Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989 Húsbréf Lausn í húsnæðismálum eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Á hinum Norðurlöndunum og raunar víðast hvar á Vesturlöndum er ekki lánað úr opinberum sjóð- um til kaupa eða endurQármögn- unar á eldra húsnæði. Aftur á móti fer nú hér á landi meira en helmingurinn af fjármagni Bygg- ingarsjóðs ríkisins til að fjármagna og endurfjármagna eldri íbúðir. Á árinu 1988 fóru 2.891 milljón króna í fjármögnun eldri íbúða úr Bygg- ingarsjóði ríkisins en rúmir 2 millj- arðar í nýbyggingar. Kosturinn við húsbréfakerfið er að fasteigna- markaðurinn fjármagnar sig sjálfur og á það ekki síst við um endurfjár- mögnun eldra húsnæðis. Hvergi á hinum Norðurlönd- unum er lánað eins mikið til hús- næðismála úr opinberum sjóðum eins og hér á landi. Til marks um það má nefna að í Noregi, þar sem opinberar lánveitingar til hús- næðismála eru mestar á hinum Norðurlöndunum, að þá námu heild- arútlán Norska Húsbankans til húsnæðismála 1987 rúmum 2,3 milljörðum ísl. króna þegar útlánin hafa verið leiðrétt miðað við mann- fjölda hér á landi. Sambærileg heildarútlán Húsnæðisstofnunar ríkisins árið 1987 voru 5,9 milljarð- ar. Skýringin á svo stórkostlegu miklu meiri opinberum lánveiting- um hér á landi helgast að verulegu leyti að því hversu mikið Qármagn rennur hér til endurfjármögnunar á eldri íbúðum. — Húsnæðislánakerfi sem kallar á ijárþörf sem nemur 12-15 milljörðum á ári ætti því að vera meginviðfangsefni rikis- stjórnarinnar að leysa. Núverandi lánakerfi — biðröðin Það húsnæðislánakerfi sem við búum við í dag byggir á því, að allir sem uppfylla skilyrði húsnæðis- laganna um lífeyrissjóðsaðild eiga rétt á niðurgreiddum lánum úr Byggingarsjóði ríkisins óháð tekjum eða þörf fyrir húsnæðis- lán. Fyrirkomulag þetta hefur leitt til þess að eftirspurn eftir lánum hefur verið langt umfram framboð og því fyrirséð að núverandi hús- næðiskerfi fær ekki staðist. Enn berast fleiri umsóknir á hveijum mánuði en hægt er að afgreiða. Um 10.000 umsóknir eru nú óaf- greiddar og bendir flest til að eftir- spum eftir lánum úr Byggingar- sjóði ríkisins sé síður en svo mett- uð. Samkvæmt niðurstöðum nýlegr- ar rannsóknar Félagsvísindastofn- unar á húsnæðismálum, kemur fram, að um 15% höfuðborgarbúa og 9% landsbyggðarbúa hafa sótt um lán úr Byggingarsjóði ríkisins. Þá kemur fram að um 20% íbúa á höfuðborgarsvæðinu og 14% lands- byggðarbúa hyggjast sækja um lán á næstu tveimur árum. Samtals hafa því 35% höfuðborgarbúa og 23% landsbyggðarbúa sótt um eða ætla að sækja um lán hjá Bygging- arsjóði ríkisins næstu tvö árin. Biðröðin fæðir sig sjálfa. Meðal- biðtími eftir láni úr Byggingarsjóði ríkisins er nú um 34 mánuðir. Nú- verandi kerfi er ósveigjanlegt og ófært um að þjóna þeim sem í dag þurfa nauðsynlega á lánafyrir- greiðslu að halda. Að meðaltali eru gefin út á hveijum mánuði bindandi lánsloforð sem kosta 500-600 millj- ónir að fjármagna. Ætla má samkv. könnun Félagsvísindadeildar að um helmingur þeirra renni til fólks sem er það vel statt að ekki ætti að þurfa lánafyrirgreiðslu hjá hinu opinbera með niðurgreiddum vöxt- um. Nefna má að könnunin sýnir að 50% þeirra sem búa í eigin hús- næði og eru í biðröðinni búa í ein- býlis- eða raðhúsi. Þegar hafa verið gefin út 8.000 lánsloforð að ijárhæð samtals 18 milljarðar