Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 23
€ 23 FÓLK í fjölmiðlum ■ÞÆTTIR Bjarna Dags Jóns- sonai', Af líkama og sál, sem sendir eru út á Sljömunni dag- lega á milli klukkan 18.00 og 19.00 hafa vakið talsverða at- hygli og umtal. Bæði er að þar er tekið á málum sem ekki hafa mikið verið til umQöllunar í fjöl- miðlum hér á landi, auk þess sem efiiistök þykja með nýstárlegum hætti. Að sögn Bjaraa Dags er tilgangur þátt- anna að opna umræðu um manneskjuna sjálfa og fræða almenning um allterlýturað þeim þáttum er móta persónu- leika og daglegt líf hvers manns. er ál- arlífið, sam- skipti við annað fólk, sambýlis- mál, hjónabandið, fjölskyldu- tengsl barnauppeldi, málefiii unglinga og kynlíf svo nokkuð sé nefiit. Síðastnefiidi málaflokk- urinn er til umQöllunar á hverj- um þriðjudegi þar sem Jóna Ingi- björg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur, svarar spuraing- um um kynlíf. Má segja að í þeim þætti hafi verið brotið blað hvað varðar hispurslausa umræðu um kynlíf í útvarpi, þar sem hlust- endum gefst tækifæri til að ráð- færa sig við Jónu Ingibjörgu um þennan þátt mannlegrar hegðun- ar. Aðspurður sagði Bjarai Dag- ur að þeirri umræðu yrði þó hald- ið innan ákveðinna velsæmis- marka og vandlega fylgst með því að fólk með brenglaðan hugs- unarhátt kæmist ekki að í um- ræðunni . . . ■Ragnheiður Davíðsdóttir hef- ur tekið við ritsljóm tímaritsins Við sem fljúgum, af Steinari J. Lúðvíkssyni, sem jafiiframt er aðalritsfjóri hjá Frjálsu fram- taki. Ragnheiður var áður rit- sfjórnarfulltrúi Nýs lífs, en ekki hefiir verið ákveðið hver tekur við því starfi. Ragnheiður sagði að tals- verðar breyting- ar væru fyrir- hugaðar á Við sem fljúgum, bæði hvað varð- ar efiiisval og RAGNHEIÐUR útlit. Meira yrði um afþreyingar- lesefhi fyrir farþega, stutt viðtöl og þætti um ferðamál svo nokkuð sé nefiit. Fyrsta blaðið eftir breytingar er væntanlegt rétt fyrir páska. Þá hefur Þorsteinn G. Gunn- arsson tekið við ritsfjóra veiði- blaðsins, A veiðum, en Steinar J. Lúðviksson hafði einnig um- sjón með útgáfu þess blaðs. Þor- steinn var áður ritsfjómarfull- trúi Sjónvarpsvísis Stöðvar 2. FURÐUHEIMAR FJÖLMIÐLANNA (Ótrúlegra geðbrigðadeild) „Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég sá þessi 17. aldar pottabrot við uppgröft- inn i Viðey,“ sagði hún á sinn hægláta hátt, en full eldmóðs. Mbl. 3.3. í þáttunum Qallað um s p' ‘MÖftGÚNBljlfHÐ 12: MÁRZ 1989 Utvarp Olund hættir ■ Jón Ársæll Þórðarson, fyrrum fréttamaður á Sfjörnunni, hefur verið ráðinn til starfa hjá Ríkisútvarpinu, í dæguraiála- deild Rásar 2. Mun Jón Ársæll koma þar í stað Ólafar Rúnar Skúladóttur, sem hefiir aftur tekið við störfiim hjá Sjónvarp- inu. Við skipulagsbreytingar, sem nýverið voru gerðar á dæg- urmáladeild Rásar 2, tók Stefán Jón Hafstein við yfírumsjón með dagskrárliðum deildarinnar, auk þess sem Magnús Einarsson hef- ur umsjón með tónlistarflutningi af hálfii tónlistardeildar RÚV. Að sögn Stefáns Jóns Hafstein munu þessar breytingar ekki JÓN ÁRSÆLL hafa í for með sér brotthvarf hans úr útsendingum til að sinna stjóraunarstörfum eingöngu, eins og getum hefiir verið leitt að . . . ÚTVARP ÓLUND á Akureyri, sem hóf starfsemi sína í desemb- erbyijun á síðasta ári, hefur hætt störfum, eftir aðeins þriggja mánaða starfstíma. Ástæðan er fyrst og fremst sú að rekstur stöðvarinnar stóð ekki undir kostnaði enda hlustunar- svæðið lítið, aðeins Akureyri. Að sögn forsvarsmanna stöðvar- innar var metnaðarmál Ólund- armanna að flytja talað mál og aðra tónlist en þá sem er í „síbylju gosdryklqastöðvanna“. Áuglýs- ingar voru ekki miklar og fijálsir tímar seldust ekki svo að dygði fyrir kostnaði. Leiga á sendi hjá Pósti og síma var hátt í hundrað þúsund krónur á mánuði og að öðr- um kostnaði meðtöldum kostaði reksturinn nokkuð á annað hundrað þúsund króna. Þó þáði enginn laun hjá stöðinni, allir unnu kauplaust. Dæmið gekk einfaldlega ekki upp, að sögn forsvarsmanna Ólundar. Páskar á Mallorka Siðustu saatin Skelltu þér með Verð frá rúmlega 39 þusund kr. pr. mann í studíói KiG \ Opið sunnudag 12. mars nVt v sima kl. 13:00-16:00 HALLVEIGARSTlG 1, SÍMI 28388 OG 28580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.