Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 7
Slæmar gæftir í jan- úar og febrúar: Fiskaflinn 100.000 tonn- um minni en á sama tíma í fyrra - þorskafliþó örlitlu meiri nú FISKAFLI landsmanna í janúar og febrúar varð samtals 448.058 tonn, en var á sama tíma í fyrra 552.476 tonn. Munurinn er því rúmleg-a 100.000 tonn og munar miklu um ákaflega slæmar gæftir þessa mánuði. Liggur hann nær allur i minni loðnuafla nú, mis- munurinn er um 90.000 tonn. Þor- skafli nú varð á hinn bóginn örlí- tið meiri en í fyrra, 56.807 tonn á móti 56.750 í fyrra. Afli togar- anna verð 9.000 tonnum minni en í fyrra, afli bátanna 95.000 tonn- um minni og afli smábata 350 tonnum minni. Togarar öfluðu á þessu tímabili 45.955 tonna, 54.913 í fyrra. Bátar 399.990 tonna, 495.096 í fyrra og smábátar 2.113 tonna, 2.467 í fyrra. A þessu tímabili varð þorskafli 56.807 (56.750), ýsuafli 4.351 (7.016), afli af ufsa 9.357 (10.794), karfa 7.531 (10.169), steinbít 743 (1.922), grálúðu 1.154 (957), skar- kola 355 (610), af öðrum botnfiski 1.471 (3.350), síld 714 (.4.459), loðnu 361.896 (451.017) og hörpu- diski 1.961 (1.405). í febrúar varð heildaraflinn 244.035 tonn á móti 296.690 í fyrra. Minna fékkst nú af öllum tegundum. Munurinn liggur að mestu í loðnu og skýringin er mjög slæmar gæftir. í þessum mánuði var langmestum afla landað í Vestmannaeyjum, rúm- lega 43.000 tonnum, Á Seyðisfirði var landað 27.653 tonnum, 19.183 á Eskifirði og 18.468 í Neskaupstað. Mestur hluti aflans á þessum stöðum er loðna. 12.795 tonnum var landað erlendis. ísfirðingar lönduðu mestu af þorski í febrúar, 2.300 tonnum, nær 900 tonnum meira en í fyrra. Til Akureyrar bárust 2.169 tonn en 2.259 í fyrra. Þorskafli er víðast hvar meiri á svæðinu frá Hornafirði og vestur um til Snæfellsness, vertíð- arsvæðinu, en hann var í fyrra. Hvammsg örður: Kaupfélag- ið sækir um greiðslu- stöðvun Búðardal. KAUPFÉLAG HvammsQarðar í Búðardal hefiir sótt um greiðslu- stöðvun til þriggja manaða hjá skiptaráðanda Dalasýslu. Kaup- félagið hefiir átt við langvarandi rekstrarerfíðleika að etja og þrátt fyrir ýmsar aðgerðir í rekstri félagsins á undanförnum misserum, meðal annars eigna- sölu og samdráttaraðgerðir, varð vaxtakostnaður félaginu ofviða á síðasta ári. Forráðamenn félagsins ætla að nota greiðslustöðvunartímann til þess að endurskipuleggja rekstur- inn meðal annars kanna möguleika á því að ná nauðasamningum við kröfuhafa án gjaldþrotameðferðar, leita eftir rekstrarhagræðingu og samstarfi við nærliggjandi kaup- félög. Kaupfélag Hvammsfjarðar, sem hefur um langan tíma rekið umsvif- amikinn rekstur á sviði verslunar, iðnaðar og þjónustu í Búðardal, er eina fyrirtækið á sínu sviði á stóru svæði og yrði það tilfinnanlegur skaði fyrir byggðarlagið, bæði frá þjónustu- og atvinnulegu sjónar- miði, leggist starfsemi þessa af. Forráðamenn félagsins vona að mál þessi skýrist fljótlega. Krisljana MOKGUNIHJtÐIÐ MIÐYIKUDAGUR 15. MARZ 1989 7 Þá er komið að því aðveijafermingar- gjöfina í ár alistinn írá Heimilistækjum