Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 }l Ig&V i ** J David B. Kolbrún Ingibjörg Þrjú heilsutímarít á markaðnum: Heilsan í sókn Á ÍSLANDI eru nú gefín út þrjú tímarit sem Qalla um heilsurækt og hollt mataræði. Samtals eru gefín út 75.000 eintök árlega af tímaritunum, samanlagt eitt heilsutimarit á mánuði. Ritstjórar tímaritanna eru sammála um að mikill áhugi sé á öllu sem varði heilsuna og sá áhugi fari sífellt vaxandi. Markaður sé fyrir fleiri en eitt tímarit af þessu tagi, en samkeppnin sé hörð. Stærst tímaritanna þriggja er Heilsurækt og næring, sem tók við af Líkamsrækt og næringu á síðasta ári. Það er gefið út í 8.000 eintökum, sex sinnum á ári. Við tímaritið eru fimm fastráðnir starfs- menn. David B. Haralds ritstjóri segir tímaritið bera sig í dag, en það hafi vissulega verið erfitt að byggja það upp. í dag séu gerðar miklar Um hvað eru heilsutímaritin? Til að gera lesendum grein fyrir um hvað þessi þijú heils- utímarit eru og muninum á þeim, er rétt að tæpa á efni sfðustu tölublaða. Heilsuvemd - Viðtal við danskennara. - Grein um sykur. - Viðtal við eiganda heilsubúðar. - Spumingum um liðagigt svarað. Heilsurækt og næring - Grein um morgunverð. - Litið inn á nuddnámskeið - Grein um vatnsrúm. - Bjallað um hvort stærðin skipti máli. Hollefhi og heilsurækt - Grein um makróbíótík og krabba- mein. - Fj'allað um smáskammtalækningar. - Grein um náttúrulyf í Hollandi. - Grein um áhrif hláturs. kröfur til þeírra sem gefi tímaritin út, en það sé alltaf markaður fyrir gott heilsutímarit. David segir markmiðið með út- gáfunni fyrst og fremst vera að stuðla að aukinni þekkingu á líkam- anum, á næringu og áhrifum fæð- unnar á andlega og líkamlega líðan. Það sem greini tímaritið frá öðrum sem íjalli um svipuð málefni sé upp- setning blaðsins. „Við leggjum áherslu á að ná athyglinni með fjölda mynda, útlitsteiknun blaðsins og suttum greinum.“ Náttúrulækningafélag íslands hefur gefið út tímaritið Heilsuvemd í 43 ár. Fyrir um ári voru gerðar á þvi miklar breytingar og það fært til nútímalegra horfs. Nýr ritstjóri, Kolbrún Sveinsdóttir, segist munu leita uppi hinn gullna meðalveg, hvað varðar útlit blaðsins. Það er nú gefið út ársfjórðungslega í 5.000 eintökum, að stórum hluta til áskrif- enda. Kolbrún segir tímaritið ætlað þeim sem áhuga hafi á öllu því sem varði heilsuvemd. „Við fjöllum um mataræði, hreyfingu og fyrirbyggj- andi aðgerðir gegn sjúkdómum. Markmið NLFÍ er að stuðla að bættri heilsu og blaðið er boðberi þess." Heilsuhringurinn í Kópavogi hefur gefið Hollefni og heilsurækt út í ell- efu ár. Það kemur út tvisvar á ári í 3.500 eintökum, til áskrifenda ein- göngu. Markmiðið með því er að fræða fólk um heilsufarsiega val- kosti og kynna það sem er framar- lega á því sviði erlendis, að sögn Ingibjargar Sigfúsdóttur, sem á sæti í stjóm samtakanna og átti sæti í ritstjóminni til fjölda ára. „Við skrifum um náttúrulækningar, valkostalækningar, um manneskj- una og umhverfið, raunar allt sem heilsuna varðar. Það sem greinir okkur frá hinum tímaritunum er að við vinnum allt í sjálfboðavinnu. Þannig ber tímaritið sig, þó með harmkvælum sé. Áhuginn virðist vera geysilegur því um 100-200 áskrifendur bætast við í hvert sinn sem það kemur út.“ AFSAKIÐHLÉ m Um tækniklaufa og tæknilega óstjóm á íslenskum sjónvarpsstöðvum Það heyrir til ánægjulegra undantekninga hér á landi að lylgj- ast með í sjónvarpi beinum og Qölþættum útsendingum án þess að tæknileg mistök einhvers konar eigi sér stað. Sjónvarpsáhorf- endur kannast mjög vel við þessi mistök, sem oftast koma sjón- varpsandlitum í vandræðalega aðstöðu. Sem dæmi má nefíia þeg- ar myndefíii er ekki i samræmi við kynningu, — þegar beðið er eftir innskotum eða pistlum, — þegar bakskjár sýnir eitthvað allt annað en það sem um er verið að fjalla, — þegar upptekið efíii kemur ofan í hálfkláraðar beinar útsendingar, — þegar sent er út af rangri