Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 12
12 G MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 MATUR OG DRYKKUR/^ HótelHolti meb Steinunni Siguröardóttur __________ Alg/ört öngvit STEINUNN Sigurðardóttir er ekki aðeins þjóðkunnur rithöfundur heldur heimskona, meintur milljónamæringur og mamma hennar Tinnu. Nýverið sigldu þær mæðgur um Karíbahafið á stóru fleyi þar sem á boðstólum voru kynjaréttir innan um frístandandi ísskúlptúra. Svo og sírennandi Margarítur og Pínur Kólödur, Allan sólarhringinn ... Byijuðu í maya-rústum í Mexíkó, enduðu í paradís á Haiti, m.a. með viðkomu á eyjarkríli þar sem Díana prinsessa lét sérsmíða brúðkaupshnífapörin — úr gulli og svörtum kórai — og þær mæðgur fóru í sérhannaðan kafbát til að kynnast skjaldbökum að éta svamp á hvítum sandbotni. Og froskmönnum út úr kú. Að sjálfsögðu. Þær litu jafhvel inn hjá útibúi Hildu hf. í miðju Karíba- hafi. Að vonum fór Steinunn í smáfylu við að koma heim í ófærðina — innan dyra jafiit sem utan — þar sem hún þurfti að byija á að sort- éra allar þær kompur sem leifði af metsölubók síðasta árs. Því við hæfi að bjóða manneskjunni í mat á stað sem hún hefúr haft í hávegum, Hótel Holt, til að bæta hennar skap. Það tókst. Ævintýralega skrýtin kynskipting Holtsbarinn hlýtur að kallast sá flottasti í bænum: að fermetra- Qölda á við prýðilega piparsveins- íbúð. Sú hugrenningatengsl eru ofur- eðlileg af því að þar eru ekki básar eins og sums stað- ar, heldur grá, hlussuleg — en afar þægileg — sófa- sett, sem gefa grá- an fiðring. Plús barinn náttúrlega. Aftur á móti á eng- eftir Jóhönnu jnn karlmaður jafn- Sveinsdóttur marga Kjarvala og eigandi Holtsins, Þorvaldur í Síld & fisk, enda pipraði Þorvaldur ekki. En óneitanlega er piparsveina- fílingur í sumum þeirra bisness- manna sem eru sem mosagrónir hægindunum yfir fordrykk. Átta slík gengi og við einu konumar á staðn- um. Skondið. Á fimmtudagskvöldi. „Ég hef meira vit á þessu markaðs- lega séð,“ segir einn í yngri kantinum hátt við félaga sinn, með áherslu á „lega“. „Þessi þjóð hegðar sér alltaf eins og hún sé á heiðabýli," hvíslar Steinunn og á við raddstyrk mannsins. Eftir niðurbælt fliss af bestu sort biðjum við Steinunn um Margarítur í fordrykk þótt það nafn sé ekki að finna á annars yfirgripsmiklum bar- seðli hússins. Auðsótt mál. Síðan göngum við inn í matsalinn á vit enn fleiri bissnessmanna. Aðeins eitt borð er setið konum . „Hér er aðskiínaðarstefna eins og ennþá sést í boðum,“ segir Steinunn. “Þetta er ævintýralega skrýtið." Alveg aflbragð Enginn hægðarleikur að gera upp hug sinn varðandi matseðilinn þar sem er að finna u.þ.b. 50 sérrétti, auk matseðils dagsins. Gamlir og nýir standardar og hvergi prentvillu að sjá í fljótu bragði, hvað þá mál- villu, á þremur tungumálum, sem er harla sjaldgæft á matseðlum íslenskra veitingastaða. Og vínlist- inn. Mamma mía! Að lokum skjótum við hvor um sig á reyktan ál með eggjahræru (1082 kr.) og graflamb með melónu (770 kr.) í forrétt. í aðalrétt báðar á ijúpu með waldorfsalati og mörgu fleiru (2015 kr.) með fullri virðingu fyrir grísa- og nautamedalíum, lamba- og aligrísahryggjum. Þjónninn ráðlegg- ur okkur að reyna Cháteau Viaux Bömale 1985 með ijúpunni. í eftir- rétt veljum við Crépes Suzette, pönnukökur, eldsteiktar í appelsínu- líkjör, með vanilluís, sem mér vitan- lega eru ekki á boðstólum annars staðar í Reykjavík. Er ekki að orðlengja það að allir réttirnir brögðuðust frábærlega vel. Það vakti athygli okkar að ijúpan var afar léttsteikt, sem maður á ekki að venjast. „Þessi ijúpa er algjört öngvit,“ segir Steinunn. „Og hún er örugglega ekki með salmónellu! Þetta er eina fugla- kjötið sem ég hef borðað blóðugt og finnst vera gott. Ævintýralega meyrt. Þetta er bæði gott, og rarí- tet. Af þessu er ljóst að ijúpan skipt- ir ekki bara um ham í landslaginu heldur líka í matseld. Þetta er hik- laust besti matur sem ég hef borðað lengi.