Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989 Minning: Olga Egilsdóttir Fædd 6. maí 1912 Dáin 5. febrúar 1989 Olga fæddist í Vatnsleysu í Fnjóskadal. Foreldrar hennar voru hjónin Theódóra Þórðardóttir og Egill Olgeirsson. Mín fyrstu kynni af Olgu voru, er hún kom kaupakona til föður- bróður míns í Staðarhól, sem er nýbýli úr Öngulsstöðum og er þar stutt á milli bæja. Olga var myndarleg stúlka, dökkhærð með brún glampandi augu, vei greind og laglega hag- mælt. En fyrst og fremst hafði hún skemmtilega framkomu. Létt í lund og unglingunum féll vel að vera í návist hennar. Hún hafði nýlega verið á Hús- mæðraskólanum á Laugum í Reykjadal, en stuttu eftir að hún kom heim varð hún fyrir því óláni, að bærinn, sem hún átti heima á, brann og hún missti allt sitt, nema smápjötlu af útsaumuðum dúk. En Olga var ekki að æðrast. „Ég fékk að læra þama og góðu minningam- ar um skólann þær brenna ekki.“ Þannig var Olga. Á Öngulsstöðum var margt af ungu fólki og Olga varð strax ein af okkur. Við fórum í sund í Lauga- land og það var jafnvel farið alla t Faöir minn, HAUKUR ÓSKARSSON, rakarameistari, lést í hjartadeild Landspítalans 13. þessa mánaöar. Fyrir hönd tengdadætra og barnabarna, Haukur Ragnar Hauksson. t Maöurinn minn, BÁRÐUR MAGNÚSSON frá Stelnum, Norðurgaröi 13, Hvolsvalli, andaöist í Landspftalanum aðfaranótt 13. mars. Fyrir hönd aöstandenda, Anna Sigurgeirsdóttir. t Móöir okkar, ÁSLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfiröi, áður Háaleitisbraut 44, lóst mánudaginn 13. mars. Jaröarförin auglýst síöar. Bjarni Oddsson, Guðjón Oddsson. t Faðir okkar, ÞORGRÍMUR MARÍUSSON, Höfðabrakku 16, Húsavfk, andaöist í sjúkrahúsi Húsavíkur 12. mars. Brynja Þorgrímsdóttir, Skjöldur Þorgrímsson, Helga Þorgrfmsdóttir, Sigurbjörn Þorgrfmsson, Sigrún Þorgrfmsdóttir. Guðrún Þorgrfmsdóttir, Marfa Þorgrímsdóttir, Jónfna Þorgrfmsdóttir, Steinunn Þorgrfmsdóttir, t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, JÓNAS K. JÓSTEINSSON Mávahlíð 8, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 16. marskl. 15.00. Gráta Kristjánsdóttir, Kristfn Jónasdóttir, Valdimar Örnólfsson, Kári Jónasson, Ragnhildur Valdimarsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, SIGURRÓSINGA HANNEA GUNNARSDÓTTIR, Sóiheimum 40, verður jarðsungin fimmtudaginn 16. mars kl. 13.30frá Langholtskirkju. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag íslands. Guðmundur H. Kristinsson, Magnús Birgir Kristinsson, Sigrún Ásta Kristinsdóttir, Sigurður Kristinsson, Ingólfur Kristinsson, Anna Guðrún Kristinsdóttir, Kristinn Enok Guðmundsson, Eyrún Þorsteinsdóttir, Jónfrfður Loftsdóttir, Ragnar Wiencke, Anna Jónsdóttir, Sæunn Erlingsdóttir, Jóhann Snorri Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabarn. leið í Vaglaskóg á hverju sumri. Á þessum áram var félagslífíð blóm- legt og Olga naut sín vel í leik og starfí með ungu fólki sveitarinnar. Ég veit að jafnaldrar mínir og eldri minnast Olgu þessi sumur sem góðs félaga. En mest og best kynntist ég Olgu í Reykjavík. Við voram þar saman nokkra vetur. Hún vann fyrst I hattabúð og lærði að sauma hatta, endar var hún mjög lagtæk. Einnig var hún stundum í búðinni. Ég kom oft í búðina til hennar og alltaf fór ég glaðari heim. Henni var svo ein- lægt að koma öðram í gott skap. Olga hætti fljótt að vinna þama og fór í önnur störf. Seinnipart vetrar 1942 leigðum við saman herbergi á Stýrimanna- stígnum. Það var í gömlu húsi. Herbergið með norðurglugga. Glugginn gisinn svo oft var kalt. En þarna leið okkur samt vel. Olga var í hjúkranamámi en ég vann á bamaheimili. Við áttum sameigin- lega kunningja sem við heimsóttum er við áttum frí saman. Eitt atvik er mér sérstaklega minnisstætt og sýnir það þá hlið á Olgu sem hún átti í ríkum mæli en það var hjálpsemi. Einn daginn er Olga kom heim lá ég fársjúk með háan hita. Olga fór að hlúa að mér sem best hún gat. Úti var mikið frost og hvasst af norðri svo kalt var í herberginu. Ég man að glugg- inn var alhélaður. Fyrripart nætur fer Olga að búa sig út og segist ætla að skreppa eftir ofni sem hún vissi af. Hún bað mig að vera bara róleg. Ofninn sótti hún niður undir höfn í hús til konu sem hún þekkti. Þetta var á striðsáranum. Hermenn á hveiju götuhorni og herbúðir á leiðinni. En ekki lét Olga það aftra sér. Hún vakti svo það sem eftir var nætur. Þorði ekki að sofna frá