Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 47
-Hh- KHAH ?! •Tí-MíCPIýtlWiM CrKtA.I8«UÉ»ÍWtn Aif MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS 0*1 fla u fn* '12. II Þessir hringdu . Einar hafa verið svona mikill bögnbósi. En gáta er rétt svona: I gleði og sút hef ég gildi tvenn. Til gagns menn mig elta, til skaða njóta. í reiða er ég hafður, um hálsa ég renn. Til höfða ég stíg, en er bundinn til fóta. Merkjasala skólabarna Svar biskups Herra Pétur Sigurgeirsson biskup hringdi: Vegna fyrirspurnar til mín í Velvakanda 12 marz sl., get ég upplýst það, að séra Cecil Har- aldsson er vígður prestur í sænsku kirkjunni og er sú vígsla viður- kennd í öðrum lútherskum kirlgu- deildum. Séra Cecil hefur öll rétt- indi til þess að vera prestur á ís- landi. Hvemig prestur er valinn eða tilkvaddur til þjónustu í Fríkirkj- unni í Reykjavík, er alfarið í hönd- um þeirrar kirkju, þar sem Fríkirkjan er sjálfstætt trúfélag. Gáta Einars Ben um bjórinn Guðmundur Guðmundsson hringdi: Það birtist gáta eftir Einar Benediktsson í Velvakanda sl/ laugardag og er ég alveg undr- andi á því að fólk skuli halda að Hneyksluð móðir hringdi: Ég er alveg undrandi á því að merkjum til að selja skuli vera dreift til krakka í 9 ára bekk í skólunum. Þetta er gert á sama tíma og verið er að sýna þátt í Sjónvarpinu þar sem brýnt er fyr- ir krökkum að banka ekki upp á hjá ókunnugum né opna fyrir þeim heima hjá sér. Hvernig eiga bömin að seíja merkin, ef ekki einmitt með því að ganga í hús? Það er aldrei neinn á ferli í íbúðar- hverfum, svo þau hljóta að gera þáð. Mér finndist alveg lágmark að börnin kæmu með bréf heim úr skólanum kvöldið áður en merkj- unum er útdeild, svo þeir gætu þá að minnsta kosti ákveðið hvort þeir vildu leyfa baminu að selja þessi merki. Gleraug’u töpuðust Karlmannsgleraugu í dökku leðurhylki töpuðust á Rauða ljón- inu sl. föstudagskvöld. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 611711. Okkar biskup Til Velvakanda. Hvað er fólk eiginlega að hugsa? Þó 160 kjörmenn kjósi biskupinn okkar, af hveiju lætur almenningur ekkert í sér heyra? Hveijar em skoðanir almennings? Hver yrði besti biskupinn að áliti almennings? Almenningur er í þessu sambandi sóknarbörnin, þ.e.a.s. nær allir landsmenn, söfnuður biskups. Mjög eðlilegt er því að fólk myndi sér þess vegna skoðánir og segi álit sitt þó það hafi ekki beinan kosn- ingarétt. Presturinn þeirra kýs. Hvemig væri að láta hann vita hveijar séu skoðanir safnaðar hans? Eins og allir vita em nú breytt lög um prestskosningar almennt á íslandi. Sóknamefndin kýs prest- inn. Samt hafa sóknarbörnin álit og skoðanir á því hvem af umsækj- endunum þeim líst best á. Þannig á það líka að vera með biskupinn. Það er það bara ekki sóknarnefndin sem kýs, heldur 160 kjörmenn. Annars er munurinn enginn. Nema helst það að almenningur þekkir ekki alla biskupsframbjóðendurna. Þess vegna þarf að kynna þá fyrir þjóðinni og það rækilega. Því þjóðin er kirkjan og vill hafa skoðanir og láta álit sitt í ljós um biskup sinn. Þess vegna strax, ekk- ert pukur, heldur opin kynning á biskupsefnum og almenn umræða. Ragnhildur Jónasdóttir Ferðamenn: Gætið varúðar og fyrirhyggju á ferðum ykkar. A þessum árstíma er allra veðra von og færð fljót að spillast. SNYRTIVÖRU-I KYNNING fimmtud. 