“ Þá finnst henni meðmælt rauðvín fara einstaklega vel með ijúpunni og vera alveg afbragð. Þjónninn sem í ábyrgð gekkst er það eiginlega líka, bæði fyrir fegurð og lipurð, svo og hnitmiðaðan ijúpna(veiði)fyrirlestur. „Ég held að ekki fari margir í fötin þeirra hér á Holtinu," segir Steinunn. Skelli saman því sem til er Yfir kaffi og Remy Martin segir skáldkonan aðspurð frá eigin mats- „Yfirleitt er ég fremur óskipulögð við matargerð. Skelli saman því sem til er í ísskápnum. Það lukkast náttúrlega ekki alltaf vel,“ segir Steínunn Sigurðardóttir rithöfundur. eld. Hún hefur gaman af að búa ti! mat en fer sjaldnast eftir uppskrift- um nema kannski þegar eitthvað sérstakt stendur til. „Að öðru jöfnu er ég fremur óskipu- lögð. Skelli saman því sem til er í ísskápnum. Það lukkast náttúrlega ekki alltaf vel, en oftast nær, held ég. Við erum bara tvær í heimili mæðg- urnar og því elda ég frekar einfaldan mat, gjarnan grænmeti: snöggsteikt á pönnu eða ofnbakað, t.d. með osta- sósu. Þegar ég elda samsetta rétti hef ég mest verið fyrir fisk, ekki síst saltfisk. Og af gömlum standördum má nefna moussaka." Þegar hér er komið sögu verður skyndilega grafarþögn í matsalnum. Ekki einu sinni skálaglamur heyrist í hálfa mínútu. „Kjaftaryþminn fylg- ist greinilega að. Ævintýralega skrýtið," segir Steinunn. „Hér er ósýnilegur umræðustjóri." Bónorð út á bernaissósu Svo upphefja allir raustir sínar samtímis, þ á m. Steinunn, spurð um Akkilesarhæl sinn í eldamennsk- unni: „Bakstur. Þegar ég bjó úti í Svíþjóð reyndi ég að baka brauð af því að brauðin þar eru svo ferlega vond. En mín urðu lítið betri svo ég hætti. Hins vegar varð ég að gjöra svo vel að sjá um afmælisbakkelsið þar í landi fyrir dóttur mína fyrst að amm- an var fjarri góðu gamni. Ég æfði mig samviskusamlega í hálfan mán- uð með þeim árangri að ég var orðin fárveik og ekki viðmælandi þegar afmælið rann upp.“ Nú splæsir Steinunn sínum þjóð- kunna hlátri á viðstadda bisness- menn og bætir við að eitt sinn fyrir löngu hafi hún ákveðið að koma sér upp einu glansnúmeri til að impón- era. Valdi bemaissósu af einhveijum ástæðum sem hún skilur ekki núna. „Svo vel tókst til að ég fékk eitt bónorð út á hana. En því miður sat eiginkona viðkomandi við borðið svo ekkert varð úr þessu!“ Mikið útstáelsi á dögunum Við bindum slaufu á kvöldið með þeirri umsögn að maturinn hér og vínin, þjónustan og Kjarvalarnir, eru peninganna virði. Um að gera að láta ekki gráleita bisnessmenn sitja eina að þessum dýrlegu krásum. Og þar sem Steinunn orti eitt sinn afar upplífgandi ljóð um mánuðinn mars er við hæfi að enda á því, með henn- ar leyfi: Núna er mánuðurinn mars og mikið útstáelsi á dögunum þeir koma ekki inn fyrr en á kvöldin. Óðru vísi mér áður brá í skammdeginu þegar þeir rétt skruppu út um hádegið og ekkert hægt að gera. En júní verður bestur dagamir úti allar nætur stanslaus friður og við ein heima. Hlakkarðu ekki til? Tökum gamla LADA bílinn upp í nýjan og semjum um eftirstöðvar. Veitingar veróa á boóstólum. lAPA - góóur kostur í bílakaupum *CT BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF Í1 Ármúla 13 - 108 Reykjavík - ® 681200 iO geróiraf LADA bílum helgina 11. og 12. mars frá kl. 10-17. Mikió úrval skrásettra bíla til afhendingar strax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.