rrSspennand • „Tracer" Sérlega vönd- uð rakvél með hleðsluraf- ' Æ hlöðu. Tveir rakhausar. _, ll"”“ Hvor um sig með 15 sjálf- skerpandi hnífum. Stór bartskeri. Einnig hægt að beintengja. Ferðapoki fylgir. Fáanleg í bláu og gráu. • PHILIPH Ljosarmurinn. , | j Þennan fallega fjölhæfa lampa köllum við Ljós- ^ arminn. Hann veitir birtu frá halogen-peru I þá átt sem eigandinn kýs. Því hálfkúlunni með perustæðinu má snúa næstum heilan hring og arminum 70°. Hentar jafnt til að fá gott vinnuljós sem notalegt andrúmsloft. Því stilla má Ijósgjöfina frá 0 -100% (Dimmer). • Fullkominn geislaspil- , r1 * , ari frá PHILIPS, svo lítill og handhægur að nýtist „--i’.jjflilftifcB nánast alls staðar. Vegur aðeins 1 kg. með rafhlöðum. Mögulegt er að tengja spilarann rafmagni og nýtist hann þá sem fullkominn geislaspilari viö hljómtækin heima fyrir. • Stereo kassetu- og útvarpstæki. Gæðatæki í vasastærð með léttu heyrnartóli. Á Kassettutæk- ið spólar fram °9 aftur og stoppar sjálf- U krafa. IBHhH I Beltisspenna. • Útvarp í millistærð. Sérstakur bassa- og diskanthátalari. FM og miðbylgja með loftneti fyrir hvora um sig. Traust handfang V............... • Stereó vasadiskó. Já, stereóskil i fislétt heyrnartoyn. Hraðspólun. • PHILIPS W -’f' < Útvarpsklukkan i Þessi býr yfir S mörgum kostum; Næmt útvarp, ný einföld stilling fram og aftur. Vekurtvisvar með útvarpi og/eða suðandi tóni. Sjálflýsandi stillihnappar, nýjung frá Philips. Stoppar sjálft. Beltisklemma. Rautt og svart. Verð kr. 49.400.- • Fullkomin PHILIPS hljómtækjasamstæða. ' Geislaspilari með lagaleitara og 20 laga minni. Hálfsjálfvirkur reimdrifinn plötuspilari, 33 og 45 snúninga með keramískum tónhaus. Stafrænn útvarpsmagnari með stöðvaleitara og 10 stöðva minni. Tvöfalt kassettutæki. 2X40 Watta magnari (Equalizer). Tveir 60 Watta hátalarar. • Bose Acoustimass. Tækninýjung í hljómflutningi 100 Watta hátalarar sem heyrist í. Stærð: 18,5x9x10 cm parið. - Ótrúleg hljómgæði. Þú verður að heyra til þess að trúa. • Handlétta hárþurrkan. Tvær hitastillingar 750 og 1500 Watta. Hljóðdeyfð. Fervel í hendi. • Geislaspilarinn frá brautriðj- andanum PHILIPS til- heyrir nýrri kynslóð. Möguleikamir eru ótrúlegir, tæknin nánast fullkom- in. Sjálfvirkt afspilunarminni fyrir allt að 785 lög/rásir. Aðeins á Philips. Sjálfvirk afspilun. Forrit á allt að 20 lögum/rásum, lagaheitum eða tímalengd- um og m.fl. Sjón er sögu ríkari. • Tvöfalt stereó kassettutæki og útvarp. Ný útfærsla á sambyggðu tæki með öllum helstu möguleikum í upptöku og flutningi, þ.á.m. siflutn- ingi og upptöku á tvöföldum hraða. Tengi fyrir hljóðnema og heymartól. Innbyggðir hátalarar fyrir full hljómskil og AFC-stilling á FM-bylgjunni. • Gas-ferða- krullujárn. Þú getur tekið það með þér hvert sem er, hvenær sem er og það er fljótt að hitna. Áfylling er venju- legt kveikjaragas. Gott innlegg í nútímaþjóð- félag. Heimilistæki Sætúni 8 • Kringlunni SÍMI: 69 15 15 SÍMI:6915 20 (fid eMflcSnájya/téegA C samníHgjutiv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.