Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989 31 Svipmynd frá Alþingi: Ólafiir G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, ræðir við Guðrúnu Helgadóttur, forseta sameinaðs þings. Stuttar þingfréttir: Samstaða um verðbréfhfrumvarp Þingdeildir ræða lagafrumvörp Pjárhag«- og viðskiptanefnd efri deildar Alþingis flytur tvær breyt- ingartillögur við stjórnarfrumvarp um verðbréfaviðskipti og verð- bréfasjóði, eins og það kom frá neðri deild. Samstaða er í nefndinni um að leggja til að frumvarpið verði samþykkt, þannig breytt, sem lög frá Alþingi. Breytingartillögfur við verðbréfafrumvarp Breytingartillögur nefndarinnar við verðbréfafrumvarpið eru þessar: * 1) Að 30. grein þess falli brott. Sú grein kvað á um það að Seðlabanki skuli láta sömu reglur, eftir því sem við getur átt, gilda um verðbréfasjóði að því er varðar bundið fé og settar eru innláns- stofnunum. Ennfremur að hafi Frumvarp: Skilagjald á einnota umbúðir í frumvarpi til laga um ráð- stafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða utan um drykkjarvörur segir m.a.: „Leggja skal skilagjald á inn- fluttar drykkjarvörur í einnota umbúðum eftir því sem nánar er mælt fyrir um í reglugerð og má gjaldið nema allt að 10 krón- um á hveija umbúðareiningu. Sama gjald skal leggja á innflutt- ar einnota umbúðir . . .“ Samkvæmt 2. grein frumvarps- ins skal iðnaðarráðherra beita sér fyrir stofnun hlutafélags, sem taki að sér umsýslan skilagjaldsins, svo og söfnun og endurvinnslu einnota umbúða. Skilagjald skal endurgreiða neyt- endum við móttöku á notuðum skilagjaldsskyldum umbúðum. Sömuleiðis skal greiða samsvarandi til einstaklinga, fyrirtækja eða fé- lagasamtaka, sem taka að sér að safna slíkum umbúðum til eyðingar eða endurvinnslu. I greinargerð segir: „í stuttu máli er fyrirkomulagið hugsað þannig að lagt verði skila- gjald, t.d. 5 krónur á dós, ásamt umsýsluþóknun, sem nemi einu pró- senti af skilagjaldinu, eða t.d. 5 aurum á dós . . . Skilagjaldið ásamt umsýsluþóknun verði lagt á innfluttar drykkjarvörur í einnota umbúðum við tollafgreiðslu eða samhliða vörugaldi á innlenda drykkjarvöruframleiðslu. Innheimt skilagjald verði afhent fyrirtækinu, sem síðan á að skipu- leggja söfnum umbúðanna um land allt og koma þeim til endurvinnslu. Skilagjald af umbúðum verði endur- greitt við móttöku þeirra." bankinn hlutast til um vexti útlána hjá innlánsstofnunum geti hann, með samþykki ráðherra, bundið ávöxtunarkröfur og annað endur- gjald fyrir fjármagn í viðskiptum verðbréfafyrirtækja og verðbréfa- sjóða takmörkunum sem miðast við hliðstæða áhættuflokka. Þingdeildin samþykkti í gær að fella grein þessa út úr frumvarpinu. * 2) I 39. grein frumvarpsins stóð að viðskiptaráðherra væri heimilt að svipta verðbréfamiðlara eða verðbréfafyrirtæki starfsleyfi um stundarsakir standi yfir opin- ber rannsókn vegna meints brots. Breytingartillagan, sem var sam- þykkt, fellir niður orðin „opinber rannsókn" en setur orðið dóms- rannsókn í þeirra stað. Dagskrá þingdeilda Fundir vóru í báðum þingdeildum í gær. I efri deild vóru tvö stjórnarfrum- vörp, un jöfnun á námskostnaði og til breytinga á erfðalögum, afgreidd til neðri deildar. Frumvörp um lyfja- dreifingxi, verðbréfaviðskipti og við- skiptabanka og sparisjóði vóru af- greidd til 3ju umræðu. Frumvarp um virðisaukaskatt var afgreitt til þingnefndar. í neðri deild vóru þijú frumvörp afgreidd til þriðju umræðu: frum- varp til breytinga á áfengislögum, frumvarp um staðfestingu ríkis- reiknings 1987 og frumvarp um eignarleigustarfsemi. Matthías