Morgunblaðið - 12.03.1989, Side 29

Morgunblaðið - 12.03.1989, Side 29
MÖÉGÍtíÍS[BLAtjlÐ MINNINGAR Íí !í 2'' MÚtk 1989 3 c 29 ég var klædd nú eða þegar ég kom úr hárgreiðslu. Alltaf var hann með hrós á vörum og tók eftir slíku. Hann var alltaf gefandi. Elsku Gógó og fjölskylda, ég bið Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar og blessa minningu heiðursmanns. Anna Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. (V. Briem) Á morgun, mánudaginn 13. mars, kl. 13.30 fer fram frá Bú- staðakirkju útför Guðmundar Hans- sonar bankaritara. Við vitum öll að enginn má sköp- um renna og að þetta kall og þessi stund rennur upp fyrr eða síðar. Kall Guðmundar kom þó svo óvænt og skyndilega að við vinir hans og skólasystkini höfum vart áttað okk- ur á því að hann sé látinn, horfinn úr hópi okkar til hins fyrirheitna lands, ríkis væntanlegra endur- funda. Guðmundur Hansson fæddist á Suðureyri við Súgandaijörð 17. júní 1920. Foreldrar hans voru Hans Kristjánsson frá Suðureyri, stofn- andi Sjóklæðagerðarinnar hf. og Gólfteppagerðarinnar hf., og María H. Guðmundsdóttir frá Gelti við Súgandafjörð. Þau fluttu tii Reykjavíkur 1925. Systkini Guð- mundar, sem komust á legg, voru Sigríður fædd 1916, Þórdís fædd 1918 (lést 1984), Kristján Ragnar fæddur 1926 (lést 1958) og Hans Helgi fæddur 1928 (lést 1962). Guðmundur útskrifaðist úr Verslunarskóla ísiands 30. apríl 1940. Við vorum alls 72 skólasystk- ini sem útskrifuðumst þetta vor, en flest okkar hófu nám við skólann veturinn 1936/1937. Af þessum hópi eru nú 15 félagar látnir og er þar nú skarð fyrir skildi er einn af okkar ötulustu skólabræðrum hefir bæst í hóp hinna föllnu félaga. Guðmundur var ávallt í fylkingar- brjósti í öllu félagslífi innan skólans og mjög virkur í skólastarfinu. Hópinn höfum við haldið alla tíð og haft samband okkar á milli og höfum hist reglulega á fimm ára fresti. Guðmundur var tvímælalaust duglegastur okkar allra að skipu- leggja þessi regiulegu hóf skóla- systkinanna og að vanda var hann fyrir þó nokkru farinn að undirbúa 50 ára verslunarskólaafmæli hóps- ins vorið 1990. Hann unni skóla sínum og stóð í þakkarskuld við hann og kennara skólans alla tíð og reyndist okkur öllum einlægur vinur og félagi. — Aðeins tveir kennarar skólans frá þessum árum eru nú á lífi, þeir Jón Á. Gissurar- son og Gísli Ásmundsson, báðir fæddir 1906. Skólasystkini Guðmundar þakka honum nú að leiðarlokum samfylgd- ina og kveðja kæran og vamm- lausan vin og félaga. Guðmundur Hansson starfaði við verslunarstörf frá því hann lauk námi, lengst af við Gólfteppagerð- ina hf., en frá 1973 hefir hann ver- ið starfsmaður alþjóðasviðs Lands- banka Islands. Eins og fram hefir komið í þess- ari stuttu minningargrein var Guð- mundur sérlega virkur í félagsmál- um. M.a. starfaði hann mikið fyrir Bústaðasókn og var formaður sókn- arnefndar þegar Bústaðakirkja var í byggingu og vígð. Þá var hann nokkur tímabil í stjórn bræðrafé- lags kirkjunnar og formaður félags- ins um skeið. Guðmundur gekk í frímúrararegluna 1947 og gegndi innan vébanda hennar mikilvægum embættum í áraraðir. Á yngri árum stundaði hann af dugnaði skíðaíþróttina og við félag- ar hans í skíðaklúbbnum K-16, sem fyrir löngu er liðinn undir iok, sökn- um nú vinar í stað en geymum í hugu'm okkar ánægjulegar endur- minningar frá þeim löngu liðnu árum. Hinn 8. febrúar 1947 kvæntist Guðmundur eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Axelsdóttur, fædd í Vestmannaeyjum 1922, dóttir hjón- anna Axels Sæmundssonar, mál- ara, sem fæddist í Reykjavík, og Jónínu Kristjánsdóttur, fædd í Grunnavík við Isafjarðardjúp. Þau bjuggu sinn búskap í Reykjavík. Börn Guðmundar og Sigríðar eru Jón Steinar fæddur 1947, verk- fræðingur, Gunnar Sverrir