Morgunblaðið - 15.03.1989, Síða 48

Morgunblaðið - 15.03.1989, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ,MARZ 1989 Innhverf íhugun Tæknin innhverf íhugun hefur verið kennd hérlend- is í meira en 15 ár. Hún er margrannsökuð leið til að draga úr streitu og spennu og stuðla að þróun hugar og líkama. Tæknin er auðlærð og auðvelt er að iðka hana. Nánari upplýsingar í síma 26031. Kynningarfyrirlestrar í Ford-húsinu, Skeifunni 17, 2. hæð, f kvöld kl. 20.30 og fimmtudagskvöldið 16. mars á sama tfma. íslenska íhugunarfélagið. Maharishi Mahesh Yogi ÚTSAIA á kuldaúlpum og skíðaanórökum. Helmings afsláttur. Don Cano-búöin, Glæsibæ, sími 82966. éfc AÐALFUNDUR FÉLAGS ÍSLENSKRAIÐNREKENDA Aðalfundur Félags íslenskra iðnrekenda verður haldinn fimmtudaginn 16. mars 1989 í Kristalsal Hótels Loftleiða og hefst kl. 10.00. Dagskrá: 10.00 Þingið sett. Aðalfundartstörf skv. 22. gr. laga félagsins. 11.15 Ræða formanns FII — Viglundur Þorsteinsson. Ræða iðnaðarráðherra — Jón Sigurðsson. 12.00 Hádegisverður í Víkingasal í boði félagsins. 13.30 Lögð fram endurskoðuð stefnuskrá FÍI. Framsaga: Kristinn Björnsson. Starfsskilyrði iðnaðar: Framsaga um helstu þætti. Umræður um stefnuskrá og skilyrði. 16.00 Ályktun ársþings. 17.00 Þingslit. Stjórn Félags íslenskra iðnrekenda. SUMARLITER 19C Útsölustaðir: Ingólfsapótek, Kringlunni. Stella, Bankastræti 3. Brá, Laugavegi 74. Snyrtistofan, Rauðarárstíg 27. Lilja, Grenigrund 7, Akranesi. Kaupf. Skagfirðinga, Skagfirðingabúð. Kaupf. Eyfirðinga, Akureyri. Húsavíkurapótek, Húsavík. Egilsstaðaapótek, Egilsstööum. Vestmannaeyjaapótek, Vestmannaeyjum. Á milli tveggja elda Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Eldhússtrákurinn („The Kitchen Toto“). Sýnd í Regnboganum. Bresk-Bandarisk. Leikstjórn og handrit: Harry Hook. Helstu Stórborg- arvestrar í djörfum leik („The Dead PooI“). Sýnd í Bíóhöllinni. Leik- stjóri: Buddy Van Hom. Hand- rit: Steve Sharon. Aðalhlutverk: Clint Eastwood. Þótt Dirty Harry Callahan hafi starfað sem lögreglumaður í San Francisco í hálfan annan áratug með félögum sínum Smith og Wesson og sannarlega haft uppá mörgum verstu fólum stórborgar- innar, er ekkert lát á ofbeldisverk- unum eins og ljóslega má sjá í nýjustu og einni skemmtilegustu mynd hans, I djörfum leik. Dásamlegt, hreytir hann útúr sér á milli samanbitinna tannanna og dauðhreinsar enn eitt vopnað rán, sem verður á vegi hans. Hann á í höggi við þessa venjulegu góðkunn- ingja; geðsjúkan morðingja, salt- vonda yfírmenn og ágenga frétta- menn og nú bætist í hóp þeirra sem fara í hárfínar taugamar á honum, leikstjóri B-hryllingsmynda sem grunaður er um að fremja hrottaleg morð og ijarstýrðir leikfangabílar sem drepa. Dirty Harry-myndimar eru stór- borgarvestrar og Clint Eastwood er John Wayne. Þær eru líka Bond-myndir, óbeint framhald þeirrar sem á undan er gengin, sömu persónumar, sömu kringum- stæðumar en samt alltaf eins og glænýjar tryggum aðdáendum sínum. Eastwood er iðulega í essinu sínu þegar hann leikur Sóða-Harty og I djörfum leik er einkar lífleg skemmtun, þökk sé fantagóðum húmor í handriti Steve Sharon; atriðið þegar Harry fær einhvern Jóann til að hætta að senda á sig leigumorðingja er einfalt en óborg- anlegt, og leikstjóm Buddy Van Hom sém heldur uppi þokkalegum hasar og gefur orðinu bílaeltinga- leikur nýja