miðað við: Maður er Hún- vetningur eða Rangæingur svo dæmi séu tekin. Það fer að verða viðkvæmt mál ef skerða skal þá ímynd meir en orðið er. Hvað við kemur Rangæingum þá eru þeir auk þess minnugir á sögufrægð síns héraðs. Hér eru tveir þættir frá Njáluslóðum. Um Njálu heitir annar og er eftir Odd- geir Guðjónsson. Oddgeir leitast við að sýna fram á að Njáluhöfundur hafí verið vel kunnugur í Rangár- þingi, þvert á móti því sem sumir hafa talið. Meðal annars bendir hann á að landslag kunni að hafa breyst þar um slóðir; Fiskivötn þau, sem urðu á leið Flosa þegar hann kom að austan, kunni t.d. að hafa þomað upp. Þá er og tekin upp staðháttalýsing Jóns Böðvarssonar, Á Njáluslóðum, sem hann flutti í útvarp endur fyrir löngu. Meðal annars efnis má nefna Fyrirlestur um Ijós sem Björgvin Vigfússon, sýslumaður á Efra- Hvoli, flutti austur í Fljótshlíð 1927. Björgvin sýslumaður var hálfgerð þjóðsagnapersóna, af honum voru sögur sagðar og margt minnisstætt eftir honum haft. Á fyrri hluta ald- arinnar vora embættismenn oft kvaddir til að flytja erindi á sam- komum; var slíkt talið bregða yfir þær dálitlum menningarsvip. Fyrir- lestur Björgvins sýslumanns er dæmigerður sem slíkur. Þjóðtrúin á enn sterk ítök í okk- ur Islendingum, enda ekki alltaf auðráðið hvar veruleikinn endar og draumurinn tekur við. Fanný Sig- urðardóttir ritar þátt undir fyrir- sögninni Draumar ásamt örstuttum formála. Stíll Fannýjar er lipur og gagnorður en þar að auki er frá- sögn hennar athyglisverð, ekki síst inngangsorðin. Minningaþáttur hennar þarf ekki endilega að flokk- ast undir dulræna reynslu. Það, sem hún greinir frá, má allt eins hafa verið náttúrlegt. Athyglisverður þykir mér líka þátturinn Markarfljótsbrúin eftir Pálma Eyjólfsson. Árin á milli stríða eru vafalaust merkilegasti kaflinn í samgöngusögu þjóðarinnar. Mark- arfljótsbrúin var vígð 1934 og hefur því dunið undir faratækjum í hálfan sjötta áratug þegar hlutverki henn- ar tekur nú senn að ljúka sem aðal- brúar yfir Markarfljót. Kveðskapur er og í Goðasteini, bæði gamall og nýr. Meðal annars er þarna gamalt kvæði, Þorra for- lag, en um það segir í meðfylgjandi athugasemd að ekki sé með fullri vissu vitað um höfundinn »en eftir því sem næst verður komist er það ort skömmu eftir aldamótin 1800, þó ekki fyrr en 1804, sennilega af Jóni Magnússyni bónda á Vestur- Torfastöðum.« Kvæðið er athyglis- vert og talsvert kjarnyrt þótt varla teljist það til stórbrotins skáldskap- ar og mætti gera meira að því að bjarga þannig frá glötun og gleymsku skáldskap sem til er í handritum hér og þar um landið. Aftast í bókinni era svo annálar hreppanna en við lestur þeirra má sannfærast um að þar býr hver að sínu — í menningunni sem öðra! Goðasteinn hefur gengið í endumýj- un lífdaganna, um það er engum blöðum að fletta, og megi hann lengi lifa. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 - ■1 ——-7 1-1 I . I . I ,. rr-, T1 T? Hún er komin aftur! REMOTE CONTRCM. AUOtO SYSTEM MS 3001 NORDMGNDE tAS£R NORDMENDE MS 3001 hljómtækjasamstæöan Óskastæöa fermingarbarnanna, sem seldist upp á met tíma ! 2 x 50W magnari meö 2x5 banda tónjafnara, hinum frábæru Surround System hljómgæðum og fjarstýringu, hálfsjálfvirkur reimdrifinn plötuspilari, útvarp meö FM stereo, MW og LW móttökum, sjálfleitara og 8 stöðva minni, tvöfalt segulband með hraðupptöku, síspilun o. fl., fullkomnum þriggja geisla spilara með sjálfvirku leiðréttingarkerfi, 20 laga minni, 0,6 sek. skiptibúnaði o. m. fl. og 2 hátölurum í viðarkössum. Frábært fermingartilboð: Aöeins 39.980,- kr. eöa 36.980.-sg með geislaspilara 1 greiðslukjör til allt að 12 mán. ‘lAð töÍQitn vet d móti þér! Umboösmenn meö Nordmende 3001 hl jómtækjasamstæöu: Radíónaust Hegri Kf. Þingeyinga Frístund Stapafell Akureyri Sauöárkróki Húsavík Njarövík Keflavík Samkaup Straumur Blómstunrellir Stálbúöin Rafvirkinn Vöruhús K.Á. Mosfell Kjarni Njarövík ísafiröi Hellissandi Seyöisfiröi Eskifiröi Selfossi Hellu Vestm.eyjum Brimnes Húsiö PC tölvan Eyco Rafw. Sv.Guöm. Tónspil Kf. BorgfirÖinga Vestm.eyjum Stykkishólmi Akramesi Egilsstöðum Egilsstööum Neskaupstaö Borgarnesi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.