króna á núvirði en um 10.000 umsóknir eru óafgreiddar. Kostnað við óafgreiddar umsóknir má áætla um 23 milljarða króna. Samtals má áætla kostnað við af- greiddar og óafgreiddar umsóknir á 2 '/2 árs tímabili, um 41 milljarð króna, sem samsvara um 55% af fjárlögum íslenska ríkisins. Ríkisfi'amlagið í vaxtaniðurgreiðslu Vaxtamunur á veittum lánum Byggingarsjóðs ríkisins samkvæmt nýja kerfinu og teknum lánum hjá lífeyrissjóðum var 148 milljónir í fyrra. Á næstu fimm árum verður þessi vaxtaniðurgreiðsla að óbreyttu samtals um 3 milljarðar króna. Árið 1993 fer að óbreyttu allt núverandi ríkisframlag í vaxta- niðurgreiðslu. Það er ljóst að lána- kerfið hefur ekki fjárráð til að mæta þörfum miðað við fyrirheit um lánsrétt og lánsfjárhæðir né heldur að rísa undir núverandi vaxtaniðurgreiðslum. Húsbréf I fyrirliggjandi frumvarpi um húsbréf er lagt til að íbúðarkaup- endum verði heimilt að skipta á fasteignaveðbréfi og húsbréfum, að hámarki 65% af matsverði íbúðar. Fasteignaveðbréfið verði með föst- um vöxtum og hámarkslánstími þess 25 ár. Með þessu er stuðlað að lækkun útborgunarhlutfalls og aukinni innri fjármögnun fasteignaviðskipta. Megin hugmynd þessara tillagna er sú, að ekki sé þörf fyrir verulegt viðbótarfjármagn vegna venjulegra fasteignaviðskipta, þar sem hver lánar öðrum. Hlutverk hins opin- bera húsnæðiskerfis á þessu sviði eigi fyrst og fremst að vera að skapa traustan samningsgrundvöll milli þessara aðila. Húsbréfin eru markaðshæf og mun húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar skipuleggja markað fyrir þau í samráði við banka, lífeyrissjóði og aðrar lánastofnanir. Byggingar- sjóður ríkisins og Seðlabanki ís- lands verða viðskiptavakar, þ.e. verða stöðugt með kaup- og sölutil- boð í húsbréfín. Húsbréf verða með sambærilegum lánskjörum og fast- eignaveðbréf, og ábyrgð ríkissjóðs. Aukin innri Qármögnun húsnæðiskerfisins Með húsbréfakerfinu er stuðlað að aukinni innri fjármögnun fast- eignaviðskipta. Húsbréfin skapa traustan samningsgrundvöli til lánsviðskipta milli kaupenda og seljenda íbúða. Þetta er sérstaklega mikilvægt hér á landi vegna þess að hrein eign í íbúðarhúsnæði er óvenjumikil hér á landi. Með því að skipta á fasteignaveðbréfi og húsbréfi fær seljandi íbúðar í hend- umar tryggt veðskuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs. Þeir sem á tímum óverðtryggðra lána áttu kost á mikilli eignarmynd- un í eigin húsnæði geta með hús- bréfakerfinu tekið þátt í að fjár- magna fasteignamarkaðinn. Hús- bréfakerfið opnar þannig leið út úr vítahring stöðugt hækkandi út- borgunarhlutfalls og dregur úr lánsíjárþörf vegna íbúðakaupa. Þegar þeim áfanga er náð að húsbréfakerfið nái til nýrra og not- aðra íbúða verða lánveitingar hins opinbera í almenna húsnæðiskerf- inu óþarfar og munu framlög ríkis- ins til húsnæðismála geta farið ein- göngu til fjármögnunar félagslega íbúðalánakerfisins og til greiðslu vaxtabóta. Jafnframt mun þá skap- ast grundvöllur til að afnema alveg kaupskyldu lífeyrissjóða. Aukin þjónusta við íbúðarkaupendurá landsbyggðinni Húsbréfakerfið dregur úr þeirri miðstýringu sem verið hefur á af- greiðslu húsnæðislána. í frumvarp- inu er gert ráð fyrir að húsbréfa- deildin leiti samninga við almennar lánastofnanir, svo sem banka og sparisjóði, um að annast skulda- bréfaskiptin og mat á greiðslugetu