vídd. Dásamlegt. hlutverk: Bob Peck, Phyllis Log- an, Edwin Mahinda. Þegar litið verður til baka á breska kvikmyndagerð á níunda áratugnum má alveg eins vera að hann verði kallaður áratugur ný- lendumyndanna. Bretar, allt frá hinum aldna meistara David Lean til innflytjenda eins og Hanif Ku- reishi, hafa íjallað um gamla heimsveldið eða afleiðingar heims- valdastefnunnar á Bretland nú- tímans á undanfömum árum, bæði í sjónvarpi og kvikmyndum og Eld- hússtrákurinn („The Kitchen Toto“), sem sýnd er í Regnbogan- um, er grein af þeim meiði. í þetta sinn er sögusviðið Kenýa árið 1950, þegar landið var enn nýlenda Breta, en það var ekki nema rúmur áratugur þar til Kenýa fékk sjálfstæði sitt, að undangeng- inni blóðugri baráttu; í myndinni kemur fram að 80 Evrópubúar hafi látist en 14.000 Kenýamenn. Eldhússtrákurinn er vægðarlaus og grimmileg lítil dæmisaga úr þessari baráttu og lýsir á kaldrana- legan hátt og án allrar tilfínninga- semi hvemig blóðug skæruliðabar- átta bitnar á þeim sem hana hvorki þekkja né skilja; bömum. Hún seg- ir frá blökkudrengnum Mwangi sem fastur er milli tveggja elda; annarsvegar eru skæruliðar, sem myrtu föður hans og fara um í skjóli nætur og boða ógn og skelf- Hinir ákærðu („The Accused"). Sýnd í Háskólabíói. Bandarísk. Leikstjóri: Jonath- an Kaplan. Handrit: Tom Topor. Framleiðendur: Stanley R. Jaffe og Sherry Lansing. Helstu hlut- verk: Kelly McGillis, Jodie Fost- er, Bernie Coulson og Ann Fras- er. Síðast voru það hættur fram- hjáhaldsins, núna er það nauðgun. Framleiðendumir Stanley R. Jaffe og Sherry Lansing eiga sjálfsagt eftir að gera myndir um önnur og fleiri þjóðfélagsvandamál og það er engin ástæða til annars en að ætla að þær verði jafn áhrifamiklir og vel gerðir þrillerar og Hættuleg kynni í fyrra og Hinir ákærðu(„The Accused"), sem sýnd er í Há- skólabíói, í ár. Þessir tveir framleiðendur hafa sérstakt lag á því að gera vanda- málamyndir að þrillerum og ásamt leikstjóranum Jonathan Kaplan hefur þeim tekist að gera drunga- lega og hrottalega mynd um sér- stætt nauðgunarmál sem má segja að komi inn á tvöfalda sekt; sekt þeirra sem nauðga og þeirra sem hvetja aðra til verknaðarins. Og ef lögfræðingar nauðgaranna fengju einhvetju ráðið vildu þeir bæta einni sekt við; sekt þeirrar sem nauðgað er. Allt er þetta að sjálfsögðu um- deilanlegt. Hinir ákærðu er laus- lega byggð á raunverulegum mála- ferlum í Bandaríkjunum og vakti upp talsverðar umræður vestra um nauðganir, en hún segir frá Söru Tobias (Jodie Foster sýnir stórgóð- an leik í hlutverkinu), sem kvöld eitt labbar inn á sóðalega krá búin að reykja svolítið marijúana og drekka talsvert, æsir upp karlmenn með eggjandi klæðnaði og dansi og er nauðgað uppá spilakassa af þremur mönnum undir fagnaðar- látum og hvatningarópum annarra í einhveiju lengsta og óhugnanleg- asta nauðgunaratriði kvikmynd- anna. Málaferlin sem á eftir fylgja ganga út á að lögmenn nauðgar- anna reyna að sýna fram á að Sara hafí viljað láta nauðga sér. Þetta var ekki nauðgun heldur kynlífssýning; Sara er ábyrg fyrir því hvemig fór, sökin er hennar. Saksóknarinn í máli Söru (leikinn kuldalega af Kelly McGillis) hefur ingu hveijum sem þá svíkja eða fara ekki að þeirra óskum, og hins vegar eru hvítu nýlenduherrarnir sem hann þjónar og eru á höttunum eftir skæruliðunum. Mwangi lendir í miðju hinna striðandi