Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 36
36 ' MORtíÚNBLÁÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989 Neytendamál: Texti: Margrét Þorvaldsdóttir Réttur neytenda til heilbigðara umhverfís Alþjóðadagur neytendaréttar er haldinn í dag, 15. mars, að frum- kvæði Alþjóðasamtaka neytenda. í bréfi frá Neytendasamtökunum segir, að samtökin ætli að minnast þessa dags með því að skapa aukna umræðu um ýmsa þætti neytendamála. Alþjóðasamtökin hafa sett fram sjö kröfur um lágmarksrétt neytenda og kveða þær á um öryggi, upplýsingar, val, áheyrn, bætur, fræðslu og umhverfi. Jóhannes Gunnarsson er formad- ur Neytendasamtakanna. Hann var spurður nánar um þennan alþjóða- dag. „Þessi dagur var valinn vegna þess John F. Kennedy Bandríkjafor- seti hélt ræðu í bandaríska þinginu árið 1963 og var hann fyrstur þjóð- höfðingja til að vekja athygli á mál- efnum neytenda. Þar setti hann fyrstur manna fram kröfumar um öryggi, upplýsingar, val og úrbætur sem lágmarkskröfur neytenda. Þær voru síðan samþykktar árið 1983 af Alþjóðaþingi neytendasamta- kanna, þá var um leið samþykkt að gera 15. mars að alþjóðadegi neyt- endaréttar. Hin atriðin; bætur, fræðsla og umhverfí, eru viðbætur sem alþjóðasamtökin samþykktu og Neytendasamtökin sem eru aðili að þeim. Þessi sjö atriði eru lágmarks- kröfur um lágmarksréttindi neyt- enda. í „öryggi" felast kröfur til yfír- valda um að neysluvamingur sé ekki til skaða og á sama hátt em kröfur til seljenda og framleiðenda um að vömr þeirra séu neytendum skað- lausar. Víða í nágrannalöndunum hefur fyrir löngu verið sett löggjöf um ábyrgð framleiðenda og seljenda, en slík löggjöf er ekki til hér á landi og er brýnt að hún verði sett sem allra fyrst. Það er ekkert sem hindr- ar að til landsins séu fluttar vömr sem bannaðar hafa verið erlendis. Við verðum að sjálfsögðu að benda á það sem miður fer, en það er líka mikilvægt að geta bent á það sem vel er gert. Við viljum hvetja fram- leiðendur og seljendur til að gera góða hluti og þá viljum við gjaman vekja athygli á þeim.„ „Upplýsingar" em neytendum nauðsynlegar og tók Jóhannes dæmi úr daglega lífínu. Neytandi kaupir sér fík, en til þess að hún eyðilegg- ist ekki þurfa upplýsingar um með- ferð að fylgja með. Hér em engar reglur til um það að seljendur skuli veita nauðsynlegar upplýsingar. Þetta er hluti af þeim upplýsinga- skorti sem snýr að neytendum. Jó- hannes sagði að það væri nauðsyn- legt að neytendur geti farið til hlut- lauss umsagnaraðila eftir upplýsing- um um vömr. „Hvað snertir „val“ þá eiga neyt- endur yfírleitt völ á vamingi á sam- keppnisverði, en á því em undan- tekningar. Það er í sambandi við einokunaraðstöðu þar sem sam- keppni fær ekki að ráða verðlagi. Við gemm kröfu til að fá vömna á sanngjömu verði. Við emm einmitt þessa dagana að kljást við ákveðna framleiðendur, eggja-, kjúklinga- og kartöflubændur. Þar em dæmi um Þjáist þú af vöðvabólgu og bakþreytu? Þá er NADA „bakið“ mikil hjálp. Það er auðvelt í notkun og skapar ótrúlega vellíðan. Þetta getur þú sjálf(ur) sannreynt með því að prófa NADA á næsta sölustað. Það er stuðningurinn við mjóhrygginn sem skapar velliðanina Notaöu NADA og þú stendur hress upp úr hvaða stól sem er. Útsölustaðir: HAGKAUP, PENNINN. Póstkröfuslmi 91-84788 Aöalumboð: Háberg hf., Skeifunni 5a — ««4 Tzzl'^l Í WÆ Samkort l09Ray*a**. ~Sm,0 b680968 vömr þar sem samkeppni fær ekki að ráða verði og varan er seld á mjög ósanngjömu verði. Neytendur eiga að fá „áheym" og að hlustað sé á sjónarmið þeirra þegar löggjafínn er að taka fyrir ýmsar lagasetningar og reglugerðir sem snerta neytendur. Neytenda- samtökin sem em málsvari neytenda í landinu gera kröfu til þess að hlust- að sé á sjónarmið neytandans. I þeim efnum hefur orðið breyting í jákvæða átt á undanfömum ámm. Nú er í vaxandi mæli leitað til