Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989 39 Daði Sigurvins- son - Kveðjuorð Daginn sem við fréttum að hann Daði frændi okkar væri alvarlega veikur greip okkur mikill kvíði. Við trúðum því ekki að svona hraustur og góður íþróttamaður sem hann var lægi nær dauða en lífi á sjúkra- húsi. Þetta hlaut að vera einhver misskilningur. Hann sem var alltaf svo hress og skemmtilegur strákur. Daði var alltaf til fyrirmyndar og öllum sem kynntust honum líkaði mjög vel við hann. Við lát Daða frænda vöknuðu upp margar spurn- ingar í bijóstum okkar, meðal ann- ars sú, hvers vegna svona ungur og efnilegur strákur sem Daði var þyrfti að yfirgefa heiminn jafn snögglega og hann í blóma lífsins, hann sem átti allt lífið framundan. Söknuðurinn er sár en minning- arnar margar og góðar því að Daði var ekki bara frændi okkar heldur einnig besti vinur. En eins og segir í lagi Vilhjálms Vilhjálmssonar, „Eitt sinn verða allir menn að deyja" og kveðjum við því Daða með sárum söknuði og hugsum um allar góðu stundimar sem við nut- um með honum, um leið færum við foreldrum hans og systur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um góðan Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Linda og Arnar Karl. Þegar þessar línur voru í mótun varð mér litið á stóra mynd af íþróttahópi sem við Sigurvin Ein- arsson unnum með árið 1982. Það hafði gengið vel um sumarið en fyrir síðasta leik þurfti Sigurvin að halda erlendis og þá var Daði, son- ur hans, fulltrúi hans. Þar fór stoltur 6 ára strákur og hann bar ábyrgðina vel. Þetta var eitt af einkennum Daða Sigurvins- sonar, traustur og óvenju kraftmik- ill strákur með mikið keppnisskap og mjög sterka réttlætiskennd. Þessi skapgerðareinkenni hans gáfu reyndar stríðnum heimilsvini oft tækifæri til aðgerða en þó lærð- um við með tímanum hver æskileg mörk voru í þeim efnum. Ekki alls fyrir löngu fórum við Daði saman í ökuferð og ræddum allt milli himins jarðar. Þar fann ég heilbrigða lífsstefnu og háleit markmið og mér var hugsað til þess að við þyrftum fleiri unga menn með slíka hæfileika. Mér varð einnig ljóst að með sínum miklu íþróttahæfileikum næði hann langt. I nokkum tíma höfðu meiðsli háð Daða en nú var hann að ná sér og við höfðum ákveðið að taka skotæf- ingu í knattspyrnu fyrir mánaða- mótin. En mörkin hans Daða urðu ekki fleiri. Hann dó aðeins 14 ára gamall. Ég er þakklátur fyrir samfylgd- ina þótt mér finnist hún hafi verið of stutt. Ég bið Guð um að gefa vinum mínum Didda, Kittý og Emu og öðmm aðstandendum styrk í sorg þeirra. Sigurður Þorsteinsson FRA PHILIPS á vegum Heimilistækja og PHILIPS Export BV. í Sætúni 8 — Miövikudaginn 15. - fimmtudaginn 16. og föstudaginn 17. kl. 10-12og 15-16 alla dagana. Tækin kynnir sérfræðingur frá PHILIPS Ro Vredenbregt. • Nýjar geröir sveifluskjáa „Oscilloscopes“ • Nýjar geröir fjölsviösmæla „Multi Meters“ • „Function Generators“ • og fleira áhugavert sem kemur á óvart. Vinsamlegast tilkynniö þátttöku til tæknideildar, sími 69 1500. Heimilistæki hf Taeknideild • Saetúni 8 SlMI: 69 1500 f/cd e/UMtSveájýOjéegtk í Som/uh^ujk, TVOFALDUR 1. VINMNGUR á laugardag handa þér, ef þú híttír á réttu tölurnar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! s Sími 685111. Upplýsingasímsvari681511. 1 jgfö\ S Bladió sem þú vaknar vió!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.