íbúðarkaupenda. Jafnframt er ráð fyrir því gert að deildin geti falið sérstökum trúnaðarmönnum sínum að annast mat á viðkomandi hús- eignum. Kostir þessa eru ótvíræðir. Lánsviðskiptin færast í viðkomandi lánastofnanir sem hafa besta yfir- sýn yfír fjármál heimilanna, að þeim sjálfum frátöldum. Þetta fyrir- komulag yrði sérstaklega til hags- bóta fyrir íbúa á landsbyggðinni sem hafa jafnan þurft að sækja alla þjónustu húsnæðislánakerfisins til Reykjavíkur. Aukin þátttaka innlánsstofiiana Bankar hafa verið tregir til að axla þá áhættu sem er því samfara að lána einstaklingi háar fjárhæðir. Með tilkomu húsbréfa aukast líkur á þátttöku bankastofnana í fjár- mögnun íbúðarfjárfestinga. Lán banka til þessara mála tækju á sig það form að bankar keyptu hús- bréfin. Minni verðsveiflur á fasteignamarkaði Það er verúlegur ágalli á núver- andi lánakerfi, að það er ekki tengt raunverulegum fasteignaviðskipt- um, heldur byggist á úthlutun láns- loforða fram í tímann. Reynslan hefur sýnt, að þetta fyrirkomulag magnar spennuna á fasteignamark- aðnum og hefur í för með sér mikl- ar sveifiur í þróun fasteignaverðs. Jafnframt hefur þetta fyrirkomulag leitt til sölu á lánsloforðum með miklum afföllum. Einnig er það staðreynd, að íbúðir með nýlegum húsnæðislánum sem koma í endur- sölu, eru seldar á yfirverði á fast- eignamarkaðnum. Til eru dæmi um að íbúðir hækki í verði um allt að 3-400 þúsund af þessum sökum. Fjármögnun samtímis íbúðaviðskiptum Húsbréfakerfið grundvallast á því að fjármögnun íbúðarkaupa á sér stað í beinum tengslum við fast- eignaviðskipti. Væntanlegur kaup- andi, sem fundið hefur íbúð, leitar upplýsinga hjá Húsnæðisstofnun um hversu hátt fasteignaveðbréf stofnunin er reiðubúin til að kaupa af honum fyrir húsbréf. Þetta ferli þarf ekki að taka meira en tvær vikur. Meðalbiðtími í núverandi kerfí er 34 mánuðir. Það er verulegtir ágalli á núverandi lánakerfi, að það er ekki tengt raunverulegum fast- eignaviðskiptum, heid- ur byggist á úthlutun lánsloforða fram í tímann. Hærri lán til íbúðarkaupa Núverandi húsnæðislánakerfi byggist á föstum verðtryggðum lánsfjárhæðum sem þó eru mismun- andi eftir því hvort um er að ræða nýbyggingu eða kaup á eldri íbúð auk þess sem það skiptir máli hvort um er að ræða fyrstu íbúðarkaup eða ekki. Iðgjaldagreiðslur til lífeyr- issjóðanna geta einnig ráðið miklu um lánamöguleika þó nú þegar sé búið að gera ýmsar undantekningar frá þeirri reglu. Hámarkslán til fyrstu íbúðarkaupa er nú rúmar 2.3 m.kr. en jafnframt gildir sú regla að lán má aldrei vera hærra en sem nemur 70% af brunabótamati. Þetta fyrirkomulag er hagstæðast þeim sem kaupa iitlar íbúðir en þá getur lánið farið í allt að 70% af bruna- bótamati. Húsbréfakerfi sem veitir fjármögnun allt að 65% af mats- verði íbúðar er hins vegar hagstæð- ara við kaup á stærri íbúðum. Þeg- ar um er að ræða kaup á íbúð sem metin er á 3,5 m.kr. veitir hús- bréfakerfið í raun meiri fjármögnun en núverandi kerfi. Þó er gert ráð fyrir að félagsmálaráðherra geti sett þak á Ijárhæð fasteignaveð- bréfa og hefur verið rætt um 5,5 m.kr. í því sambandi, þ.e. 65% af verði íbúðar sem kostar um 8,4 m.kr. Það meira en tvöfaldar láns- fjármögnun frá því sem nú er og dregur verulega úr þörf fyrir þung- ar skammtíma skuldbindingar í bönkum. Vaxtabyrði — lítil breyting Við samanburð á núgildandi