Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 9
Það tognaði ekki ögn úr mönnum í Kína þykir það mjög eftir- sóknarvert að vera dálítið hár í loftinu og vegna þessarar fordildar veit bóndinn Jing Taibao varla aura sinna tal. Gerðist hann ríkur á því að selja auðtrúa sálum „rafknúið hæðaraukningartæki". Taibao á heima í Hebei og þar var þetta galdratæki, sem er á stærð við eldspýtustokk, fram- leitt í 27 verksmiðjum og síðan selt með 400% álagningu til full- orðins fólks, sem trúði því, að með þess hjálp væri unnt að bæta einum 5-7 sm við líkams- hæðina. Eitthvað virkaði tækið þó ekki eins og skyldi því að fljót- lega tók að rigna kvörtunum yfir kínversku einkaleyfisskrifstofuna og neytendaeftirlitið og sumir kaupendurnir sögðust beinlínis hafa minnkað við að nota þessa „mestu uppgötvun fyrr og síðar“ fyrir smávaxið fólk. Sjónvarpsleikari einn sagði, að augun hefðu bólgnað og andlitið orðið öskugrátt og bólugrafið við notkunina og þarf ekki að því að spyrja, að leikaraferillinn hans er nú á enda. Og ekki nóg með það. Þegar andlitið var komið í samt lag aftur 10 mánuðum síðar komst hann að því, að hann hafði minnkað um rúman sm. Annar notandi sagði, að tækið hefði framkallað tvær blóðhlaupnar og tilfinningalausar holur á fótun- um. Mátti lesa um þetta í Kínverska neytendablaðinu. Einkaleyfisskrifstofan hefur nú afturkallað leyfið fyrir tækið enda hefur komið í ljós, að Ta- ibao hafði falsað niðurstöður „læknisfræðilegra athugana" á því. í einkaleyfísumsókninni sagði, að gerðar hefðu verið til- raunir með tækið á 158 náms- mönnum en rannsóknarskýrsl- unni, eyðublaðinu, hafði hann stolið og einnig stimpli frá sjúkra- húsi í Hebei. Nú þegar losað hefur verið um alls kyns hömlur í Kína hefur hégómagimin, ekki síst meðal karlmanna, blossað upp á ný og virðist markaðurinn fyrir feg- runarlyf vera alveg óseðjandi. Geta snyrtivöruverksmiðjurnar hvergi annað eftirspurninni en einn vinsælasti pakkinn heitir „Hr. Barón“ og hefur inni að halda rakakrem, rakvatn, ilmvatn og varasmyrsl. Kostar hann 450 ísl. kr. „Æ fleiri ungir menn eru farn- ir að átta sig á því, að það þarf að hugsa um hár og húð enda hefur gott útlit mikið að segja,“ er haft eftir einum verksmiðju- stjóranum. Fyrst það er svona erfítt að lengja sig í annan endann má þó alltaf reyna að grenna sig og svo vel vill til, að bóndinn Jing Ta- ibao á einmitt rétta tækið til þess. Hefur hann fyrir því einkaleyfi — það er að segja þar til kaupendur og Kínverska neytendablaðið taka í taumana. -JASPER BECKER Höföar til „fólks í öllum starfsgreinum! MORGUNBLAÐIÐ’ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 C 9 Nýkomnar vörurfrá Rosenthal og-Thomas. Gœöavörur á góóu verdi. Laugavegi 91, sími 18400 - Bílastæði við húsið. ÆTTFRÆÐINAMSKEIÐ Ný ættfræðinámskeið eru að hefjast hjá Ætt- fræðiþjónustunni, þau síðustu á þessu starfsári. Þátttakendur fræðast um ættfræðiheimildir og vinnuaðferðir í leit að forfeðrum og frændfólki. Hver þátttakandi fær þjálfun og leiðsögn við verk- efni að eigin vali. Ákjósanleg skilyrði til ættarrann- sókna - unnið úr fjölda heimilda, m.a. öllum mann- tölum til 1930, kirkjubókum og öðrum verkum. Auk sjö vikna byrjendanámskeiðs (18 klst.) er boð- ið upp á framhaldsnámskeið og einnig helgar- námskeið á nokkrum stöðum sunnan- og vestan- lands. Leiðbeinandi: Jón Valur Jensson. Innritun stendur yfir í síma 27101 (opið frá kl. 12 í dag). ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN - sími 27101. „RAFMAGNAÐAR" FERMINGARGJAFIR MARK DC-51 SAMSTÆÐA • Plötuspilari • Tveir 25W hátalarar • Tvöfalt kassettutæki • Útvarp • Tónjafnari • Fjarstýring kr. 17.982 stgr. MARK 6" LITSJÓNVARPSTÆKI • með útvarpi/vekjara kr. 25.175 stgr. THOMSON TM-9000 FERÐATÆKI 220W EÐA RAFHLÖÐUR • Geislaspilari • Útvarp FM/LW/MW/SW • Tvöfalt kassettutæki • Tónjafnari kr. 29.735 stgr. a a L 1 . i - -. -.vr:. » v- 8 . í ! —i ' KÉfc t lll MARK ÚTVARPSVEKJARI • Ýmsargerðir Verð f rá kr. 1.985 MARK ÚTVARPSTÆKIFM/AM • með 5 stöðva forvali kr. 4.300 stgr. moo ; m...... lísisims m E3ö CÖGlOtSdlD BDQDDQ r?n r*i (rmir^t'^i ■ l__J UJ WJ LWJ UJ UJ naamm SINGER LADY STAR SAUMAVÉL • Frábær saumavél með ótrúlegan • fjölda af skraut-, teygju- . • ognytjasaum. kr. 17.955 stgr. UUUSikU - ggggg Verð fra kr. 990 M mm H Wm mim> | OPBBB MBO SCIENTIFIC VASATÖLVUR FYRIR FRAMHALDSSKÓLA flfMf $ SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VID HLIÐINA A MIKLAGARÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.