Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR B 62. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stjórnarkreppa í Suður-Afríku: Botha neitar enn að láta af embætti Höfðaborg. Reuter. Daily Telegraph. STJÓRN Þjóð- arflokksins i Suður-Aíríku, sem fer með ríkiastjórnar- völd, er sögð einhuga um að P.W. Botha forseti eigi að fela nýkjöm- um flokksleið- toga forsetavöldin. gengur flokknum P. W. Botha Hins vegar erfiðlega að finna rétta leið að þessu takmarki þar sem Botha, er nýlega fékk hjartaáfall, harðneitar að víkja og Hagnaður SAS 30,6 milljarðar Óaló. Reuter HAGNAÐUR af rekstri SAS- flugfélagsins i fyrra nam 3,71 milijarði sænskra króna, eða jafhvirði 30,6 mil^jarða íslenzkra króna. Er það 51% hækkun miðað við rekstrar- hagnað SAS árið 1988. Alls námu Qárfestingar félagsins jafhvirði 33,3 miljjarða fslenzkra króna í fyrra, þar af helmingurinn í nýjum flug- vélum. Rúmlega helming hagnaðar SAS í fyrra má relq'a til flugvéla- sölu, sem nam 1,93 milljörðum sænskra króna eðajafnvirði 15,9 milljarða íslenzkra, og sölu fast- eigna. Ef flugvéla- og fasteigna- sala er undanskilin nam hagnað- ur af rekstri SAS í fyrra 1,34 milljörðum sænskra eða jafnvirði 11,1 milljarðs íslenzkra króna. Jan Carlzon, forstjóri SAS, sagði á blaðamannafundi í gær að reiknað væri með áfram- haldandi hagnaði af rekstri fé- lagsins á þessu ári. Flugleiða- kerfi félagsins yrði stækkað og hótelum fjölgað, en auk flug- rekstrar er SAS umsvifamikið á sviði hótel- og veitingarekstrar. sagði f sjónvarpsviðtali á sunnu- dagskvöld að hann myndi hugsan- lega sifja f embætti til ársloka. F.W. de Klerk, hinn nýi leiðtogi flokksins, reynir nú að treysta að- stöðu sína svo að hann geti þvingað Botha til að segja af sér forsetaemb- ættinu, sem er mjög valdamikið. Botha sagðist í gær myndu koma til starfa á skrifstofu sinni í dag, mið- vikudag. Sumir lögspekingar segja að Bot- ha sé ekki stætt á því að sitja áfram þar sem hann sé ekki þjóðkjörinn heldur hafí þingflokkur Þjóðar- flokksins kosið hann til embættisins og hljóti því að geta vikið honum. Hins vegar hefur verið bent á að stjómarskráin kreflist þess að vísu að forseti ráðfæri sig við ríkisstjóm- ina en ekki að hann fari að ráðunum. Þjóðarflokkurinn á ýmissa kosta völ, annarra en þess að hefja málsókn. Hann getur t.d. neitað að samþykkja flárlög er lögð verða fram í dag og þar með þvingað fram kosningar. Margir kenna hefndarþorsta í garð flokksins um framferði Botha en aðrir segja að hann hafi andstyggð á eftirmanni sínum. Hvítir Suður- Afríkumenn vilji að íeiðtogi sé ákveð- inn og harður af sér; takist de Klerk ekki að beija Botha strax til hlýðni mun hann bíða mikinn álitshnekki. Reuter Þátttakendur f leiðtogafundi EFTA-ríkjanna. Á myndinni eru forsæt- isráðherrarnir (f.v.) Hans Brunhart, Lichtenstein, Jean Delmuraz, Sviss, Harri Holkeri, Finnlandi, Franz Vranitzky, Austurrfki, Gro Harlem Brundtland, Noregi, Ingvar Carlsson, Svíþjóð, Steingrímur Hermannsson og Georg Raisch, framkvæmdastjóri EFTA. Discovery: Flýtírbilun heimferð? Houston. Reuter. BILUNAR varð vart í einum þriggja eldsneytisgeyma geim- feijunnar Discovery f gær og var talið að hún gæti leitt til þess að stytta yrði fimm daga geimflug feijunnar um sólarhring. Geimfaramir drógu úr orkunotkun og lokuðu hinum bilaða geymi meðan vísindamenn á jörðu niðri könnuðu hvers eðlis bilunin væri. Ef ekki yrði hægt að komast fyrir hana minnkaði flugþol geimfeijunnar og senda yrði hana heim degi fyrr en ella, þar sem gert er ráð fyrir að hún geti mest verið tveimur dögum lengur á braut ef veðurfar útilokaði lendingu á fyrir- fram ákveðnum tíma. Sex stundum eftir geimskot í fyrradag kom áhöfnin á Discovery 100 milljóna dollara, 5,2 milljarða króna, fjarskiptahnetti á braut um jörðu. í gær fengust geimfaramir einkum við kvikmyndatöku vegna gerðar breiðtjaldsmyndar um um- hverfismál. Mynduðu þeir uppblást- urssvæði við Chad-vatn og skógar- eyðingu við ósa árinnar Níger í Afríku, rigningarsvæði í Perú í Suð- ur-Ameríku og gífurlega elda, sem nú geisa í Big Bend-þjóðgarðinum í vesturhluta Texas-ríkis í Banda- rílqunum. Jafnframt var ætlunin að geim- faramir næðu kvikmyndum af norð- urljósunum sem nú sjást á heið- skírum kvöldum allt suður til Texas vegna mikilla sólgosa. Steingrímur Hermannsson á leiðtogafíindi EFTA: Islendingar beygja sig aldrei undir neina yfirrflgastoftiun Ósló. Frá Kristófer