Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 40
* 40 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 Ný kjólasending v/Laugalæk, simi 33755. WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og geröir ■LlLL SfltarflaoQJigxLœ2 MmMVtm <St Vesturgötu 16, sími 13280 Verd.. oggæói tara saman hjáokkur nerræ liúsió^ Laugavegi 47 Sími 29122. VERÐSAMANBURÐUR STOÐVAR 2 á 3ja vikna ferðum miðað við 2 fullorðna og 2 börn. Saga .................................kr. 190.200,- Atlantik..............................kr. 179.400,- Pólaris ..............................kr. 168.604,- Veröld ...............................kr. 165.900,- Úrval ................................kr. 159.800,- Ferðaskrifstofa Reykjavíkur ..........kr. 159.000,- Samvinnuferðir........................kr. 158.000,- Útsýn .............................. kr. 148.600,- ÚTSÝN Ferðaskrifstofan Otsýn hf. - aldrei betri Austurstræli 17, sími 26611 ■ Álfabakka 16, sími 603060 ■ Akranesi, sími 93-11799 Hafnarfirði, sími 652366 ■ Akureyri, simi 96-25000 ■ Umboðsmenn um tand allt BAKÞANKAR Þjóðarsálin Nú á dögum er mikið rætt um þjóðarsálina. Eitt sinn var alvörugefinn maður sem fór að leita að henni. Ekki var hún á Lækjartorgi. En þar hitti hann ' gamlan mann sem sagði: Taktu rútu frá Umferðarmið- stöðinni, farðu úr í Hveragerði og gangtu á há- lendið. Þá muntu fyrir- hitta þjóðarsálina, Alvörugefni maðurinn gerði svo sem fyrir hann var lagt. Hann fór úr rútunni á réttum stað og stefndi til heiða, hann gekk á öræfin og fyrir íslandi miðju, efst á hálendinu, í hjartastað landsins stóð ægi- fagurt hringlaga völundar- hús, gjört úr svörtum gljá- fægðum steini og Ijómaði í sólinni. Hann fór inn um fyrstu dyrnar sem hann fann. Maðurinn gekk lengi lengi, langa ganga þessa völundar- húss. Dagar liðu. Hann fann krækiber til að næra sig á og stöku sinnum henti það að væn lömb gengu honum í fang, hann tíndi saman sprek og sauð þau og át. Þegar sólin var hátt á lofti á morgnana og skein niður í ganginn, gat hann séð spegilmynd sína í veggjunum. Hann gekk og hann gekk. En völundarhúsið var stærra en hann hafði haldið. Það kom vetur, það snjóaði, gangana tók að fylla og vindur dró skaf- renning um rangalana. Hann flæktist frá einum til þess næsta. Hvergi var skjól að fá. Eitt sinn er hann sá ísbirni bregða fyrir við enda eins gangs, þá þótti honum ráðlegt að grafa sig í fönn og þar féll maðurinn í vetrardvala og svaf vært til vors. Að vori vakti hann sólin. Leysinga- vatn vætlaði um gangana. Hann hélt áfram ferð sinni um völundarhúsið, þegar hann þyrsti bar hann vatn sér að munni í lófa sínum. Einn dag sá hann í spegli veggj- anna að hann var tekinn að eldast. Þá skar hann sér grein af tré og hafði greinina til að styðjast við á göngunni. Hár hans var orðið skjannahvítt og náði í mittisstað. Hann var orðinn aldraður maður. Eitt vorið heyrði hann gný, hróp og köll, þar voru fyrstu hljóðin fyrir utan hvein vinda og söng fugla sem han hafði heyrt svo áratugum skipti. Hann beygði fyrir horn, þar voru dyr og allt í einu gekk hann inn í hjarta völundar- hússins, þar sem sjálfa þjóð- arsálina var að finna. Og þar fyrir miðju í stóru her- bergi sat ungur maður og var < að horfa á sjónvarpið. Við fætur sína hafði hann bjór- kassa. I sjónvarpinu var landsleikur í handbolta. Ungi maðurinn skírskotaði til bjór- kassans og þar næst til sjón- varpsins og sagði, kipptu ein- um köldum gamli minn, við erum að vinna leikinn. Það stendur 29—25 fyrir okkur, og tvær mínútur eftir. eftir Ólaf Gunnarsson VZterkurog k-# hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.