upptökuvél og þulur virðist stara út í loftið, — þegar myndramminn er kolvitlaust stilltur og andlitum viðmæl- enda klaufalega troðið upp í efri horn skjásins en 2h myndflatar- ins eru fölleit borðspjöld fyrir framan þá og svo mætti lengi te\ja. Til þess að særa engan þá má að sjálfsögðu kalla sumar ástæður þessa mannleg mistök í stað klaufaskapar, — það skiptir ekki öllu í þessu samhengi því framkvæmdin er alltaf í höndum manna sem hættir mismikið til mistaka. Það sem skiptir máli er að til eru skipulags- og stjómunarlegar leiðir til þess að draga úr mistökum. Spurningin er hvort þeir sem ráða á íslenskum sjón- varpsstöðvum geri sér grein fyrir þessum leiðum eða sjái bara yfirleitt ekki ástæðu tíl þess að auka tæknileg gæði íslensks sjón- varps sem án efa em minni en í nálægum Evrópulöndum. þulum hvað varðar áhrif. Þeir sjá um að allir þættir falli saman og á þeirra herðum hvílir sú ábyrgð að útsendingar séu hnökralausar. Hér á landi hefur ekki skapast sú hefð að útsendingarstjórar séu af þessari gráðu og e.t.v. er það skýringin á því að flest tæknimi- stökin eru gerð vegna þess að þeir sem hlut eiga að máli eru ekki stilltir rétt saman. íslenskir útsendingarstjórar eru oft eins konar yfiraðstoðar- menn eða súperskriftur, sem hafa hvorki nægjanlega reynslu eða völd til þess að stilla saman strengina. Að þessu leyti hafa stjómendur íslenskra sjónvarps- stöðva brugðist. Annað hvort hef- ur þeim ekki tekist að skapa þessa stöðu eða það sem verra er að þeir hafa ekki komið auga á þörf- ina. Gott sjónvarp ræðst jafnt af formi og innihaldi, — efni og úr- BAKSVIÐ eftir Ásgeir Fribgeirssort Þegar þessi mál ber á góma er viðkvæðið gjaman það að skiptin á tæknimönnum séu það ör að erfitt reynist að gera miíclar kröfur. Þetta getur e.t.v. talist ástæða en alls ekki afsökun því í rekstri nútímafýrirtækja, og skiptir þá ekki máli hvort þau em í einka- eða ríkiseign, þá teljast óeðlilega tíð mannaskipti til vandamála sem stjómendur bera ábyrgð á og vitna því fyrst og fremst um bága stjómun. Hér skulu nefnd tvö atriði sem sýna sinnuleysi og skipulagsleysi í þessum málum. Þegar minnst hefur verið á tæknileg mistök í áheym margra sjónvarpsmanna hafa viðbrögðin einkennst af undmn yfír því að á þetta skuli vera minnst og umburðarlyndi af þeirri gerð sem skýlir og fæðir af sér meðalmennsku. Með öðmm orðum þá em mistökin talin eðli- ieg. Annað atriði þessu skylt sem segir dulitla sögu er það hversu útsendingarstjórar, eða pródús- entar svokallaðir, gegna viðalitlu hlutverki á báðum sjónvarps- Tæknivinna í íslensku sjónvarpi — skjól fyrir meðalmennsku? stöðvunum. þetta á raunar ekki við um tvo eða þijá reynslumikla einstaklinga sem hafa þekkingu, áræðni og völd og njóta virðingar á við það sem þekkist erlendis. Útsendingarstjórar frétta, svo eitthvað sé nefnt, í sjónvarps- stöðvum erlendis em ótvíræðir herforingjar og standa fyllilega jafnfætis fréttastjómm og frétta- vinnslu. í hvert skipti sem tækni- mistök verða missir inntakið marks. Sjónvarpsfólk má ekki slá þessu upp í grín og það verður að hætta faðmlögum við meðal- mennskuna og fækka tæknimis- tökum. Áskrifendur Stöðvar 2 og greiðendur afnotagjalda eiga ekki annað skilið, — þeir em ekki að borga fyrir tæknimgl. Ruddalegirfréttamenn - óskaböm stjómmdlamanna? íðustu árin hafa fjöl- miðlamir íslensku orð- ,ið pólitískt sjálfstæð- ari. Áður níddu flokksblöð andstæðinga, en núna virð- ast margir flölmiðlamenn telja skyldu sína að veita stjómmálamönnum aðhald og að þá beri að umgangast af nokkm virðingarleysi. Víðast á Vesturlöndum er litið svo á, að fjölmiðlamir gegni mjög mikilvægu hlut- verki í stjómmálum. Þeim beri bæði að gefa stjóm- málamönnum og öðmm áhugamönnum um þjóðmál tækifæri til þess að viðra sjónarmið sín. í vaxandi mæli hafa margir Qölmiðlar einnig litið á sig sem eins konar varðhunda almenn- ings, þeim beri að Qalla um stjómmál og stjómmála- menn á