Má Kristmssyni, fréttaritara Morgunbladsins. ÍSLENDINGAR geta aldrei beygt sig undir neina yfirríkjastofnun, sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, í ræðu sinni á fundi forsætisráðherra sex aðild- arríkja Fríverslunarsamstaka Evrópu (EFTA) hér f Ósló í gær. „Við getum aldrei gefið eftir fidl- veldi okkar eða rétt okkar til að taka sjálfir nauðsynlegar ákvarð- anir til að varðveita lífsbjörg okk- ar og sjálfstæði," sagði ráðher- rann einnig. Fyrr um daginn hafði Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, sem boðaði til fundarins, sagt á blaðamanna- firndi, að þvf sterkara sem al- þjóðasamstarf væri þeim mun minni lfkur væru á þvf, að einstak- ar þjóðir næðu fram áhugamálum Bresku fjárlögin: Vegið að verðbólgu London. Reuter. NIGEL Lawson, Qármálaráð- herra, mælti f gær fyrir nýju Qárlagafrum- varpi brezku stjórnarinnar Og sagði megin- ^ Lawaon markið þess vera að draga úr verðbólgu. Frumvarpið felur ekki f sér neinar skattabreyting- ar og gerir ráð fyrir hallalausum fjárlögum. Lawson sagði að háir vextir yrðu lykilatriði f viðureign sinni við verð- bólguna, en bankavextir eru nú 13%. Gert væri ráð fyrir því að verðbólgan færi í 8% á árinu en hún yrði komin í 5,5% í árslok og 4,5% vorið 1990. Verðbólga síðasta árs nam 6,8% en ófyrirséð aukning einkaneyziu gerði verðbólguspár Lawsons fyrir síðastliðið ár að engu. Engin lækkun tekjuskatts mun eiga sér stað á árinu eins og í fyrra en ellilífeyrisþegar, sem halda áfram starfi, munu þó ekki lengur sjálfkrafa borga skatta stundi þeir atvinnu. Þá verður stuðlað að al- þýðukapítalisma, eins og Lawson orðaði það; almenningur verður hvattur til að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum gegn skattafrádrætti. Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, gaf Lawson lága einkunn og sagði flárlagafrum- varpið kjaftfullt af gömlum tugg- um. Viðbrögð verðbréfamarkaðarins voru hins vegar jákvæð og hækk- uðu hlutabréfavísitölur. sfnum óbreyttum. Eftir viðræður og skipti á upplýsingum kæmust menn að sameiginlegum niður- stöðum. Á Óslóar-fundinum er rætt um framtíð EFTA og hvort beina eigi starfi samtakanna inn á svipaðar brautir og Evrópubandalagið (EB) hefur fetað, en það er dæmigerð yfirrílqastofnun. Á blaðamannafund- inum sagði Gro Harlem Brundtland, að hún sæi EFTA ekki fyrir sér sem yfirríkjastofnun en á hinn bóginn væri nauðsynlegt að móta þar sam- eiginlegan feril við töku ákvarðana. Þannig væri ljóst að samningsumboð til handa EFTA í viðræðum við EB væri þvf virkara þeim mun víðtækara sem það væri. í þessu sambandi mætti spyija, hvort þetta væri skerð- ing á sjálfstæði ríkja eða aðeins eðli- leg þróun í samskiptum þeirra. Taldi hún víst að á næstu mánuðum gerð- ust atburðir innan EFTA og EB sem engann hefði órað fyrir á sfðasta ári. Þegar Steingrímur Hermannsson var spurður um þessi ummæli norska ráðherrans sagði hann, að menn yrðu að fara með gát og spuming væri hve langt væri unnt að ganga án þess að sogast inn f hringiðuna. í ræðu sinni sagðist Steingrímur Hermannsson taka undir með þeim, sem vildu styrkja skrifstofu EFTA. Evrópusamstarfið þróaðist með þeim hætti, að einstakar þjóðir yrðu að taka af skarið. Sveiflur í íslensku efnahagslífi væru miklu meiri en í nokkru öðru EFTA- eða EB-ríki vegna þess hve fiskveiðar skiptu miklu fyrir það. Þess vegna kæmi ekki til álita að íslendingar samein- uðu efnahagsstarfsemi sína háþróuð- um efnahagskerfum f Evrópu. Af þessum sökum væri „full“ aðild að Evrópubandalaginu ekki „inni f myndinni". íslendingar yrðu ávallt sjálfir að hafa stjóm á auðlindum sínum og teldu að aldrei yrði unnt að stjóma þeim úr fjarlægð á þann veg að fslenskra hagsmuna yrði gætt. íslendingar væru eindregnir stuðningsmenn fríverslunar en hefðu fyrirvara varðandi frelsi f fjármagns- hreyfingum, á þjónustu og mannafla. Hins vegar væm þeir ávallt fúsir til að kanna allar hliðar þessara mála en aðlögun yrði að verða stig af stigi og byggjast á mati á áhrifum hennar á íslenskt fullveldi. í lok máls síns vék Steingrímur Hermannsson að fríverslun með fisk innan EFTA og sagðist' vonast til þess að á fundinum gætu menn sam- einast um hana, þótt enn hefði ekki tekist samkomulag um orðalag þess efnis í lokaályktun fundarins. Á meðan óvissa væri um þetta hefði íslenska sendinefndin fyrirvara á af- stöðu sinni til lokaályktunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.