Bjarnason mælti fyrir frumvarpi til breytinga á almannatryggingalög- um og Alexander Stefánsson fyrir frumvarpi um verndun fornleifa, en þau hafa bæði fengið fréttalega um^ollun á þingsíðu Morgunblaðs- ins. Leiðrétting — Verðjöfiiunarsjóður í frétt hér á þingsíðu sl. fimmtu- dag er greint frá efnisatriðum frum- varps til breytinga á lögum um Verðjöfnunarsjóð Islands, sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins flytja. I fréttinni féll niður nafn eins flutningsmanns, Friðjóns Þórðar- sonar (S/Vl). Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Heimilisrekstrarbraut í framhaldsskólum Málmfríður Sigurðardóttir o.fl. þingmenn Samtaka um kvennalista flytja tillögu til þingsályktunar um heimilisrekstrarbrautir í framhalds- skólum: „Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að skipu- leggja nám á heimilisrekstrarbraut í framhaldsskólum landsins." I greinargerð er gerð nánari grein fyrir því, hvern veg flutnings- menn vilja byggja upp kennsluþátt á heimilisrekstrarbraut. V estmannaeyjar: Sneri loðnan við vegna sjávarkulda? Aðalgangan á eftir að koma Skipverjarnir á Albert GK voru að gera klárt til að bytja að dæla úr nótinni þegar að við komum þar um borð. Við spurðum Sævar Þórarinsson, skipstjóra, hvernig vertíðin hefði gengið hjá honum. „Ég man ekki, frekar en elstu menn, eftir svona reiðarleysi áður á þessum tíma,“ sagði Sævar. Hann sagðist þó telja að þetta ætti eftir að lagast. „Ég er viss um að aðalgangan á eftir að koma hérna vestur með. Þetta eru bara einhveijir undanvillingar sem við Sævar Þórarinsson, skipstjóri á Albert GK. erum að beija á hér,“ bætti hann síðan við. Aðspurður sagði Sævar að hann hefði allt eins trú á þeirri kenningu að loðnan hefði snúið við á Selvogsbankanum og væri að koma að Eyjum til hrygning- ar. „Það er alla vega allt of kald- ur sjór fyrir hana þama vestur frá,“ bætti hann við. Grímur V estmannaeyj u m. ÞAÐ var líf og fjör á loðnumiðunum rétt innan við Vestmannaeyj- ar þegar að Morgunblaðsmenn yoru þar á ferð á dögunum. Stór hluti loðnuflotans var að vinna í einum hnapp og handagangur var í öskjunni þó svo að árangur væri misjafn hjá bátunum. „Líklega sama gangan“ Gullberg VE var orðið vel sigið og vom þeir að byija að dæla þegar við komum þar um borð. Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri, stóð í brúarglugganum og gaf mönnum sínum skipanir. „Við fengum tvö sæmileg köst í morgun, en annars hefur þetta nú gengið frekar treglega," sagði Eyjólfur. Hann sagði að þeir væru búnir að kasta ellefu sinnum í þessum túr og í íjórum köstum hefði einungis verið hrein síld, sem þeir slepptu niður. Eyjólfur sagði að hann myndi ekki eftir eins dauðum kafla á vertíð og verið hefur nú. „Það er álit margra að þessi loðna sem við erum að beija á hér sé sama gangan og við vorum að veiða úr hér við Eyjar fyrir tveimur til þremur vikum. Það er svo kaldur sjór héma vestur um, á Selvogs- bankanum, Faxaflóanum og í Breiðafirðinum, að við álítum jafnvel að gangan hafi snúið út við Selvogsbankann. Hún hafi síðan haldið austur og sé að koma héma upp að Eyjum til að hrygna, því hér er hæfilega heitur sjór fyrir hana,“ sagði Eyjólfur. Það var misjafnt hljóð í skip- stjómm bátanna, sumir höfðu hitt á þokkalegar torfur en aðrir fund- ið lítið, eða þá „búmmað" eins og þeir kalla það þegar ekkert er í nótinni, þegar að búið er að draga. Morgunblaðið/SigurgeirJónasson. Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri á Gullberg VE.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.