Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 C 21. Húsverndarsjfiður Reykjavíkur Á þessu vori verða í þriðja sinn veitt lán úr Húsverndarsjóði Reykjavík- ur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerðar og endurgerðar á hús- næði í Reykjavík sem sérstakt varðveislugildi hefur af sögulegum eða byggingasögulegum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja greinargóðar lýsingar á fyrir- huguðum framkvæmdum, verklýsingar og teikningar eftir því sem þurfa þykir. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1989 og skal umsóknum, stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur, komið á skrifstofu garðyrkjustjóra, Skúlat- úni 2, 105 Reykjavík. TITILMYNDIR Bragi Ásgeirsson Það er forn list að lýsa bækur á þann hátt að hefja eða enda kafla í þeim með smáteikningum, sem bera alþjóðlega heitið „vignettur". Þetta er fullgild list, sem frekar lítið hefur verið ræktuð hérlendis, en gerir bækur í senn forvitnilegri og skemmtilegri til uppflettingar, ef vel hefur tekist, auk þess sem kafla- skil verða markvissari. Og ef ekki er um meginstef að ræða, þá skal mjög forðast að endurtaka sömu teikninguna, því að það er algjör miskilningur á eðli listgreinarinnar, en siík slys hafa einmitt hent í íslenzkri bókaútgáfu. Ég hef á milli handanna bókina „Bamagull", sem inniheldur sögur og ævintýri, sem Jón Ámason þjóð- sagnasafnari þýddi og endursagði. Er bókin gefin út í tilefni hundmð- ustu ártíðar Jóns, sem lést hinn 4. september 1888. í eftirlátnum gögnum Jóns í handritadeild Lands- bókasafnsins er m.a. að finna um- fangsmikið safn efnis til barnabók- ar, sem hann hugðist að gefa út skömmu fyrir miðja síðustu öld og nefndi sjálfur Bamagull. Heldur bókin þessu nafni nú, er hún kemur loks út og í þeirri mynd, sem Jón hafði hugsað sér fyrir 135 ámm. Það er hinn nafnkenndi teiknari, Sigurður Örn Brynjólfsson, sem hefur rissað upp titilmyndiri í upp- hafi hvers kafla, og má auðveldlega kenna hin sérstöku stflbrögð hans í þeim. Hver einstök mynd er í sam- ræmi við innihald hvers kafla svo sem vera ber í slíkri bók, og ein- kennir myndirnar hin sérstaka og græskulausa kímni sem Sigurður er kunnur fyrir og munu þær vísast tengjast sögunum í hugum smá- fólksins og verða eins konar kenni- mark þeirra. Er rétt að vekja í senn athygli á þessari bók og framlagi Sigurðar til hennar, því að hér er vel að verki staðið. Langar þig til að yerða skiptinemi í sumar? Bjóðum upp á 6 vikna dvöl í Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi Ef þú ert 15-18 ára getur þú sótt um. Örfá pláss laus. Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl. Brottförsíðastíjúní. Nóatúni 17, 105 Reykjavík, íslandi, sími 621455. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands SJÚKRAVINIR í HEIMSÓKNARÞJÓNUSTU Fundur verður haldinn í Múlabæ, Ármúla 34, | mánudaglnn 13. mars kl. 17.00. 1. Venjulegt fundarefni. 2. Elísabet Ingólfsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur kemur og ræðir um almenn samskipti. Þær konur, sem vilja kynna sér starfið, eru velkomnar. Stjórnln. Rauói Kross íslands + 100 grafléttmjólk innihalda aðeins 46 hitaeiningar. Ogþað eru verðmætar hitaeiningar, því að þeim fyigja lífsnauðsynleg næringarefni. Efþú vilt grennast, þá erbetra að draga úröðrum og þýðingarminni hitaeiningum. Ýmis B vítamín ímjólkstuðla m.a. að eðlilegri starfsemi taugakerfisins, góðri orkunýtingu, fallegri húð og hári, heilbrigðum augum og góðri sjón. Auk þess eru í mjólkinni B vítamín sem eru nauðsynleg fyrirþá sem eru í örum vexti tilþess að geta myndað nýtt erfðaefni fyrir nýjar frumur. Kalk, sem beinin taka upp á unglingsárunum, nýtist velseinna t.d. á meðgöngutíma og á efri árum. Við eðliiegar aðstæður dregur mjólk úr tannskemmdum. Hiðháa hlutfall kalks, fosfórsog erverndandifyrir tennurnar. Kalk er nauðsynlegt til þess að bein og tennurnái fullrilengd, þéttleika ogstyrk. Kalk í mjólknýtist vel vegna annarra efna í mjólkinni sem vinna með kalkinu. Námsgeta og athyglisgáfa skerðast verulega efunglingar fá ekki nægilega holla fæðu. Gaman ígær? En hvað með úthaldið? Hvemig verður þú í dag? Stúlkur á vaxtarskeiði þurfa að beina athyglinni að sjálfri sér af og til. Álagið er oftast mikið bæði á sál og líkama og þá er eins gott að gera það sem hægt er til þess að standa undir því. Holl fæða og nægur svefn er algjört skilyrði ef þú vilt njóta þessa viðburðarríka tímabils æfi þinnar án þess að ganga á forða framtíðarinnar. Mjólk er ein fjölbreyttasta fæða sem völ er á frá næringarlegu sjónarmiði. í henni eru efni sem við getum ekki verið án. 3 mjólkurglös á dag er góð regla. MJOLKURDAGSNEFND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.