okkar með umsagnir um fmmvörp á Al- þingi og með setum í nefndum sem móta eiga mál sem snerta neytend- ur. Það er hlustað á okkar sjónamið — nema á einu sviði, það er þegar kemur að landbúnaðarmálum, þá hefur dymm verið lokað. Ástæðan fyrir því, að við mótmæl- um nú drögum að nýrri reglugerð um dreifíngu á kartöflum og græn- meti er sú, að við höfum ekki feng- ið að vita um gang mála fyrr þau hafa verið birt í stjómartíðindum. Þar höfum við fengið vitneskju um Jóhannes Gunnarsson setningu nýrra reglugerða sem hafa haft vemleg áhrif á vömverð í landinu. Við teljum nauðsynlegt að opinber stofnun eins og Hollustuvemd verði sá aðili, sem hafí eftirlit með því að ekki verði flutt hingað til lands grænmeti sem hættulegt er heilsu neytenda. Neytendur eiga rétt á möguleika á neytendafræðslu og við teljum rétt að hún hefjist þegar í bamaskólum Fræðslan er til í skólakerfínu en í of litlum mæli. Við teljum nauðsyn- legt að hún verði tengd hinum ýmsu námsgreinum svo nemendur geti betur lært að velja og hafna. Umhverfísmál em vaxandi þáttur í starfi neytendasamtaka og stofn- ana um allan heim. Um leið og við gemm kröfu um að fá heilnæma matvöm og hættulausa, þá gildir það sama um loftið sem við öndum að okkur. Þó ástandið sé ekki orðið eins slæmt hér og hjá mörgum nágranna- þjóðum okkar, þá verðum við fara að gæta okkar á ákveðnum sviðum. Má í því sambandi nefna mengun í Reykjavík, það er t.d. við ólíft við Miklubraut á stilludögum." Jóhannes var að lokum spurður hver væri mesti árangur Neytenda- samtakanna í neytendamálum. „Það er þáttur sem lítið fer fyrir en er mjög mikilvægur, það er kvörtunar- þjónustan. Þar koma fram mál þar sem neytendur hafa fengið gallaða vöru en ekki fengið leiðréttingu hjá seljanda. Þegar við erum komnir í málin verða viðbrögðin önnur gagn- vart neytendum. Eg tel að þessi þjónusta hafí breytt verslunarhátt- um í jákvæða átt fyrir neytendur. Þessi þjónusta hefur á umliðnum árum verið einn stærsti þátturinp í starfí Neytendasamtakanna og hef- ur hún skila miklum árangri fyrir neytendur. Við höfum haft gott sam- starf við seljendur í ákveðnum grein- um og hefur það skapað mjög breytta og betri viðskipta- hætti“,sagði Jóhannes. Við erum öll neytendur María Ingvadóttir er varafor- maður Neytendasamtakanna. Hún var spurð í tilefni dagsins, hvernig hún liti á stöðu neyt- endamála. „Ég tel að neytendavitund hafí aukist," sagði María, „mér virðist fólk vera farið að sinna þeim málum betur en áður, enda byggist starf okkar í Neytendasamtökunum á því að neytendur vinni með okkur. Það hafði mikil áhrif á stöðu neytenda þegar verðbólgan minnkaði á síðasta ári og hægt var að kaupa vörur með tilliti til gæða og verðs, sem ekki var mögulegt á meðan vörur hækkuðu í verði frá degi til dags. Það eru mjög mörg verkefni framundan hjá Neytendasamtökun- um og snerta þau alla þætti um- hverfísmála. En þau eru mjög víðtækur málaflokkur og ómótuð hér á landi. Neytendasamtökin þyrftu að vera mun virkari í mótun umhverfísmála." María benti á þætti sem taka þarf á, það eru mál sem snerta framleiðslu og innflutning matvæla, sorpeyðingarmál, mengun og svo verðlag. „Það skortir reglur yfír eiturefni sem notuð eru á græn- metið, innflutt sem innlent. Við vit- um ekki hvaða efni við erum að láta inn fyrir varir barna okkar," sagði hún, „það á ekki eingöngu við um grænmetið heldur einnig um aukefnin í matvælum. Það var vitað fyrir ári að nýja reglugerðin um aukefni og innihaldslýsingar á mat- vælum myndi ganga í gildi um ára- mót, en þeir aðilar sem ekki höfðu aðlagað sig reglugerðum fengu framlenginu fram á mitt þetta ár. Neytendur spyija eðlilega, hvers- vegna notuðu framleiðendur og inn- flytjendur ekki seinni hluta síðasta árs til að undirbúa sig undir þessa breytingu? Hvemig á síðan að fylgja málum eftir? Jafnvel þó einhver