gagnrýninn hátt. Þannig eigi flölmiðlamir t.a. að gæta þess að stjómmála- menn komist ekki upp með það að segja eitt í dag og annað á morgun án þess að þurfa a.m.k. að gera ræki- lega grein fyrir sinnaskiptum sínum. Sömuleiðis eigi flöl- miðlar að skýra frá ámælis- verðum athöfnum stjóm- málamanna, svo ekki sé talað um lögbrot. Frægasta dæmið um rannsóknarblaða- mennsku af þessu tagi er vafalaust Watergate-málið. Síðustu árin hefur grimmd Qölmiðla í garð stjómmála- manna raunar vaxið mjög í Bandaríkjunum og mörgum þeirra verið „slátrað" fyrir vammir sem í mörgum lönd- um teldust til einkamála (eða kosta), svo sem kvennafar. Hér á landi hafa fjölmiðlar blessunarlega að mestu látið éinkalíf stjómmálamanna í friði, nema þeir þá sjálfir hafi viljað básúna það í glansmyndaviðtölum. Hins vegar er greinilegt að marg- ir fjölmiðlamenn telja að þeim beri að veita stjóm- málamönnum málefnalegt aðhald. Það er af hinu góða, því það er plagsiður í þessu landi að stjómmálamenn geta sagt hvað sem er; þeir þurfa sjaldnast að bera ábyrgð á orðum sínum og gerðum. Dæmin um að þeir hafí þurft að segja af sér vegna mistaka era sjálfsagt teljandi á fíngram annarrar handar. Mistökin eru það því miður ekki. Vandinn er hins vegar sá, að oftar en ekki hafa þessar tilraunir fjölmiðla til að veita stjómmálamönnum aðhald rannið út í sandinn. Oft og tíðum virðist það vera vegna þess að fréttamenn ráði ekki við að spyija ráðamenn hvasst en kurteislega um mikilvæg en oft flókin mál, hvort sem þeir hafa einfald- lega ekki burði til þess, eða skortir tíma til að setja sig inn í málefnin. Alltof oft birt- ist hið gagnrýna viðhorf ein- ungis í því, að fréttamaður belgir sig út og spyr ráða- manninn með þjósti að því hvað hann hafí í laun, eða hvort hann hafi bílastyrk! Auðvitað má spyija um kjör ráðamanna, en aðrir hlutir skipta vitaskuld miklu meira máli. Sorgleg dæmi um þetta ástand mála hafa birst á Stöð 2 á síðustu vikum, þeg- ar snöfurmannlegir frétta- menn reyndu fyrst að ganga í skrokk á Steingrími Her- mannssyni og síðar Jóni Baldvini Hannibalssyni. Dæmin era sorgleg vegna þess, að í bæði skiptin virt- ust fréttamennimir vera að reyna vitlegan og virðingar- verðan hlut; nefnilega að láta ráðherrana gera grein fyrir þvi hvers vegna þeir hefðu breytt um ýmsar grandvall- aráherslur i stjórnmálum á tiltölulega skömmum tíma. Fréttamennimir höfðu greinilega reynt að undirbúa sig, m.a. flett upp í eldri ræðum og stefnuskrám, sem þeir vísuðu í. Áhlaupið var hins vegar gjörsamlega misheppnað. Bæði var, að fréttamenn hefðu getað undirbyggt spumingar sínar betur, en sennilega skipti þó sköpum, að allt yfirbragð þeirra ein- kenndist af yfirgangi og frekju; þeir virtust ekki átta sig á því hversu viðkvæmur miðill sjónvarp er að þessu leytinu. Aðgangsharkan virt- ist einkum koma fram í raddaskap og virðingarleysi við ráðherrana. Enda varð útkoman eftir því; báðir þessir reyndu sljórnmála- menn áttu í fullu tré við spyijenduma, en svöraðu lítt því sem þeir hefðu átt að svara. En öllum þeim sem horfðu á þessa þætti og ég spurði álits bar saman um það að framkoma frétta- manna hefði verið fyrir neð- an allar hellur — en stjóm- málamennimir staðið sig furðu vel! Þegar atlagan gegn Jóni Baldvini átti að vera hvað hörðust tókst hon- um meira að segja að snupra fréttamann fyrir þágufalls- sýki. Raunar vora ein orðaskipti forsætisráðherra og frétta- manns lýsandi um þá „upp- lýstu“ umræðu sem okkur Iq'ósendunum er boðið upp á. Fréttamaður hafði lesið skýrslu og vildi spyija ráð- herra um hana. Efnislega svaraði ráðherrann eitthvað á þessa leið: í fyrsta lagi hefurðu ekkert skilið í skýrslunni! í öðra lagi er komin ný skýrsla og ég skal senda þér hana á morgun! Og í þriðja lagi er ég héma með nokkur einkar fróðleg línurit um efnahagsþróun sem við skulum skoða! — Og þá hófst sýningin. Ólafur Þ. Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.