Morgunblaðið - 15.03.1989, Page 42

Morgunblaðið - 15.03.1989, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989 KALÍFORNÍA Michael Jackson gleður hrædd skólabörn BRESKUR AÐALL Díana sögð barnshafandi Eftir heimsókn Díönu prinsessu af Wales til Bandaríkjanna nú fyrir skömmu eru þarlendir vissir í sinni sök; Díana prinsessa er barns- hafandi og væntir þriðja bams síns. William, sex ára og Harry, fjögurra ára munu því fá lítinn bróður eða allra helst litla systur síðar á árinu, ef marka má bandarískar sögusagn- ir. Grunurinn fékk byr undir báða vængi þegar ferðaáætlunum var breytt þannig að Díana þyrfti ekki að erfiða neitt. Ann- að; Díana tók ætíð lyftur, sama hvort farið var á milli hæða eða lengra, en að öllu jöfnu forðast Díana lyftur. Þriðja ástæðan fyr- ir sögunni er sú að hún var gjöm á að fá svima og lá við yfirliði á einni skemmtuninni. Einna bita- stæðast er þó að sjálfur fæðingarlæknir hennar fylgdi Díönu til Banda- ríkjanna. sá orðrómur ^engur ad Díaua ndi. Bömin í skóla þeim í Stoekton í Kaliforníu, þar sem vitfirrtur byssumaður varð fimm nemend- um að bana og særði þrjátíu, em poppsöngvaranum Michael Jack- son þakklát. Hann heimsótti skól- ann og spjallaði við nokkur börn eftir að hinn hroðalegi atburður átti sér stað. Fjöldi barna hefur alls ekki náð sér og nokkur neita hreinlega að fara aftur í skólann, en voðaverkið var unnið í janúar. Eftir heimsókn Michaels hafa fleiri börn en áður snúið aftur til náms í skólanum. Michael létti áhyggjum af bömunum. Faðir eins drengsins komst þannig að orði: „Eftir skotárásina, gat sonur minn ekki sofið. Ég hélt honum í fangi mér hálfa nóttina og hann grét stanslaust. Hann var hættur að vilja horfa teiknimyndir og hafði óvenju mikinn áhuga á öllum fréttum. En heimsókn Michaels hefur orðið til þess að hann þjáist ekki lengur af hræðslu. Ég held hann átti sig á því, að hann á samúð annarra." Atta ára drengur sem missti yngri bróður sinn í árásinni segir: „Þegar Michael kom horfði hann Michael ásamt skólabörnum í Stockton. beint á mig, Ijrosti og veifaði. Ég að fara í skólann minn þá þoi var hættur að vilja fara í skólann ég. Ég er svo giaður af því a en nú er allt í lagi. Ef hann þorir Michael er vinur minn.“ Kennari, Michael Jackson og lífvörður Michaels fyrir framan bekkinn. Hjónin Klara og Rasmus Meland með Heidi. NOREGUR Elsti hundurinn 22 ára Tíkin Heidi elskar súkkulaði og nýbakaðar vöfflur. Hvort þessir réttir innihalda eitthvað sem lengir hundalíf er óljóst. Alltjent er Heidi elst allra hunda í Noregi því 22 ár eru liðin frá því hún leit fyrst dagsins ljós. Samsvarar það 154 hundaárum. „Við höfum að minnsta kosti ekki heyrt um neinn sem á eldri hund,“ segja Klara og Rasmus Meland, eigendur Heidi. Þau fengu Heidi á páskum árið 1967, þá nokkurra vikna gamla. Heidi tekur hárri elli með stóískri ró og er heilsan góð, fyrir utan slæma heym. Hjónin kunna enga skýringu á langlífi tíkarinnar en segja að þau hafí aldrei keypt handa henni hundamat eða vítamín. Heidi hafí ætíð borðað sömu fæðu og þau sjálf. Hinsvegar hafí þau aldrei skilið hana við sig. Öll sín ár hefur Heidi leikið sér á bensínstöðinni sem er í eigu hjónanna, á meðan þau afgreiða viðskiptavini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.