Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 DJASS/Er hœgt ab blása svona í trompety Alli? Tilfinninganæmasta trompethjartað hætt að slá M •lfAeistari Roy Eldridge er látinn á sjötugasta og áttunda aldurs- ári — eitt magnaðasta eldfjall krafts og sveiflu er djasssagan greinir frá, er slokknað. Aldrei gleymi ég því er ég eignaðist sjötíu og átta snúninga hljóm- plötu með Gene Krúpa fyrir þijátíu og þremur árum. Á annarri hliðinni spilaði Krupa-tríó- augun en á hinni var stórsveit hans að sveifla After you’ve gone og á trompetinn Ray Eldridge. Við sátum dag einn, tveir tólf ára guttar í stofu læknis- setursins á Stórólfshvoli og hlustuð- um á Roy. Ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur óteljandi sinnum uns ég sagði: „Alli, svona er ekki hægt að blása í trompet." Roy Eldridge er sá hlekkur er tengdi trompetleik Louis Arm- strongs og Dizzy Gillespies: „Þegar ég gat ekki blásið eins og Roy fór ég að blása eins og ég geri,“ sagði Roy Eldridge - frægðin er ekki þess virði, ekkert er þess virði... Dizzy einhvem tímann. Sagt er að Harry James hafi heldur litið niðrá negra uns Roy blés hann sundur og saman eitthvert kvöldið milli stríða. Roy kynntist kynþáttahatr- inu illilega er hann lék — einn negra — með hvítum stórsveitum Gene Kmpa og Artie Shaws á stríðsámn- um. Þegar Roy minntist þessara ára sagði hann: „Eitt skal ég segja þér. Eg mun aldrei leika með hvítri hljómsveit í Bandaríkjunum aftur. Þegar ég réðst til Gene Kmpa hafði svartur tónlistarmaður aldrei fyrr leikið með hvítri hljómsveit — utan hvað Teddy Wilson og Lionel Hamp- ton léku með Benny Goodman í ein- staka tilfellum. Þannig byijaði ég líka með Kmpa. Ég var ekki fullgild- ur félagi í hljómsveitinni. En þegar Shorty Sherock hætti tók ég sæti hans. Það var mér mikils virði að verða fastráðinn, en ég vissi jafn- framt að allra augu beindust að mér og það var betra að gera engin mistök. Strákamir í bandinu vom mér góðir og þá sér í lagi Gene, sem var yndislegur drengur. Við ferðuðumst víða og þá byijuðu vandræðin." Vandræðin urðu oft alvarleg. Roy fékk ekki inni á hótelum og stundum átti meira að segja að meina honum aðgang að glæsisölunum þar sem hann var auglýstur á ljósaskiltum fyrir utan. Hann mátti ekki setjast hjá venjulegu fólki úti í sal — aftur HÖFUM OPNAÐ Stórverslun í FAXAFEN114 ^ brautir & ^^^gluggatjöld hf ^^83070,82340. á móti máttu kvikmyndastjömur og þvílíkt fólk bjóða honum að borði sínu. Að lokum varð þetta Roy um megn. „Meðan þú ert á sviðinu ertu magnaðastur allra, en um leið og þú stígur niður ertu ekkert. Frægð- in er ekki þess virði, peningarnir em ekki þess virði, ekkert er þess virði.“ Frá 1946 lék Roy mikið með Jazz at the Philharmonic. Sú djammandi stjömusveit er Norman Granz lóðs- aði um heimsbyggðina í áratugi var engu lík. Eldridge, Gillespie, Lester Young, Charlie Parker, Hawkins og Benny Carter em aðeins örfá nöfn í hirðinni og allir höfðu þeir gaman af tónabardögum. Virtur breskur gagnrýnandi spurði Clark Terry ein- hveiju sinni hvort stórbrotinn lista- maður eins og Roy Eldridge hefði haft gaman af stríðsblæstri. Terry svaraði: „Norman sagði oft við okk- ur áður en við fómm á sviðið: Ég vil sjá blóðið fljóta í kvöld, og engir vom eins blóðþyrstir og Roy Eldridge og Dizzy Gillespie. Þeir höfðu unun af að slátra öllum sem þeir komust i návígi við.