fæddur 1951, verkamaður, María Helga fædd 1953, húsmóðir, og Anna Sigríður fædd 1959, tannsmíða- meistari. Barnabörnin fimm voru augasteinar Guðmundar og eftir- læti. Við skólafélagar og vinir Guð- mundar Hanssonar vottum Sigríði konu hans, börnunum, barnabörn- unum, Sigríði systur hans og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Eg þakka góðum dreng fyrir ánægjulega samfylgd allar götur frá unglingsárunum og bið Hinn Hæsta Höfuðsmið að styrkja ástvini hans og blessa minningu hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Árni Kr. Þorsteinsson Kveðja frá Bústaðasókn Á morgun verður gerð frá Bú- staðakirkju útför Guðmundar Hans- sonar, verslunarmanns, Hæðar- garði 2. Um aldarfjórðungsskeið tók Guð- mundur mikinn þátt í safnaðar- starfi Bústaðasóknar. Þegar fyrsti formaður Bústaðasóknar, Axel L. Sveins, féll skyndiiega frá 1969 tók Guðmundur við formennsku af hon- um, en hann hafði þá þegar verið í sóknarnefnd í nokkur ár. Höfðu þeir félagar staðið dyggilega saman að byggingu Bústaðakirkju og lagt fram ómælda sjálfboðavinnu ásámt fleira góðu fólki. Ýmsum þótti nóg um þann stórhug og bjartsýni sem til þurfti, að ráðast í byggingu af þessari stærð, með nánast enga sjóði í upphafi framkvæmda. En kraftaverkið gerðist. Hin glæsilega kirkja reis af grunni á mettíma miðað við byggingartíma kirkna í prófastsdæminu. Axel iifði það ekki að sjá draum sinn um fullbyggða Bústaðakirkju rætast. Það gerði Guðmundur hins vegar. Þrátt fyrir hjartaáfall og tímabund- ið heilsuleysi gegndi hann for- mennsku í sóknarnefnd fram yfir vígslu kirkjunnar á aðventu 1971. Gleði hans og okkar sem nánast unnum með honum á þessum árum var mikil, þegar þessum langþráða áfanga var náð. Strax er Guðmund- ur hafði náð sæmilegri heilsu tók hann að starfa aftur að safnaðar- málum í Bústaðasókn. Ometanlegt var starf hans á veg- um Safnaðarráðs og Bræðrafélags- ins að fjáröflun til kirkjunnar, sem var í verulegum skuldum eftir það stórátak sem gert var til að gjöra kirkjuna vígsluhæfa. Enda þótt kirkjan sjálf væri full- búin til notkunar var safnaðar- heimilið lítið meira en útveggirnir er hér var komið sögu. Fyrir höndum var því stórt fjár- hagslegt átak að innrétta safnaðar- heimilið og búa það nauðsynlegustu húsgögnum og tækjum. Þá var gott að eiga að menn eins og Guð- mund Hansson, sem trúðu á mál- staðinn og höfðu bjartsýni til að berjast og blésu á ckoðanir úrtölu- manna. Safnaðarstarf hafði, allt frá því að séra Ólafur Skúlason gerðist prestur sóknarinnar, verið blómlegt, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Árum saman fóru guðsþjónustur fram í skólum sóknarinnar, svo og sam- komur kvenfélags og bræðrafélags. Þegar langþráður draumur um eigin kirkju var orðinn að veruleika var sem ýmsir í söfnuðinum tvíefld- ust í sókn að lokatakmarkinu, að ljúka safnaðarheimilinu. í hópi hinna áhugasömustu voru Guðmundur Hansson og hans elskulega kona, Sigríður Axels- dóttir, og ég vona að á engan sé hallað þótt fullyrt sé að engir hafi lagt fram stærri skerf en þau, árin sem verið var að koma safnaðar- heimilinu í gagnið. Var þar um algjört sjálfboðastarf að ræða og ómældum tíma fórnað í þágu málefnisins. Aidrei var horft í tíma né fýrirhöfn, þegar Bústaða- kirkja var annars vegar. Þau stóðu m.a. fýrir fjölda Bingó-kvölda, þar sem Guðmundur stjórnaði af sínum alkunna krafti og sló á létta strengi. Þessi fjáröfl- un gekk að vonum misvel eins og gengur, en með elju og þrautseigju tókst að afla nægilegs fjár til að ljúka safnaðarheimilinu á ótrúlega skömmum tíma. Guðmundur var sérstaklega fé- lagslyndur maður og kom víða við á þeim vettvangi. Hann tók snemma virkan þátt í Bræðrafélagi Bústaða- kirkju. Starfaði hann þar af lífi og sál og var formaður