ofninum. Fór því nær ósofín í vinn- una um morguninn. Þessu atviki mun ég aldrei gleyma. Þama var tryggð og vinátta að verki. Unnið var í kærleika. Olga var heilsteyptur persónu- leiki. Hún var ekki eitt í dag og annað á morgun. Fljótt eftir þennan vetur skildu leiðir, þótt aldrei slitn- aði sambandið á milli okkar. Sumarið 1944 flutti Olga til Ak- ureyrar með lítinn son sinn, Egil Viktorsson. Hún kom sér brátt upp litlu húsi og fór að vinna á sauma- stofu, en eins og áður er getið var Olga afar vel verki farin. Theodóra móðir hennar flutti til hennar og sá um drenginn. Faðir Olgu drakkn- aði árið 1922. Móðir hennar var alltaf heimilisföst hjá henni upp frá þessu. Skrapp til sona og tengda- dætra tíma og tíma, en oftast dvaldi hún hjá Olgu sem annaðist hana mjög vel í ellinni. Hún var eina dóttirin en tvo bræður átti Olga, sem lengst af voru búsettir fyrir sunnan. Gaman var að fá Olgu í heimsókn og góð vora orðin á jólakortunum, oftast í bundnu máli. Nokkram áram eftir að Olga flutti til Akureyrar giftist hún Stef- áni Hallgrímssyni og fluttist með honum austur að Amarstöðum í Fljótsdal. Og fór móðir hennar með þeim. Þarna áttu þau góð ár og fallegt heimili. Ofan við bæinn er þéttur og fallegur skógur. Þar veit ég að Olga hefur átt góðar stundir því að hún var næm á fegurð nátt- úrannar. Sannarlega náttúrannar bam í innsta eðli sínu. Við hjónin heimsóttum þau að Amarstöðum og áttum með þeim glaðar stundir á þessum fallega stað. Á Amarstöðum tóku þau hjón fósturson, Jón Inga Jónsson. Hann naut ástríkis hennar eins og hennar eigin sonur. Þama kunni Olga vel við sig, tók mikinn þátt í félagslífí sveitarinnar. Var í kvenfélagi og eignaðist marga góða vini sem hún minntist oft á. En ský dró fyrir sólu í lífi hjónanna. Stefán missti heils- una og þau fluttu til Akureyrar. Og í júlí 1972 dó Stefán og var hann jarðaður í heimabyggð sinni að Valþjófsstöðum. Olga hélt heimili áfram k Akur- eyri og vann uti sem áður. Á síðasta ári veiktist hún og gekk undir stór- an uppskurð, en batinn kom ekki. Hún bar veikindin með mikilli ró- semi og æðraleysi. Egill sonur hennar, sem býr úti í Noregi, kom heim og var hjá henni síðustu vikumar þar til yfír lauk. Var henni þetta ómetanlegur styrk- ur og gleði að hafa hann hjá sér þessar vikur. Þetta er ekki æviágrip. Aðeins minningar um trausta vinkonu, sem ég á svo mikið að þakka. Ég þakka tryggðina og vináttuna í marga áratugi. Syni, fóstursyni og §ölskyldum þeirra sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Aðalbjörg Halldórsdóttir t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, ÁRNÝ MARTA JÓNSDÓTTIR, Njálsgötu 75, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 16. mars kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna. Jón M. Vilhelmsson, Steinunn Gfsladóttir, Halldór K. Vilhelmsson, Áslaug B. Ólafsdóttir, Kristfn S. Vilhelmsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LIUA SIGURÐARDÓTTIR, frá Pátursborg, Eyjahrauni 7, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu sunndaginn 12. mars. Útför hennar fer fram frá Landakirkju laugardaginn 18. mars kl. 11.00. Guðný Steinsdóttir, Richard Sighvatsson, Sigrfður Magnúsdóttir, Bragi Steingrfmsson, Arngrfmur Magnússon, Þóra Hjördís Egilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför frænku okkar, ÖLMU D. LEIFSSON. Fyrir hönd ættingja, Hallfrfður Bjarnadóttir, Ellen Bjarnadóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför INGIBJARGAR GUNNLAUGSDÓTTUR kennara, Jöklafold 12. Bjarni Ómar Jónsson og dætur, Rósa Gísladóttir, Gfsli Gunnlaugsson, Borghildur Magnúsdóttir, Jón Tómasson, Ragnheiður Eirfksdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför frænda okkar, JÓNS HALLDÓRSSONAR, Sellátrum. Þökkum einnig öllum sem heimsóttu hann í veikindum hans. Sérstakar þakkir til lækna og annars starfsfólks Landspítalans og Fjórðungssjúkrahússins Neskaupstað. HermannJónsson, Kristfn Jónsdóttir. Málssókn Flug- leiða mótmælt KRISTINN H, Gunnarsson, vara- maður í Flugráði hefur lagt fram bókun á fundi ráðsins, þar sem harðlega er mótmælt málsókn Flugleiða á hendur Verslunar- mannafélagi Suðurnesja vegna ágreinings um framkvæmd vinnustöðvunar síðastliðið vor. Kransar, krossar w ogkistuskreytingar. * Sendum um allt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84200 9k2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.