“ Ég hlustaði fyrst á Roy augliti til auglitis niðrá Riviem 1971. Þá var hann að blása í minningu Arm- strongs á risahátíð: Nánari urðu kynnin er hann heimsótti Jazzhuse Montmartre sem oftast 1973-74. Þó hann fengi sér stundum helst til marga bjóra var snillin alltaf hin sama. Man I Love, I Can’t Get Started eða Star Dust lýstu eins og skæmstu halastjörnur lífshvol manns og enn sem fyrr sannaði Roy Eldridge að þó hann spilaði hraðast allra trompetleikara þá gátu fáir túlkað ballöðumar eins og hann: sálarkvikan var öllu næmari. Roy Eldridge fékk hjartaáfall árið 1980 og blés ekki í trompet eftir það. Söngurinn varð þá hans túlkun- armál. Hálfum mánuði fyrir andlát hans lést kona hans og eftir það var ráðið um örlög Roys: hann neytti hvorki svefns né matar og lést 26. febrúar sl. Tilfinninganæm- asta trompet-hjarta djassins síðan Louis Armstrong var og hét var hætt að slá. K VIKMYNDIR/ ÝkirAlan Parker ofbeldib í Mississippi Buming? Brennandi kynþátta- hatur í Suðurríkjunum Ein af þeim þremur myndum sem hlutu flestar útnefningar til Óskarsverðlaunanna í ár er „Mississippi Buming" eftir Alan Parker. Það er þriller um brenn- andi kynþátta- hatur í Miss- issippi í Suð- urríkjum Banda- ríkjanna. Sögu- sviðið er Nes- hobasýsla nálægt bænum Philad- elphia, en myndin byggir lauslega á frægu sakamáli um morð kynþátta- hatara þar á þremur meðlimum mannréttindasamtaka árið 1964. Tveir voru hvítir og að norðan og einn svartur frá Mississippi og morðin á þeim urðu til þess að virkja loksins ríkisstjórnina og sér- staklega sambandsríkjalögregluna, FBI, til að taka sterka afstöðu gegn auknu ofbeldi og voðaverkum kynþáttahatara. Mynd Parkers er skálduð svið- setning á rannsókn FBI á morðum þremenninganna og hefur hún hlot- ið mjög lofsamlega dóma víðast hvar en einnig sætt gagnrýni fyrir efnistök enda fjallar Parker um viðkvæman kafla í bandarískri samtímasögu. Hann hefði að sjálf- sögðu getað kosið að gera nútíma gamanmynd eftir Jólasögu Dickens eða mynd um mann sem skotinn verður í konu utan úr geimnum, eins og gagnrýnandi nokkur komst að orði, en í staðinn valdi hann að takast á við sögu svo sársaukafulla að enginn kvikmyndagerðarmaður hefur þorað að hreyfa við henni í 21 ár. í einföldustu skilgreiningu er „Mississippi Burning" félagamynd. I kjama hennar standa tveir mjög ólíkir menn sem hafa mjög ólíkar skoðanir. Willem Dafoe og Gene Hackman leika þá; Dafoe er hinn snyrtilegi Ward, heiðarlegur bók- stafstrúarmaður á lögin; Hackman er Anderson, sá eldri og reyndari, fyrrum lögreglustjóri frá Miss- issippi sem hefur ekkert á móti því að bijóta lög til að geta beytt þeim. Saman keyra þeir inní Neshoba- sýslu og kynnast landlægu og hrottalegú kynþáttahatri, grimmu ofbeldi hinna illræmdu Ku Klux Klan, morðum, misþyrmingum og brennum. Mönnum hefur orðið tíðrætt um ofbeldið í myndinni en líklega er Parker ekki að skjóta yfir markið. Tveimur árum eftir morðið á þre- menningunum kom dr. Martin Luther King til Philadelphiu í Miss- issippi og sagði hann vera „hræði- legan bæ, sá versti sem ég hef séð“. Aðrir hafa sagt Parker draga úr kynþáttahatrinu en það er erfitt að ímynda sér eftir að hafa séð myndina. „Ég þykist ekki halda að „Miss- issippi Burning" sé tæmandi saga mannréttindahreyfingarinnar á sama hátt og „Platoon" og „Apoc- alypse Now“ áttu að vera tæmandi sögur um Víetnamstríðið," segir Parker í blaðaviðtali. „Ein mynd leyfir annarri að verða til. Með hverri þeirra vonastu til að geta ýtt kvikmyndgerðinni svolítið áfram á meðan þrýstingurinn á gerð sölumynda dregur hana til baka. Það eru ekki aðeins kvik- myndagerðarmenn sem breyta hlutunum. Áhorfendur gera það líka.“ eftir Arnald Indrióason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.