félagsins um nokkurra ára skeið. Lagði hann mikla áherslu á að bræður aðstoð- uðu kirkjugesti eftir bestu getu m.a. með því að taka hlýlega á móti fólki í kirkjudyrum og afhenda sálmabækur og messuskrár, svo auðveldara væri að taka virkan þátt í guðsþjónustunni. Sjálfur gekk hann þar á undan með góðu for- dæmi og munu margir minnast hans, þar sem hann tók brosandi á FH OG SKIF KRASNODAR Það verður hart barist í íþróttahúsi Hafnarfjarðar í dag kl. 17 þegar rússn- esku birnirnir í Skif Krasnodar og FH leika í 8-liða úrslitum í Evrópukeppni félagsliða. Síðast unnum við glæstan sigur á rúmensku meisturunum. Mætum í íþróttahúsið við Strand- götu kl. 17 í dag og leggjum rússneska björninn að velli. Forsala aðgöngumiða hefst kl. 15. 5PARIBl1ÚÐUR HAFNARFJARÐAR móti ungum og gömlum, þannig að ekki fór á milli mála að viðkomandi voru velkomnir í Bústaðakirkju. Enginn sómdi sér betur en Guð- mundur, þar sem hann stóð í kór- dyrum og las upphafsbænina af mikilli innlifun. Og aldrei kastaði hann til þess höndunum er hann las ritningarlesturinn í guðsþjónustu. Hann unni Bústaðakirkju og vildi veg hennar sem mestan. Þess vegna var hver athöfn heilög og vanda skyldi hvert smáatriði. Guðmundur var einstaklega bón- góður og hjálpsamur. Hann var ávallt reiðubúinn til þjónustu þegar Bústaðakirkja átti í hlut. Fyrir það skal nú þakkað á skilnaðarstundu. Nú þegar Guðmundur hefir svo snögglega verið burt kallaður er skarð fýrir skildi hjá Bústaðasöfn- uði og við söknum góðs félaga, sem ávallt hélt merkinu hátt á loft. Enginn hefir samt misst eins mikið og eiginkonan, Sigríður, en þau hjónin voru sérstaklega samhent alla tíð. Við vottum henni einlæga samúð okkar samstarfsfólksins í Bústaða- sókn og biðjum henni og öðrum ástvinum Guðmundar Hanssonar blessunar Guðs. Megi minningin um góðan dreng létta þeim þung spor á sorgar- stundu._ Ásbjörn Björnsson, formaður sóknarnefiidar. Uppúr hádeginu föstudaginn 3. mars síðastliðinn barst sú sorgar- fregn að Guðmundur Hansson væri látinn. Eg átti erfitt með að sætta mig við að ágætur félagi minn og samstarfsmaður skyldi svo skjótt brott kallaður sem raun varð á. Við höfðum unnið innan sömu deildar í Landsbanka íslands í fjöldamörg ár og áttum saman margar ógleym- anlegar samverustundir, þar sem oft bar á góma sameiginlegt áhuga- mál okkar, veiðimennskuna, og ýmis önnur mál henni skyld. Þar var Guðmundur sannarlega í essinu sínu eins og sagt er og miðlaði bæði mér og öðrum af þekkingu sinni og kunnugleika, enda sagði hann sérlega lifandi og skemmti- lega frá. Guðmundur var annars á margan hátt sérstakur maður. Það kom best í ljós í orðræðum okkar vinnufélaganna á alþjóðasviði. Hann var skjóthuga og sást á stund- um lítt fyrir í málum þar sem skoð- anir voru skiptar en inn við beinið var hann ákaflega hlýr maður og ljúfur og oft bráðskemmtilegur. Fyrst og fremst var hann mikill félagshyggjumaður og tók virkan þátt í allri pólitískri umræðu. Þar gat hann verið afar fastur fyrir og sannfæringu sinni og köllun trúr, ef svo má segja. Það fengum við samferðamenn hans og samstarfs- fólk svo oft að reyna. Það er vissu- lega margs að minnast og margs að sakna þegar minnst er fáum orðum manns, sem auðgaði vinnu- stað okkar svo mjög með glaðværð sinni og geislandi lífsfjöri. Maður fann fljótt fyrir því tómarúmi sem myndaðist við fráfall hans. Minn- inguna um drenglundaðan og góðan mann munum við geyma. Ég vil fyrir mína hönd og vinnu- félaga færa konu hans, börnum, barnabörnum og öðrum vanda- mönnum okkarinnilegustu samúð. Baldur Ólafsson HAFIMARSTRÆT115, SÍMI21330 Ki'a/isar, krossar op- o kistuskreyti/igar. Sendum um allt land. Opið kl. 9-19 virka daga og til 21 um helgar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.