fyrirtæki hafí fengið matvælafræð- inga til ráðgjafar, þá er ekki rann- sóknaraðstaða til að greina innihald vörunnar. Það er allur gangur á því nú að ákvæðum reglugerða sé framfylgt. Gott dæmi um það eru páskaeggin sem nú eru á markaðn- um, þar er ekki að finna dagsetn- ingu, aðeins ártalið 1989. Við veltum fyrir okkur hvað verði gert ef breytingar verða ekki komn- ar á í lok í júni? Ef Hollustuvemd hefur ekki fjármagn eða mannskap , til.. að„ fylgja. .máium. mftir,. þá. er . spumingin hvort Neytendasamtök- in eigi að gera það? Á að fara af stað nú eða bíða þar til í lok aðlög- unartímans í júni. Þetta er stórmál og mér fínnst í raun furðulegt að þeir sem málin varða skuli ekki hafa bætt úr þeim nú þegar. Það er beinlínis móðgun við neytendur að bjóða þeim upp á vöru sem ekki er lögleg. Verðmerkingum er einnig mjög ábótavant víða, bæði í mat- vælaverslunum sem í öðrum versl- unum.“ María sagði sér fínndist framleið- endur oft ekki gera sér nægilega grein fyrir rétti neytenda. „Hvers hagur er það t.d. að knýja fram verð og setja vöm á markað í hvaða ástandi sem er, í skjóli úreltra bú- vörulaga. Það er verið að ganga þvert á vilja og hag neytenda í skjóli laga sem eiga ekki rétt á sér lengur." María var spurð að því hvemig hún áliti að neytendamálin myndu þróast í framtíðinn? „Það koma alltaf upp ný mál,“ svaraði hún, „og ég vona þau verði ekki einhver eilífðarvandamál. En ef sama stefna verður rekin áfram í landbúnaðarráðuneytinu þá munu Neytendasamtökin þurfa á sérstök- um starfsmanni að halda til að skipta við það ráðuneyti. Ég sé það fyrir mér að fólk verði almennt virk- ara í neytendamálum og að kaup- menn og framleiðendur, sem bera virðingu fyrir viðskiptavinum sínum, sjái sér hag í því að hafa á boðstólum boðlega vöm á viðunandi verði. Við þurfum að hafa fleira starfsfólk hjá Neytendasamtökun- um til að betri árangur náist. Við þyrftum að hafa möguleika á að vera virkari á fleiri sviðum og hafa meiri umsagnarkraft og meiri virkni víðar í þjóðfélaginu. Við leysum úr mjög mörgum málum bak við tjöld- in. Oftast eru þau leyst þannig að hlutunum er komið í betra horf, án þess að þau verði að stórmáli. Það er að sjálfsögðu öllum til hagsbóta að málin leysist á þann hátt. Ég tel mikilvægt að Neytenda- samtökin séu sá aðili sem getur bent á það sem úrskeiðis fer - áður en í óefni ef komið. Það þarf að vera hægt að kanna málin og ræða áður en farið er að sakfella ein- hvern. Hér er verið að gera kröfur til innlendra framleiðenda en auðvitað verður að gera sömu kröfur til inn- flytjenda. En -það vantar- svo víða- María Ingvadóttir reglugerðir. Mér fínnst orðið tíma- bært að taka þessi mál föstum tök- um. Við þurfum að sinna umhverfís- þáttum miklu meira er gert hefur verið og þá sem upplýsingaraðili fremur en kvörtunaraðili og sá að- ili sem komið getur miklvægum upplýsingum á framfæri. í um- hverfísþáttinn falla sorpeyðingar- mál og mengun og og önnur slík mál sem tímabært er að tekin verði mun fastari tökum.“ María sagði að lokum, „Neytend- ur þurfa að vera virkir, þeir þurfa að gera sér grein fyrir því hvað þeir eru bjóða bömunum sínum bæði hvað varðar fæðuval og aðra þætti í umhverfinu. Er ástandið eins og það er í dag raunverulega það sem við viljum bjóða bömum okk- ar? Ætlum við þeim að leysa vanda- mál dagsins í dag? Ég tel að við verðum að leysa okkar vandamál sjálf, umhverfísmál sem aðra þætti. Við getum ekki boðið framtíðinni upp á þessi óleystu vandamál. Þessi alþjóðdagur er helgaður neytendarétti. Þema dagsins er heilnæmt umhverfi, það er hreinni vara, viðunandi heilbrigðisþjónusta og hrein og ómenguð náttúra. Með meiri neytendavitund og samstilltu átaki er hægt að ná tökum á þess- um málum — með okkur býr sá kraftur sem til þarf ..." — Margrét Þorvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.