16, mars kl. 10-18 og föstud. 17.mars kl. 10-18 & JöfAyj PARIS wmm SNYRTLVÖRUR SEM FAGFOLKIÐ VELUR AMARÓ AKUREYRI snyrtivörudeild RYÐFRÍAR MIÐFLÓTTAAFLS- = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 g SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER % Innrömmun Sigurjóns Ármúla22 sími31788 Málverka- og myndainnrömmun. Málverkalampar - málverkasala - speglasala Sendum í póstkröfu Skrifstofutækninám Betra verð - einn um tölvu Tölvuskóli íslands S: 67 14 66 NORRÆN LISTAMIÐSTÖÐ ^ leitar að + SYNINGARSTJORA norrænt starf sem róðió er í til 4 ára (með hugsanlegum möguleika á framlengingu). ■ Norræn Listamiðstöð er samnorræn stofnun sem hefir það markmið að efla norræna samvinnu á sviði myndlistar. Skrifstofan er í mjög fallegum húsakynn- um á Sveaborg við innsiglinguna til Helsingfors. Starfið felst í uppsetningu og dreifingu listsýninga, upplýsingastarfsemi, listatímaritinu SIKSI, rekstri vinnustofu listamanna (gástateljeverksamhet) á öllum Norðurlöndum, heim- ildasöfnun, námskeiðum o.s.frv. Norræn Listamiðstöð er á vaxtarskeiði. Verk- efnum fjölgar. Frá 1.1. 1990 verður Miðstöðinni stjórnað af norrænni lista- og listiðnaðarnefnd. Miðstöðin sem núna er stjórnað af forstöðumanni - hef- ir sem stendur ellefu fasta starfsmenn auk nokkurra sem ráðnir eru í tíma- vinnu. í sýningardeildinni vinna auk sýningarstjóra tveir sýningarritarar og einn tæknimaður. Sýningarstjórinn er staðgengill forstöðumannsins. Sýningarstarfsemin er umfangsmikil og snertir fyrst og fremst nútíma norr- æna list. Sýningastarfsemi á Norðurlöndum hefir forgang, en Miðstöðin vinn7 ur einnig utan Norðurlanda. Á Sveaborg eru tveir sýningasalir, 400 fm oíj 200 fm og hefir tug sýninga á ári. Norræni tvíæringurinn (biennalen) Borealis er dæmi um meiri háttar starfsemi sem Miðstöðin rekur. Staðan útheimtir mikla og sannanlega reynslu við fullgildar listsýningar ásamt menntun í listfræði. Víðtæk þekking á norrænni list og listiðkun er krafist af umsækjanda. Mikil áhersla verður lögð á skipulags- og stjórnunarhæfileika ásamt samstarfs- hæfni. Umsækjandi þarf að hafa gott vald á dönsku, norsku eða sænsku og einnig á ensku. Launaflokkur: A23 (byrjunarlaun 10.141 FIM á mánuöi, endanleg laun að meðtöldum öllum aldursbótum eru 12.952 FIM á mánuöi). Hjá starfsmanni sem ekki er Finni bætist við stofnunarframlag og útlendinga- viðbót, sem skattur er lagður á í Finnlandi, og flutningsstyrkur. E.t.v. er hægt að fá húsnæði á Sveaborg. Umsóknir verða að hafa borist Listamiðstöðinni í siðasta lagi 21. mars 1989. Starfið hefst í september 1989. Nánari upplýsingar um starfið veitir yfirmaður Miðstöðvarinnar, Birgitta Lönn- ell, forstöðumaður. Umsókn sendisttil: Nordiskt Konstcentrum, Sveaborg, SF-00190 Helsingfors, simi 90358-90-668-143. FJARKENNSLA HÁTT OG SNJALLT eru nýir enskuþættir sem fluttir veröa í samvinnu Mímis og Fræðsluvarpsins á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21,30 - 22,00 frá og með 28. mars á RÁS 2. Hafðu samband við okkur sem fyrst og vertu með frá upphafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.