fylkinga og fyrir hann er ekkert skjól að fínna, aðeins óskiljanlegt miskunnarleys- ið. Til að undirstrika enn frekar btjálæðið í þessari ósættanlegu veröld dregur leikstjórinn og hand- ritshöfundurinn, Harry Hook, upp andstæðu blökkudrengsins í hvítum jafnaldra hans og leikfélaga á meðal nýlenduherranna, sem einn er til að verja heimili sitt með hörmulegum afleiðingum þegar skæmliðar gera árás. Þetta em sterkar og ónotalegar myndir sem Hook bregður upp úr nýlendustríðinu í knöppum en ein- beittum frásagnarstíl sem sneiðir af allan hugsanlegan óþarfa. Efnið er skýrt afmarkað, atburðarásin einangmð og frásögnin látlaus. Hér er ekki verið að fást við stórbrotna sögu heldur sáralitla og lítilvæga, ekki ofbeldisfulla sjálfstæðisbar- áttu eða óvægna nýlendustefnu eða hrokafulla herraþjóð og undirgefna þjóna hennar en allt speglast það þó í þessum litla atburði, þessari stuttu sögu af eldhússtráknum Mwangis — um sakleysingjana sem alltaf fá verstu útreiðina. Fyrir rétti; Jodie Foster í Hin- um ákærðu. lítinn áhuga, Sara er svo sem eng- inn engill, fortíð hennar og fram- koma varla til fyrirmyndar, svo henni finnst í lagi að gera niður- lægingu Söm að samningsatriði; nauðgaramir fara í fangelsi í stutt- an tíma ef fallið er frá nauðgunar- kæm og henni breytt í minni sakar- giftir. Niðurstaðan gerir Söm að dmslu sem fékk það sem hún bað um, alveg eins og nauðgaramir vora alltaf að segja. Til að bjarga mann- orði hennar og samvisku sinni fer saksóknarinn aftur í mál, í þetta skipti gegn þeim sem hvöttu til nauðgunarinnar. Þungamiðja myndarinnar liggur í þeim málaferlum og spumingunni- um ábyrgð þeirra sem hvetja til glæps án þess að taka raunvemleg- an þátt í honum. Kaplan, sem gert hefur nokkrar minniháttar myndir, og handritshöfundurinn Tom Topor taka einkar sannfærandi á málum innan ramma melódramans, byggja upp eftirvæntingu og spennu og ekki síst samúð með Söm í harðn- eskjulegri lýsingu á henni sem fómarlambi nauðgunar; lögfræð- ingana varðar ekki um raunir Söm, það er hæðst að henni og hennar hegðun er túlkuð á versta veg. Jafnvel hennar eigin lögfræðingur sér ekki hennar hlið á málinu fyrr en seint og um síðir. Hinir ákærðu er sterk mynd, athyglisverð og vel leikin og hún hefur mikið til málanna að leggja. Eftiröpun Kylfusveinninn II („Caddyshack II“). Sýnd í Bióhöllinni. Kylfusveinninn II er heldur ómerkilegt framhald gamanmynd- ar sem Harold Ramis gerði árið 1980 með Chevy Chase, Bill Murray og Rodney Dangerfield í aðalhlutverkunum. Kylfusveinninn hafði alla burði til að verða leiðinleg framhalds- myndaröð eins og t.d. Lögreglu- skólamyndimar en það varð aldrei til allrar lukku og fyrir bragðið minnist maður hennar með a.m.k. góðvild. Kylfisveinninn II, sem gerð er næstum áratug eftir fmmmyndina, misnotar þessa góðvild með ódýrri eftiröpun í fimmaurabrandarastíl. Sá eini sem hefur ósvikna kímni- gáfu í myndinni, sem er stútfull af frægum nöfnum eins og Dyan Cannon, Dan Aykroyd og Robert Stack, er Chevy Chase, algerlega úr tengslum við umheiminn í hlut- verki auðkýfíngs. Vinur hans Aykroyd á hins vegar vemlega slæman dag, Cannon er ekkert nema brosið og glæsileikinn, Jackie Mason er styttri útgáfa af Dan- gerfíeld og Stack er ekki rétti maðurinn í aulafyndni eins og þessa. HINIR ÁKÆRÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.