vöxtum í húsnæðiskerfinu og því vaxtastigi sem kann að verða í húsbréfakerfinu, er rétt að hafa eftirfarandi í huga: 1. Ljóst er að núverandi útláns- vextir Byggingarsjóðs ríkisins fá ekki staðist til lengdar. Sjóð- urinn lánar út á 3,5% vöxtum en tekur lán á 6,8% til 7%. Á fáum árum gengur hratt á eigið fé sjóðsins, sem nú er um 13 milljarðar króna, og þrátt fyrir 1100 milljóna króna ríkisfram- lag gæti það að óbreyttum vaxtamun verið uppurið árið 2005. Það verður því óhjá- kvæmilegt, fyrr eða síðar, að hækka útlánsvexti sjóðsins óháð því hvort lánakerfinu verður breytt eða ekki. 2. Einungis þeir sem keypt eða byggt hafa minnstu íbúðirnar hafa getað fjármagnað íbúðar- kaup sín alfarið með lánum frá Byggingarsjóði ríkisins. Við- bótarfjármagn hefur verið feng- ið með lántökum hjá lífeyrissjóð- um og bönkum á mun hærri vöxtum. Miðað þá skiptingu lánsijármögnunar íbúðarfjár- festingar sem er hér á landi milli banka, lífeyrissjóða og Byggingarsjóðs ríkisins er ekki fráleitt að ætla að meðalvext- ir á skuldum íbúðarkaupenda hafi undanfarin tvö ár verið í raun á bilinu 6—7%. Er þá ekki tekið tillit til þess kostnaðar sem fylgir endurteknum skammtímalántökum í bönkum. 3. Reiknað er með að vextir á hús- bréfum verði sambærilegir og vextir í ríkisskuldabréfum á hveijum tíma enda er um sam- bærileg verðbréf að ræða þó húsbréfin muni sennilega skera sig úr að því leyti að lánstími þeirra verður lengri. Ovissa ríkir um það hveijir vext- ir verða þegar húsbréfakerfinu verður hleypt af stokkunum, en flestum er ljóst að þeir eru óvenju háir um þessar mundir. Miðað við núverandi aðstæður kynnu vextir húsbréfa, ef þau væru í sölu nú, að vera um 7% eða svipaðir og vext- ir spariskírteina ríkissjóðs og wextir á lánum lífeyrissjóðanna til Hús- næðisstofnunar. I raun væri hér um óverulega hækkun á meðal- ávöxtun húsnæðislána frá því sem nú er. Hjá þeim sem eru með lágar og meðaltekjur mun húsbréfakerfið létta verulega greiðslubyrðina fyrstu árin: Kemur það glögglega fram i eft- irfarandi dæmi sem sýnir greiðslubyrði að teknu tilliti til húsnæðisbóta og vaxtabóta (sjá jafiiframt súlurit). Dæmi: Hjón með 2 millj. í árstekjur Kaupverð íbúðar 5,2 m. Eigið framlag 800 þús. Kaup i fyrsta sinn. Núgildandi Húsbréfakerfí í kerfi í þús. þús. 1 ár 551 315 2ár 441 292 3 ár 398 269 4ár 331 245 Skýringin á miklu lægri greiðslu- byrði í húsbréfakerfi, einkum fyrstu árin, er að núgildandi kerfi þarf fólk að taka verulegan hluta af útborgun í íbúð gegnum dýr skammtimalán í bönkum. Það eru einmitt skammtímalánin sem valdið hafa verulegum greiðsluerfiðleikum og oft gjaldþroti hjá fólki. í húsbréfakerfi fær fólk lánað aftur á móti 65% af verði eignarinn- ar til 25 ára, þannig að yfirleitt er um litla þörf fyrir viðbótarlán eða dýr skammtímalán í bönkum. Breytt fyrirkomulag á jöfhun húsnæðiskostnaðar Veigamikill þáttur í þessum til- lögum er breyting á núverandi fyrir- komulagi á þátttöku hins opinbera í lækkun kostnaðar við útvegun eigin húsnæðis. Stuðningur hins opinbera fer nú eftir þremur leiðum. í fyrsta lagi eru greiddar hús- næðisbætur til þeirra sem kaupa íbúð í fyrsta sinn. Þær eru greiddar í 6 ár og eru nú um 50 þús. kr. á einstakling (hjón fá tvöfalt). Hús- næðisbætur eru óháðar tekjum eða eignum umsækjenda. í öðru lagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.